Mjölnir


Mjölnir - 09.03.1962, Blaðsíða 1

Mjölnir - 09.03.1962, Blaðsíða 1
XXV. árgangur Föstudagur 9. marz 1962 5. tölublað Bréf Alþýdubandalagsins til Alþýðuilokk§in§, Fram§óknar£lokk§in§ ogr §jálf§tæði§flokk§ins Hér fer á eftir bréf það, er Alþýðubandalagið í Siglufirði skrifaði Alþýðuflokknum, S j ó If staeðis- flokknum og Framsóknarflokknum hinn 19. febr. sl. — Þykir réff að birfa bréfið í heild, þar sem ó gangi eru missagnir um efni þess. Tweir stórir niólor- bátar I stað Eilliða ALÞÝÐUBANDALAGIÐ SIGLUFIRÐI Siglufirði, 19. febrúar 1962. Eins og yður er kunnugt, hefur íbúum Siglufjarðarkaupstaðar farið fækkandi allt frá árinu 1948, og munu nú vera ca. 500 færri en þeir voru þá. Þessi stöðuga íbúa- fækkun í kaupstaðnum og orsakir hennar, á sama tíma og íbúum hinna fjögurra kaupstaðanna á Norðurlandi hefur fjölgað um meira en 2000 manns samanlagt, efni flestra eða allra bæjarbúa, er nú orðin sameiginlegt áhyggju- hvað sem líður afstöðu til ann- arra mála, svo sem landsmála al- mennt. Haldi þessi fólksfækkun enn áfram, hlýtur að fylgja henni enn frekari samdráttur en þegar er orðinn, á öllum sviðum at- hafnalífs, svo sem minnkandi at- vinna, einkum fyrir þær starfs- stéttir, sem starfa að iðnaði og þjónustustörfum ýmiskonar, svo sem verzlun, minni tekjur fyrir- tækja, verðlækkun á fasteignum, o. fl. þ. h. ,en hinsvegar mun rekst- ur bæjarfélagsins og stofnana þess verða því dýrari á hvern íbúa, sem íbúarnir eru færri. Það er skoðun Alþýðubanda- lagsins, að eina færa leiðin til þess að koma í veg fyrir enn frek- ari fólksfækkun og samdrátt í at- vinnulífi bæjarfélagsins, og snúa þróuninni við, sé að auka útgerð og vinnslu sjávarafla í bænum, fyrst og fremst með útgerð báta til þorskveiða og vinnslu aflans í landi. En til þess, að hægt verði að auka útgerð og aflanýtingu hér, telur Alþýðubandalagið nauðsynlegt, að bæjarstjórn kaupstaðarins hafi forgöngu um, að öll aðstaða til útgerðar héðan verði stórbætt með byggingu nauðsynlegra mannvirkja í landi, svo sem hafnarmannvirkja, vel búinna verbúða, fiskverkunar- húsa, slipps og annars, sem með þarf til þess að tryggja rekstur fiskibáta héðan við jafngóð eða betri skilyrði í landi en bjóðast í öðrum útgerðarbæjum. Þessi skil- yrði telur Alþýðubandalagið, að auðveldast sé að skapa með því að halda áfram uppbyggingu Innri-hafnarinnar, og koma þar upp þeim mannvirkjum, sem nauðsynleg eru í þessum tilgangi. Að sjálfsögðu eru mörg önnur mikilsverð hagsmunamál kaup- staðarins og íbúa hans, sem nauð- synlegt er að bæjarstjórnin hafi forgöngu um, svo sem bættar samgöngur, aukning ýmiskonar iðnaðar o. s. frv. En flest þessi mál eru þannig vaxin, frá sjónar- miði Alþýðubandalagsins, að þau eru sameiginleg hagsmuna- mál allra Siglfirðinga, og ætti ekki að þurfa að verða ágreining- ur um þau vegna mismunandi pólitískra skoðana eða ágreinings um önnur mál. — En Alþýðu- bandalagið lítur svo á, að fyrsta skilyrðið fyrir því, að fólksflótt- inn og samdrátturinn í atvinnu- lífi bæjarins verði stöðvaður, sé það, að útgerðaraðstaða í bænum verði stórbælt á þann hátt, sem að framan greinir. Alþýðubandalagið álítur, að til þess að snúa þróuninni við, svo að hér verði eðlileg fólksfjölgun og gróska í athafnalífi, þurfi að sameina sem flest hagsmunasam- tök og sem flesta af íbúum bæjar- ins til sameiginlegs átaks. Alþýðu- bandalagið leyfir sér því að leggja það til, að félagasamtök allra fjögurra stjórnmálaflokk- anna hér í bænum taki til athug- unar, hvort flokkarnir geta ekki komið sér saman um sameiginlega stefnuskrá í bæjarmálum Siglu- fjarðar fyrir næsta kjörtímabil, og um einn sameiginlegan lista til bæjarstjórnarkosninganna, sem fram eiga að fara í maí í vor, skipaðan þeim mönnum, sem bezt þætti treystandi til að vinna að framkvæmd hinnar sameigin- Iegu stefnuskrár, og fer þess hér með á leit við yður, að þér veljið 3 menn til viðræðu við jafnmarga fulltrúa frá hverjum hinna flokk- anna, sem hlut vilja eiga að slík- um umræðum. Alþýðubandalagið lítur svo á, að í komandi bæjarstjórnarkosn- ingum hljóti hið sameiginlega hagsmunamál allra Siglfirðinga: Stöðvun fólksflótta úr bænum og aukning athafnalífs, að yfirgnæfa öll þau mál, sem að undanförnu hafa valdið ágreiningi milli hinna ýmsu samtaka og flokka. Telur Alþýðubandalagið, að lausn þess sé brýnasta hagsmunamál bæjar- búa, sem flokkslegum sjónarmið- um beri að víkja fyrir. Það er raunar skoðun okkar, að flokka- skipting í bæjarmálum okkar efti- ir sömu línum og í landsmálum sé einatt bæði óeðlileg og skað- leg. Það er eðlilegt, að hinir ýmsu hagsmunahópar þjóðfélagsins myndi með sér pólitísk samtök til að vinna að slíkum málum á Al- (Frcimháld á 3. síðu.) Verkakvennafélagið Brynja á Siglufirði hélt aðalfund sinn hinn 4. þessa mánaðar. Varaformaður Guðrún Albertsdóttir stýrði fundi í fjarveru formanns. Flutt var skýrsla stjórnarinnar um starf- semina á liðna árinu og reikning- ar félagsins voru lesnir upp og samþykktir. Félagið náði allgóð- um samningum við atvinnurek- endur sl. vor. Hafði samninga- nefnd félagsins samstöðu með Verkamannafélaginu Þrótti og fá félagskonur nú greidd sömu laun og karlar fyrir alla vinnu aðra en Þegar hið sorglega slys bar að höndum, með togarann Elliða mátti öllum ljóst vera, að skjótra aðgerða væri þörf vegna atvinnu- ástandsins í bænum. Eitthvað vafðist þó þetta fyrir bæjarstjóra og bæj arstj órnarmeirihlutanum, því margir dagar liðu án þess að fundur væri haldinn um málið, eða þar til bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins Armann Jakobsson krafðist fundarins. Á þessum bæj- arráðsfundi var samþykkt að leggja til að keyptir yrðu tveir 100 til 200 tonna mótorbátar. Hér virðist því nánar um vilja- yfirlýsingu að ræða, heldur en á- kveðna samþykkt, en full ástæða er til að gera sér strax ákveðnar skoðanir um hvaða bátastærð henti okkur Siglfirðingum bezt, gera ákveðna samþykkt og taka nú þegar til óspilltra málanna við útvegun þeirra og tryggja fjár- málahliðina. Enn er hálfgerður sýndar- mennskubragur á þessu máli og ekki laust við að menn spyrji hvað koma muni, hvers sé að vænta. Sérstaklega hefur það vak- ið vissa tortryggni þegar blaðið Neisti slær um sig með miklum grobbtón að bæjarstjórnarmeiri- blutinn hafi markað einhverja á- kveðna stefnu í þessu máli. Dagana eflir slysið var stjórn Síldarverksmiðjanna á fundum í Reykjavík, en eins og kunnugt er fer hún með útgerðarstjórn Bæj- arútgerðarinnar. Þeir Þóroddur Guðmundsson og Jóhann Möller tóku þá strax upp umræður um mál Bæjarútgerðarinnar og hentu á að Siglfirðingum væri bráð- nauðsynlegt að fá eitthvert at- vinnutæki í stað Elliða, annað- hvort annan togara eða þá tvo til þrjá mótorbáta, þá mætti segja að útgerðarstjórn SR á Siglu- fjarðar togurunum væri millibils- ástand, sem kannske lyki næstu daga og því kæmi ekki til mála að stjórn SR ráðstafaði vátrygging- pökkun og snyrtingu í frystihús- um. Skuldlaus eign félagsins er nú 202.000.64 kr. og eignaaukning á árinu nam kr. 18.434.00. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin einróma, hún er nú þannig skipuð: Formaður: Sigríður Þorleifs- dóttir; varaformaður: Guðrún Albertsdóttir; ritari: Olína Hjálmarsdóttir; gjaldkeri: Guð- rún Sigurhjartardóttir; meðstj.: Sigurpála Jóhannsdóttir. Reglugerð fyrir Sjúkrasjóð Brynju var samþykkt á fundinum ingarfé eða gerði yfirleitt nokkr- ar stærri ráðstafanir nema í sam- ráði við bæjarstjórn Siglufjarðar. Þetta fékk góðar undirtektir í stjórn SR og var samþykkt tillaga frá Þ. Guðm. og J. Möller um að fela framkvæmdastjóra Sigurði Jónssyni að gefa bæjarráði skýrslu um útgerðina og eiga við- ræður um málefni hennar. Þessi viðræðufundur hefur nú verið haldinn og iagðir fram reikningar síðastliðins árs. Vá- tryggingarfé Elliða, skips og veið- arfæra mun hafa verið rétt um 22 milljónir króna, hins vegar munu allar skuldir Bæjarútgerðarinnar vera 26 til 27 milljónir, þar af að sjálfsögðu veruleg upphæð, veð- skuldir á Hafliða og annað sem sérstaklega tilheyrir því skipi. En því má ganga útfrá sem gefnum hlut, að skuldareigendur gangi nú hart hver eftir sínu og kannske verða ekki allir samningaliprir. Hér er bara um slíkt mál að ræða að við Siglfirðingar getum ekki tekið allt vátryggingarféð og greitt það upp í skuldir, við verð- um að fá samninga um greiðslu- frest á einhverjum hluta skuld- anna og nota það fé, sem við á þann hátt höfum ráð yfir, til að afla okkur atvinnutækja, við komumst ekki af án þess og það er full ástæða til að hefjast strax handa, allur dráttur í málinu get- ur orðið okkur til skaða. Það verður strax að gera á- kveðnar samþykktir um hvaða bátastærð við ætlum að kaupa og það verður strax að taka upp samningaumleitanir við Ríkis- stjórn og aðra skuldareigendur en jafnhliða að afla sér upplýs- inga um möguleika á að fá keypt skip. Drátturinn í þessu máli er þeg- ar orðinn of mikill og fulltrúar Siglfirðinga í þessum erinda- gjörðum verða að fara til Reykja- víkur fyrir miðjan þennan mán- uð. og gildir frá og með 1. jan. 1962, var og kosin stjórn fyrir sjúkra- sjóðinn. Samþykkt var að hækka árgjöld félagsins úr kr. 100.00 í kr. 150.00. Þá má að lokum geta þess að Brynjukonur samþykktu að skora á Þróttarfélaga til keppni í Skíða- landsgöngunni, sem nú fer fram og ákveðið að gefa verðlauna- grip, sem keppt verður um. Fundurinn var hinn ánægjuleg- asti, þótt fundarsókn hefði mátt vera meiri. AÐAJLFUWDUR BRAAJU

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.