Mjölnir


Mjölnir - 06.04.1962, Blaðsíða 2

Mjölnir - 06.04.1962, Blaðsíða 2
Asta Hagnnsdóttir . MINNINGARORÐ MJÖLNIR Útgefandi: Sósíalistafélag SiglufjarSar. ÁbyrgðarmaSur: Bcnedikt Sigurðsson. AfgreiSsla: Suðurgötu 10 — Sími 194. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Akureyri. ---------------------------------4 Framhald af 1. síðu. Til Lúðrasveitar Siglufjarðar hækki úr 15 í 20 þús. Til Sjálfsbjargar, fél. fatlaðra og laniaðra, Siglufirði hækki úr 10 í 15 þús. Til orlofsnefndar húsmæðra hækki úr 5 í 13 þús. Þá var lagt til að áætlaðar yrðu 100 þúsund krónur til framræslu á svokölluðum fjallalæk, en þar liggja undir skemmdum fjöl- margar lóðir og húseignir. Skemmst er frá að segja, að allar þessar tillögur voru felldar nema tillagan um 5 þúsund króna hækkað framlag til Lúðrasveitar Siglufjarðar. Nokkrar orðahnippingar urðu sérstaklega um tillögurnar um hækkað framlag til orlofsnefndar húsmæðra og félags fatlaðra og lamaðra, 8 þúsund til þess fyrr- nefnda og 5 þúsund til hins síðar- nefnda eða samtals 13 þúsund krónur. Bentu fulltrúar Alþýðu- bandalagsins á til samanburðar, að meirihlutinn væri með tillögu um 15 þúsund króna framlag til félagsskapar suður í Reykjavík og þó það væri félagsskapur, sem sízt bæri að lasta, þá væri hann þó fjær okkur en fatlað og lamað fólk á Siglufirði og samtök Sigl- firskra húsmæðra, jafnvel þó þetta reykvíska félag hyggðist að einhverju leyti starfa fyrir lands- byggðina alla. En bæj arstj órinn og meirihlutinn voru ekki aldeilis á þeim buxunum að fallast á þess- ar röksemdir og voru hinir verstu. Félagsskapur sá í Reykjavík, sem meirihlutinn bar meira fyrir brjósti en Siglfirzkar húsmæður og samtök fatlaðs fólks og þeir Sigurjón bæjarstjóri, Jóhann Möller og Kristján á Eyri höfðu svo sérstakan áhuga fyrir að styrkja, heitir „Styrktarfélag van- gefinna“. Sfærsta málið. Eins og áður er sagt forðuðust Alþýðubandalagsmenn deilur um fjárhagsáætlunina, þó þeir væru mjög óánægðir með tillögur meirihlutans, svo sem hina miklu útsvarshækkun, sem þeir töldu að hægt hefði verið að komast hjá. Þess í stað lögðu Alþýðubanda- lagsfulltrúarnir höfuð áherzlu á að ná samkomulagi um stórkost- legt átak til eflingar atvinnulíf- inu í bænum. Reyndu að fá sam- komulag um að leggja 15 millj. króna til uppbyggingar Innri- hafnarinnar, sem fyrst og fremst yrði varið til að ljúka þeim á- fanga, að byggja upp hátahöfn- ina, tvær til þrjár bryggjur og að- stöðu fyrir 6 til 8 stóra mótor- báta til þorskveiða. Það sem háð hefur eðlilegri þróun og viðgangi Siglufjarðar er það að hér hefur allt atvinnu- líf byggst á síldinni og engu öðru. Á undanförnum árum hefur byggst upp blómlegt atvinnulíf í nærliggjandi kaupstöðum, sem þó hafa mikið verri aðstöðu en Siglufjörður, aðallega grundvall- að á þorskaveiðum. Nærtækasta dæmið er Ólafsfjörður með sína lélegu höfn, þar sem bátarnir þurfa að flýja burtu í illviðrum og menn geta aldrei verið á- hyggjulausir um skip sín í vondu veðurútliti. Á þessum stað fjölgar skipum og bátum jafnt og þétt og eiga Ólafsfirðingar nú myndar- legan skipastól, nýja, glæsilega báta búna hinum fullkomnustu tækjum. Þar er örugg og góð at- vinna, oft mikill skortur á vinnu- afli, þar fjölgar fólki og árlega rísa af grunni mörg íbúðarhús. En hér á Siglufirði, með hina á- gætu höfn er allt í afturför. Hér er engin aðstaða í landi til þorsk- útgerðar, vantar algerlega ver- búðir, beitingapláss og hús til nýtingar afla, hér hafa íbúðar- húsbyggingar legið niðri að mestu og hér fækkar íbúunum með hverju ári. Þá er því við að bæta að bæjaryfirvöldin hér setja yfirleitt fótinn fyrir þá fáu ein- staklinga, sem einhverja viðleitni hafa sýnt til að leysa þessi vanda- mál hér, er þar skemmst að minn- ast hneykslismálanna í sambandi við Jakobsensstöðina. Þveröfugt er þessu farið í nærliggjandi bæj- um, þar reyna hafnar- og hæjar- yfirvöld að styðja og efla ein- staklingsframtak og nota alla möguleika til að efla grundvöll atvinnulífsins. Síðastliðið ár var óvenjumikil síldarsöltun og atvinna í hetra lagi, en menn muna síldarleysis- árin með sínu hallærisástandi og hræðslan við þau hrekur menn til að flýja bæinn. Áhyggjurnar út af því að ekk- ert skuli gert af ráðamönnum bæjarins til að stuðla að atvinnu- lífi, byggðu á öðru heldur en hinni hviklyndu síld, skapar svartsýni og vantraust á framtíð- ina hér á Siglufirði, sem smitar allt í kringum sig, verður erfitt að uppræta og verður raunar ekki gert nema sýnt verði stórt átak til úrbóta. Sósíalistar og Alþýðubanda- lagsmenn krufu til mergjar vandamál Siglufjarðar og hafa verið óþreytandi að benda á og útskýra að afturförin hér er ekki óviðráðanlegt náttúrulögmál, heldur eru gríðarmiklir framtíð- armöguleikar hér á Siglufirði, ef rétt er á málum haldið. Siglufjörður getur átt glæsilega framtíð fyrir höndum, en eina ráðið til þess er, að hefjast handa með stórhug og bjartsýni um að byggja upp þorskveiðar á mynd- arlegan og stórbrotinn hátt. Við síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar voru að sjálfsögðu mjög mikið rædd vandamál Siglufjarð- ar. Alþýðubandalagsmenn héldu því þá mjög fast fram að eina leiðin til að bjarga Siglufirði út úr ógöngunum væri stórfelt átak við uppbyggingu Innri-hafnarinn- ar og þar með sköpuð skilyrði til stóraukinnar þorskútgerðar, ann- ars héldi afturförin áfram og fólks flóttinn úr bænum að aukast, og hve átakanlega hefur ekki reynsl- an sjálf sannað þetta? Þá útveg- uðu Alþýðubandalagsmenn tilboð frá Englandi um hagstætt 10—11 milljón króna lán til uppbygging- ar hafnarinnar. En ógæfu Siglu- fjarðar varð þá allt að vopni. Kjarklitlir, þröngsýnir og lítil- sigldir menn, með að sumu leyti ólíkar skoðanir, tóku höndum saman og þj öppuðu sér í fylkingu undir forustu hins sjálfumglaða bæjarstjóra, sem á svo hreinskil- inn hátt hefur margsinnis lýst yfir þeirri stefnu sinni að ekki beri að taka stórlán til Innri-hafnarinn- ar, heldur verði að hyggja hana upp smátt og smátt, „eftir því sem efnahagurinn leyfir á hverjum tíma“. M. ö. o. ætla sér marga áratugi til að leysa málið. Ekkert lán var tekið og ekkert gert við Innri-höfnina, fólkið flýr bæinn og svartsýnin og von- leysið grefur um sig. Fyrsta orustan fyrir gæfu Siglufjarðar tapaðist, en stríðið fyrir góðu og skynsamlegu fram- faramáli tapast aldrei. Vel mega menn nú velta þeirri spurningu fyrir sér, hvort ástand- ið hér á Siglufirði væri ekki ann- að og betra hefði verið hafist handa fyrir þremur árum síðan, að byggja bátahöfnina, aðstöðu fyrir 6—8 stóra mótorbáta til að stunda héðan þorskveiðar ásamt 2—3 stórum síldarstöðvum. Að vísu verður ekkert sannað í því efni, en óneitanlega benda líkur til að slík aðstaða fyrir þorsk- veiðar hefði ekki verið ónotuð, heldur réru þá héðan nú, ekki að- eins 2 bátar heldur 8—10 bátar. Einnig benda líkur til að sú mikla vinna, sem við þessar stórfram- kvæmdir hefði verið, hefði aukið Hinn 7. marz sl. var til grafar borin Ásta Magnúsdóttir Laugar- vegi 1 hér í bæ. Ásta heitin var fædd að Hamri í Stíflu árið 1887 þan 16. janúar, dóttir Magnúsar bónda þar og konu hans Guðrún- ar Bergsdóttur. Ásta ólst upp hjá foreldrum sínum til tvítugsaldurs, að hún giftist fyrri manni sínum, Páli Pálssyni, þau hjón Ásta og Páll eignuðust 5 börn, þrjá drengi og tvær stúlkur, sem öll eru á lífi, mesta myndar- og dugnaðarfólk. Árið 1924 slitu þau hjónin Ásta og Páll samvistum og tveim árum síðar hóf Ásta sambúð með síð- ari manni sínum Kristjáni Björns- syni, eignuðust þau Ásta og Kristján eina dóttur, sem þau misstu er hún var liðlega tvítug. Ásta og Kristján bjuggu alla sína hjúskapartíð í litla húsinu sínu, sem þau hyggðu hér við Laugarveg 1. Snotru og vinalegu húsi með fallega trjá- og blóma- garðinum, sem bar húsmóðurinni vitni um smekkvísi og dugnað, eins og heimilið ætíð gerði. Ásta heitin var fyrir margra hluta sakir óvenjuleg og merk kona, glæsileg í útliti, góðum gáf- um gædd, traust og stórbrotin, vel að sér um marga hluti og fróðari en títt er um óskólagengið fólk. Ég, sem þessi fátæklegu orð rita, átti því láni að fagna að vera náinn kunningi þeirra Ástu og Kristjáns, sem nú eru bæði látin. Oft átti ég viðræður við þau, sem mér eru minnisstæðar, og margar og ánægjulegar samverustundir, sem gott er að hugsa til. Fyrir kom að hin skapstóra húsfreyja var á öðru máli 'en ég og flutti mál sitt af kappi, en það var samt sem áður gott að deila við Ástu, það gerði drenglund hennar og hreinskilni. Þegar það kom fyrir að við deildum hafði ég það ætíð á tilfinningunni, að deilunni myndi ljúka með því að við yrð- um sammála, annað hvort myndi ég sannfæra hana eða hún mig og þannig fór það oftast. Ásta var um margra ára bil velgengni bæjarbúa og þetta stóra átak hefði dregið úr svartsýni og skapað mönnum nýjar vonir og trú á framtíð Siglufjarðar, að við hefðum ekki í dag þurft að kvíða fólksflótta úr bænum. Enn hefur tapast önnur orusta um þetta framfaramál. Meirihluti bæjarstjórnar vísaði frá tillög- unni um 15 milljónir til hafnar- innar, var frávísunartillagan með loðmollulegu og óljósu orðalagi, en tilgangurinn var augljós. Ekki verður baráttunni hætt ein af fremstu forustukonunum í samtökum verkakvenna og vann þar mikið og fórnfúst starf, hún var í Kommúnistaflokknum og síðar Sósíalistaflokknum og hafði alltaf mikinn og eldlegan áhuga fyrir baráttu alþýðunnar til bættra kjara. Sjálf lifði hún öllu sínu lífi við lítil efni og mikla vinnu, þekkti því vel hvar skórinn kreppti. Milli Ástu og barna hennar var ætíð innilegt og ástúð- legt samband, kunnu börnin vel að meta hina stórbrotnu móður sína, mannkosti hennar og ástúð hennar og umhyggju. Sambúð þeirra Ástu og Kristjáns var mjög innileg og síðustu æfiárin, þegar Kristján var orðinn blindur og heilsulaus, annaðist Ásta hann af sérstakri nærgætni og hugulsemi. Sjálf var hún orðin öldruð, lúin og heilsutæp, en hún vann fyrir heimilinu án þess að kvarta og hjúkraði honum fram á síðustu stund, má segja að Ásta væri manni sínum hið eina athvarf, sú eina, sem eitthvað fyrir hann gerði og ekki var það gert með hangandi hendi eða neinni hálf- velgju, slíkt átti Ásta aldrei til, annað hvort var hluturinn gerður eða gerður ekki. Með hjartanlegu þakklæti fyrir langt samstarf og trausta vináttu. Þ. G. fyrir þessu framfara- og viðreisn- armáli, sem eitt getur bjargað framtíð Siglufjarðar, baráttunni verður haldið áfram af auknum krafti, því verði hér ríkjandi á- fram stefna núverandi bæjar- stjórnarmeirihluta, sem bæjarbú- ar kalla ýmist „skrifstofustefn- una“ eða „Sigurjónskuna“, þá heldur afturförin áfram með auknum hraða og enn örari fólks- flótta úr bænum, með þeim af- leiðingum, sem allir ættu að geta skilið. 2) — Mjölnir Föstudagur 6. apríl 1962

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.