Mjölnir


Mjölnir - 06.04.1962, Blaðsíða 4

Mjölnir - 06.04.1962, Blaðsíða 4
Síldariðnaður í Siglnfirði Með tilkomu niðurlagningarverksmiðju SR hafa augu margra opnast fyrir þeim möguleikum, sem fólgnir eru í síldariðnaði og fullnýtingu þess hró- efnis, sem verið hefur og er útflutningsvara, en gæti, ef rétt væri ó haldið, orðið grundvöllur að atvinnu- rekstri, sem tryggt getur atvinnulíf bæjarins og marg- faldað útflutningsverðmæti síldarinnar. Hér í bæ er maður, sem öðrum fremur virðist hafa haft augun opin fyrir þessum möguleika og hefur um nokkurra óra bil starfað að og gert tilraunir með niðurlagningu og niðursuðu Norðurlandssíldar. Þessi maður er Egill Stefónsson. Mjölnir sneri sér til Egils og innti frétta af þessari starfsemi hans og veitti hann okkur góðfúslega viðtal: Síldarflökun. — Jæja, Egill, þú ert alltaf að flaka. Hvað er þetta mikið, sem þú hefur verið að vinna núna? — Ég veit það ekki, það eru líklega 1100 tunnur, sem hefur verið flakað úr. — Og hvað fáið þið mikið af flökum úr því? — Það er yfirleitt að tvær tunnur vel pakkaðar fylla flaka- tunnu með 113 og liálfu kílói af flökum. Það er sirka 55% nýt- ing. — Hvað hefurðu haft margt fólk við þetta? — Það eru um 35 manns að jafnaði. — Og hvað hefur tekið langan tíma að flaka þessar 1100 tunn- ur? — Þetta er á fjórðu viku. Við höfum verið í eftirvinnu dálítið núna síðustu dagana. — Segðu mér, Egill. Hvað gætuð þið flakað úr mörgurn tunnum, ef þú værir að þessu all- an veturinn? — Það er ekki gott að segja. Maður getur jú bætt við sig flök- unarvélum og það er nú meining- in. Það er hægt að stækka flökun- arplássið um helming og þá er hægt að setja upp þrjár flökunar- vélar. En þetta voru svona 54 tunnur á dag, þegar við unnum í dagvinnu. Annars er þetta mikið undir síldinni komið, og svo er mikill munur þegar fólkið er orð- ið vant við þetta. Þá aukast af- köstin. -— Hvernig eru markaðshorf- urnar fyrir þessa flökuðu síld? — Ja, þetta er selt fyrirfram til Ameríku, ég held að þeir hafi selt 2000 tunnur af flökum. Mér er ekki kunnugt um verðið, en ég held að það sé frekar lágt. Ég geri ráð fyrir að þetta hafi ver- ið selt sem annars flokks síld. En það kemur í ljós að mikið af þessu er bara ágæt síld! En allavega er þetta mikil verð- mætisaukning og sparnaður að gera þetta hér. Það sparast rúm- lega helmingur af flutningsgj ald- inu og það er hátt til Ameríku. Og svo sparast líka tunnur. Það er ekki nema helmingurinn af tunnunum sem fer, svo það er gróði þegar tunnurnar eru komn- ar upp í 200 krónur tunnan. Þær er hægt að nota aftur og þá er það náttúrlega hagnaður. Niðurlagning. — En hvernig hefur gengið með niðurlagninguna hjá þér? — Ja, þetta hefur verið til- raunastarfsemi mest, en nú erum við komnir á ákveðnar vöruteg- undir, sem við erum að senda á erlendan markað sem sýnishorn. Svo erum við að hugsa um að sjóða niður nýja síld í sumar, altso fullkomna niðursuðu. Hai;n Hansi kemur eftir svolitla stund með sýnishorn af því. Þá getið þið fengið að smakka það, sem við teljum fullboðlega vöru hvar sem er. Við höfum lagt mest upp úr því að hægt væri að vinna þá síld allt árið með því að vinna úr frosinni síld líka. Þá þyrfti að flaka hana áður en hún er fryst, sem þýðir að afköst frystihússins tvöfölduðust, flökin eru ekki nema 40% af síldinni. Bæði tvöfaldast frystingarafköstin og sparast Egill Stefánsson. helmingur af geymslurúmi. Þar- afleiðandi ætti frystikostnaðurinn að lækka og svo lækka vinnulaun- in við það að við nýja síld er hægt að nota flökunarvél. Yfir- leitt er hæpið að hægt sé að flaka frosna síld með vél. Hún er svo viðkvæm. Og svo eru nýfarnar prufur af reyktri síld, sem við frystum út úr ofnunum, til Englands. Þá er hægt að senda hana hvert á land sem er. Við bíðum eftir svari frá Englandi. Hjarta, spaði, tígull, lauf. Nú kemur Hansi inn með nið- ursuðudósir. Það eru fjórar sort- ir og heita hjarta, spaði, tígull og lauf. Egill segir það vera gert til þess að auðvelda söluna. Tegund- irnar eru tómat, kippers, karrý og salt, en það er ódýrasta teg- undin, aðeins síldarflakið með örlitlu af salti. En hún þarf sér- staka meðferð til að verða bragðgóð. Egill segir að hún þurfi að þurrkast mikið og for- sjóðast til að ná góðu bragði. —- Þetta á að verða í stærri dósurn, sem heita Hansa-dósir, sem taka 200 .... það er ekki í höfuðið á honum Hansa þessum, nei .... sem taka 200 grömm. Lykla, Hansi. En þessar dósir hérna taka ekki nema 110 grömm. Við smökkum á síldinni og finnst hún fyrirtaksmatur. Samt er þetta úr frosinni síld, og virð- ist hún ekkert hafa misst af nýja- bragðinu. — Maður getur vel borðað sig saddan af þessari síld. Þetta er Norðurlandssíld og hefur aldrei komið á erlendan markað. En hún er afskaplegam mikil og góð fæðutegund og mikið lostæti. Ég álít, að ef maður borðar úr einni svona dós, þá sé maður búinn að fá góða máltíð. Annars á hún eft- ir að verða betri. Þessi er of ný ennþá. Þessa síld er hægt að vinna í óskaplega stórum stíl, ef maður fær áhöld til þess.“ Vélar. — Hvað er mikill vélakostur hjá ykkur? — Og hann er ekki mikill, en nú stendur til að reyna að fá pen- inga til að auka hann. Við erum með eina flökunarvél, við erum með 14 reykofna, þá höfum við tvær dósalokunarvélar, aðra full- automatiska en hina hálfautomat- iska og svo höfum við tæki til að rúnna dósir. Sú vél sparar mikið í flutningskostnaði og geymslu- plássi, því dósirnar taka mikið pláss heilar og vilja auk þess mis- lagast í meðförum, sem kallað er á evrópisku máli disformerast. — Disformerast, já. — Svo höfum við náttúrlega autoklav til að sjóða síldina í, hrærivél og hakkara. Svo erum við að koma okkur upp forsjóð- ara og dósaþvottavél og ýmsu fleiru. Þá höfum við töluverðan útbúnað í sambandi við flökun- ina, dálítil tækni í sambandi við þetta. En það er til áhald, er kost- ar náttúrlega mikla peninga. Það eru fullautomatisk tæki, síldin þarf ekki nema að fara í gegnum það og dósirnar koma tilbúnar út. Og það er hægt að sjóða í því sardínur líka. Við reynum að auka vélakost- inn eins og við getum. Fimmfaldur gjaldeyrir. — Svo er það náttúrlega annað mál, að mér er alveg ljóst, að við getum fullum fetum unnið hér Eyjafjarðarsíldina, alveg eins og Eyfirðingarnir. Ég veit það, að í Noregi er flutt lengra til en það á milli fjarðanna. Drangur siglir hér á milli hálftómur tvisvar í viku og hann ætti að geta flutt mikið af ísaðri síld. Þá getum við unnið hér úr nýrri síld allt árið. En þetta í þessum fjórum dós- um er alveg spesíal Norðurlands- síld og ný síld, sem enginn getur keppt við okkur urn. Mér finnst þetta vera betri matur en silung- ur. Og það eru feikileg næringar- efni í þessari síld. Hún er þrungin af vítamínum líka. — En fara ekki vítamínin til spillis við suðuna? —- Nei, þau minnka ekki um nema típrósent við suðuna, ein- hvers staðar hef ég séð það. — Og ég er náttúrlega ekki í neinum vafa um að það eru feiki- legir möguleikar í frystingunni líka. Ef að verksmiðjur^um allan heim kæmu auga á þetta, mundu þær að sjálfsögðu flytja þetta héðan og ekki sízt ef hún væri flökuð fyrir frystinguna. Við erum búnir að gera til- raunir með þetta í mörg ár, bæði með reykta síld og nýja. Við telj- um að okkur sé óhætt að setja þetta á hvaða markað sem er. —- Er þetta ekki mikil verð- mætisaukning, niðursuðan? — Jú, Norðmennirnir hafa alltaf talið að það fimmfaldaðist. Þeir hafa talið að þeir fái fimm- faldan gjaldeyri með því að vinna þetta svona. Þeir vinna dósirnar og allt sjálfir. Og það er útilokað að drífa svona nokkuð hér, nema að búa til dósirnar sjálfur. — Þessar dósir kosta líklega í dag erlendis frá með kostnaði um 1.35 kr. En við reiknuðum út með norskum sérfræðing, sem var hér hjá okkur og gerði fyrir okkur áætlanir og teikningar, að það myndu sparast a. m. k. 40 aurar á dós með því að framleiða sj álfir dósabotnana, en lokin myndum við fá erlendis frá til að byrja með. — Og það kostar ekki nema 500 þúsund krónur að koma svona tækjum upp. Tækin fengi maður langt til greidd á hálfri (Framhald á 3. síðu.) Séð yfir hluta af vinnusal hjá Agli Stefánssyni.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.