Mjölnir


Mjölnir - 20.12.1950, Síða 1

Mjölnir - 20.12.1950, Síða 1
 36. tölublað. Miðvikudagur 20. des. 1950. 13. árgangur. SósíaSistafélag Siglufjarðar óskar félögum sínum og oðrum velunnurum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þökk fyrir ánægjulegt sams/arf. ] ó I Eftir Þorstein Erlingsson Ég veit þú segir satt. Við höldiun Jól. Við sjáum, eins og vant er, nú um tíma, hvað ból og hól og hjól og skjól og sól er himnesk sending þeim, sem eiga’ að ríma. Nú kallar þetta hvella bjölluliljóð að liorfa’ á gamla leikinn, sem við kunnum, svo smjatta þeir, sem þykir vistin góð við þvættituggu’ úr voígum blaðurmunnum. En svo var fagra friðarstjarnan þín; þann fögnuð vildir þú ég kæmi’ að skoða; en gætu’ ekki’ álvrif hennar sagt /il sín, þó sigur hennar væri færri’ að boða? Ég lieyrði fyrri segja sama flokk frá sigri þeim, á mörgum kirkjustólum; en skein hún ekki blítt á Bielostock með boð um náð og frið á síðstu Jólum. Og hvar er sigur Krists inn kristinn heim? Að kirkjum hans er enginn vandi að leita, en krossinn Iians er orðinn einn af þeim, sem algerð þý og hálfa manndygð skreyta. Og heldurðu yfir hugsjón þessa manns og heimsins frelsi þessir kaupmenn vaki, sem fluttu milda friðarríkið hans á fölva stjömu að allra skýja baki? Þar komst hún nógu liátt úr hugum burt og hér varð eftir nógu tómur ldiður, svo aldrei verði’ að æðri jólum spurt og aldrei komist friðarríkið niður. Og dýpstu þránum drekkir spekin sú, sem djúpið mikla þurrum fótrnn gengur og spennir yfir endaleysið brú með orðum, þegar hugsun nær ei Iengur; því rún úr geimnum engin önnur skín en eintóm núll úr köldum stjörnubaugum. Nei, ég vil lifa litlu Jólin mín við ljósið það, sem slán í barnsins augum. Mér finnst þar inn svo frítt og bjart að sjá, að friðarboðið gæti þangað ratað, og enn þar minni heit og þögul þrá á þúsund ára bróðurríki glatað. Þar vefst úr geisliun vonarbjarmi skær, sem veslings kakla jörðin fær eigi’ að ldýna; ég sé þar eins og siunar færast nær, ég sé þar friðarkonungs stjörnu skína. 19. DESEMBER 1906. KIRKJAN GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT KOMANDI ÁR! Messur um hátíðirnar JÓLIN. — Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 6 Jóladagur: Hátíðamessa kl. 2 2. jóladagur: Barnamessa kl. 11 f.h. Skirnarmessa kl. 2 e.h. NÝARIÐ. Gamlaárskvöld: Aftansöngur -kl. 6 Nýársdagur: Hátíðamessa kl. 2 Umboð almannatrygginganna í Siglufirði. Sjúkrasamlag Siglufjarðar GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT KOMANDI ÁR! Afgr. Eimskipáfél. Islands Afgr. Skipaútg. rikisins Þormóður Eyólfsson h.f. — Æskulýðsfylkingin — — félag ungra sósíalista — sendir öllum félögum sínum, nær og f jær, sínar beztu jóla og nýársóskir, með þöklí fyrir samstarfið á hinu Bðandi ári. Siglufjarðarkaupstaðnr óskar öllum bæjarbúum gleðilegra jóla, og farsældar á komandi ári. BÆJARSTJÓRI. mm Þið skuluð athuga að oft hefur það komið fyrir, að kviknað hefur i húsum um jólin. — Því er óvarlegt að hafa ótryggt innbú yðar. Tryggið nú í dag, því á morgun getur það verið um sehtan. Hvergi betri kjör en hjá ALMENNUM TRYGGINGUM h. í. KRISTMAR ÖUAFSSON umboðsmaður ♦♦♦♦♦♦♦ Á ekkert að gera út á vetrarvertíðinni? Happdrœtíi Pjódviljans Dregið var í liappdrætti Þjóðviljans liinn 16. þ. m.. — Þessi númer komu upp: No. 85410 Stofusett. — 63849 Stofuskápur — 77873 ísskápur — 1440 Málverk — 32683 Þvottavél — 12087 Saumavél — 61807 Kaffistell, 12 — 13429 Gólfteppi — 92125 Rafliavél. — 4708 Ryksuga — 54264 Kaffistell, 6 — 9295 Matarstell — 54881 Rit Kiljans. — 721 Hrærivél — 61543 Hrærivél Birt án ábyrgðar. Frá verkalýðs- féliigunum Verkalýðsfélögin Þróttur og Brynja vilja vekja athygli meðlima sinna á því, að milli jóla og nýárs verður haldinn jóladansleikur eins og að undan förnu. — Nánar tilkynnt í götu auglýsingum. Wttía kíc sýnir 2. jóladag kl. 9: ANNA og SIAMSKONUNGUR Nýársdag kl. 9: AL JOLSON Stórfengleg músikmynd í eðlilegum litum. GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT KOMANDI ÁR! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. RAMMAGERÐIN Jón Jólianneson Móberg ;*♦* ». _ ... . —i- GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT KOMANDI ÁR! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Egill Stefánsson GLEÐILEG JÓL! FÁRSÆLT KOMANDl ÁR! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Jóhann Jóliannesson, -rafvirki Hlé hefur nú verið gert á störfum Alþingis fram yfir ára mót. Ekki vannst tími til þess, áður en þingmenn fóru heim i jólafríið, að gera neinar ráð- stafanir til þess að -bátaflotinn geti hafið vertíð nú upp úr áramótunum, svo sem venjulegt er. Fyrir nokkrum dögum flutti Einar Olgeirsson frumvarp um að útgerðarmönnum skyldi frjálst að selja sjálfir þann fisk, sem skip þeirra öfluðu eftir 24. des. og þar til ríkis- stjórnin hefði tryggt sölu á aflanum fyrir það verð, sem út gerðin þarf að fá til þess að hægt sé að gera út, en flytja inn í staðinn ýmsar -brýnustu nauðsynjavörur, svo sem vefn- ararvörlu, kom, timbur, veiðar færi o. þ.h. Með samþykkt þessa frum- varps hefði útgerðinni verið veittur möguleiki til að hefja vertíðina strax um áramót, eins og venja er, svo framar- lega sem nokkrir möguleikar væru á að selja fiskinn. En ríkisstjórnin mátti ekki heyra þetta nefnt. Einokuninni skal haldið áfram, hvað sem það kostar. Frumvarpið var því fellt, og veitti Alþýðuflokkur- inn stjómarflokkumun aðstoð til þess. .. _.;*** . , Útgerðarmannafélag Reykja- víkur gerði nýlega samþykkt, þar sem sagt er, að engir mögti leikar séu á að gera bátaflot- ann út í vetur, nema fiskiverð- ið hækki verulega, eða minnst um 25—30 aura pr. kg., en það er nú 75 aurar. Samskonar raddir hafa heyrzt frá útgerðar mönnum viða um land og frá landssamtökum þeirra. Er fyrir sjáanlegt, að bátaflotinn fer ekkert af stað fyrst um sinn, og ekki fyrr en fiskverðið hef- ur verið hækkað um þá upp- hæð, sem áður greinir, eða aðrar ráðstafanir verið gerðar til að tryggja afkomu bátanna. ★ S. 1. sunnudag voru gefin saman í hjónaband af sr. Ósk- ari J. Þorlákssyni, frk. Inga María Magnúsdóttir frá Reykja vík og Eberg Elefsen, atúdent, Gránugötu 20 hér í bæ, og frk. ngibjörg ThoKarsnsen frá Dal- vík og Sigurður EJefsen, Gránu götu 20. — Sama dag áttu for- eldrar brúðgumanna, Sigríður og Óskar Ehefsen, silfurbrúð- kaup. . Ritstjóri og nbyrgðlarmaður: Benedikt Sigurðsson

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.