Mjölnir


Mjölnir - 17.05.1966, Síða 2

Mjölnir - 17.05.1966, Síða 2
BENEDIKT SIGURÐSSON: Síðari hluti: Greinargerð um bœjarmál í fyrr,i hluta þessarar greinar var einkum fjallað um fjármál og afkomu bæjarins og bæjar- fyrirtækjanna. Hér verður nú vikið að atvinnumálum bæjar- ins og afstöðu meirihluta bæjar- stjórnar til þeirra, en ég tel, að tómlæti og vettlingatök ráða- manna bæjarins í þeim efnum sé undirrót þess, hvernig hag bæjarfélagsins er komið. Heil- brigt atvinnulíf er forsenda þess, að hægt sé að reka bæjarfélag af nokkru viti. Sú bæjarstjórn, sem telur það sér óviðkomandi, lætur það drabbast niður og vanrækir að stuðla með ráðum og dáð að uppbyggingu þess og vexti, dæm- ir bæjarfélag sitt í fjárhagsvand- ræði og niðurníðslu. Höfuðsynd bæjarstjórnar- meirihlutans er tómlæti hennar og úrræðaleysi í atvinnumálum. Undirrót þessarar afstöðu er sumpart skilningsleysi, sumpart klaufaskapur og þumalfingra- vinnubrögð, en þó mest linka og tilbeiðslukennd hlýnisafstaða gagnvart ríkisstjórninni og flokkum hennar. Enda er svo komiS fyrir löngu, að frumkvæðið í atvinnumólum bæjarins hefur færxt úr höndum bæjarstjórnarinnar í hcndur verko- lýðssamtakanna. Tel ég, að í þeim mólum standi Siglfirðingar í mik- illi þakkarskuld við hinn ötula for- mann og framkvæmdastjóra verka lýðssamtakanna í bænum, Oskar Garibaldason, en á hans herðum hefur forusta og framkvæmdir af hólfu verkalýðsfélaganna í þess- um mólum að mestu leyti hvílt. Afvinnumólaráðst'efnan 1964 Atvinnumálaráðstefnan, sem haldin var hér i bænum að frum- kvæði verkalýðsfélaganna haustið 1964 með þátttöku bæjarfulltrúa, alþingismanna, fulltrúa Alþýðu- sambandsins og atvinnurekenda, hafði meiri þýðingu en flestir gera sér grein fyrir. Með henni var skapaður sá þrýstingur á ríkis- valdið, Alþingi og fleiri ráðamenn, sem alltaf hefur gætt siðan. Frá því að sú ráðstefna var haldin, hefur stöðugt stefnt að því að fyrri fyrirheit um bættar samgöngur yrðu efnd, að SIGLÓ-verksmiðjan yrði full- byggð og rekin, að byggð yrði hér ný dráttarbraut og skipa- smíðastöð og að ríkisvaldið stuðlaði að því að haldið yrði áfram þorskútgerð og frystihúsa- rekstri hér. Að vísu hefur róður- inn verið þungur og er það enn, 2) — Mjölnir og á tómlæti og skilningsleysi ríkisvaldsins mesta sök á því, t. d. að því er varðar SIGLÓ- verksmiðj una, en ríkisstj órnin hefur í hendi sér hvenær og hvort hún leyfir sölu á verulegu magni af framleiðslu hennar til Sovétríkjanna, en um aðra ör- ugga markaði virðist ekki að ræða í bili. — Seinaganginn á dráttarbrautarmálinu má að verulegu leyti skrifa á reikning meirihlutans, sem tafði það í hálft ár með því að leggja það fyrir gagnslausa skriffinnsku- stofnun í Reykjavík, sem ekki hefur enn látið frá sér heyra um það. Var það síðan-tekið upp á nokkuð breyttum grundvelli, en miðar mjög hægt, eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blað- inu. Júní-samningarnir 1965 Júní-samningarnir, sem verka- lýðsfélög norðanlands gerðu við ríkisvaldið í fyrrasumar, áttu að nokkru leyti rætur að rekja til atvinnumálaráðstefnunnar. Einn þáttur þessa samkomulags var sá, að ríkisvaldið hét að leggja fram fé til að stuðla að hráefnisöflun fyrir frystihúsin norðanlands í vetur og næsta vetur. Hafa sérstakar uppbætur á fisk verið greiddar hér norð- anlands í vetur, og stuðlað að mikilli aukningu á rekstri frysti- húsa, m. a. hér í Siglufirði. Ann- ar þáttur þessa samkomulags skuldbatt ríkisvaldið til að stuðla að síldarflutningum. Hófst sú starfsemi í fyrra, og verður haldið áfram í sumar. Eins og margir muna frá borg- arafundinum í Nýja-Bió, sem var undanfari atvinnumálaráðstefn- unnar 1964, einkenndist afstaða meirihlutafulltrúanna í bæjar- stjórn, einkum þó bæjarstjórans, af semingi, ólund og úrtölum. Ástæðan var, eins og æfinlega þegar rikisstjórnin er annarsvegar, hin trúarlega lotning og þjóns- lund gagnvart ríkisvaldinu. Að dómi þessara manna gengur það næst guðlasti að bera fram kröfur og þjarka við rikisstjórnina og flokka hennar. Þeirra starfsaðferð er að senda bænarskrár og betli- nefndir. Þeir biðja alltaf um náð, en krefjast aldrei réttlætis. Afstaða verkalýðsfélaganna hefur hinsvegar markast af raun- sæi og harðfylgi. Þau hafa borið fram kröfur, rekið áróður, þjarkað og samið, — og náð mikilsverðum árangri. í því liggur gæfumunur- inn. Segja má, að síðan verkalýðs- félögin efndu til ráðstefnunnar 1964 hafi bæjarstjórnin algerlega lagt upp laupana í atvinnumálum bæjarins almennt. Tekjulægsta fólk landsins Þeim, sem álita að ég geri of mikið úr atvinnuörðugleikum Siglufjarðar, vil ég benda á upp- lýsingar um meðaltekjur framtelj- enda 1964, sem birtar voru í Hag- tíðindum í nóvembcr í vetur. Samkvæmt þeim voru meðaltekj- ur siglfirzkra framteljenda 1964 þær lægstu á landinu, miðað við aðra kaupstaði, og í einungis 10 af 23 sýslum landsins voru þær lægri. Þessar 10 sýslur eru næst- um hrein landbúnaðarhéruð. Með því, að búvörur, sem bændur nota til heimilisþarfa, munu yfirleitt mjög hóflega reiknaðar til tekna á framtölum, er ekki fjarri lagi að álykta, að Siglfirðingar hafi verið tekju- lægsta fólk landsins ár,ið 1964. Samkvæmt sömu upplýsingum var hækkun meðaltekna á fram- teljanda frá árinu 1963 til 1964, lægst í Siglufirði af öllum kaup- stöðum og sýslum lariclsins. Þetta sýnir, hvílík uppdráttar- sýki herjaði atvinnulífið hér, þegar verkalýðsfélögin tóku frumkvæðið um úrbætur í þeim, með ráðstefnunni haustið 1964. Siglfirðingar búa nú við þau kjör að vera tekjulægsta fólk landsins að meðaltali. Af þess- um lágu tekjum, sem að miklu leyti er aflað utanbæjar, greiða þeir hæstu útsvör landsins, hæstu fasteignagjöld landsins, og flest önnur bæjargjöld hafa verið færð í hámark. Og að sjálfsögðu greiða þeir sitt til ríkissjóðs eins og aðrir. Kjölfesta atvinnulífsins Kjölfesta atvinnulífsins í Siglufirði eru nokkur fyrirtæki í opinberri eign. Hin helztu þeirra eru Síldarverksmiðjur ríkisins, tunnuverksmiðjan, nið- urlagningarverksmiðjan, 'togara- útgerðin og hraðfrystihús S.R. Onnur atvinnustarfsemi er hér í smáum stíl, svo sem smábáta- útgerð, fisksöltun, smáiðnaður, byggingaiðnaður, sem ekki virðist eiga bjart framundan í svipinn, og ýmis konar þjón- ustustarfsemi. Síldarsöltun hefur um langt skeið verið höfuðatvinnugrein hér, en hefur lagzt niður að heita má síðustu ár. Margir Siglfirð- ingar virðast eiga mjög erfitt með að sleppa barnatrú sinni á síldina og hafa rótgróna til- hneigingu til að gera ráð fyrir að hún verði framvegis sem hingað til einn aðalþátturinn í atvinnulífi bæjarins. Mín skoð- un er, að þetta sé óskhyggja, sem ekki eigi næg rök við að styðj- ast, og geti beinlínis verið háska- leg. Síldin hefur verið að fjarlægj- ast sínar gömlu stöðvar fyrir Norðurlandi í meira en 20 ár. Samkvæmt reynslu annarra síld- veiðiþjóða taka sveiflur síldar- gangnanna marga áratugi. Mér finnst sennilegast, að sömu eða svipuð lögmál stjórni göngum hennar hér við land. Líklegast finnst mér, að sveiflan á göngu hennar frá Norðurlandi hafi ekki enn náð hámarki, og að það kunni enn að líða áratugir, unz hún verður aftur orðin slík undirstaða atvinnulífs á Norður- landi sem hún var á tímabilinu frá upphafi síldveiða við ísland um 1870 og fram um miðja yfir- standandi öld. Þá má ekki líta framhjá þeirri hættu, að síldarstofninn verði skertur óhóflega með ofveiði. Síldarflutriingar Síldarflutningar og kaup á síldarafla af erlendum skipum geta orðið atvinnulífinu hér nokkur lyftistöng, þ. e. auðveld- að að halda áfram rekstri þeirra atvinnufyrirtækja, sem hér eru til. En mín skoðun er, að valt sé að treysta á þá til frambúðar eða leggja mikið upp úr þeim. Síld- armóttökustöðvarnar á Aust- fjörðum munu brátt geta annað vinnslu allrar þeirrar síldar, sem að landi berst. Síldarflutningar kosta mikið fé. Móttökustöðvar hér geta ekki keppt við stöðvar nálægt miðunum um hráefnið. Lög eða valdboð um síldarflutn- inga hingað í stórum stíl hefðu takmarkaða þýðingu. Utgerðar- menn, sjómenn og eigendur vinnslustöðva austanlands, og fjármálamenn og stofnanir, sem standa að baki síldarframleiðsl- unni þar, hafa úrslitavaldið í sínum höndum og geta þegar þeim sýnist hrundið valdboðum, sem ganga gegn hagsmunum þeirra, eins og bezt sást í síldar- verkfallinu í fyrrasumar. Mér virðist vonlítið, að við fú- um hingað til Siglufjarðar, þegar fram í sækir, aðra sild en þó, sem veiðist á nálægum miðum, og þann aflakúf, sem löndunarstöðv- ar fyrir austan anna ekki í mestu aflahrotunum. Að þessu athuguðu teldi ég fá- vislegt af ráðamönnum bæjarins að treysta á síldina sem undir- stöðu eða afgerandi þátt í at- vinnulífi bæjarins á næstu árum. Nýjar atvinnugreinar Ein af höfuðvillum núverandi bæjarstjórnarmeirihluta er einmitt oftrú hans á sildina. Fyrstu sex til sjö árin, sem hann stjórnaði bæn- um, setti hann allt sitt troust á hana og vanrækti algerlega upp- byggingu nýrra atvinnugreina. Alþýðubandalagið og Sósíalista- flokkurinn hafa hinsvegar um langt árabil lagt áherzlu á nauð- syn þess, að efldar yrðu nýjar atvinnugreinar í bænum, og átt frumkvæði að og stuðlað að stofnun atvinnufyrirtækja í öðr- um starfsgreinum í bænum. Má í því sambandi minna á tunnu- verksmiðjuna, niðurlagningar- verksmiðjuna og togaraútgerð- ina. Alþýðubandalagið telur, að sú bæjarstjórn, sem kjörin verð- ur eftir nokkra daga, eigi að hafa frumkvæði um eflingu þeirra atvinnugreina, sem fyrir eru í bænum, fullnýtingu þeirra möguleika í atvinnulegum efn- um, sem fyrir hendi eru, og sköp- un nýrra atvinnugreina. Að þessu á bæjarstjórnin að vinna í góðri samvinnu við verkalýðs- samtökin og hverja aðra, sem hönd vilja leggja að því verki. Þetta hlutverk, varðstaða um at- vinnulíf bæjarins og efling þess, á að vera fyrsta og æðsta boðorð bæjarstjórnarinnar, því sé það vanrækt, siglir samdráttur, hrörnun, fólksflótti og vandræði í kjölfarið. Höfuðatriði Það sem Alþýðubandalagið leggur höfuðáherzlu á í þessu sambandi er eftirfarandi: Bæjarfélagið stuðli að aukningu þorskútgerðar úr bænum með þvi að koma upp heppilegum útgerð- arhúsum og bæta é annan hátt að- stöðu til útgcrðar báta og skipa af ýmsum stærðum, og aðstöðu til fiskverkunar. Bæjarstjórnin vinni að bygg- ingu dráttarbrautar og aðstöðu til skipasmíða, sem mundi, ef vel væri á málum haldið, geta verið undirstaða undir góðum lífskjör- um hundruða manna. Bæjarstjórnin stuðli eins og hún frekast getur að eflingu niður- lagningar- og niðursuðuiðnaðar úr Þriðjudagur 17. maí 1966. - 7. tbl. - (Ath. að dagsetning á forsíðu er röng).

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.