Mjölnir - 13.04.1965, Page 4
Bandaríkjamenn hafa nú um langt skeið
haldið uppi loftárósum á Norður-Vietnam, í
því skyni, að því er talsmenn þeirra segja, að
knýja Norður-Vietnam til að hætta að veita
skæruliðum í Suður-Vietnam aðstoð. Þetta
framferði Bandarikjamanna hefur mælzt ákaf-
lcga illa fyrir um allan heim. Síðustu vikurnar
hafa bandamenn þeirra í NATO jafnvel gengið
fram fyrir skjöldu i því skyni að reyna að koma
á samningaviðræðum og vopnahléi. Það er sem
sé öllum Ijást, að auk þess sem þetta framferði
Bandarikjanna er tilræði við heimsfriðinn og
niðingslegt fólskuverk gagnvart saklausu fólki,
er það einhver al-óhcppilegasta aðferðin, sem
hægt var að bcita í því skyni að Ijúka deilunum
austur þar á þann hátt, að Bandaríkin og banda-
mcnn þeirra, sem hafa hagsmuna að gæta í
Asíu, gætu unað þolanlega við. Það er sem sé
óhugsandi, að Bandaríkjamenn geti unnið þjóð
Suður-Vietnam á sitt band, jafnvel þótt þeim
tækist að gersigra skæruliðana, sem raunar er
óhugsandi lika, nema þeir bregði á það ráð að
lcggja landið algerlega i rústir ag auðn. Og
dagar nýlcndukúgunar og yfirráða í krafti
vopnavalds eru nú að renna út. Það er öllum
fyrrverandi nýlcnduveldum Ijóst. Og allir vita,
að Bandarikin eiga enga vini eða bandamenn í
Vietnam, hvorki í suðri né norðri, nema léns-
mannastétt, sem þróunin hcfur dæmt úr leik,
og keypta lcppa. Þeir geta ekki einu sinni haldið
uppi sömu ríkisstjórninni nema nokkrar vikur
i einu, þótt þeir styðji við bakið á þeim með
vopnum og dollurum.
Þetta virðist nú vera farið að renna upp fyrir
Johnson forseta. Hann er nú farinn að bjóða
mútufé, milljarð dollara, til uppbyggingar í
Suðaustur-Asíu, gegn þvi að Bandaríkin fái frið-
arsamninga, sem geri þeim kleift að „halda
andlitinu" gagnvart vinum og bandamönnum.
Undirtcktir hafa fram að þessu verið algerlega
neikvæðar, en líkur benda þó til þess, að einhver
umræðugrundvöllur kunni að fást, fyrst Banda-
rikjamenn eru farnir að gefa í skyn að þeir séu
til viðtals um málið.
Eftir fáar vikur hefst regntiminn í Vietnam,
en það er sá tími, sem skæruliðar hafa notað
undanfarin ár til að koma sér fyrir og gera árásir
á andstæðinga sina, sem þeim hefur ekki tekixt
að verjast, þrátt fyrir fullkominn vopnabúnað.
Bandaríkjamenn óttast, að um regntímann tak-
ist skæruliðum Vietcong .að ná á sitt vald belti
þvert yfir landið og einangra bandariska herinn
í norðurhluta þess frá birgðastöðvunum í suðri.
Ófarir Frakka við Dienbienphu árið 1954 eru
öllum í fersku tninni. Kannske er minningin um
þær helzta ástæðan til þess, að Johnson forseti
er nú farinn að tala um samningaviðræður sem
hugsanlcgan mögulcika.
4
★
Á síðast liðnum vetrí samein-
uðust alþingismenn um að leggja
um 100 millj. króna nýja skatta
á landsmenn til þess að fram-
þróunin í vegamálum gæti orðið
örari. Nú þegar skipta á vega-
féinu er sýnt, að alltof lítið fram-
kvæmdafé er til skiptanna.
Ástæðan er sú, að aðeins nokkur
hluti af þeim skatti, sem la'gður
er á umferðiná í landinu, rennur
til vegaframkvæmda. Þessir
skattar nema nú samtals um 750
milljónum, en aðeins tœpur
helmingur fer til veganna (350
millj.) — afganginum er eytt í
alls kyns bruðl og óráðsíu ríkis-
stjórnarinnar.
Fé til vegagerðar er minna á
þessu ári en var á s.l. ári og mun
enn minnka að krónutölu á næsta
ári. I áætlun til næstu fjögurra
ára er ekki reiknað með neinum
aukakostnaði vegna vaxandi dýr-
tíðar og hækkandi verðlags.
Þrátt fyrir síaukinn bifreiða-
fjölda í landinu, og enda þótt
stórum, þungum bifreiðum, sem
slíta mjög vegakerfinu, fari ört
fjölgandi, er þó gert ráð fyrir
svipuðu framlagi til vegafram-
kvæmda í næstu fjögur ár!
Þingmenn Alþýðubandalags-
.ins gagnrýndu harðlega þessa
vegaáætlun og kröfðust þess, að
ríkisstjórnin Iegði fram meira
fjármagn í nauðsynlegustu fram-
kvæmdir og tekin yrðu lán er-
lendis, ef ekki dygði annað til.
Fjárveitingar i kjördæmið.
Þar sem allar tillögur um
hækkun á heildarframlagi til
vegamála í landinu voru felldar,
báru þingmenn stjórnarand-
stöðuflokkanna úr þessu kjör-
dæmi, framsóknarmennirnir og
Ragnar Arnalds, ekki fram nein-
ar breytingartillögur við af-
greiðslu vegaáætlunarinnar, því
að til lítils er að fara að rífast
um þá litlu fjárveitingu, sem til
skiptanna er. Þó var á það bent
á nefndafundum og við umræð-
urnar, hversu ófullnægjandi
þessi áætlun væri, því að ýmsar
nauðsynlegustu framkvæmdir
væru algerlega látnar sitja á
hakanum næstu 4 árin.
Loksins er að komast skriður
á framkvæmdir við Strákaveg.
Er það einn ljósasti punkturinn
í þessari áætlun, enda var kom-
inn tími til eftir öll loforðin og
öll svikin. 1965 verður tekið lán
til íramkvæmda að upphæð 11.4
milljónir og 1966 12.6 milljónir.
Er það talið nægja, og skulum
við biðja til guðs, að rétt sé
reiknað í þetta sinn.
Brýr ó Norðurlandi vestra:
Lokið verður við brúna á
Miðfjarðará og vegabætur við
hana á þessu ári, 5.2 -þ 1.4millj-
ónir. Af öðrum stórbrúm má
nefna Þverá í Utblönduhlíð 1965
2.4 millj. og Djúpadalsá í Skaga-
firði 1968 1.5 millj. Þessar brýr
eru allar á aðalþjóðvegum og
löngu orðnar stórháskalegar um-
ferðinni.
1965 verður Svartá hjá Korná
í Skagafirði byggð, kr. 650.000,
1966 Hajnará á Skaga kr. 577.-
000, 1967 Svartá hjá Stafnsrétt
kr. 500.000 og 1968 Svartá hjá
Skeggjastöðum í Húnavs. kr.
1.100.000, Húseyjarkvísl 628.000
kr., Katadalsá kr. 400.000 og
Flókadalsá í Fljótum kr. 500.000.
Landsbrautir á Norðurlandi vestra:
Samkvæmt vegalögum er þjóð
vegum skipað í 4 flokka:
HRAÐBRAUTIR A og B
verða malbikaðar og steinsteypt-
ar með fjórfaldri eða tvöfaldri
akbraut.
ÞJÓÐBRAUTIR eru þjóð-
vegir, sem ná til þúsund íbúa
svæðis, og er þar stefnt að malar-
vegum með tvöfaldri akbraut
(t.d. Norðurlandsvegur og Siglu-
fjarðarvegur).
LANDSBRAUTIR eru þjóð-
vegir, sem eru minnst 2 km
langir frá vegamótum og ná
a. m. k. til 3 býla, þannig að
þeir ná að þriðja býli frá vegar-
enda. V.ikið er frá reglunni, þar
sem aðalfjallvegur liggur upp úr
byggð eða um er að ræða kirkju-
stað, orkuver, opinberan skóla,
kauptún með færri en 300 íbúa
og tengiveg milli aðalleiða.
Hér fer á eftir yfirlit um
framlög til landsbrauta í kjör-
dæminu næstu fjögur árin reikn-
að í þúsundum króna, og munu
menn sjá, að naumt er skammtað
smjörið:
Fjárveitingor til vega-
mála skornar við nðgl
„8fglfirðing’ar“ ogr síldarflntningrar
Síðasti Siglfirðingur gerir að
umtalsefni síldarflutninga frá
fjarlægum miðum til verksmiðja
á Norðurlandi. Greinin virðist
eiga að renna stoðum undir þá
skoðun, að Alþýðubandalagið,
og einkum þó Alþýðubandalags-
menn á Siglufirði, séu andvígir
slíkum flutningum. Rökin eru
þessi: Þjóðviljinn hefur birt
grein eftir Bjarna Þórðarson
bæjarstjóra í Neskaupstað, þar
sem Iagt er gegn síldarflutning-
um, Benedikt S.igurðssyni láðist
að rétta upp hendina þegar af-
greidd var á bæjarstjórnarfundi
tillaga um að skora á ríkisstjórn-
ina að greiða fyrir því, að
Rauðka geti fengið síld flutta af
fjarlægum miðum. Alþýðu-
bandalagsmenn á Siglufirði
hefðu ekki hafið áróður fyrir
síldarflutningum í Þjóðv.iljan-
um.
Þótt grein þessi sé naumast
svaraverð, svo ómerkileg sem
hún er, skulu henni gerð örlítil
skil:
1. Þjóðviljinn hefur birt marg-
ar greinar, þar sem mælt er með
síldarflutningum til Norðurlands
af fjarlægum miðuin.
2. Tveir af þingmönnum Al-
þýðubandalagsins, þeir Ragnar
Arnalds og Björn Jónsson, hafa
flutt á Alþingi tillögu um lönd-
unarmiðstöðvar og síldarflutn-
inga. Annar þessara þingmanna
er búsettur í Siglufirði, félagi í
Alþýðubandalagsfélagi Siglu-
fjarðar, og flutli tillöguna m. a.
fyrir tilmæli Alþýðubandalags-
manna í Siglufirði.
3. FuIItrúi Alþýðubandalags-
ins í Rauðkustjórn og a. m. k.
annar bæjarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins hafa stutt ALLAR
tillögur, sem fram hafa komið
um síldarflutninga til Rauðku.
Þá befur fulltrúi Alþýðubanda-
lagsins í stjórn S.R. stutt allar
tillögur, sem miðað hafa að
auknum síldarflutningum á veg-
um S.R. til verksmiðja norðan-
lands.
Þá er sú voðalega ásökun, að
Benedikt Sigurðsson bafi setið
hjá við afgreiðslu áðurnefndrar
tillögu um síldarflutninga til
Rauðku. Eg hef fullvissað mig
um, að það er rétt, sem Siglfirð-
ingur segir, að tillagan var af-
greidd með 8 samhlj. atkvæðum.
Ekki man ég, hvaða bæjarfull-
trúa láðist að rétta upp. höndina,
þegar þessi tillaga var afgreidd,
og þori ekki að sverjá fyrir, að
það bafi verið þessi grunsam-
legi bæjarfulltrúi, Benedikt Sig-
urðsson, en hafi svo verið, leyfi
ég mér að fullvissa greinarhöf-
und, sem líklega er eini maður-
,inn i Siglufirði sem efast um
samstöðu allra bæjarfulltrúa
varðandi þetta mál, um það, að
bafi það verið hann, sem sat hj á,
þá hefur það verið gáleysis- en
ekki ásetningssynd.
Greinarhöfundur er seinbepp-
inn að minnast á Bjarna Þórðar-
son, því það gefur tilefni til sam-
anburðar á bæjarmálastjórn,
einkum hvað snertir forustu bæj-
arstjórna í atvinnumálum, í Nes-
kaupstað og í Siglufirði.
Bjarni Þórðarson heldúr því
frám leynt og ljóst, að sú stefna,
að flytja síldina til vinnslu á
stöðum fjarri miðunum, sé fjar-
stæða, og að réttara sé að auka
fjárfestingu í síldarvinnslustöðv-
um nærri miðunum. Þetta leyfir
Bjarni sér að gera þrátt fyrir
það, að hann hefur lesið greinar
í aðalmálgagni flokks síns, þar
sem baldið er fram andstæðum
sjónarmiðum, þrátt fyrir það,
að hann veit, að þetta er í and-
stöðu við hagsmuni Norðlend-
inga, flokksbræðra hans jafnt
og annarra, og þrátt fyrir það,
að tveir af þingmönnum flokks-
ins eru búnir að flytja á Alþingi
tillögu um skipulagningu síldar-
flutninga. — Því skal bætt við,
að Bjarni er ekki einn um þessa
skoðun, heldur munu Austfirð-
ingar yfirleitt vera sömu skoð-
unar, og halda henni ótrauðir
fram, hvað sem flokksböndum
líður:
LANDSBRAUTIR:
54. Heggstaðanesvegur (D 3):
a. Um Sanda..................
55. Miðfjarðarvegur (D 4):
a. Norðan Urriðaár............
56. Vesturárdalsvegur (D 5):
a. Að Húki ..................
57. Vatnsnesvegur (D 7):
a. Við Kárastaðalæk og Illugast.
b. I Vesturhópi...............
58. Borgarvegur (D 10):
a. Um Síðu ..................
b. Frá Síðu að Bjarghúsum ....
59. Víðidalsvegur (D 11):
a. Frá Ásgeirsá að Norðurlands-
vegi ........................
60. Vatnsdalsvegur (D 12):
a. Hvammur—Másstaðir .........
b. Við Bjarnarstaði..........
61. Þingeyrarvegur (D 14):
a. Leysingjastaðir ..........
62. Reykjabraut (D 15):
a. Frá Beinakeldu að Reykjum
b. Við Reykjabót.............
63. Svínvetningabraut (D 18):
a. Frá Sauðan.—Ytri-Löngum.
64. Svínadalsvegur (D 19):
a. Við vegamót Reykjabrautar
1965 1966 1967 1968 Alls
310 — — — 310
— — — 300 300
100 — — 205 305
200 _
— 211 — — 411
180 •
— — — 315 495
65 551 780 — 1396
375 435
— 80 — — 890
75 — — __ 75
550 500
265 — — — 1315
— 85 335 — 420
25 25
65. Svartárdalsvegur (D 22):
a. Leifsstaðaklif—Skottast....
b. Um Hvamm...................
66. Skagavegur (D 23):
a. I Neðribyggð og við Fossá ..
b. I Gönguskörðum..........
67. Neðribyggðarvegur (D 24):
a. Um Sölvabakka .............
68. Þverárfjallsvegur (D 26):
a. Um Njálsstaðabrúnir .......
69. Reykjastrandarvegur (D 27):
a. Við Fagranes ..............
b. Fagranesskriður ...........
70. Sæmundarhlíðarvegur (D 29):
a. Hjá Fjalli ................
71. Skagafjarðarvegur (D 30):
a. Við Víðimel................
b. Við Tungukot ..............
72. Efribyggðarvegur (D 31):
a. Frá Álfgeirsvöllum að Vatni
73. Kjálkavegur (D 36):
a. Flatatunga—Kelduland ....
74. Sléttuhlíðarvegur (D 50) ......
75. Að félagsheimili Varmahlíð (E
1-9) .........................
Samtals í þús kr.
1965 1966 1967 1968 Alls
215 - . _
— 265 — — 480
320 .
— — 735 400 1455
— — — 100 100
— — — 330 330
280 * .
— — 215 — 495
220 — — — 220
— — 230
80 125 — — 435
— — — 615 615
420 760 1180
— — 77 105 182
— 268 — 120 388
3130 2780 2922 2990 11822
Herkilei safnasýning
Tómstundahðimilið birtir sýnishorn af tómstunda-
iðju yngri sem eldri Siglfirðinga.
★
Flestum er kunnugt um þær
hneigðir manna, að hafa ánægju
af söfnun ýmissa muna, og eru
söfnunarefnin af mjög margvís-
legu tagi. Gott sýnishorn af þess-
ari tómstundaiðju gaf að líta í
Tómstundaheimili Siglufjarðar
dagana 6.—7. marz s.l., en þá
var haldin þar „safnarasýning“,
og kom þá í ljós, að siglfirzkir
safnarar eru býsna margir og
safna munum og gripum af ólík-
asta tagi. Auk þess að vera til
fróðleiks og skemmtunar sýn-
ingargestum, mun tilgangurinn
með sýningunni hafa verið sá að
örva unglinga til svo ágæts tóm-
stundastarfs sem söfnun er og
umhirða og uppbygging safna.
Á sýningu þessari gaf að líta
söfn eldspýtustokka, myntar og
peningaseðla, servietta, málm-
merkja (nælu- og prjónmerkja),
flöskumiða, steina, póstkorta og
pappamerkja, fyrstadagsumslög
frímerkja, spila, eggja og fleiri
náttúrugripa.
Viðamestu söfnin á sýning-
unni voru söfn þeirra Guðbrands
Magnússonar kennara og séra
Ragnars Fjalars Lárussonar,
sóknarprests. Guðbrandur sýndi
póstkortasafn sitt, sem talið er
stærst slíkra safna hérlendis og
einnig á Guðbrandur mikið
spilasafn. Hann sýndi líka sýnis-
horn af steinasafni sínu, sem
geymir margt merkilegt. Spila-
safn sr. Ragnars Fjalar er talið
vera stærsta spilasafn á Norður-
löndum, en hann á 550 tegundir
af ýmsum stærðum og gerðum
víðsvegar að úr heiminum, en á
sýningunni var hann með 25
tegundir, flestar mjög sjaldgæf-
ar og sérkennilegar.
Af öðrum þeim, sem þarna
sýndu söfn sín mætti nefna:
Georg Andersen, sem sýndi safn
fyrstadagsumslaga, innlend og
erlend, sum mjög gömul. Þor-
steinn Aðalbjörnsson sýndi brot
af safni sínu af flöskumiðum, en
þeim hefur hann lengi safnað,
og eru þarna miðar frá löndum
í víðri veröld, af flöskum, sem
geyma hina ólíkustu vökva. Þá
átti Þorsteinn þarna einnig mjög
fjölbreytt og skemmtilegt eggja-
safn. Örlygur Kristfinnsson
sýndi þó nokkuð fjölbreytt safn
náttúrugripa. Ragnar Sveinsson
og Jón Finnur Jóhannesson
sýndu söfn sín allfjölbreytt af
nælu- og prjónmerkjum úr
málmi. Sigurður Gunnlaugsson
sýndi myntsafn. Haraldur Þór
sýndi safn gamalla peningaseðla.
Jón Dýrfjörð og Eiríkur Bald-
ursson sýndu steinasöfn. Þá
voru og ýmsir fleiri, sem sýndu
eldspýtnastokkasöfn, serviettur
og fl.
Sýningin var hin fróðlegasta
og naut sín furðu vel í hinum
litla sal Tómstundaheimilisins.
Um 500 manns sóttu sýninguna
þessa tvo daga, sem hún stóð
yfir.
Frystihús endurbætt
Fiskiðjan h/f á Sauðárkróki
hefur nú skipt um frystitæki í
frystihúsi sínu. Vinnusal hússins
var fyrir nokru breytt í nýtízku-
legt horf. Hefur húsið tekið all-
miklum breytingum til hins betra
Greinarhöfundi Siglfirðings
er algerlega fyrirmunað að
skilja, að mikilsmetinn flokks-
maður eins og Bjarni geti hald-
ið fram skoðun, sem ekki sé
flokksskoðun. Þessi meinloka
greinarhöfundar skilst glöggt,
ef borin er saman afstaða Bjarna
varðandi síldarflutningana og
afstaða ráðamanna Siglufjarðar
í þýðingarmiklu atvinnumáli,
dráttarbrautarmálinu:
Þegar við Hannes Baldvinsson
fluttum tillögu okkar um bygg-
ingu dráttarbrautar og skipa-
smíðastöðvar, á bæjarstjórnar-
fundi í ágúst i fyrrasumar, þorðu
bæjarfulltrúar meirihlutans ekki
að samþykkja hana umbúðalaust
og berjast síðan ótrauðir fyrir
að gera hana að veruleika, held-
ur höfðu forgöngu um að vísa
henni til þýðingarlausrar skrif-
stofu í Reykjavík, sem ekkert
hefur enn látið frá sér heyra um
hana, og væntanlega gerir það
aldrei. En jafnframt gerðu for-
ustumenn meirihlutans annað.
Þeir báðu um álit miðstjórna,
þingmanna og ráðherra flokka
sinna um málið, svo að þeir gætu
vitað, hvaða afstöðu þeir mættu
taka til þess. — Stjórnarflokk-
arnir settu síðan á laggirnar
nefnd, skipaða þingmönnum
stjórnarflokkanna og legátum
frá miðstjórnunum. Þessi nefnd
bollalagði síðan í rólegheitum
um það, hvað ætti og mætti gera
fyrir Siglufjörð. Margt kom til
álita, t. d. fullbygging niðurlagn-
ingarverksmiðjunnar og samn-
ingar við Rússa um kaup á miklu
magni af niðurlagðri síld, fjár-
veitingar og fyrirgreiðsla til efl-
ingar útgerð, bygging dráttar-
brautar o. fl. Eftir miklar vanga-
veltur varð niðurstaðan sú, að
lofa stuðningi við byggingu
dráttarbrautar, enda sýnt, að
þeirri framkvæmd yrði ekki lok-
ið á þessu kjörtímabili, þannig
að nota mætti rnálið til að halda
kjósendum við efnið í næstu
kosningum og kannske drjúgt
lengur. Þessi ákvörðun var síð-
an tilkynnt framámönnum stjórn
arflokkanna í Siglufirði, og
jafnframt var þeim sagt, að fyrir
þessu máli mættu þeir tala og
skrifa.
Og hvað gerðist nú heima í
Siglufirði? Jú, mennirnir, sem
höfðu sent dráttarbrautarmálið
í glatkistu í Reykjavík, og helzt
ekkert viljað um það tala í sex
mánuði, voru nú allt í einu orðn-
ir eldheitir talsmenn þess, fluttu
um það tillögur og höfðu stór
orð um það, að fráleitt væri að
fela það skriffinnskustofnunum
í Reykjavík!!
1 þessum samanburði kemur
glöggt í ljós munurinn á ráða-
mönnum Siglufjarðarbæjar og
Bjarna Þórðarsyni. Bjarni Þórð-
arson, og raunar allir aðrir dug-
andi sveitarstjórnarmenn, berj-
ast fyrir. hugsmunum byggðar-
laga sinna án þess að vera sífellt
að spyrja flokksmiðstjórnir og
þingmenn í Reykjavík um, hvað
þeir megi og hvað þeir megi
ekki. Forustumenn bæjarstjórn-
armeirihlutans í Siglufirði eru
hins vegar síspyrjandi pólitíska
leiðtoga sína í Reykjavík um
það, hvaða skoðanir þeim leyf-
ist að hafa á jafnvel hinum
smæstu bæjarmálefhum. Afstaða
þeirra til málefna kaupstaðarins
á hverjuin tíma markast af því,
hvaða afstöðu miðstjórnirnar og
flokksbroddarnir í Reykjavík
hafa til þeirra. Flokkshollustan
er svo rík í þeim, að þeim er
óskilj anlegt, að nokkur maður
eða blað láti í ljós skoðun, sem
ekki er flokksskoðun. Þeir hafa
engar sjálfstæðar skoðanir á
málefnum bæjarfélagsins, heldur
er þeim fjarstýrt frá Reykjavík.
Eg sé, að ég hef • gerzt lang-
orður af svo litlu tilefni sem
þessari Siglfirðingsgrein, sem
líklega hefði ekki birzt í blað-
inu, ef Stefán vinur minn Frið-
bjarnarson, sem hefur mestan
veg af útgáfu þess, hefði ekki
orðið fyrir óvæntri og alvarlegri
truflun við prófarkalesturinn.
Hef ég fyrir satt, að honum hafi
sökum þessarar truflunar ekki
unnizt tírni til að semja viðeig-
andi athugasemdir við grein
Baldurs Eiríkssonar um rafveit-
una og til að henda úr blaðinu
þessari furðulegu grein, sem ég
hef hér verið að svara. Vona ég,
þar eð bæjarskrifstofan er nú
komin í steinhús, að ég megi
vænta þess að sjá ekki oftar
svona fáránleg skrif í Siglfirð-
ingi, sem ég yfirleitt les með
mikilli velþóknun.
Benedikt Sigurðsson.
5