Mjölnir


Mjölnir - 28.01.1972, Blaðsíða 1

Mjölnir - 28.01.1972, Blaðsíða 1
Mjölnir XXXV. árgangur. Föstudagur 28. jan. 1972 1. tölublað. MJÖLNIR óskar öllum lesendum sínum farsældar á hinu nýbyrjaða ári. Frumvarp um Sigló Búizt er við, að nú næstu daga verði lagt fram á Al þingi frumvarp um nýja skipan á rekstri Sigló-verk- smiðjunnar. Mun það frum- varp í meginatriðum vera samhljóða frumvarpi, sem samið var á vegum bæjar- stjórnar Siglufjarðar í fyrra en ekki fann náð fyrir aug- um stjórnvalda þá. Verður verksmiðjunni væntaniega skipuð sérstök stjórn, og rekin sem sjálfstætt fyrir- tæki. Verið er að flytja síld til verksmiðjunnar, og munu þegar komnar nærri 500 tunnur. Þá á verksmiðjau nokkur hundruð tunnur af eldri síld. Blaðinu er ekki kunnugt um, ihvenær verk- smiðjan tekur til starfa, en það mun háð verkun síldar-. innar. Er trúlegt, að hún verði orðin vinnsluhæf ein- hverntíma í næsta mánuði. Skýrsla þremenningann í Framkvæmda- stofnun. Skýrsla sú, sem þeir Bagn ar Arnalds, Jón Kjartans- son og Tryggvi Helgason skiluðu til ríkisstjórnarinn- ar í haust, varðandi ástand atvinnu- og fjárhagsmálum Siglufjarðar, heifur nú verið lögð fyrir Framkvæmda- stofnunina tii athugunar. Meðal þess, sem þremenn- ingarnir munu hafa lagt til, er það, að kaupstaðnum verði veitt langtímalán til að koma skuldamálum sínum í viðunandi horf. Þá miun rekstur Tunnu? verksmiðju ríkisins hér nú vera í sérstakri athugun. Borgarafundur um atvinnumál. Eins og flestum Siglfirð- ingum er kunnugt, hefur verið ákveðið að auka hluta- fé Þormóðs ramma h. f. upp Fraimhiald á 3. síðu. Ulgerð b.v. Hafliia í Togarinn Hafliði, sem í tvo áratugi hefur verið meðal þeirra atvinnutækja Sigluf jarðar, sem mest verðmæti hafa skapað og flestum veitt atvinnu ,á nú í miklum rekstrarörðug- leikum, sem ekki er enn séð fyrir endann á. Hér er rakið í stuttu máli, livað hefur verið að ger- ast í þessu efni undanfar- ið. Útgerðarfélagið, sem rek- ur togarann, varð fjárþrota á sl. hausti. Þá var að til- hlutan nefndar, sem ríkis- stjórnin skipaði til athugun- ar á atvinnumálum Siglu- fjarðar, útvegað lánsfé að upphæð 3,6 millj. kr., til þess að hægt væri að halda útgerð skipsins áfram, og töldu þeir, sem gerst máttu vita, að þessi aðstoð mundi nægja til að thalda útgerð- inni gangandi fram á næsta haust, að því tilskildu, að hraðfrystihús S. B., sem hef- ur fengið allan afla, sem r. skipið hefur landað hér og grætt vel á því alveg síðan þáð var byggt, héldu áfram að veita skipinu svipaÓa fyrirgreiðslu og áður. Af fé þessu voru 2 millj. fengnar úr Atvinnujöfnunar- sjóði, 1 millj úr Atvinnu- leysistryggingasjóði, og 600 þús. úr Fiskveiðasjóði vegna kaupa á nýrri ljósavél í skipið. Féð fór ekki allt beint í reksturinn. Atvinnujöfn- unasjóður, ®em var und- ir stjórn embættismanna viðreisnarsitjórnarinnar, kleip iaf láninu nokkur hundruð þúsund upp í afborgun af skuld. Eftir áramótin koin í ljós, að þetta fé var uppurið. Tog arinn hafði aflað illa, og S. B., sem áður hofðu létt undir með útgerðinni á ýms- an hátt, höfðu alveg snúið við blaðinu og hættu að greiða allan afla skipsins, heldur héldu eftir hluta af aflaverðmætinu, liklega nokk ur hundruð þúsund, upp i skuldir útgerðarinnar við S.B. Lá nú ljóst fyrir, að Sveinn Benediktsson, formað •ur stjórnar S. B., hafði ákveð ið að verksmiðjurnar skyldu hætta öllum istuðningi við útgerðina, þótt það að vísu kostaði það, að frystihúsið stæði uppi svo til hráefnis- lajust. Áréttaði hann þessa afstöðu sínia í bréfi, sem hann skrifaði sjávarútvegs- ráðherra og stjórn útgerðar- félagsins. Þegar skipið var svo í isíðustu veiðiferð ,gaf hann fyrirmæli um, að afla þess skyldi iandað í frysti- híisinu, og andvirði hans allt tekið upp í skuldir út- gerðarinnar við S. R. Þar með hefði endanlega verið lokað öllum leiðum til að gera iskipið út. Skipshöfnin hefði ekkert fengið greitt og orðið að setja sjóveð á skip- ið, og ekkert fé verið fyrir hendi til að koma skipinu út í aðra veiðiferð. Sanngjarnari mönnum tókst þó að koma í veg fyrir að. þessi gerræðislega fyrirætl- un yirði framkvæmd. Varð það ofan á, að frystihúsið greiddi aflann, en verkalýðs- félagið Vaka ábyrgðist til bráðabirgða lán til að hægt yrði að kama skipinu úl aftur. Ábyrgð þessi er veitt i trausti þess, að Útgerðar- félaginu takist að afla fjár til áfnamhaldandi reksturs. Viðreisnin ríður enn húsum. „Viðreisnin" ríður enn húsum í atvinnulífi Siglu- fjarðar, þótt ný stjórn, sem i mörgum efnum hefur sýnt vilja tii stuðnings við at- Framliald á 3. síðu Vöku gefið bókasaín Gunnars Jóhannssonar Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði barst fyrir nokkru tilkynning um, að félaginu -hefði verið gefin mjög dýrmæt og höfðingleg gjöf. Frú Steinþóra Mn- arsdóttir, ekkja Gunnars heitins Jóhannssonar alþm. tilkynnti stjórn félagsins, að hún og Pétur sonur þeirra Gunnars, sem eru einu lögerfingjar hans, hefðu ákveðið að gefa félaginu bókasafn Gunnars heitíns. • i Gunnar Jóhannsson Hér er uim að ræða imjög stóra og verðmæta gjöf. Safnið er laUstórt að vöxtum, en hitt er þó meira uimi verty að það samanstendur að inestu leyti af úrvalsbók'um. — Meðal annars er í því f jöldi bðka og rita uim verkalýðsmál, nokkuð af tímarituim og ársritaiím og mikið (af þjóðlegum fróð- leik. Loks ler þar svo ali- margt gamaila og sjald- gæfra rita, sem Gunnar viðaði að sér, ekki sízt eftír að hann hætti af- sikiptum af opinberum mjálum. Varði hann bæði ailmiklum tíma og fjár- munom í að afla bóka og rita, sem ihann hafði löng- un til að eignast. Bækurnar eru flestar bundnar, sumt í forlags- bandi, en margar hand- bundniar. Gunnar hafði góðan smekk fyrir bandi, og gætti iþess vandlega, þegar hann iét binda bæk ur, að það væri samboðið bókunum sjálfum. Tvenn hjón í Reykjavík, gamlir vinir og saimiherj- ar Gunnars og Steinþóru héðan frá Siglufirði, þau Guðrún Albertsdóttir og Rö'gnvaldur Rögnvaldsson og Valgerður Jóhannes- dóttir og Helgi Vilhjálms- son, hafa tekið að sér að hjálpa frú Steinþóru að búa um safnið til flutn- ings hingað norður. Ekki mjun akveðið end- ianlegai, hvernig Vaka nýtir þetta safn. Verðuir væntanlega saimin reglu- gerð fyrir það, þegar það hefur verið skráð og sett upp. Ekki hefur heldur verið 'ákveðið til fulls, hvar þvi verður komið fyrir. Steinþóra Einarsdóttir Svo sem fyrr segir, er hér um að ræða mjög verðmæta og virðulega gjöf, sem siglfirzk verka- lýðshreyfing metur imik- ils. Gunnars Jóhannsson- ar mun ætíð verða minnzt sem frumkvöðuis og for- göngumanns í norðlenzkri og þá fyrst og fremst siglfirzkri verkalýðshreyf ingu, en með þessari merku gjof hafa ekkja hans og leinkasonur tengt nafn hans Siglufirði og samttökum verkalýðsins enn sterkari bönduni.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.