Mjölnir


Mjölnir - 05.04.1966, Blaðsíða 4

Mjölnir - 05.04.1966, Blaðsíða 4
VATHSÞROT VID SKEIDSFOSSVIRKJUN Vatnsbirgðir í miðlunarlóni Skeiðsfossvirkjunarinnar eru nú á þrotum. Má búast við að e. t. v. verði tekin upp rafmagnsskömmt un næstu daga, ef ekki bregður til asahláku. Rennsli árinnar næg ir aðeins til ca. 6000 kílóvatta- stundá framleiðslu á^dag, en notkunin hefur verið um og yfir 30 þús. kwst. Nýja dieselstöðin framleiðir 900-1000 kílóvött, og fullnægir rafmagnsþörfinni á kvöldin og á nóttunhi, en alls ekki á daginn, þegar álag er meira. Síldarverksmiðjur ríkisins geta framleitt 5-6 hundruð kílóvött, en ekki er blaðinu kunnugt um, hvort samið hefur verið við þær um keyrslu. En með því að vél- ar S. R. og Skeiðsfoss framleiði rafmagn yfir þann tíma sólar- hringsins, sem dieselstöðin ann- ar ekki þörf inni, ætti þó að mega komast hjá vandræðum vegna rafmagnsleysis. Mjolnir ÚTG. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI VESTRA Abyrgðarmaður: Hannes Baldvinsson. Afgreiðsla: Suðurgötu 10, SiglufirSi, sími 71294. Argjald 75 kr. — Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Akureyri 1 Allir Siglfirðingar kannast við Harald Þór Friðbergsson vél- smíðameistara, eða Halla Þór, eins og hann er nefndur í dag- legu tali. Og þeir eru ófáir, sem hann hefur einhvern tíma gert greiða, því að hann er annálað- ur greiðamaður. Haraldur átti sextugsafmæli hinn 19. febrúar sl., og í tilefni af því fór frétta- maður blaðsins nýlega á fund hans og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. — Ert þú Siglfirðingur að œtt, Haraldur? — Nei, ég er fæddur á Isa- firði. Faðir minn, Friðberg Stef ánsson járnsmiður, fluttist til Isa ist faðir minn til Reykjavíkur, og þar ólst ég upp. — Þú ert þó ekki úr þessu frœga aSalsmannahverfi Reykja- víkur, Vesturbœnum? — Jú, það stendur heima, seg- ir Haraldur og brosir við. Og hvað sem menn gera að gamni sínu um Vesturbæinga, þá verð- ur því ekki neitað, að Vesturbær inn var skemmtilegur í gamla daga, og gaman að vera þar ung- ur. — Þá hefur þá líklega lœrt vél smíðina í Reykjavík? — Eg lærði í Hamri, réði mig síðan að loknu námi til danska félagsins Kampmann, Kerulf og Sakse, sem á þeim tímá kom tals- vert við sögu hafnargerða hér, einkum byggingu hafnarþilja úr járni, og var með dýpkunarskip- Haraldur við rennibekkinn. Haraldur Þór Friðbergsson sextugur fjarðar að loknu járnsmíðanámi í Reykjavík, og setti þar upp járn smiðju. Hann var norðlenzkur að ætti I prentaðri heimild, sem ég hef athugaðj er ætt hans talin úr Fljótum, en ég held, að hún sé vestan af Skaga. Móðir mín, Agnes Gestsdóttir, var sunnlenzk, úr Hreppum í Árnessýslu. — Þú telst þá líklega ísfirð- ingur? — Eg er fæddur ísfirðingur. Eg átti þó ekki heima á ísafirði nema til sex ára aldurs. Þá flutt- Heyrzt hefur AÐ þegar bæjarstjórinn á Sauð- órkróki hafi eitt sinn komið í Jöfnunarsjóð til að kría út fé, hafi hann málað ástand- ið heima fyrir mjög dökkum litum og kveðið svo fast að orði, að fólk hefði varla í sig né ó. Helgi Hannesson mun þá hafa sagt, að ekki bæri útlit bæjarstjórans þess merki. Spratt þá bæjarstjóri knálega úr sæti sínu, vatt sér fram að dyrunum og koll- aði: „Guðjón, komdu hing- að og lofaðu manninum að sjá Þig." in Uffe og Idu á sínum vegum hér. Eg byggði bryggjuna í Borg arnesi á vegum þess félags árið 1928, fór síðan hingað til Siglu- fjarðar til að vinna við lagfær- ingu á Hafnarbryggjunni, en mistök höfðu orðið við bygg- ingu hennar. Héðan var svo ferð inni heitið til Hollands á vegum fyrirtækisins, sem hafði með höndum framkvæmdir þar. En' úr því ferðalagi varð ekki neitt. Hér stöðvaðist ég, og hér er ég búinn að vera hátt í fjörutíu ár. Þegar ég kom hingað, var mikill skortur hér á j árniðnaðarmönn- um, t. d. enginn, sem kunni að sjóða með gasi, enginn, sem kunni að fara með loftpressur og ýmis önnur tæki. Það vant- aði jafnvel menn, sem kynnu nokkur veruleg skil á tækjum og útbúnaði síldarverksmiðja. Norð menn, sem hér störfuðu að þessu, einokuðu alla kunnáttu í með- ferð þessarra tækja eins og þeir gátu. Það leit beinlínis út fyrir að þeir vildu koma í veg fyrir, að íslendingar lærðu með þau að fara. — Þú hefur þá hœtt störfum hjá þessu danska félagi fljótlega eftir að þú komst hingað? — Já, ég réðist til norsks fé- lags, sem byggði S. R. 30, og vann þar um nokkurn tíma. En árið 1931 fór ég til Rauðku, og hef verið þar síðan, fyrst í verk- smiðjunni og á verkstæðinu síð- an bærinn keypti það af Olsen. Eg hef sem sagt verið undir Snorra Stefánsson gefinn mest- alla mína tíð hér, — og rétt er að bæta því við, að ég hef alltaf kunnað vel við Snorra. Eg held að okkur hafi aldrei greint á svo teljandi sé, enda var Snorri frá- bær yfirmáður. Annars voru þarna í Gránu og Rauðku fleiri ágætir menn, sem varu yfirmenn mínir, svo sem Goos, Steindór Hjaltalín og Sigurður Kristjáns- son. — Voru það ekki viðbrigði fyrir þig að flytjast hingað úr Reykjavík, ungur maður og ó- vanur fásinninu? — Þú átt líklega við viðhorf mitt sem ungs manns úr Reykja- vík til lífsins í þorpi úti á landi. Nei, ég held að ég hafi ekki sakn að mannfjöldans eða félagsskap- ar. Mér fannst að ýmsu leyti frjálslegra og skemmtilegra hér. Mér hefur alltaf fundist gott fólk hér og kunnað vel við mig. Veð- urfarið hér og snjórinn hefur ekkert þjakað mig, nema ef vera skyldi núna allra síðustu árin, að mér hefur fundist snjórinn og vetrarríkið þreyta mig ofurlítið stundum. — Haraldur kvæntist árið 1930 Sigrúnu Stefánsdóttur frá Berghyl í Fljótum. Þau eignuð- ust sex drengi, misstu einn, en hinir allir, Agnar, Stefán, Olaf- ur, Björn og Sigurður, eru upp- komnir og búsettir hér í bænum. Sigrún lézt árið 1959. Talið berst að sonum Harald- ar, sem allir hafa fetað í fótspor föður síns að því leyti, að þeir hafa lagt fyrir sig járniðnað eða meðferð véla. — Eg held, að þetta sé ætt- gengt! segir Haraldur brosandi. Eg man ekki eftir einum einasta manni, sem ég þekki úr föðurætt inni minni, sem ekki er eitthvað við járn og vélar riðinn. Meira að segja kvenfólkið í ættinni hef- ur frekast hyllzt til að giftast járniðnaðarmönnum. Svei mér, ef þetta er ekki bara í blóðinu! Þótt Haraldur sé orðinn sex- tugur, er hann enn léttari á sér og sneggri í hreyfingum en marg ur, sem er tuttugu árum yngri. — Mjölnir óskar honum til ham- ingju í tilefni af afmælinu, þótt nokkuð sé umliðið síðan það var, og veit að hann mælir þar fyrir hönd mjög margra Siglfirð inga, sem bera hlýhug til þessa glaðværa, greiðvikna og starf- sama heiðursmanns. Iflrigöip lenpt jnfnt 09 þétt Virina við jarðgöngin gegnum Strákafjall heldur stöðugt áfram og er lengd þeirra orðin 430— 440 m. Vinnan hefur gengið vel og slysalaust. Þó myndu afköst hafa orðið nokkru meiri ef vél- ar allar hefðu alltaf verið í lagi. Álag á vélar er þarna mikið og því hafa bilanir smærri og stærri orðið all tíðar og það dregið nokkuð úr afköstum verkamann- anna. Þá hefur hinn harði vetur gert nokkur strik í reikninginn, fannfergi hefur tafið ferðir fram og aftur, frostið hefur tekið af vatnsrennsli til boranna svo þurft hefur að flytja vatn í tönkum að göngunum. Verzlunin BLÁFELL á Sauðárkróki selur MJÖLNI í lausasölu.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.