Mjölnir


Mjölnir - 06.04.1962, Blaðsíða 1

Mjölnir - 06.04.1962, Blaðsíða 1
LEIKFÉLAG SIGLUFJ ARÐAR: Bör Bör§on Fjárhagsáætlnn Sigluí jarð- arkanpstaðar afgreidd Hinn 22. marz fór fram síðari umræða í bæjarstjórn og af- greiðsla á fj árhagsáætlun Siglu- fjarðarkaupstaðar fyrir árið 1962. Uppkast það að fjárhagsáætl- un, sem bæjarstjórn lagði fram fyrir hönd meirihlutans, bar þess glögg merki að bæjarstjóri og meirihlutinn eru víðsfjarri því að skilja vandamál Siglfirðinga. Þvert á móti, með áætluninni er haldið fram sömu afturhalds- og feigðarstefnunni og undanfarin ár. Ekkert átak til eflingar at- vinnulífinu, áhyggjulaust horft uppá að bæjarbúum hafi fækkað um 500—600 manns á nokkrum árum. Allar ræður hæjarfulltrúa meirihlutans einkenndust af sömu fávísu skammsýninni og sjálf- gleðinni, en eins og að líkum læt- ur hafði bæjarstjórinn metið í sj álfshólinu. Þó gjaldendum hafi fækkað og ekkert átak sé gert til eflingar at- vinnulífinu eru þó útsvör hækkuð um eina milljón króna frá því í fyrra. Bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins viðhöfðu að þessu sinni þær starfsaðferðir að flytja að- eins fáar og frekar smávægilegar breytingartillögur við fjárhags- áætlun meirihlutans, en reyna aftur á móti að ná samkomulagi um að bæjarstjórn ákvæði nú að gera stórt átak til eflingar at- vinnulífinu í bænum, taka uppá fjárhagsáætlun 15 milljónir kr. til uppbyggingar Innri-hafnarinn- ar. Yrði þá lögð áherzla á að koma upp bátahöfninni, verbúð- um og fiskvinnzluhúsum. Um þetta náðist þó ekkert samkomu- lag og skal vikið að því síðar. BreyFingartillögur Alþýðubandalagsins. Aðalbreytingartillagan við fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs var á þá leið að áætlaðar væru 500 þúsund krónur til stofnunar nýrrar niður- lagningarverksmiðju, yrði þá leit- að samvinnu við síldarsaltendur og aðra, sem áhuga kynnu að hafa á málinu um stofnun hluta- félags til að hrinda málinu í framkvæmd. 1 til lþó milljón króna hlutafé ætti að nægja, virðist eðlilegt að bæjarstjórn beiti sér fyrir slíku þarfa-máli og sanngjarnt að bær- inn um leið legði fram % til helmings nauðsynlegs hlutafjár. Ekki gat bæjarstjóri eða meiri- hlutinn fallist á þessa tillögu. Aft- ur á móti kvaðst bæjarstjóri hafa unnið að því undanfarið að fá útlent fyrirtæki til að reisa hér niðursuðu- og niðurlagningar- verksmiðju, það hefði að vísu strandað í bili en gæti lagast síð- ar. Honum var svarað, á hóflegan hátt, að sjálfsagt væri 'að athuga þessa möguleika, þeir hlytu þó að Á fáum stöðum hér í Siglufirði mun verri aðbúnaður á vinnustað en hj á skreiðarverkun S R. —- Skreiðin er verkuð í stóru mjöl- skemmunni, sem er einn opinn geymur og oft er allmiklu kaldara þar inni en úti, því ekki er um neina upphitun að ræða. I vond- um -veðrum leikur kuldastrokan um mannskapinn, sem þarna vinn- ur, því dyr verða oft að standa teljast neyðarúrræði, sem aðeins bæri að grípa til ef landsmenn gætu ekki sjálfir leyst málið af eigin rammleik. Þessu svaraði bæjarstjóri með fábjánalegum útúrsnúningum. Ekki þorði bæjarstjórnarmeiri- hlutinn að fella tillöguna hrein- lega en samþykkti frávísunartil- lögu með mjög loðnu orðalagi um að fela bæjarstjóra og hæjar- ráði að athuga málið. Aðrar tillögur um smávægileg- ar hækkanir til félagasamtaka: Til Tónskóla Siglufj. hækki úr 15 í 30 þúsund. Til skíðastökkbrautar í Gryfju hækki úr 10 í 25 þús. Til Leikfélags Siglufj. hækki úr 10 í 15 þús. (Framhald á 2. síðu.) opnar fyrir bíla, sem flytja fisk- inn að og frá. Mennirnir, sem þarna vinna, eru flestir eldri menn, sem illa þola kulda og hafa þeir undirrit- að tilmæli til forráðamanna S R og óskað eftir úrbótum. Enn hefur árangurinn enginn orðið annar en góð loforð, og verma þau skammt í vetrarkuld- anum. Sögurnar um karlssoninn, sem eignaðist kóngsríkið, Oskubusku, sem varð drottning, og kolbítinn úr öskustónni, sem varð leiðtogi, eru vinsælastar allra sagna. Norska stórskáldið Johan Falkberget samdi sögu af slíkri hetju í nútímagerfi, söguna um afdalastrákinn Bör, sem verður grósseri, generaldirektor og bankastjóri án annars veganestis en hundaheppninnar. Þó að myndin sé afskræmd, eru í henni nógu margir sannir drættir til þess, að allir þekkja samstundis svipinn á æfintýraprinsi nútíma- borgara þjóðfélags, unna honum velgengni hans og hlæja góðlát- lega að algerum skorti hans á þeim eiginleikum, sem aðeins æfintýraprinsar komast af án, og að fíflshættinum, sem aðeins æf- intýraprinsum leyfist án þess að hefnast fyrir. Og þegar flestir aðrir en bókmenntafræðingar eru hættir að nenna að lesa Christian Sextus og Nattens bröd, sem á listrænan hátt fjalla um mannleg vandamál við þjóðfélagsaðstæð- ur, sem nú eru úr sögunni, þá lifir sagan um Bör Börsson, sem Falkberg taldi ekki bókmennta- verk, ennþá góðu lífi meðal fjöld- ans og heldur á lofti nafni höf- undar síns. Svona á þjóðfélags- ástandið ríkan þátt í örlögum skáldfrægðarinnar. Nokkuð af lýðhylli sinni hér Meðfylgjandi mynd var tekin fyrir nokkrum dögum og ef hún prentast vel má sjá frerann á gólfinu og klökug körin, sem verkamennirnir vinna við. — Mjölnir gizkar á að stjórnendum S R gengi illa að halda á sér hita, ef þeir hefðu verkaskipti við skreiðarkarlana, þó ekki væri nama part úr degi. á landi á Bör að þakka Helga Hjörvar, sem fyrir 20 árum las sögu hans í útvarpið með þeim árangri að götur tæmdust og kvikmyndahús máttu fella niður sýningar þau kvöld, sem sagan var lesin. Nú eiga Siglfirðingar þess kost að sjá Bör Börsson á sviðinu í Sjómannaheimilinu í uppfærslu Júlíusar Júlíussonar. Leikritið er samið sem grínleikur (farsi) en ekki sem skop, og uppfært í sam- ræmi við það. Líklega væri það betra, ef Bör væri dálítið mann- eskjulegar úr garði gerður, ekki lögð eins mikil áherzla á að sýna fíflið eins og hitt, hvernig það má verða, að slíkir piltar komast til auðs, metorða og valda, þrátt fyr- ir fíflsháttinn. Undirstaða góðs sjónleiks er geta höfundar og leikara til að sefja áhorfendur, fá þá til að trúa því, sem þeir horfa á á sviðinu. Mér finnst skorta nokkuð á, að sá Bör, sem við sjáum á sviðinu í Sjómanna- heimilinu, sé þannig úr garði gerður, að hægt sé að trúa á til- veru hans. Mér finnst Júlíus, sem sjálfur leikur hann, leggja of mikla áherzlu á fíflshátt gener- aldirektörsins, en vanrækja að nokkru þær hliðar persónuleika hans, sem verða honum helzt að gagni á framabrautinni. Hinsveg- ar er ekki hægt annað en dáðst að því, hvernig Júlíusi tekst að hamast í fulla þrjá klukkutíma á sviðinu í þessu skrípagervi, án þess að nokkurntíma komi eyða í leik hans, og sýnir það, hve traustur leikari hann er. Pétur Baldvinsson leikur Óla í Fitjakoti og gerir það ágætlega. Friðrik Stefánsson leikur gamla Bör og hefur aldrei áður tekizt jafn vel. Þórður Kristinsson leik- ur sýslumannsskrifarann mjög vel, og Guðný Hilmarsdóttir, sem leikur Láru, gleðikonu og búðar- jómfrú, staðfestir þarna enn þá von, sem hún gaf í fyrsta hlut- verki sínu, í „Júpiter hlær“, að hún er traustur og góður leikari, sem Leikfélag Siglufjarðar hlýtur að binda miklar vonir við. Hin hlutverkin eru öll smá og krefjast ekki mikilla átaka, og eru öll sómasamlega af hendi leyst, enda flest leikin af sviðsvönu fólki. Tjöld, búningar og gerfi eru góð, og heildarsvipur leiksins góður og sýnir, að Júlíus Júlíus- son er orðinn býsna slyngur leik- stjóri og að leikfélagið hefur góð- um kröftum á að skipa. Er von- andi, að þeir fái í framtíðinni næg tækifæri til að reyna krafta sína, og þá helzt við merkilegri viðfangsefni en þennan innihalds- litla farsa. bs. ILLUR AÐBÚMÐUR

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.