Mjölnir


Mjölnir - 13.12.1950, Síða 3

Mjölnir - 13.12.1950, Síða 3
M J ö L N I R ' S Vestrænt lýðræði í Asíu Að undanförnu hafa birzt í sænska blaðinu Vecko-Journ- alen ferðapistlar frá Asíu eftir dr. Olle Strandberg, sænskan rithöfund, sem hefur ferðast um Asíu í sumar og haust. Dr. Strandberg er fylgismaður hins borgaralega þjóðskipulags, en svo laus við þá þröngsýni og hleypidóma, sem einkennir marga borgaralega mennta- menn, að hann dregur ekki fjöður yfir staðreyndir, sem eru óþægilegar fyrir skoðana- ibræður hans 1 Evrópu. Og hann er athugull og skarpskyggn ferðamaður og segir oft frum- lega og skemmtilega frá þvi, sem fyrir augu hans og eyru ber. I frumskógi í Indó-Kína, þar sem dauðinn bíður hins hvíta manns í launsátri, gerist tákn- rænn atburður, smámynd af iatferli hvíta kynstofnsins í Asíu. Tvær konur falla í árás á bifreið. Nokkrir hermenn hafa „hreinsað til á slysstaðnum". „Þetta voru imgir menn með svitastorkin andlit og ljós, hörkuleg augu. Þeir höfðu reyrt hæði líkin við kælikassann á bílnum og héldu í áttina til Saigon í rökkrinu. Þegar þeir fóru fram hjá bílalest okkar, voru þeir að syngja gamlan, al- kunnan söng: „Die Strasse frei der braun en Bataljonen, „SA marschiert mit ruhig, festem Schritt —“ (Úr Horst-Wessel söngnum) Afturganga nazismans, leif- ar af úrvalshersveitum Hitlers, var þarna á ferðinni inni í miðj um frumskógi Indó-Kína, óhult fyrir réttlæti Potzdam-samn- ings og Niirnbergdóma. Draug- ur nazismans berst nú í fremstu víglínu í Asíu, við hlið forvígismanna vestræns frelsis og lýðræðis — og Saipeinuðu þjóðanna, mætti bæta við — fyrir lýðræði, mannréttindum efnahagslegu jafnrétti og krist inni menningu, en gegn komm- únisma, að sögn vestrænna lýð- ræðispostula. Hefði sjálfsagt einhverjium þótt það skrítin spá, ef sagt hefði verið fyrir fimm árum, að eftirlætisher- sveitir Hitlers ættu eftir að komast í röð fremstu boðbera siðmenningar, réttlætis og mannúðar. En svona er það nú samt. Um 40 þúsund þýzkir nazistar, flestir úr SS og SA, hafa verið skráðir í útlendinga- her Frakka og sendir til Indó- Kína til að sannfæra hinn fá- fróða lýð austur þar með vopna valdi um yfinburði frelsis, lýð- ræðis, kristinnar menningar og friðar yfir einræði og kúgun komraúnism&ng. ★ Dr. Strandberg talar í hálf- gerðum háðstón um baráttu hvíta mannsins í Asíu fyrir „kristinni menningu, pólitísku lýðræði, friði og efhahagslegu jafnrétti“. Hvað hefur aldalöng kynning Asíubúa af vestrænu lýðræði kennt þeim um þessa hluti? Hvað er kristin menning í augum Asíubúans ? Morð- tæíkni, gegndarlaus fégræðgi, sviksemi, harðýðgi og grimmd. Hvað er hið „pólitíska lýðræði“ liv'ita mannsins í Austurlönd- um? Algert einræði hvítra ný- lendustjóra eða innlendra leppa á borð við Shang Kai Shek, Syngman Rhee, Bao Dai og Nehru, stjórnarfar, sem ein- igöngu miðast við að stela sem mestum arði af vinnu klæð- lausra, sjúkra og sveltandi ör- eigamilljóna og ræna lönd þeirra sem mestum auðæfum á sem skemmstum tíma. Þetta lýðræði felur líka í sér bann við stéttabaráttu, bann við verka- lýðssamtökum, bann við að stofna til nokkurra þeirra sam- taka, sem gætu beint eða óbeint spillt aðstöðu valdhafanna til kúgunar og arðráns. Hvernig er háttað þeim friði og þeirri reglu, sem hvíti maðurinn held- ur uppi í Asíu? Það er sá frið- ur, sem hnútasvipan og hlekk- imir skapa í sambúð húsbænda og þrælalýðs, en friður axar- innar og jarðarinnar ef þrælam ir sætta sig ekiki möglunarlaust við okið. Slík friðarbarátta er það, sem Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn heyja nú á Malakkaskaga, í Burma, Indó- Kína, Kóreu og á Filippseyj- um. Og hver er reynsla Asíu- búans af baráttu hvíta manns- ins fyrir efnahagslegu jafn- rétti? Húsnæðisleysið, klæð- leysið, sulturinn, sjúkdómamir og neyðin í Suður'Asíu, ein- hverjum auðugasta og frjósam asta hluta heimsins, em talandi tákn um mörg hundmð ára „efnahagsviðreisn" vestrænna þjóða í þessum löndum. ★ Dr. Strandberg virðist ekki vera sérlega trúaður á full- yrðingamar um þakklæti og ástarþel Kóreubúa í garð vest- rænu þjóðanna, sem nú „að- stoða Kóreu í baráttunni gegn 'heimsveldisstefnu kommún- ista“. í grein sinni frá Indó- Kína segir hann m.a_, ;■ „f umræðum um stjómmála- ástancl líðaaxdi stundar er því oft slegið fram, að Indó-Kína geti orðið ný Kórea — ógnun við lieimsfriðinn. Það alveg eins sennilegt, að Kórea dagsins í dag breytist í nýtt Indó-Kína — land, þar sem Bandaríldn — eða Sameinuðu þjóðimar, ef menn vilja heldnr orða það þannig — heyja grimmdarfulla baráttu gegn herauminni þjóð. En það er slík barátta, sem nú er háð í Viet-Nam“. Frakkar fóma að meðaltali fimmtíu mannslífum á dag og 10.000 fröhkum á hvem skatt- greiðanda árlega í hinni göf- ugu baráttu gegn kommúnism- anum, sem þeir heyja í Indó- Kína með aðstoð þýzkra naz- ista, en fá næsta lítið í aðra hönd. Bandaríkin „hjálpa“ þeim og taka ríflega borgun fyrir: „Útflutningurinn frá Viet- Nam hefur minnkað geysi- mikið, og innflutningsverzlunin er að komast algerlega í hend- ur Bandaríkjamanna — það er verðið, sem Frakkland verður að greiða fyrir vopnasending- arnar. Bandaríkin gleyma ekki að gera góða verzlun jafnframt því, sem þau verja Vesturlönd fyrir kommúnismanum. í Sai- gon hafa amer.'skir skraut- bílar leyst litla og yfirlætis- lausa Citroen- og Renault-bíla af liólmi, og hinir fögru anna- mítísku búningar erú saumað- ir úr silki frá bandarískum verksmiðjum í Japan í stað efna frá Lyon. Já, það er meira að segja farið að nota dósaöl í staðinn fyrir frönsku matar- vínin.“ „Ef Bandaríkin gera átak, mun Frökkum hlotnast sá heið ur að koma á fót bardagasveit- um, sem með amerískum vopn- um og alþjóðlegum atvinnuher- mönnum — þ.á.m. 40.000 fyrv. SA- og SS-hermönnum — halda uppi orðstír hins hvíta manns í Asíu. En menningar- legu og efnahagslegu hlutverki þeirra sjálfra (Frakka), verður um Ieið Iokið.“ ★ Dr. Strandberg lýkur grein sinni frá Indó-Kína með hug- leiðingum um viðhorf í Asíu almennt: „Asíuþjóðimar búa sig nú xmdir úrslitaorustuna. Hvítu djöflamir yfirgáfu heims álfu þeirra: Bretar hurfu frá Indlandi og leyfðu Indverjum að þjást undir hinu nýfengna frelsi. Bandaríkjamenn héldu á brott frá Kína og Suður-Kóreu. Hollendingar kvöddu índónes- íu. Það voru aðeins örfáir hvít- ir blettir eftir á kortinu — Malakkaskagi, Formósa, Burma Indó-Kína — og þeir lituðust rauðir eins og af blóði. Nú eru hvítu djöflamir farair að venja komur sínar til Asín að nýju, og koma nú í einni fylkingu og undir fána Sameinuðu þjóð- anna.“ ★ „Asíuþjóðirnar búa sig nú undir úrslitaorustuna.“ Styrj- öldin milli Asíuþjóðanna og hinna vestrænu nýlenduþjóða hófst þegar hinar síðamefndu byrjuðu að seilast til valda í Asíu, og hefur staðið látlaust síðan, þótt vopnaviðskipti hafi legið niðri um stundarsakir öðru hverju. Asíuþjóðimar hafa aldrei viðurkennt yfirráða rétt vestrænu ríkjanna í Asíu, og munu aldrei gera það. — Lokaátökin um yfirráðaréttinn yfir Asíu milli nýlenduveldanna og Asíubúa sjálfra eru þegar um garð gengin í Kína, víðlend asta og mannflesta ríki Asíu, standa yfir í Burma, Malakka- skaga og Indó-Kína, og það virðist aðeins spurning um tíma hvenær þau fara fram í Indlandi og Suðvestur-Asíu. — Úrslitaorustan verður sú omsta sem færir Asíuþjóðunum óskor uð yfirráð yfir löndum þeirra, því Asíuþjóðimar munu ekki láta af baráttu sinni fyrr en fullur sigur hefur unnizt. — Atburðir síðustu mánaða og vikna, sem sýna, að Asíumenn ætla hvergi að hopa fyrir hin- um vestrænu kúgurum, jafnvel ekki þótt þeir sendi þeim ógn- andi tóninn frá aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna og sýni þeim klæmar undir fána þeirra — gefa fyrirheit um að útslita- orustan, sem mun verða bana- sár nýlenduimperíalismans og þýðingarmikill nagli í líkkístu heimskapitalismans, só ekki mjög langt undan. Tilvalin jólagjöf Uefið vmum yðar og kunningjum bókina „Samsærið mikla gegn Sovétríkjunum.“ Bó'kin er ómetanleg heimildarlind öllum þeim, sem sannleik- ans Ieita um það ástand, sem nú ríkir í alþjóðamálum, og orsakir þess. — Bókin fæst á SKRIFSTOFU SÓSlAUSTAFLOKKSINS, Suðurg. 10. ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« Kærkomin jólagjöf er Karlamagnússaga, þrjú bindi, fyrir aðeins 142 krónur (áskriftagjald). —- Get afgreitt bækumar af lager hér. KRISTMAR ÓLAFSSON Tilkynning Efnalaug Siglufjarðar verður lokuð frá 30. des. aJð telja, um óákveðinn tíma. EFNALAUG SIGLIJFJARÐAR. Tilkynning eftirfarandi hámarksverð ft kr. 2,18 kr. 2,25 — 2,18 — 2,25 — 0,58 — 0,60 — 5,58 — 5,75 — 9,70 — 10,00 brauðum: Franskbrauð 500 gr........ kr. Heilhveitibrauð 500 gr. . Vínarbrauð pr. stk....... Kringlur pr. kg.......... Tvíbökur pr. kg.......... Séu nefnd brauð bökuð með annari þyngd en að ofan grnnir, skulu þau verðlögð | hlutfallí við ofangreint verð. Á þeim stöðum, sem br&uðgerðir eru ekki starfandi, má hæta sannanlegum fIutningskostnaði við hámaTksverðið. Ef kringlur eru seldar f stykkjatali, er óheimilt að selja þær hærra verði en sem svarar kr. 8,00 pr. kg. i- mð&l&T-fcéisi&i--- Reykjavik, 30. móv. 1950. VERÐLAGSSKRIFSTOFAN ►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦■»♦♦♦♦♦< Þeir, meðlimir Sjákrasamlags Siglufjarðar, sem vilja hafa læknaskifti frá næstu áramótum, verða að tilkynna það f skrif- stofu samlagsins fyrir 24. des. n. k. Siglufirði, 30. nóv. 1950. SJÚKRASAMLAG SIGLUFJARÐAR

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.