Mjölnir


Mjölnir - 09.03.1962, Blaðsíða 2

Mjölnir - 09.03.1962, Blaðsíða 2
♦----------------------------♦ MJÖLNIR Utgefandi: Sósíalistafélag Siglufjarðar. Abyrgðarmaður: Benedikt Sigurðsson. Afgreiðsla: Suðurgötu 10 -—- Sími 194. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Akureyri. 1----------------------------♦ Drdttarbrantin Augu manna hér í Siglufirði eru æ betur að opnast fyrir því að tilvera bæjarfélagsins verði að byggjast á útgerð héðan meiri en verið hefur. Höfuðskilyrði þess, að svo megi verða, er að öll aðstaða í landi fyrir útgerðina verði gerð viðunandi, og eitt mikilvægasta atriðið er viðgerðarþjónustan. Nú vita allir Siglfirðingar, hvernig komið er fyrir Dráttar- brautinni. Eins og er er hún hús- bóndalaus, því Síldarverksmiðj- an Rauðka sagði upp stjórn sinni á slippnum, sem hún hefur að undanförnú gegnt, frá og með 1. marz. Dráttarhrautin var boðin út til leigu, þegar séð varð að hverju stefndi, en ekki er vitað að nein umsókn hafi borizt. — Mönnum þeim, er þar hafa unnið, hefur verið sagt upp, og eru þeir nú lausráðnir að vinna að einu verkefni, smíði lítils trillubáts. Þá er alvarlegast ástand braut- arinnar sjálfrar, sem mun þarfn- ast gagngerðrar viðgerðar, ef ekki endurbyggingar, en í tíð nú- verandi bæjarstjórnar hefur hún verið látin grotna niður, eins og flest önnur atvinnutæki og liafn- armannvirki í bænum. Sem dæmi um ástandið má geta þess, að m.b. Hrefna, sem er um 40 tonn að stærð, varð að fara inn á Akureyri, þegar hún varð fyrir smávægilegri bilun í fyrsta netaróðri sínum nú fyrir skemmstu. En ef í alvöru á að tala um að hefja héðan útgerð, er eitt frum- skilyrðið til að svo megi verða, að hér sé góður slippur, sem geti tekið 100—200 tonna skip upp til viðgerðar. Ef aðstæður leyfa ekki að nú- verandi dráttarbraut verði gerð hæf til þessa, þá verður að skapa slíka aðstöðu á einhverjum öðr- um stað við höfnina, Það er ekki aðeins fyrir aukna útgerð héðan úr Siglufirði sem þetta er nauðsynlegt, heldur eiga líka þau hundruð síldveiðiskipa, sem hér koma á sumrin, heimt- ingu á slíkri þjónustu. Enn iiiii »Jo|»|»ui' í byrjun desember sl. ritaði ég undirritaður nokkrar línur hér í blaðið um sjoppurnar í Siglu- firði. Ég varð þess var, að sumum fannst þar nokkuð fast að orði kveðið og má vel vera að svo hafi verið. Samt virðist mér sem þetta hafi verið orð í tíma talað, því að mér er kunnugt um, að mál þetta hefur allmikið verið rætt í bænum, síðan greinarkorn mitt kom út. Að minnsta kosti tvö fé- lagssamtök hafa tekið málið til alvarlegrar umræðu á fundum sínuin, í öðru tölublaði Mjölnis þ. á. ritar P. Á. hugleiðingu um málið, og í blaðinu Reginn 1. febrúar birtist grein um þetta efni eftir gagnfræðaskólastúlku, og allar þessar raddir eru sam- hljóða greinarkorni mínu í Mjölni, þótt ekki sé alveg eins fast að orði kveðið. Ein er þó undantekning frá þessu, en það er smáklausa í blaðinu Siglfirðingi 12. des. 1961, birtist hún undir nafninu „Sovétsjoppur“. Nú langar mig, þótt seint sé, að gera nokkra grein fyrir því, hvers vegna mér var svo heitt í hamsi, að ég stillti ekki orðum mínum í hóf að sumra áliti, og jafnframt að ræða mál þetta í allri vinsemd við blaðið Siglfirðing, en ég geri mér vonir um, að skoðanir mínar og ritstjóra Siglfirðings á þessu máli séu að mestu leyti þær sömu, enda hygg ég hann ekki vera höf- und klausunnar. Þegar ég geng til og frá vinnu- stað liggur leið mín fram hjá nokkrum þessara fyrirtækja, og það skal sagt afdráttarlaust, að það liefur oft valdið mér sárri gremju að sjá unglingana sitja inni á sumum þessum sjoppum, jafnvel á gólfinu eða úti í glugga- kistunum sleikjandi ís, sötrandi gosdrykki og reykjandi sígarett- ur, sem þeir fá keyptar í stykkja- tali á sumum sjoppunum. Ég þekki eins vel börnin og unglingana í Siglufirði og hver annar, og ég hika ekki við að segja, að þau standa ekki neitt að baki öðrum börnum þessa lands hvorki að andlegu né líkamlegu atgervi, eru í stuttu máli sagt elskulegasta fólk. Það má hver lá mér sem vill, en mér gremst það, að til skuli vera stofnanir hér í bæ, sem vinna að því beint og óbeint, að venja þessi efnilegu börn á nautnasýki og Það ldýtur því að verða krafa allra þeirra, sem eitthvað hugsa um framtíð Siglufjarðar, að haf- izt verði þegar í stað lianda um að koma rekstri dráttarbrautar- innar í viðunandi horf. slæpingsskap og njóta til þess stuðnings bæjaryfirvaldanna, og finnst mér, að þar höggvi sá er ldífa skyldi. Nú munu vera hér í bæ milli 20 og 30 aðilar, sem bæj- arstjórn hefur veitt sjoppuleyfi, þótt ekki hafi nema fáir þeirra haft framtak til að nota það. Ég segi það alls ófeiminn, að ég sé eftir þeim aurum, sem renna til þessara fyrirtækja í gegnum hendur barnanna og unglinganna, ég sé eftir þeim tíma, sem eytt er á þessum stöðum, og mest sé ég eftir því, að þetta dregur úr þroska barnanna og unglinganna miðað við, að þau stunduðu í þess stað aðrar hollari athafnir. Og þá kem ég lítillega að klaus- unni í Siglfirðingi: „Hvaða sjoppuleyfum hafa kommúnistar greitt atkvæði gegn. Eiga þeir ekki upphafið í þessum sjoppu- málum okkar? Reyndu þeir ekki í bæjarstjórn að fá sína menn undanþegna því leyfisgjaldi, sem aðrar kvöldsölur þurfa að gjalda“, segir Siglfirðingur. Ég vil strax lýsa yfir því, að þessi ádeila má gjarnan hitta mína flokksmenn eins og aðra að því leyti, sem þeir eiga sama hlut að máli og aðrir. Mér er ekki kunnugt hve oft þeir hafa greitt atkvæði með eða móti sjoppuleyfum, en mér er kunnugt um, að stundum hafa þeir setið hjá við slíkar atkvæðagreiðslur, og er mér engin launung á því, að ég er ekki ánægður með slíka frammistöðu. Tvær síðari spurn- ingarnar munu eiga við fyrir- tæki Kristmars Ólafssonar, og verð ég að segja, að þar finnst mér höfundurinn ekki hafa hitt naglann á höfuðið. Aðeins einn af fulltrúum Alþýðubandalagsins greiddi atkvæði með því að und- anþiggja Kristmar leyfisgj aldi, en hann sótti um það á þeim for- sendum, að hann vegna heilsu- brests ætti erfitt með að stunda aðra atvinnu. Ég ber enga sér- staka umhyggju fyrir fyrirtæki Kristmars Ólafssonar, en um það held ég við getum verið sammála, að á meðan hann einn hafði kvöldsöluleyfi, var þetta ekki það vandamál, sem það er nú, og að ef öll þessi fyrirtæki væru rekin með sama sniði og Kristmar rekur sitt, væri þetta þó skár við unandi. Ég held við hljótum að vera sammála um, að þegar fólkinu fækkar í bænum og atvinna dregst BREZKIR TOGARASJÓMENN RÁÐAST Á UNGL- INGA Á SIGLUFIRÐI OG HAFA í HÓTUNUM VIÐ LÖGREGLUNA Sl. þriðjudag réðust nokkrir brezkir togarasjómenn af togar- anum Ross Archer á nokkra sigl- firska unglinga, börðu einn þeirra tvisvar í höfuðið með flösku og höfðu í frammi önnur fólskupör. Þegar lögreglan kom á vett- vang, hafði skipstjórinn í hótun- um, en lögreglan tók hann og tvo aðra skipverja og setti í varðhald. Ciiar vörur gott mö Danskir búðingar á kr. 4.50 pakkinn Steinlausar döðlur á kr. 6.00 pakkinn Maja Korn Flakes kr. 11.50 250 gr. pakkinn. KAUPFÉLAG SIGLFIRÐINGA — KJÖRBÚЗ Fyriiframgreiisla dtsvara 0(1 Eins og að undanförnu verður notuð heimild laga um inn- heimtu fyrirframgreiðslu útsvara ársins 1962. Gjalddagar eru 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. A hvern gjalddaga fellur ca. 12%% af útsvari síðasta árs. Hinn 1. júní skal lokið greiðslu, sem svarar til 50% útsvarsupphæðarinn- ar sl. árs. Siglufirði, 1. marz 1962. Bæjargjaldkerinn. öll saman, þá sé það öíug þróun að fjölga sjoppunum, en eins og ég sagði áðan liafa miklu fleiri leyfi, en þeir sem ennþá hafa notað þau. Og væri nú ekki rétt fyrir bæjarbúa að spyrna hér við fæti, því að varla geta það talizt vænlegar horfur fyrir bæjarfélag- ið, ef þetta á að verða helzta framtíðaratvinnan. Hlöðver Sigurðsson. »Gildr«n« í Ólafsfirði Sjónleikurinn Gildran, saka- málarit í 3 þáttum eftir Robert Thomas, var sýndur í Ólafsfirði um síðustu helgi, leikstjóri er Höskuldur Skagfjörð. Með aðalhlutverk fara þau Daníel Williamsson og Sæunn Axelsdóttir. Uppselt var á frumsýningu og í leikslok voru leikstjóri og leik- endur ákaft hylltir og voru þeim færðir blómvendir. Sjónleikurinn Gildran er ann- að verkefni Leikfélags Ólafsfjarð- ar á þessu ári og verður ekki ann- að sagt en að það hafi mjög vel tekist. Þetta er dálítil nýlunda að sýna hér sakamálaleikrit, en það virtist falla í góðan jarðveg hjá áhorfendum, enda mjög vel með farið og hvergi linun á spennunni frá upphafi til enda. Leikfélagið fer með leikinn til sýninga á Dalvík og Akureyri um næstu helgi, en síðan verður hann sýndur á Siglufirði. R. M. Brél . . . (Framhald aj 1. síSu.) þingi og í ýmsum félagasamtök- um. En í bæjarmálum eigum við Siglfirðingar yfirleitt sömu liags- muna að gæta og okkur er höfuð- nauðsyn að standa saman gagn- vart ríkisstjórn og Alþingi urn ýms brýnustu mál okkar. Deilur okkar um bæjarmál eru því mið- ur stundum leiðindakritur um smámuni og bæjarstjórnarkosn- ingar einatt fyrst og fremst eins- konar aðalæfing fyrir Alþingis- kosningar, notaðar af flokkunum til að kanna liðið, en verða til að vekja óþarfa úlfúð og fjandskap milli þeirra manna, sem veljast til að fara með stjórn bæjarins. Við leggjum áherzlu á alvöru þessa máls og væntum að þér tak- ið tillögu okkar til athugunar i fullri einlægni. Hún er fram kom- in sökum þess, að við telj um sam- starf bæði framkvæmanlegt og brýna nauðsýn fyrir bæjarfélag- ið. Við væntum heiðraðs svars yðar fyrir 10. marz n. k. Virðingarfyllst f. h. Alþýðubandalagsins í Siglufirði Ármann Jakobsson (sign) Hlöðver Sigurðsson (sign) 2) — Mjölnir Fösludagur 9. marz 1962

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.