Mjölnir


Mjölnir - 06.07.1962, Blaðsíða 2

Mjölnir - 06.07.1962, Blaðsíða 2
MJÖLNIR Utgefandi: Alþýðubandaiagið í Norðurlandskjördæmi vestra. Abyrgðarmaður: Hannes Baldvinsson. Afgreiðsla: Suðurgötu 10 — Simi 194. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Akureyri. Nildin og sölnmálin Enn er síldarvcrtið gengin í garð fyrir Norðurlandi og ó Siglufirði, þeim bæ sem byggir alla sina afkomu á öflun þessa duttlungafulla fisks, er bcðið milli vonar og ótta um, hvernig fara muni. Horfurnar eru síður en svo glæsilegar. Fyrsta gangan, sem ætíð hefur verið þýðingarmest fyrir afkomu Siglufjarðar, er gcngin hjó ón þess að nokkurt islcnzkt skip sæist ó miðunum, utan eitt, sem fékk 1300 tunnur. En norski sildveiðiflotinn mokaði upp spikfeitri Norðurlandssild, óóreittur af samkcppni islenzkra aflamanna. Þeir sótu heima í verkbanni af hólfu of- stækisklíku LIU, sem beitti fjórkúgun og öðrum þvilíkum róðum til að hindra útvegsmenn i þvi að scnda skip sín til veiða, nema óður yrði knúin í gegn stórfelld lækkun á samningsbundnum kjörum siidveiðisjómanna. Rikisstjórnin gekk svo í lið með LIU með setningu gerðardómslaganna en þó hafði stöðvun flotans þegar kostað þjóðarbúið ógrynni fjór. Siðasta hólfan mónuðinn hefur svo verið allgóð sildvciði ó vestursvæðinu. En sildin sem þar veiðist er blönduð og fremur horuð og sögð ekki söltunar- hæf. Að minnsta kosti þróast Síldarútvegsnefnd við að gefa út söltunarleyfi og likur eru til að sú ganga verði einnig gengin hjó, óður en það leyfi fæst. Hefur því sjaldan verið verra útlit fyrir Siglufjörð en einmitt nú. Hér bíða 22 söltunarstöðvar með fullum mannskap eftir að þeim verði gefið leyfi til að vinna matvæli úr sildinni, sem á land berst. En dagskipunin hljóðar upp ó skepnufóðursframleiðslu, og sifellt syrtir í ólinn fyrir þeim, sem hér byggja sína afkomu ó sildarvinnunni og hinum, sem hingað hafa komið í atvinnuleit. Enn getur þó allt brugðið til betri vegar, og rætzt úr öllu og er sjólfsagt að vona hið bezta, í lengstu lög, þó að jafnframt sé litið raunhæfum augum ó óstandið. Síldarútvegsnefnd afsakar tregðu sína ó að gefa út leyfi með því að sildin sem vciðist sé ekki söltunarhæf fyrir gcrða samninga. En þó hlýtur sú spurning að vakna hvort Síldarútvegsnefnd hafi yfirleitt gert nokkra tilraun til oð selja þessa blönduðu og misjöfnu síld, sem reynslan sýnir að er vaxandi uppistaða í sildveiðunum fyrir Norðurlandi. Þessi sild er að vísu ekki jafngóð vara og úrvals Norðurlandssild. En hvað ætti að vera þvi til fyrirstöðu að selja sildina eftir gæðaflokkum? Það hlýtur að vera höfuðkrafa, að Síldrútvegsnefnd selji þó síld, sem aflast hverju sinni. Geti hún það ekki, ber að taka sildarsölumólin til ræki- legrar cndurskoðunar. HtUTAFI ARSðlHUH A fundi togaranefndar bæjarins í dag var samþykkt svo- hljóðandi tillaga: „Togaranefndin samþykkir að láta athuga urn smíði á 200 tvnna stálskipi, sem fyrst og jremst sé œtlað til togveiða og síldveiða jyrir Norðurlandi. Jafnjramt samþykkir nejndin að auglýsa ejtir hlutafjárframlögum í vœntanlegt hlutafélag um kaup og rekstur nejnds skips og skrifa helztu fyrirtœkjum, vinnuveitendum, stéttarfélögum o. fl., og æskja aðildar þeirra að slíkri hlutafélagsmyndun. Þá samþykkir nefndin að aug- lýsa eftir, innanlands, tveimur nýlegum 50—60 tonna bátum, sem eingöngu verði miðaðir við þorskútgerð og hráefnis- öflun til frystiliúsa og saltfiskvinnslu. Rekstrarform þeirra, ef keyptir verða, verði ákveðið síðar“. í samræmi við framanritað, auglýsist hér með eftir hluta- fjárframlögum í væntanlegt hlutafélag, hugsað til kaupa og reksturs á 200 tonna stálskipi, í samræmi við samþykkt út- gerðarnefndar bæjarstjórnar Siglufjarðar. Bœjarstjórinn í Siglufirði, 20. júní 1962. Sigurjón Sæmundsson 2) — Mjölnir FJALLALÆKURIIVM (Framhald af 4. síðu.) steinsson, bœjarstjóra bréf, þar sem við skýrðum frá nýskeðu flóði yfir lóð okkar úr fjallalœkn- um svokallaða. Itrekuðum við í bréfinu fyrri kröfur okkar um að bœjarstjórn gerði ráðstafanir til að fyrirbyggja þessi flóð, eða léti gera steinsteyptan varnargarð vestan lóðar okkar. Svar við þessu bréfi fengum við í bréfi dags. 29/6 1961. Er þar skýrt frá, að bréf okkar liaji verið tekið fyrir í bœjarráði 26/6 og í bœjarstjórn 28/6 1961, og að „svohljóðandi samþykkt var gerð: „þar sem ákveðið hefur verið að grafa nýjan fjallskurð í sumar til að fyrirbyggja flóða- hœttu, tekur bœjarráð ekki jrek- ari ajstöðu til þessa máls að sinni“ Nú er sumarið liðið og vetur genginn í garð. Enn sjást engin merki þess að framkvœma eigi hinn „ákveðna“ gröft fjallskurð- arins. Virðist mér þarna sýnd mikil léttúð af forustumönnum bœjarins í sambandi við sam- þykktir bœjarstjórnar, og virð- ingarleysi, jafnt fyrir bœjar- stjórn og þeim samborgurum, sem mál þessi snerta. Sé það hins vegar svo, að bœj- arráð, bœjarstjórn og bœjarstjóri standi í þeirri meiningu, að jarð- rask það, sem í haust var unnið í hlíðinni ofan við bœinn, bœti að einhverju leyti úr því vandamáli, sem hér um rœðir, þá er það á vanþekkingu byggt, og gœtu hlut- aðeigendur sannfœrzt um það sjálfir með því að líta á verks- ummerki. Að mínum dómi eykur þetta jarðrask hœttu á framhlaupi aurs og leðju, sem síðan fyllir liinar mjóu frárennslisleiðslur fjalllœkjarins og holrœsi á vissu svœði í bœnum. Þá vil ég geta þess, að á meðan yfir okkur vofir flóðahœtta frá lœknum, teljum við ógerlegt að leggja í lagfœringu á lóð okkar, þrátt fyrir ótvírœðan rétt okkar til að krefja bœinn um skaðabœt- ur vegna tjóns á lóðinni. Um leið og ég tel mér skylt að minna á vanefndir loforða og samþykkta um úrbœtur á máli þessu, ítreka ég fyrri kröfur, og ítreka enn rétt okkar sameignar- manna að liúsi og lóð Hólaveg 15 til að krefjast skaðabóta vegna tjóns, sem hljótast kann af flóð- um úr lœknum. Vœnti ég þess að nú verði tekin sú afstaða, að staðið skuli við gerðar samþykktir og fram- kvœmdir hajnar. Virðingarfyllst. Einar M. Albertsson. Ég man ekki til að mér hafi borizt svar við þessu bréfi, enda eru pappírar bæjarstjórans orðn- ir mér lítils virði. En aðgerða- leysið og skeytingarleysiö um mál sem þetta er næsta athyglis- vert. Ef til vill er værukærð bæj- arstjórans sprottin af þeirri ástæðu, að hann haldi, að ég einn eigi hér sérstaklega hagsmuni í húfi, og þar sem ég er einn hinna fordæmdu „kommúnista“ er hon- um eflaust engin „eftirsjá“ að því þótt hús mitt og annaö „hafur- task“ hljóti skemmd og skaöa. Þessi tilgáta er ekki alveg út í bláinn. Á sama tíma og ég hef margsinnis ítrekað óskir mínar og minnt á loforð og samþykktir bæjarstjórnar í þessu máli án árangurs, þá lætur bæjarstjóri steypa steingarð og gera girðingu kringum lóð eins samherja síns, en nokkurt rennsli yfirborÖs- vatns var af götunni niður á lóð- ina. Þarna virðist skilja milli feigs og ófeigs eins og það er kallaö. Annar er í náð, hinn í ónáð, en báðir eru þó borgarar þessa bæjar, og bæjarstjóri á vit- anlega að vera embættismaður, sem misnotar ekki aðstöðu sína til að hygla pólitískum samherj- um sínum. Nú hefur það enn gerzt, að miklir vatnavextir hafa valdið miklu flóði úr fjallalæknum og eru nú götur og lóðir stórskemmd- ar og holræsi bæjarins full af aur og öðrum framburði úr fjall- inu. Miklar skemmdir hafa orðið á húseignum, og líklega víöast meiri en hjá mér og mínu „hafur- taski“, vatnsflaumurinn gróf að vísu sundur lóðina og flæddi með- fram húshliðinni en inn flæddi ekki nema lítils háttar. Það er nú brennandi spurning allra íbúa á þessu hættusvæði, hvort bæjarstjórn samþ. að hefja nú einhverjar framkvæmdir, sem að gagni koma til að firra þá sí- fellt yfirvofandi hættu af vatns- flóðum, — eða endurtekur sig máske sama sagan og þegar Flóð- varnargarðurinn eyðilagðist. Það eru margir mánuðir síðan hann eyðilagðist gjörsamlega, en ekki bólar neitt á framkvæmdum til að endurbyggja hann, og er þó fjár- magn fyrirliggjandi til þeirra framkv. og búið að liggja geymt í fleiri ár á meÖan garðurinn hefur grotnaö niður. Veðráttan spyr ekki um það hvort búið sé að ljúka þessum eða hinum áfanganum í framkvæmd- um, sem eiga að tryggja eða auka öryggi manna og mannVirkja gegn hamförum hennar. Ef hyggni og ábyrgðartilfinning forsjármanna bæjarins er ekki meiri en svo, að þeir láta bíða að fylla í skörðin, og segja svo þeg- ar næsta flóð hefur flætt yfir: Það bjóst nú enginn við svona rniklu flóði, — þetta var nú meiri rigning en nokkur bjóst við, — þá er það sterk sönnun um óhæfni þeirra til að stjórna málefnum bæjarins. Og bæjarstjóri sem hvað eftir annað verður ber að því að vanrækja að 'framkvæma samþykktir bæjarstjórnar, hann er algerlega óhæfur til þess starfs. Og endurkjör á slíkum manni staðfestir ^ðeins, að þeir, sem kjósa hann eru óhæfir stjórnend- ur bæjarmálefna. Ýmsum kann að finnast, að hér sé of fast að orðið kveðið og rangur dómur upp kveðinn yfir fyrrverandi og núverandi ráða- mönnum bæjarins. Að mínum dómi er svo ekki, ég hef aðeins dæmt þá af orðum þeirra og að- geröum, — eða aðgerðaleysi. Ég hef aöeins bent á, að slík vinnu- brögð kjörinna forsjármanna bæjarmálefna, sem viðhöfð hafa verið í þessu mikla vandamáli, eru ósæmandi í alla staði, og að- gerðaleysisins hljóta allir að gjalda, bæði einstaklingar og bæjarfélagið í heild, í stórkost- legu tjóni, beinu og óbeinu. Atburðir síðustu daga ættu að hafa sýnt bæjarstjóra og þeim bæjarfulltrúum, sem á bæjar- stjórnarfundi s.l. fimmtudag, einmitt sama daginn og stórrign- ingin streymdi hvað mest úr loft- inu, neituðu um afbrigði til að taka á dagskrá og ræða tillögu viðvíkjandi þeirri hættu, sem sýnilega vofði yfir, — þessir at- burðir ættu að opna augu þessara manna fyrir þeirri brýnu nauð- syn, að framkvæmdar verði þær aðgerðir, sem bægt gætu flóða- hættunni frá stórum hluta íbúa bæjarins. Og þær aðgerðir verða að befjast fljótt, allt annað væri óafsakanlegt ábyrgðarleysi. Siglufirði, 17. júní 1962. Einar M. Albertsson. H.f. Eimskipafélag íslands. AUKAFUHDUR í Hlutafélaginu Eimskipafélag Islands verður haldinn í fund- arsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, föstudaginn 23. nóv- ember 1962 og hefst kl. lþ-j eftir hádegi. DAGSKRÁ: 1. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 2. Tillaga til útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Þeir einir geta sótt fundinn sem hafa aðgöngumiöa. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins i Reykjavík dagana 20.—22. nóvember. Menn geta fengið eyðublað fyrir umboð til þess að sækja fundinn á skrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík, 5. júní 1962. STJÓRNIN Föstudagur 6. júlí 1962

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.