Mjölnir


Mjölnir - 17.03.1972, Blaðsíða 4

Mjölnir - 17.03.1972, Blaðsíða 4
I Kvittað fyrir kveðju Um nokkurt árabiJ hafa birzt í ýmsum íhaldsblöðum lands- ins langhundar nokkrir, ritaðir af einum helzta hugmyndafræð- ingi íhaldsins, Þox-móði Run- ólfssyni. Yfirleitt hafa menn ekki talið ástæðu til að elta ól- , ar við þessi skrif hans. En í nýlega útkomnum Siglfirðingi, sem nú virðist risinn upp l'rá dauðum, veitist Þormóður að mér persónuiega og sé ég mér ekki annað fært en að svara honum nokkrum orðum. Salau á m. b. Siglfirðingi. Þormóður fuiiyrðir, að við Jóhann G. MöJJer berum ábyrgð á því, að togbáturinn Sigifirð- igur var seidur úr bænum. Þessum ósannidum visa ég til föðurliúsanna. Þeir, sem ábyrgð ina bera og sáu um söiuna, voru auðvitað Iiinir svokölluðu eig- endur skipsins, eða Iiiuthafarn- ir í Siglfirðingj li. f. En því nefni ég þá „hina svokölluðu eigendur“, að þeir lögðu <aðeins fram innan við þriðjung af út- borgunarverði skipsins, þegar það var keypt hingað. Mismun- inn lagði Siglufjarðarkaupstað- ur til, af vátryggingarfé b. v. Elliða, án þess þó að öðlasl eignaraðild að skipinu, eða áhrifarétt á útgerð þess. Þó fyigdi það skilyrði, að skipið skyldi gert út héðan og legöi afla sinn hér á land. En gleymt er þá gleypt er, og þegar „eigendurnir" sáu fram á liðlega þrítugfaldan hagnað af hlutafé sínu við að selja skipið ur bænum, var ógeriegt að fá þá ofan af því. Vátrygg- ingarféð var látið fylgja með í kaupunum og varð fjármála- ráðherra að skerast í leikinn, til þess að féð fengist endur- greitt. Við Jóhann reyndum að koma í veg fyrir að skipið yrði selt úr bænum, með því að beita okkur fyrir því í stjórn SR, að skipið yrði keypt til hráefnis- öflunar fyrir frystiliúsið. Sú hugmynd fékk vægast sagt veik- ar undirtektir og verstar þó hjá flokksbróður Þormóðs, Sveini Benediktssyni, sem kvaðst algerlega andvígur því að skipið yrði keypt. Þó tókst tvívegis að fá samþ. í stjórn- inni að gera tilboð í skipið, en þeim var báðum hafnað af „eigendunum“, sem kusu held- ur að selja skipið til Isafjarðar. Það þarf því meira en litla ,,liundalógik“ til að halda því fram, að við Jóhann berum einhverja ábyrgð á þeirri sölu. Dæmið sannar hins vegar, eins og reynslan isrvo oft áður, að á hið margrómaða einka- framtak í atvinnulífi bæjarins er óvarlegt að treysta. Þar eru stundarhagsmunir ávallt látnir sitja í fyrirrúmi og augunum lokað fyrir þeim afleiðingum, sem það hefur á atvinnulíf byggðarlagsins. Tvær tillögur. Á fyrsta fundi, sem haldinn var í stjórn SR, eftir að Sigl- firðingur var seldur úr bæn- um, flutti ég tillögu, sem samþ. var með öllum atkv. Efni till. var á þá leið, að samþ. var að leita eftir leigu á skipi af heppilegri stærð, innlendu eða erlendu, sem gera skyldi út til hráefnisöflunar fyrir hrað- frystihúsið. Jafnframt að kanna möguleika á, að flytja hörpu- disk af veiðisvæðunum hér fyrir vestan, til vininslu hér. Árangurinn er nokkur tonn af hörpudiski, en ekkert hefur verið gert til að útvega leigu- skip. Á siðasta fundi verksmiðju- stjórnar flutti Jóhann tiiiögu þess efnis, að heimila fram- kvæmdastjóra að gera allt sem hann telur skynsamlegt í því skynj að útvega hraðfrystihús- inu hráefni. Þessi tiliaga var einnig samþ. samhljóða, svo að sjá má að þá, sem með fram- kvæmdavaldið ifara hjá verk- smiðjunum, skortir ekki heimild ir til aðgerða eða kröfur frá okkur Siglfirðingunum 1 verk- smiðjustjórn, enda höfum við á hverjum fundi, sem haldinn hefur verið í haust og vetur, brotið upp á umræðum um hrá- efnisskortinn hjá hraðfrystihús- inu. En framkvæmdavaldið sit- ur í Reykjavik, í höndum framkvæmdastjóra og formanns verksmiðjustjórnar, og fjarri at- vinnutækjunum og efiðleikun- um, og það er vafalítið meðal annars orsökin fyrir því, hve allar aðgerðir til úrlausnar verða sviifaseinar og koma að litlu gagni. Hugmyndin um stækkun útgerðarfél. Þormóður rammi h. f. er m. a. ætiað að ráða bót á þeim vanda og von- andi tekst, að hrinda þeim áformum, sem þar eru á prjón- unum, í framkvæmd sem allra fyrst. Þormóður gefur í skyn að um einhvern ágreining sé að ræða milli okkar Jóhanns inn- a verksmiðjustjórnar. Það eru tilhæfulaus ósannindi. Sam- vinna okkar, í málum er snerta Siglufjörð, hefur að mínum dómi vferið góð og ég sé ekki ástæðu til að ætla annað, en að svo verði áfram. Salan á b. v. Hafliða Þá víkur Þormóður að af- stöðu okkar Álþýðubandalags- manna í isambandí við söluna á b. v. Hafliða og gefur í skyn, að ástæðan til þess að Hafliði liggur nú bundinn við bryggju, sé sú, að við vorum á móti því að selja hann. Það rétta í því máli er, að við vorum allir, sem um það mál fjölluðum, samimála um að selja skipið, en við Alþýðu- bandalagsmenn vildtim fá það tryggt, að annað skip fengizt í þess stað, áður en salan færi fram. Þess vegna greiddum við atkvæði gegn sölunni, þegar málið var afgreitt í stjórn SR og bæjarstjórn. En það var samþykkt að selja skipið! 1 bæjarstjórn var salan samþ. með 6 atkv. gegn 3 og í stjórn SR með 6 gegn 1, þannig að % af fulltrúum þeirra aðila, sem eiga skipið, samþykktu söluna. Af hverju var skipið þá ekki selt? Varla hefur það verið af hræðslu við okkur Alþýðu- bandalagsmenn. Nei. sannleik- urin er sá, að það var, ekki liægt að iselja skipið á þessum tíma, hvað sem kann að verða. En rógstungur reyna að læða að þeim ósannindum, að af- staða Alþýðubandalagsins hafi ráðið þar einhverju um. Hitt er sjálfsagt að viður- kenna, að við gerðum okkur vonir um, að unnt yrði að gera Hafliða . út, þar til þau skip, sem áttu að leysa liann af liólmi, væru komin til bæjar- ins. Okkur skjátlaðist í þeim efnum og tekur sárt að ,sjá skipið nú bundið við bryggju. En það finnst mér mannlegra að viðurkenna, heldur en að hælast um yfir því hvernig komið er ifyrir Hafliða, eins og Þormóður gerir, í von um að geta gert pólitíska andstajðinga tortryggilega í augum þeirra, sem ekki hafa fylgst með þessu máli sem skyldi. Engum er alls varnað Langhundar Þormóðs hafa af flestum, sem nennt hafa að lesa þá, þótt fremur ómerkilegir. En skemmtisagan, sem Þormóð- ur endar ritsmíð sína í Sigl- firðingi á, bendir til þess, að hann ætti í framtíðinni að snúa sér að annarri grein rit- starfa, en hann hefur verið að bagsa við að undanförnu, sem sé skáldsagnagerð. Þar virðist hann luma á leyndum liæfileik- leikum, og hver veit nema hann gætj með tímanum k.rækt sér í listamannalaun, eins og hinar kerlingarnar, sem haldnar eru álíka ritræpu og hann. Hannes Baldvinsson er heimskunn gæðavara. GÓLFDÚKAR GÓLFFLÍSAR GÓLFTEPPI við allra hæfi. Kaupfálag Skagfirðinga Byggingavörudeild. Sauðárkróki — Sími 95-5200 Mjölnir Tilkynning frá Stofnlánadeild landbúnaðarms um lánsumsóknir á árinu 1972 1. Vegna framkvæmda, annarra en vélakaupa: Lánsumsóknir skulu hafa borizt ba.nka.mrm fyrir 29. febrúar n. k. Umsókn skal fylgja teikning og nákværn lýsing á framkvæimdinni, þar sem meðal annars er tilgreihd stærð og byggingarefni. Ennfrenrur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar, skýrsla um búrekstur, svo og veðbókarvottorð. Lánsloforð, sem veitt voru á síðasthðnu ári, falla úr gildi 29. febrúar n. k. hafi bankanum eigi borizt skrifleg beiðni um að fá lánið á þessu ári. < Engin ný skýrslugerð þarf iað fylgja slíkum end- umýjunarbeiðnum. Skjöl, sem borizt hafa vegna fnamkvæmda á ár- inu 1971 og ekki voru veitt lánsloforð um á því ári, verður liitið á sem lánbeiðnir fyrir 1972. 2. Vegna velakaupa. Vegna mikillar aukningar á lánveitingum á sl. ári til vélakaupa, verður nú að sækja um lán fyrir- fram til vélakaupa, sem fyrirhuguð eru á þessu ári. Lánsumsóknir skulu hafa borizt bankanum fyrir 20. marz n. k. Lánsumsóknum bænda vegna dráttarvélakaupa skal fylgja veðbókarvottorð, búrekstrarskýrsla og upplýsingar um verð og tegund vélar. Lánsumsóknum ræktunar- og búnaðarsambánda vegna kaupa á vinnuvélum skal fylgja upplýsing- ar um verð og tegund vélar og greinargerð um þörf á kaupunum. 3. Lánsumsóknir vegna framkvæmda á árinu 1973. Bændum er gefinn kostur á að sækja nú um lán, vegna fyrinhugaðra framkvæmda á árinu 1973. Þeim umsóknum skulu fylgja sömu gögn og vegna lánsumsókna 1972, að undanskildum teikn- ingum. Svör við þessum lánsumsóknum ættu að geta 'komizt til bænda síðar á þessu ári. Reykjavík, 21. janúar 1972. BÚNAÐAKBANKI ISLANDS STOFNLÁNADEHLD LANDBÚNADAKINS Tilkynning frá umboði Almanna- trygginga á Siglufirði Hér mieð skal vakin athygli á ákvæðum laga nr. 69/1971, um breyting á lögum um almannatrygg- ingar nr. 67/1971, um tryggingu lágmarkstekna elli- og örorkulífeyrisþega, en samkvæmt þeirn eiga þeir elíi- og örorkulífeyrisþegar, sem hafa haft lægri tekjur á árinu 1971 að viðbættum elh- og ör- orkulífeyri 1972 en kr. 120.000,00, rétt á að sækja um hækkun á lífeyri sínum, svo þessu tekjumarki verði náð. Tilsvarandi gildir um hjón, ien þá er miðað við 216.000,00 kr. árstekjur. Við framvísim tekjuvottorð frá skattstjóra mun umboðið veita þeim er þess óska, aðstoð við að sækja um umrædda hækkun, og verður þá aðstoð veitt eftir nánara úmtali. Um trygging lágmarkstekna, bamalífeyris o. £1., er að öðru leyti bent á götuauglýsingar. Bæjarfógetinn á Siglufirði, 21. febrúar 1972. ELÍAS I. ELlASSON

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.