Mjölnir


Mjölnir - 17.03.1972, Blaðsíða 2

Mjölnir - 17.03.1972, Blaðsíða 2
Mjölnir títgef.: Alþýöabandalagið í Norðorlandskjördæmi vestra. Abyr*rParmaíur: Hannes Baldvlnsson. — AfgrrelBsla: SuðurRÖtu 10, SlgluflrðL Síml 71284. Árgjald 75 kr. — SlglufJarOarprentsmlSJa h. f. Sigló-síld Eins og kunnngt er af fréttum lagði Magnús Kj'artans- son iðnaðarráðherra fyrir nokkru fram á Alþingi stjómar- frumvarp um lagmetisiðju ríkisins á Siglufirði. Þetta frum- varp en nú í nefnd, en verður örugglega afgreitt sem lög á yfirstandandi þingi. Frumvarp þetta og væntanleg samþykkt þess er einn af ávöxtum þeirrar nýju stjómarstefnu, sem vinstri stjórnin tók upp. Eitt af fyrstu verkum hennar eftir stjómarskiptin í siunar var skipun svonefndar niðursuðunefndar. Illutverk þeirrar nefndar var fyrst og fremst að semja framvarp um sölustofnun niðursuðuiðnaðarins ,sem nú hefur líka verið lagt fram á Alþingi, en hún hefur einnig samið frumvarpið um Lagmetisiðju ríkisins, sem daglega gengur undir nafn- inu SIGLÓ-síld. Samkvæmt frumvarpinu skal hlutverk Lagmetisiðju ríkisins vera að vinna að niðurlagningu, niðursuðu og hvers konar íullvinnslu matarrétta úr sjávarafurðum og öðrum íslenzkum hráefnum. Jafnframt skal verksmiðjan hafa for- ustu um tilraunastarfsemi á /lessu framleiðslusviði, undir leiðsögn Rannsóknarstofnunnar fiskiðnaðarins, og miðla reynslu og þekkingu til annarra framleiðenda. Lagmetisiðjan skal yfirtaka núverandi hús, tæki og ann- að, sem Sigló notar nú til framleiðslu sinnar, og skal verð eignanna greitt með skuldajöfnun milli rikissjóðs og S. R. Þá leggur ríkissjóður fram 15 milljónir króna. til að full- komna vélakost verksmiðjunnar og tryggja eðlilegan rekst- ur hennar. Fimm manna sérstök stjóm fer með stjóm hennar. Jafnframt þessu hefur verksmiðjunni nú verið tryggt 12 þúsund tunna síldarliráefni til vinnslu. Sigló-verksmiðjan hefur frá upphafi fengið hið bezta orð fyrir framleiðslu sína. Með þeirri breytingu, sem verður á aðstöðu hennar við samþykkt frumvarps /less, sem hér hef- ur verið getið, ætti að mega ganga út frá því, að reksturs- aðstaða heimar sé tryggð til frambúðar. Sölustofnun Niðursuðuiðnaðarins Frumvarp um sölustofnun niðursuðuiðnaðarins, sem nið- ursuðunefndin svokallaða samdi, og lagt hefur verið fyrir Alþingi sem stjómarfrumvarp, markar stærsta spor, sem stigið hefur verið í þá átt, að brjóta íslenzkum niðursuðu- og niðurlagningariðnaði braut inn á heimsmarkaðinn. Hlutverk stofnunarinnar, en aðilar hennar er ríkið og framleiðendur í viðkomandi iðngrein, skal vera að efla fram leiðslu og skipuleggja markaðsleit og sölu erlendis. Undir þetta heyrir m. a. að annast sölu, sjá um gæðaeftirlit, sam- ræma framleiðslu hinna ýmsu aðila, annast innflutning á rekstrarvörum o. fl., eftir því, sem henta þykir. Til starfseminnar er áætlað að ríkissjóður leggi fram 20 milljóuir króna á ári fimm fyrstu starfsárin. Þar að auki er ríkissjóði heimilað að ábyrgjast 100 milljón króna lántöku stofnunarinnar. Loks er svo gert ráð fyrir, að fimm næstu ár verði öll útflutningsgjöld af niðursoðnum og niðurlögðum sjávarafurðum, svo og af öllum tegundum hráefnis, sem ætlað er til niðursuðu og niðurlagningar, þar með talið t. d. síld og söituð hrogn, ufsaflök o. fl., undanþegin almennum ákvæðum um útflutningsgjöld, en renni í þess stað í sjóð til eflingar niðursuðu og niðurlagningariðnaðin- um. En hér er ekki aðeins markað spor í sögu islenzks niður- suðuiðnaðarins, heldur einnig I sögu almennrar iðn/iróunar í landinu. Viðreisnarstjórnin treysti í þeim efnum aðallega á erlent auðmagn og erlenda forsjá. Vinstri stjómin hefur hinsvegar trú á að íslenzkt vinnuafl, sem styðst við innlent fjármagn og lýtur íslenzkri forsjá á sviði tækni og við- skipta, sé fyllilega samkeppnisfært á heimsmörkuðum, ef rétt sé að málum staðið. Það má því fullyrða, að í þessu máli nýtur vinstri stjómin stuðnings allra réttsýnna og þjóðhollra manna. Sakahorn Form. verkalýðsfélagsins Vöku kom að máli við blaðið og óskaði eftir að fá smá hom fyrir nokfcurskónar af- brotaskrá sem hann hygðist birta í blaðinu. Aðspurður hverskonar skrá þetta vseri, sagði hann, að þar yrðu upp talin þau brot á samningum og lof- orðum sem félagið hefði sam ið um við atvinnurekendur og jafnvel yrðu birt þau brot sem félagar Vöku gerðu sig seka um. Taldi hann að birting á slíku gæfi almenn- ingi upplýsingar um hvað félagið fengist m. a. við í félagslegum efnum stéttar- samtakanna, og e. t. v. kæmu slíkar upplýsingar í veg fyr- ii afbrot. Sem sýnishorn af væntan- legri afbrotaskrá er birt hér eitt dæmi: Um áraraðir hefir í gildi ver- ið samningur um að lausamaður sem slasast á vinnustað skuli fá greitt kaup í aLlt að 7 daga sé hann það lengi frá vinnu. Nú vill svo til að ungur verkamaður slasast við vinnu og verður frá í vitou. 1 launa- umslagi hans kemur kaup i 2 daga. Vaka gengur í að fá þetta leiðrétt, og loks þegar hin rétta greiðsla ikemur fyrir slysadagana fylgir h-ennj upp- sögn á starfi. Um leið og Mjölnir vill fús- lega verða við þessari beiðni formianns Vöku um pláss fyrir ,,-afbrotaskrán-a“ vill blaðið hvetjia verkafólk og launþega yfirleitt til að láta frá sér heyra telji það sig órétti beitt eða þurfi að gagnrýna eitt eða ann- að. Tómlæti -um -félagsleg mál, hvort heldur eru samningar eða framkvæmd ýmissa samþykkta, býður heim þei-rri hættu, að aðilar telji -samningsbrot og drátt á framkvæmdum ósknæmt þar eð enginn láti sig það neinu skipta. Félagar verkalýðsfélag- ann-a verða lika að v-era gagn- rýnni á eigin -þátt í félagsstarfi, sú skoðun að þau séu ,,-sto-fn- un“, sem gangi sjálfvirk og gagni meðlimum sínum likt og samlag eða tryg-gingafélög, sú skoðun má ekki festa rætur. Verkalýðsfélögin eiga að vera lifandi baráttutæki, ekki ein- göngu til kröfugerða um launa- og kjaramál, heldur einnig á félagslega- og menni-ngarlega vísú. Tilraun er nú gerð til að endurlífga þennan þátt í s-tarfi verkalýðslireyfingarinn-ar með starfi Menningarr og fræðslu- sambands alþýðu, og þyrfti sá þáttur að eflast mjög og ná beint til sem ailra fle-stra verkalýðsfél-aga landsins og þá um leið -að hljóta sem öflug-ast- an stuðning þeirra hvers og eins. Munið fundinn á laugardaginn í Alþýðuhúsinu, kl. 4 e. h. TILKYNNING frá Tryggingastofnun ríkisins Vegna laga nr. 96/1971, uan breytin-g á Iögum um almannatryggingar nr. 67/1971, sem tóku gildi 1. janúar s. 1., viljum vér vekja atíhygli á eftir- farandi: Trygging lágmarkstekna öryrkja og aldraðra. Elli- og örorkulífeyrir er nú 77616 kr. á ári fyrir einstaklinga og 139704 fyrir hjón, sem bæði njóta elli- eða örorkulífeyris. Skyl-t er þó -að tryggja ein-- staklingi, sem þessara bóta ný-tur, 120 þús. kr. árs- tekjur o-g hjónum 216 þús. kr., ef þau hafa ekki aðrar tekjur til viðbótar Itryggingabótum sínum, svo að þessu tekjumahki verði náð. Rétt er þeim, sem -telja sig koma til greina um hækkun samkvæmt þessu, að snúa sér til trygg- ingaumboðanna eða í Reykjavik lífeyrisdeildar Tryggingastofnunar ríkisins og láta skrá sig, svo kannað verði, hvort réttur til hækkunar bóta er fyrir hendi. Rétt er að -geta þess, að greiðsla bótahækkana samkvæmt þessu getur varla hafizlt fyrr en í marz, þar sem úrskurð um bótahækktm verður m. a. að byggja á nýjum skattskýrslum. Hækkanir verða hins vegar látnar -gilda frá 1. janúar s. 1. Barnalííeyrir. 1 umræddum lögum segir m. a., að bamalifeyrir sé greiddur með bömum yngri en 17 ára, ef ann- að hvort foreldra er látið eða örorkulífeyrisþegi. Séu báðir foreidrar látnir eða örorkulífeyrisþegar, skai greiddur tvöfaldur bamalífeyrir. Hér er um eftiribalin nýmæh að ræða: a) Áður var greiddur bamalífeyrir vegna örorku föður, nú er einnig greiddur bamalífeyrir vegna örorku móður og tvöfaidur barnalif- eyrir, ef bæði em öryrkjar. b) Áður var um að ræða heimild til greiðslu á tvöföldum bamalífeyri vegna munaðarlausra bama, og ef annað foreldri var látið, en hitt öryrki, nú er það skylt. Enn frernur er í lögunum nýmæh um heimild til greiðslu bamalífeyris með bami manns, sem sætir gæzlu- eða refsivist í a. m. k. þrjá mánuði, og með bömum, sem ekki reynist gerlegt að feðra, og skulu þá fylgja málsskjöl varðandi faðemismáhð með umsókninni. Barasmeðlög. Bamsmeðiög verða frá 1. janúar s. 1. greidd til 17 ára aldurs. Af því leiðir, að vegna þeirra bama, sem nú em 16 ára og hætt var að greiða meðlög með á s. 1. ári, verður aftur byrjað að greiða með- lög með þeim frá 1. janúar s. 1. og þar til þau verða 17 ára. Bætur vegna fráfalls maka. Ekkjum hafa verið greiddar sérstakar bætur í 6 mánuði eftir fráfah maika síns og nokkm lægri bæt- ur 12 mánuði í viðbót, ef þær hafa böm á framfæri. Nú verða þessar bætur greiddar ekklum á sarna hátt og ekkjum. Rétt er þeim, sem telja sig eiga rétt til trygg- ingabóta eða hækkunar á itryggingabótum sam- kvæmt framanrituðu, að snúa sér til -trygginga- umiboðanna eða í Reykjavik til lífeyrisdeildar Tryggingastofnunar ríkisins og ganga frá uimsókn- um. Veitt verður nauðsynleg aðstoð við útfyllingu eyðublaða. Reykjavík, 19. janúar 1972. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS 2 — MJÖLNIR

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.