Mjölnir


Mjölnir - 17.04.1962, Blaðsíða 1

Mjölnir - 17.04.1962, Blaðsíða 1
Stjórnarflokkarnir snopp- unga Siglufjörð Lækka xitsvar S.R. til bæjarsjóðs um helming með laga- setningu. Fella breytingartillögu Gunnars Jóhannssonar og Gísla Guðmúndssonar um leiðréttingu „inn fór úr góóri otiinnn" Hugleiðingar um fólksflóttann frá Siglufirði í frumvarpi ríkisstjórnarínnar um landsútsvör er gert ráð fyrir því, að SíldarverksmiSjur ríkis- ins, einar allra síldarverksmiðja á landinu, skuli greiða lands útsvör, 1% af heildarsölu, og um leið undanþiggjast aðstöðugjaldi. 3/Í hlutar landsútsvarsins skulu renna í Jöfnunarsjóð, en ^4 til sveitarfélagsins, þar sem starf- semi viðkomandi verksmiðju fer fram. Undanfarið hafa S.R. hér greitt %% af brúttóandvirði seldra af- urða til bæjarsjóðs Siglufjarðar Við umræður í Neðri deild báru þeir Gunnar Jóhannsson og Gísli Guðmundsson fram breyt- ingartillögu á þá lund, að S. R. skuli undanþegnar landsútsvari, en greiða 1% af heildarsölu til sveitarfélaganna, þar sem þær eru reknar. Stjórnarliðið felldi tillög- una, m.a. greiddi sr. Gunnar Gíslason atkvæði á móti henni, en Einar Ingimundarson mann- aði sig upp í að sitja hjá, ásamt tveim Framsóknarþingmönnum, þeim Jóni Skaftasyni og Halldóri Ásgrímssyni. I framsöguræðu fyrir tillög- unni vitnaði Gunnar m.a. í bréf frá bæjarstjóranum hér, er hann mun hafa skrifað öllum þingmönn- um kjördæmisins, þar sem m.a. er sýnt fram á, að beint tap Siglufjarðar vegna landsútsvar- anna muni verða um 350 þús. kr. á árinu 1962. Þá benti Gunnar á, hvílíkt óréttlæti það er að láta útsvar S.R. falla inn í landsút- svörin, en undanþiggja landsút- svari allar verksmiðjur í eigu hlutafélaga og einstaklinga. Þá henti Gunnar á, að S.R. reka hér á Siglufirði fimm fyrirtæki, þ.e. síldarbræðslu, soðkj arnavinnslu, vélaverkstæði, frystihús og niður- lagningu, og að bærinn hefur lagt milljónir á milljónir ofan í að bæta aðstöðu S.R., í von um að fá það fé aftur í formi opinberra gjalda hjá fyrirtækinu, svo sem venja er. Þá benti hann á, að S.R. hafa notið forréttindaaöstöðu um útsvarsgreiðslur, aðeins borgað af veltu, þegar önnur fyrir- tæki hafa greitt helmingi til fjór- falt hærra veltuútsvar. — Væri því réttlátara að hækka gjald fyrirtækisins til bæjarsjóðs en að lækka það um helming, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir. Með þessari lagasetningu er verið að fremja einstætt ranglæti gagnvart Siglufirði, sem ríkis- stjórnin hefði ekki þorað að fremja, ef hún vissi ekki, að ráða- menn bæjarmálanna hér eru litlir og auðmjúkir karlar, sem alltaf eru tilbúnir að kyssa á vönd hennar og afsaka allar hennar gerðir. — Að vísu munu ráða- menn bæjarstjórnarmeirihlutans hafa maldaÖ eitthvað í móinn, svona til málamynda, af því að þessar aðfarir hafa vakið gremju hjá bæjarbúum, sem sjá, að sá tekjumissir, sem bæjarsjóður hlýtur af þessu, verður ekki jafn- aður upp með öðru en hækkun á útsvörum annarra gjaldenda. — En alvara fylgir ekki þeim mót- mælum, frekar en venjulega, þegar fínu mennirnir í Reykjavík eiga í hlut. Blaðinu er ekki kunnugt um, hvernig á því stendur, að ekki einu sinni framsóknarþingmenn- irnir, úr Norðurlandskjördæmi vestra, sem greiddu þó atkvæði með tillögu Gunnars og Gísla, treystust til að vera meðflutn- ingsmenn hennar, en eftir því mun hafa verið leitaö, að allir þingmenn kjördæmisins hefðu samstöðu um það. í sambandi við afstöðu stjórn- arflokkanna í þessu máli vakna spurningar um samanburð: Hvað mundu Akureyringar segja við því, ef stærsti atvinnu- rekandinn þar, KEA, yrði með lögum undanþeginn bæjarút- svari? Hvað mundu Vestmannaeying- ar segja við því, ef stærstu og af- kastamestu frystihúsin þar yrðu undanþegin útsvari til hæjar- sjóðs? Hvað myndu Reykvíkingar segja við því, ef meira en helm- Framhald á 3. síðu. Fyrirmyndor storfráslo - eða hvoð! Hraðfrystihús S.R. mun vera í sæmilegu meðallagi hvað tækni- búnað og ýmis vinnuskilyrði snertir, og afkastageta þess mun í samræmi við það. Því furðulegra er það, að svo virðist, sem stjórn- endum þessa frystihúss sé það lítið kappsmál ,að það geti starf- að af nokkrum krafti. í vetur er því líkast sem starfræksla þess sé meira til að sýnast en að um alvarlegt atvinnufyrirtæki sé að ræða. Þegar öll hraðfrystihús landsins keppast um að tryggja sér báta og skip til hráefnisöfl- unar, þá lætur þetta hús sér nægja einn lítinn mótorbát og fáeinar trillur, sem enga mögu- leika hafa til sjósóknar að vetri til. Mótorbáturinn fiskaði með afbrigðum vel á haustvertíð og má ætla, að svo hefði líka orðið hjá þeim fleiri bátum, sem héðan hefðu róið. En þetta ríkisrekna frystihús, sem reist er þó fyrst og fremst til atvinnuaukningar hér í bænum, er rekið með þeim vesældar og aumingjaskap, að fá dæmi munu Þegar rætt er um fólksflóttann úr bænum við talsmenn meiri- hlutaflokkanna í bæjarstjórn Siglufjarðar, svara þeir oftast á þessa leið: „Allt þetta tal um að fólk flýi bæinn vegna athafna- leysis og þröngsýni bæjarmála- forustunnar í atvinnumálum bæj- arins, er tómt slúður og áróður. Margir af þeim mönnum, sem flutt hafa héðan, hafa farið úr góðri, fastri atvinnu, í lítið eða ekkert betra starf annars staðar.“ Þar með er máliö afgreitt, þar með á að vera sannað, að at- hafnadeyfðin sé ekki orsök fólks- flóttans. Það er fróölegt að reyna að setja sig í spor hins almenna borgara, sem virðir fyrir sér á- standið og framtíðarhorfurnar. Að hvaða niöurstööu kemst dugmikll og kappsamur sjómað- ur, sem dreymir um að koma hér upp útgerð? Hann hefur kannske brotizt í að koma sér upp bát- horni, og hefur hug á að útvega sér síðar stærri farkost og koma sér upp aðstöðu fyrir útgerð sína í landi. Jú, hann er hornreka í hinni stóru höfn bæjarins með bát sinn, og vilji hann koma upp aðstöðu í landi, er honum sagt, að hvergi sé pláss fyrir slíkt; í bezta falli er honum vísað á ösku- haugana. Líklegast af öllu er þó, að hann fái aðeins háðsglott, eft- irtölur og tortryggni hjá þeim, sem mestu ráða. Hann kemst því fljótlega að þeirri niðurstöðu, að bezt sé að forða sér til annarra staða, þar sem athafnasamir og kappgjarnir sjómenn eru taldir slíkir landstólpar, að sveitarfélög- in leggja heiður sinn og metnað í það, að greiða fyrir þeim á all- an hátt. Hugsum okkur svo ungan iðn- aðarmann, sem er nýbúinn að Ijúka hér iðnámi og hefur hug á að vinna sig upp í starfsgrein sinni. Eftir örstutta athugun hlýt- ur hann að komast að þeirri nið- urstöðu, að hér sé engin framtíð um slíkt. Það er næsta furðulegt, að verkafólk, sem á margra kosta völ um atvinnu í verstöðvum annars staðar, skuli geta hangiö yfir þessum atvinnupýringi. Svo undarlegt sem það er, þá er engu líkara en sigurjónskan hafi hel- tekið ráðamenn þessa fyrirtækis, sem sé að þess sé gætt í fyllsta máta, að ekki verði um aukningu eða útþennslu í rekstri að ræða, heldur samdrátt, fækkun og smækkun. fyrir sig. AS óbreyttu ástandi geti hann e. t. v. veriÖ orðinn meistari með 2—3 menn í vinnu eftir 1—2 áratugi, ef brottflutn- ingur eða dauösföll höggva skarð í þann hóp starfsbræða hans, sem er hér nú. Eins og sakir standa, (Framhald á 2. síða.) GUNNAR JÓHANNSSON kjörinn heiðursfélagi Verkamannafél. Þróftar Á aðalfundi V erkamannafé- lagsins Þróttar í jan. s.l. var Gunnar Jóhannsson kjörinn heið- ursfélagi verkamannafélagsins í virðingar- og þakklœtisskyni fyrir allt hans fórnfúsa og mikla starf í þágu verkamannasamtakanna á Siglufirði í um það bil 40 ára skeið. í stuttu ávarpi, sem Gunnar flutti á fundinum af þessu tilefni, gerði hann ráð fyrir að koma norður þegar árshátíð félagsins yrði haldin og óskaði eftir að mega þar veita viðtöku því heið- ursskjali, sem útbúið hafði verið til að afhenda honum. Árshátíð Þróttar og Brynju var haldin 24. marz s.l. Af óviðráðanlegum ástœðum gat Gunnar ekki verið þar við- staddur, en samkomunni barst heillaskeyti frá þeim hjónum Gunnari og Steinþóru. Varaformaður félagsins, Oskar Garibaldason, tilkynnti þar, að aðalfundur Þróttar hefði kjörið Gunnar Jóhannsson heiðursfélaga Þróttar. Minntist hann Gunnars með nokkrum orðum, starfs lians og baráttu með siglfirzkum verkalýðssamtökum, og las síðan upp það, sem skrautritað var á heiðursskjalið og bað Arnór Sig- urðsson að veita því viðtöku fyrir hönd Gunnars Jóhannssonar.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.