Mjölnir


Mjölnir - 11.05.1962, Blaðsíða 4

Mjölnir - 11.05.1962, Blaðsíða 4
Tvenns konor íhaldsmenn Föstudagur 11. maí 1962 KOSNEVGASPJALl Nýlega hóf göngu sýna nýtt blað. Ber það nafnið Ólafsfirð- ingur, og er gefið út af sjálfstæðis- félögunum í Ólafsfirði. I 1. tölu- blaðinu eru ýmsar fréttir um bæj- armál, m.a. viðtal við bæjarstjór- ann þar, Asgrím Hartmannsson, þar sem hann skýrir frá helztu framkvæmdum í bænum, bæði þeim, sem unnar hafa verið á síðasta kjörtímabili og ýmsu, sem fyrirhugað er að ráðast í. í Ólafsfirði befur verið hreinn ihaldsmeirihluti í bæjarstjórninni s.l. kjörtímabil. Það er fróðlegt að bera saman viðhorf ihalds- mannanna þar og íhaldsmeirihlut- ans, sem hefur stjórnað Siglufirði á sama tíma. Bæjarstjórinn í Ólafsfirði segir m.a. við fréttamann Ólafsfirðings: „Aðaláhugamól Olafsfirðinga er og vcrður á næstunni hafnar- málið, þ.e. að komið verði upp öruggri höfn hér, svo að sjó- menn okkar fái hér bæfta að- stöðu til þess að vinna hér að þeim störfum, sem eru raunar grundvöllur að tilvist okkar hér". Getur nokkur Siglfirðingur lát- ið sér detta í huga, að bæjarstjór- inn hér eða bæjarfulltrúar meiri- hlutans sýndu svipaðan skilning á nauðsyn bættrar aðstöðu fyrir siglfirzka sjómenn? Þá segir bæjarstjórinn frá því, að s.l. 4 ár hafi samtals verið varið til hafnargerðarinnar í Ólafsfirði 6'Ai milljón krána. Þetta samsvarar því, ef miðað er við íbúafjölda, að á Siglufirði hefði á sama tíma verið varið nærri 20 millj. króna til hafnar- framkvæmda. Nú kynnu þeir, sem ekki þekkja aðra íhaldsmenn en íhaldspiltana úr Sjálfstæðisflokknum, Alþýðu- ílokknum og Framsóknarflokkn- um, sem mynda bæjarstjórnar- meirihlutann í Siglufirði, að hugsa sem svo, að íhaldsbæjar- stjórinn í Ólafsfirði teldi nóg komið af fé í höfnina í Ólafsfirði, og að þetta litla bæjarfélag gæti ekki risið undir því að halda áfram að ausa peningum í þessa erfiðu höfn. En hann er á annarri skoðun: Hann segir orðrétt við fréttamanninn: „Nú er verið að athuga um VERULEGT erlent lán„ sem og áður hefur verið reynt". (Lbr. Mjölnis) . - Getið þið hugsað ykkur meiri- hlutann í bæjarstjórn Siglufjarð- ar tala svona um framkvæmdir við Siglufjarðarhöfn? Fréttamaður Ólafsfirðings spyr um vöxt bæjarins. Bæjarstjórinn svarar: A siðastliðnu ári hefur íbúum bæjarins fjölgað um 50, ibúðir eru 19 í smiðum og 12 lcyðum hefur verið úthlutað að auki í vor. Þrátt fyrir þetta er fyrirsjá- anlegt, að skortur verður á hús- næði og hefur bæjarstjórn því ákveðið að hefja byggingu eins til tveggja raðhúsa á þessu ári með fjórum íbúðum hvert". Hvað er verið að byggja mörg ný íbúðarhús í Siglufirði? Hve mörgum lóðum hefur verið út- hlutað í vor? Margt annað fróðlegt kemur fram í Ólafsfirðingi um bæjar- mál. M.a. eru reikningar bæjar- sjóðs fyrir árið 1961 komnir út. Þá er sagt, að bæjarsjóður eigi inni hjá hafnargerðinni rúmlega 1,4 milljónir króna, og er það talandi vottur um þann áhuga, er ráðamenn í Ólafsfirði hafa á byggingu hafnarinnar, sem er líf- æð bæjarins, eins og Siglúfjarðar- höfn er lífæð Siglufjarðar. —oOo— Af þvíj sem sagt er hér að framan, er það greinilegt, að íhaldsmennirnir í Ólafsfirði eru Fcrming 1 3. maí DRENGIR: Arnar Sveinsson, Hvanneyrarbraut 28. Asgeir Jónasson, Hlíðarvegi 13. Elías Ævar Þorvaldsson, Hv.br. 57. Gunnlaugur Jónasson, Hlíðarvegi 18. Gunnlaugur Valtýsson, Túngata 1. Guðmundur Jón Skarphéðinsson, Laugarvegi 35. Guðmundur Jörundsson Þóroddsson, Laugarvegi 7. Halldór Kristinsson, Aðalgötu 3. Hinrik Olafur Thorarensen, Eyrarg. 12 Hjálmar Jóhannesson, Suðurgötu 70. Jóhann Ágúst Sigurðsson, Hlíðarv. 8. Kjartan Örn Sigurbjörnsson, Grundargötu 6 Kristján Óli Jónsson, Hvann.br. 56. Leiíur Halldórsson, Kirkjustíg 5. Lýður Viðar Ægisson, Túngötu 36. Páll Birgisson, Eyrargötu 5. Runólfur Birgisson, Eyrargötu 5. Sigurður Halldór Asgeirsson, Laugar- vegi 14. Sigurður Örn Baldvinsson, IJvanneyrarbraut 68. Sigurður Valgarð Jónsson, Hvanneyrarbraut 60. Sigurbjörn Víðir Eggertsson, Hvanneyrarbraut 62. Sigurbjörn Jóhannsson, Lindarg. 22. Stefán Einarsson, Reyðará. Sverrir Páll Erlendsson, Hv.braut 35. Tómas Sveinbjörnsson, Laugarv. 32. Ævar Friðriksson, Hvann.br. 34. STÚLKUR: Alda Bryndís Möller, Laugarvegi 25. Ásdís Þórðardóttir, Laugarvegi 35. Dagný Jónasdóttir, Kirkjustíg 9. af allt annari tegund en íhalds- mennirnir okkar hér í Siglufirði. Með því er ekki sagt, að íhalds- mennirnir í Ólafsfirði séu neinir afburðamenn. En þeir skilja þá einföldu staðreynd, að góð höfn með batnandi aðstöðu til sjó- sóknar og aflavinnslu er „grund- völlur að tilvist okkar hér“. — Þetta er nákvæmlega sama af- staða og t.d. vinstrimeirihlutinn í bæjarstjórn ^^Húsavíkur hefur, en þar fjölgaði íbúum bæjarins um tæpt hundrað sl. ár, og sama afstaða og Alþýðubandalags- meirihlutinn í bæjarstjórn Nes- kaupstaðar hefur, en eitt af kosn- ingaloforðum hans við þessar kosningar er að koma upp leigu- íbúðum á vegum bæjarins til þess að innflutningur fólks í bæinn þurfi ekki að stranda á húsnæðis- skorti. Þetta er sú afstaða, sem yfirleitt er ríkjandi til útgerðar- innar í öllum sj ávarplássum á íslandi, þar sem sæmilega fram- sýnir menn fara með stjórn bæj- armálanna. Guðrún Jónasdóttir, Hvann.br. 2. Hólmfríður Alexandersdóttir, Hlíðarvegi 33. Jóhanna Sigríður Ragnarsdóttir, Hlíðarvegi 35. Kristbjörg Sigríður Eðvaldsdóttir, Ilvanneyrarbraut 60. Lilja Kristín Pálsdóttir, Mjóstr. 2 María Halldórsdóttir, Eyrargötu 27. Sigurbjörg Bjarnadóttir, Skálavegi 4. Soffía Svava Daníelsdóttir, Suðurg. 55 Solveig Kristbjörg Ólafsdóttir, Suðurgötu 60. Solveig Steingrímsdóttir, Hvannbr. 54 Þórdís Kristín Pétursdóttir, Lækjarg. 8 Ferming 20. maí. DRENGIR: Anton Helgi Antonsson, Eyrarg. 22. Birgir Sigurður Jónsson, Grundarg. 19. Guðlaugur Ævar Hilmarsson, Hvanneyrarbraut 68. Guðmundur Skagfjörð Pálsson, Hávegi 11. Gísli Jónsson, Hlíðarvegi 7. Guðbjörn Haraldsson, Laugarvegi 42. Hersteinn Þráinn Karlsson, Suðurg. 86. llörður Matthíasson, Hvannbr. 63. Jónas Ragnarsson, Hlíðarvegi 27. Júlíus Ragnar Árnason, Norðurg. 7. Jón Þórisson, Gránuvegi 25. Kristján Oddur Dýrfjörð, Hólav. 17. Leó Jóhannes Þorsteinsson, Hv.br. 68 Magnús Guðbrandsson, Hlíðarv. 3c Ómar Bergmann Jónasson, Hvanneyrarbraut 44. Páll Þorsteinn Jóhannsson, Eyrarg. 28. Sigurður Ómar Jónsson, Laugav. 10. Ösvinna hér — afbragð þar! Svo sem menn muna sendi Alþýðu- bandalagið hér bréf til hinna flokk- anna og óskaði viðræðna um mögu- leika ó myndun samstarfs þeirra á milli um samningu og framkvæmd stórfelldrar nýsköpunaráætlunar i atvinnu- og framfaramálum bæjarins. Var líka stungið upp á að til mála gæti komið, að flokkarnir kæmu sér saman um einn framboðslista, svo komið yrði í veg fyrir þau hjaðninga- víg, sem kosningabaráttunni fylgja, en eru vitanega sízt til þess fallin að efla samhug og velvild þeirra, sem eftir kosningar verða þó til þess kjörnir að vinna að málum bæjar- ins. Meirihlutaflokkarnir vísuðu alger- lega á bug málaleitan þeirri, sem í bréfinu fólgst. Þeir ganga ! svörum sínum algerlega fram hjá aðalefni bréfsins, málaleitan um viðræður til að finna samstöðu og sameiginlegan grundvöll fyrir alla flokkana til að standa á ! baráttunni fyrir llfshags- munum bæjarfélagsins. Hinsvegar þyrla þeir upp moldviðri um að „kommúnistar" vilji afnema lýðræði og svipta menn rétti til að kjósa, og á þessu moldviðri grundvalla þeir svör sín. Og hafa sjaldan sést fárán legri svör. En hvað gera þessir sömu flokkar vestur ! Bolungarvík? Jú, þar þykir afbragð að stilla einum lista, og þar þykir engin frelsisskerðing í því að listinn varð sjálfkjörinn og fólk losn- ar við það ómak, ásamt fleiru, að gonga að kjörborði þann 27. ma! n.k. Það virðist því þykja afbragð þar, sem talin var ósvinna hér. Og þetta sýnir ennfremur, að hinir smá- sálarlegu forystumenn meirihluta- flokkanna hér, meta meira smá- smugulega og imyndaða flokkshags- muni heldur en heill bæjarfélagsins nú og í framtíð. Áróður framsóknarmanna. Þess hefur orðið vart, að sumir áróðursmenn framsóknar skirskoti til vinstri manna og fali atkvæði þeirra á þeirri forsendu, að framsókn þurfi að fá atkvæði þeirra til að öruggt verði, að hún fái tvo menn kjörna og geti myndað meirihluta með Alþýðu- bandalaginu næsta kjörtimabil. Það er ástæða til að ætla, að lítil alvara fylgi þessum áróðri, og ættu einlægir vinstrimenn, sem eru þó ekki enn ákveðnir í hverjum lista vinstri flokkanna þeir greiði atkvæði, að gjalda varhug við kjósendabliðu Fram- sóknar. Þess er vert að minnast, að i vet- ur gafst forustumönnum framsókn- ar upplagt tækifæri til að sýna vilja sinn í verki, hvað þessi áform snert- ir. Bréf Alþýðubandalagsins um sam- starf flokkanna hlaut að vísu ekki jafn fávíslega neitun hjá framsókn og hjá íhaldi og krötum. Framsókn- armenn tjáðu sig að vísu reiðubúna til viðræðna, og viðræðufundir áttu sér stað, en svo kom tilkynning um, að þeir teldu ekki ástæður til frekari viðræðna. Þá má einnig minnast þess, að allt kjörtímabil það, sem nú er að liða, hefur bæjarfulltrúi fram- sóknar fremur kosið að hanga eins og slóði aftan i eyki meirihlutans, en að standa með bæjarfulltrúum Al- þýðubandalagsins í baráttu þeirra fyrir stórum og heillavænlegum átök- um til að yfirbuga þá eymdarþróun, sem stefna meirihlutans hefur mark- að, en skapa hér framvindu og örvun athafnalífs, grundvallaða á bættri aðstöðu til útgerðar og vinnslu sjáv- arafla. Það er því enganveginn öruggt, að tveir framsóknarbæjarfulltrúar þýði vinstri meirihluta að kosningum loknum, og er þó engri rýrð kastað á einlægni fjöldamargra framsókn- armanna við þá hugmynd. Hitt væri margfalt sterkari trygging fyrir sliku samstarfi, að Alþýðubandalagið kæmi nú miklu sterkara að fylgi úr hild- arleiknum. Og það er raunveru- lega það, sem þarf að gerast fil að framtíð Siglufjarðar sé borg- ið. Hér þarf að eiga sé stað al- ger stefnubreyting í framkvæmd bæjarmálanna, og Alþýðubanda- lagið eitt berst fyrir slikri stefnubreytingu. Fjögurra ára eymdar- og flóttastjórn íhalds, krata og Ragnars Jóhannesson- ar gefur sizt ástæðu til, að Sigl- firðingar, sem hér vilja eiga bú- setu áfram, gefi þeim atkvæði sitt þann 27. mai n.k. Magnús Pálsson, verkamaður, andaðist að heimili dóttur sinnar, Hvanneyrarbraut 24, hinn 6. maí sl. x G-LISTINN Fermingarbörii (Framhald á 2. síðuj

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.