Mjölnir


Mjölnir - 09.03.1962, Blaðsíða 3

Mjölnir - 09.03.1962, Blaðsíða 3
Bréf að (Framhald, aj 4. síðuj eftirlaun, konur frá 55 ára aldri, karlar frá 60 ára aldri. í námu- vinnu og fleiri erfiðum starfs- greinum frá 45 ára aldri. Upp- hæð eftirlaunanna fer eftir starfs- aldri og launum, og getur hæst orðið 90% miðað við full laun. Að bera þetta saman við ellistyrk þann, sem öldruðu fólki á ís- landi er ætlað að draga fram líf- ið á eftir 65 eða 67 ár aldur, er varla sæmandi. Menntun er öll ókeypis frá því fyrsta til hins síðasta. Nemendur í öllum framhalds- og æðri skól- um hafa laun við nám sitt; al- geng laun eru 60—80 rúblur, eða 3—4 þús. ísl. kr. á mánuði. Bein laun munu vera hærri sums staðar í auðvaldsheiminum en í Sovétríkjunum. En stór hluli þessara launa er aðeins fenginn verkafólkinu í hendur til þess eins að ræna honum strax aftur. Með ofangreind atriði í huga er það álit mitt, að raunveruleg lífskjör séu þegar orðin betri í Sovétríkjunum en það, sem bezt gerist annars staðar. Eitt af þeim atriðum, sem lilýt- ur að leiða athygli fólks að þeim grundvallarmismun, sem er á sósíalistisku og kapítalisku þjóð- félagi, er sú staðreynd, að hér í Sovétríkjunum er öll læknishjálp, svo og öll meðul, sem læknar láta í té, ókeypis, kosta hreinlega ekki neitt. Það yrði sennilega skrítið upplit á mörgum lyfsölum.og biss- nesslæknum vesturlanda, sem taka hundruð króna fyrir það, að veita sjúklingum sínum nokkurra mín- útna viðtal, ef almenningur þar tæki upp þann sovézka sið, að þakka pent fyrir sig og kveðja, án þess svo mikið sem að láta sér peninga eða borgun til hugar koma. Sjálfsagt munu margir spyrja: Hvernig er það mögulegt að af- henda dýrar vörur og þjónustu fyrir ekki neitt? Hver er meining- in, og hvernig verður þessu varið með aðrar vörutegundir í fram- tíðinni? Því er til að svara, að á kom- andi árum mun ein vörutegund- in af annarri verða afhent í sov- ézkum verzlunum án allrar borg- unar. Og sá tími er eygður, þegar allir peningar munu teknir úr um- ferð. Vinnutíminn, sem nú er 6—7 stundir, mun verða takmarkaður eflir afkastagetu tækninnar. í verzlanir þess þjóðfélags, þar sem framleiðslan hefur yfirstigið alla eðlilega eftirspurn, getur hver ein- staklingur sótt þær nauðsynjar, sem hann þarfnast og girnist, án allrar peningahjálpar, — að því tilskildu þó, að tilgangur fram- auitan leiðslunnar sé að fullnægja þörf- um fólksins, en ekki að skapa ein- stökum eigendum atvinnutækj- anna hagnað eða gróða. 1 hinni nýju 20 ára áætlun Sov- étríkjanna er gert ráð fyrir, að þeim tíma liðnum verði allar lífs- nauðsynjar almennings, stórar og smáar, ókeypis. Fyrir utan lækn- ishjálp og menntun, sem nú er í té látið ókeypis, hafa þegar verið gerðar fyrstu ráðstafanirnar til að gefa frí öll samgöngutæki á skemmri leiðum, svo og öll brauð. ÖIlu eftirliti með greiðslum á fargjöldum í járnbrautarlestum á styttri leiðum, svo og í strætis- og sporvögnum, er þegar hætt, og einnig eftirliti með greiðslum í flestum kvikmyndahúsum. Brauð eru þegar frí í öllum matsöluhús- um. I mjög náinni framtíð munu þessi lífsgæði almennings að öllu leyti verða ókeypis. Það er hætt við því, að þegar sovézkar hús- mæður fara að sækja brauð sín og kökur til bakarans án þess að skilja þar eftir grænan eyri til endurgjalds, þá fari auðhringum hinna vestrænu lýðræðislanda að reynast erfitt að halda í skefjum hinum sífellt undirnærðu og kúg- uðu milljónum í Asíu, Afríku og| Suður-Ameríku. Gæti þá farið svo, að „saxaðist á limina hans Björns míns“. Þegar þessi áform breytast í veruleika, munu þau stugga við ýmsum, jafnvel hinum ólíklegustu. Mestur hluti fólks er, þrátt fyrir allt, þannig gerður, að vilja heldur hafa það, sem sann- ara reynist. Þeir tímar nálgast nú óðum, að þrátt fyrir öll heimsins Morgun- og Alþýðublöð verður sannleik- anum ekki lengur leynt fyrir fólki. Næstu áratugir munu skapa tíma- mót í mannkynssögunni. Ljótasta kafla hennar er að ljúka, kafla heimsstyrjalda, milljónamorða, blóðugrar nýlendukúgunar arð- ráns og siðleysis. Kapítalisminn er að líða undir lok með öllu því, sem honum hefur fylgt. í fram- tíðinni mun sagan verða saga sameignar. Lífsgæðin munu fram- leidd í þeim tilgangi að allt fólk geti notið þeirra. Nýjustu afrek mannsandans á sviði tækni og vísinda gera sköpun allsnægtanna mögulega, samfara styttum vinnu- tíma. En það verða hvorki Krupp né Einar ríki, sem hagnýta þá tækni í þágu hins starfandi fólks. Það verkefni getur sósíalisminn einn leyst. Saga framtíðarinnar verður því saga sósíalismans. Bátarnir tveir, sem héðan róa, liafa nú ákveð- ið að skipta um veiðarfæri, af línu og yfir á net. Hrefna fór í sinn fyrsta netaróður laugardaginn 24. febrúar. — Smávegis óhapp henti bátinn í þessum fyrsta róðri, stýrisútbúnaður hilaði og varð að fara með skipið til Akureyrar til viðgerðar, sökum þess að dráttar- brautin hér er ekki í nothæfu ástandi. Aflinn í fyrsta róðri varð fjögur tonn. Um síðustu helgi var Hringur reiðu- búinn til að hefja netaveiðar og beið gæfta, sem hafa verið mjög lélegar að undanförnu, eins og reyndar í allt haust og vetur. í síðustu línuróðrunum var afli far- inn að tregast, en afli báta, sent veiðar stunda fyrir Norðurlandi, hefur verið misjafn, hafa sumir aflað allvel í net en aðrir ntinna. Hofliði seldi í Grimsby sl. mánudag fyrir tæp 6000 pund. Salan er fremur léleg, en blaðinu ekki kunnugt um aflamagn. Friðjón Vigfússon, verkamaðttr hér í bæ, átti sjötugsaf- mæli hinn 23. febrúar sl. Bæjarpóstur- inn óskar honunt allra heilla í tilefni dagsins. Útför Dýrleifar Kristjánsdóttur var gerð frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 24. febrúar. Gifting. Sigurlína Káradóttir og Hreinn Júlí- usson gengu í hjónaband lattgardaginn 24. febrúar. Bæjarpósturinn óskar þeim allra heilla, staðfestu í bænum og barnaláns. 1. Tónvaka Tónskólans fór frant sunnudaginn 25. febrúar. Hófst samkoman með ræðu skólastjóra og sameiginlegri kaffidrykkju, en að henni lokinni flutti skólastjóri, Sigur- sveinn D. Kristinsson, ávarp, kynnti starfsemi skólans og bauð gesti vel- komna. Þá léku nemendur einleik og samleik á hin ýmsu hljóðfæri, auk þess tónleikunum loknurn, lék Combo-sveit Tónskólans fyrir dansi nokkra stund. Var að þessu öllu hin bezta skennnt- an. 2. Tónvaka Tónskólans var haldin þriðjudaginn 27. febr. Vaka þessi var gerð í minningu Sigurðar H. Oskarssonar, eins af nemendum skól- ans, sem lézt í fyrra. Skólastjóri niinnt- ist í stuttu ávarpi ennfremur tveggja annarra nemenda skólans, sent látist hafa, þeirra Bjarna Halldórssonar og Rakelar Guðnadóttur. Nemendur úr fiðludeild skólans léku einleik og samleik, tréblásarakvartett lék nokkur lög, Asdís Ríkharðsdóttir lék einleik á píanó og Gerhard Schmidt á trompet. Asfa Magnúsdóttir andaðist að heintili dóttur sinnar í Ólafsfirði hinn 25. febr. sl. Utför henn- ar var gerð frá Siglufjarðarkirkju á miðvikudaginn er var. Ástu verður nán- ar minnst í næsta blaði Mjölnis. Ingibjörg Daviðsdóttir lézt að heimili dóttur sinnar hér í bæ 2. marz sl. Bæjarpósturinn vottar að- standendum hluttekningu. Landsgangan hin önnur í röðinni hófst sl. laugar- dag. Eins og kunnugt er sigruðu Sigl- firðingar í síðustu Landsgöngu, en þá gengu 1440 bæjarbúar hina tilskyldu 4 km. og voru það 52.2% af þáverandi í- búafjölda bæjarins. Nú þurfa allir bæj- arbúar að taka höndurn saman og tryggja á ný sigur Siglufjarðar í Lands- göngunni, og sanna það áþreifanlega að Siglufjörður er mesti og bezti skíða- bær á landinu. Takmarkið er: Allir sem vettlingi valda, á skíði og í Landsgöng- una. Niðurlagningarverksmiðja S R mun hefja starfsemi sína í vikunni. Starfræksla þessa fyrirtækis á vonandi eftir að marka tímamót í atvinnulífi bæjarins og veltur á rniklu að vel tak- ist til í upphafi. Nánari frásögn bíður Kolb. Friðbjarnarson. ÞAKKARÁVARP Þökkurn Siglfirðingum og öllum öðrurn, nær og fjær, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför sonar okkar, bróður og mágs, Áuðuns Hólmars Frímannssonar. Sérstakar þakkir færum við Bæjarútgerð Siglufjarðar, svo og ýmsum félagasamtökum í bænum, fyrir þá virðingu, sem vottuð var hinum látna. Guð blessi ykkur öll. Björg Benediktsdóttir, Frímann Guðnason, Guðrún Frímannsdóttir, Olafur Nicolagison. ÞAKKARÁVARP Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu, við and- lát og jarðarför Dýrleifar Kristjónsdóttur. Sigríður Þorleifsdóttir. ORÐSENDING Félagar í verkakvennafélaginu Brynju og verkamannafélaginu Þrótti! Verkakvennafél. Brynja skorar á verkamannafél. Þrótt til innbyrðis-keppni í Landsgöngunni, sem hófst 4. marz sl. Brynja gefur verðlaun í því skyni, sem það félagið hlýtur til eignar, sem sendir hlutfallslega fleiri þátttakendur í göng- una. Verkakvennafélagið Brynja. tveir af kennurum skólans, þau Ásdís Ríkarðsdóttir og Gerhard Schmidt. Að næsta blaðs, eða þar til fréttamönnum gefst kostur á að skoða verksmiðjuna. Sjúkrasjóður verkakvennafélagsins Brynju er tekinn til starfa. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu félagsins Gránu- götu 14 og mun formaður sjóðsins (starfsstúlkan) verða þar til viðtals á föstudögum kl. 5—6 síðdegis. Verkakvennafélagið Brynja. Föstudagur 9. marz 1962 Mjölnir — (3

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.