Mjölnir


Mjölnir - 14.04.1972, Page 1

Mjölnir - 14.04.1972, Page 1
Mjölnir XXXV. árgangur. Föstudagnr 14. apríl 1972 3. tölublað. Meirihlutinn hækkar enn rafnagnsverðið Framtíd Skeidsfoss- virkjunar Hannes Baldvinsson, fulltrúi AB í rafveitunefnd, flutti eftirfarandi tillögu á fundi nefndarinnar 11. apríl s. 1.: „Vegna þeirra liugmynda, sem fram hafa komið um samtengingu raforkuvera á Norðurlandi, beinir rafveitu- nefndin í Siglufirði þeim tilmælum tl Iðnaðarráðuneytis- ins, að fullt tillit verði tekið til liagsmuna Skeiðsfossvirkj- unar í væntanlegum framkvæmdum og stuðlað verði að fullkominni nýtingu á framleiðslugetu orkuversins. Jafnframt lætur nefndin í ljós megna óánægju með seinagang á samningaviðræðum við Kafmagnsveitur rík- isins um orkusölu Skeiðsfoss í Ólafsfjörð og Fljót.“ Þessi tillaga var samþykkt í rafveitunefnd samhljóða, þ. e. með atkvæðum Hannesar, Knúts Jónssonar og Krist- jáns Sturlaugssonar. Norðurlandsáætiun 1869-71 Eins og lesendum Mjölnis er kunnugt, frestaði bæjar- stjórn að taka ákvörðun um hækkun á töxtum rafveit- nnnar, m. a. vegna þess, að á það þótti skorta, að full- nægjandi rök lægju fyrir hækkuninni. Atiiygli skal vakin á því, að þetta var samdóma álit bæjarstjómarinnar, en ekki fulltrúa AB einna. Á fundi 29. marz s. 1. kom hækkunartillagan aftur til afgreiðslu bæjarstjórnar og fylgdu þá niðurstöðutölur úr bókhaldi Rafveitunnar fyrir árið 1971. Að vísu gefa slíkar niðurstöðutölur hvergi nærri fullkomna hugmynd um af- komu Kafveitunnar, en þó má ýmislegt af þeim ráða. I ljós kemur m. a. að kostnaður við varastöðina var að- eins rúmar 600.000 kr. Samaiúögð fjárfesting Rafveit- unnar nam um það bil helmingi tekna. Slík fjárfesting virðist hvorki réttlæta kröfu um hækkun taxta eða bera vott um þröngan fjárhag, eða fjársvelti, eins og stimd- um er nefnt. I umræðum í bæjarstjórn vildi meirililutinn tengja raf- magnshækkunina við almennar kauphækkanir. Slíkt liið sama er gert í síðasta Siglfirðingi. Þar er þess reyndar ekkj getið að Sverrir Sveinsson hélt því fram, að 1. taxti Dagsbrúnar hefði hœkkaS um 80% d milli áranna 1970 og 1971. Slík er röksemdafærsla rökþrota manna 1 Siglfirðingi er einnig reynt að bera saman umrædda raf- magnshækkun og hækkun á gjöldum pósts og síma. En á sú hækkun rót sína að rekja? Talsmaður Lands- símans segir um þessa hækkun: „Þetta hefur safnazt fyrir s. 1. tvö ár og þess vegna kemur þessi hækkun nú, að söluskatt- inum undanskildum.“ Rafveita SiglufjarSar fékk sína árlegu liækkun í fgrra, þar er ekki um samsafn að ræSa. Allar þær hækkanir, sem Sverrir Sveins- son og meirihluti rafveitunefnd- ar hafa fariS fram á, hafa feng- izt. Það er lítill vandi að reka fyrirtæki og beita slíkum að- ferðum. Því var haldið fram í um- ræðum um hækkunina, að aðr- ar rafveitur hefðu hækkað smá- söluverð á rafmagni um 10% að undanförnu. En hvernig stendur á þeim hækkunum? Fyrrverandi ríkisstjórn hafði skuldbundið sig gagnvart Al- þjóðabankanum að Landsvirkj- un skyldi sýna tiltekna reikn- ingslega útkomu. Til þess að svo mætti verða varð að hækka heildsöluverð á rafmagni Lands virkjunar um 20%. Til þess að vega á móti þessari hækkun greip ríkistjórnin til þess að greiða niður verð á raforku og heimilaði Rafveitu Reykjavíkur 10% liækkun á smásöluverðinu. aðeins til þess að vega upp á móti hækkun á heildsöluverðinu. Hækkunin í Reykjavík er því allt annars eSlis og byggisl á allt öSrum forsendum en hækk- un á rafmagnsveröi hér. I síðasta Siglfirðingi er bor- ið saman raforkuverð hér á Dofrí keyptur Þormóður rammi h. f. á Siglufirði hefur nýlega keypt ui.s. Dofra frá Pat- reksfirði. Dofri er stálbáitur, 12 ára gamall, rúm 100 toim að stærð, smíðaður 1 Austur- Þýzkalandi. Báturinn er tal- inn heppilegur bæði á línu og togveiðar, og ræddur hef- ur verið sá möguleiki að hefja á honum rækjuveiðar. Kaupverð bátsins var 14 milljónir króna, útborgun 1 milljón. Skipsltjóri verður Sigurður H. Sigurðsson, og er hann farinn vestur til að sækja bátinn, sem tekinn hefur verið í slipp á Isafirði tii athugunar, áður en hon- um verður siglt hingað. Gert er ráð fyrir að báturinn verði fyrsit á togveiðum og leggi upp hjá frystihúsi SR á Siglufirði. Siglufiröd og í Reykjavík og hjá Landsvirkjun. Sá saman- burður er að vonum okkur Siglfirðingum í hag. En slíkur samanburður segir heldur ekki alla sögu. Skeiðsfossvirkjun tók til starfa 1945 og kostaði þá 12 Mkr. Stofnkostnaður Raf- veitu Siglufjarðar er því hverf- andi borinn saman við þær stofnframkvæmdir, sem t. d. neytendur rafmagns í Reykja- vík og öðrum stöðum, sem fá rafmagn frá Landsvirkjun, standa undir og verða þar á ofan að borga með rafmagninu til álversins í Straumsvík. Þetta verða menn að hafa í huga þegar talað er um góða stjórn Rafveitunnar og lágt raf- magnsverð hér. Það er auðvelt að hjala um góða stjórn Raf- veitunnar, en þessi góða stjórn ' hefur haft það af að hæklca. höfuðstól Rafveitunnar um u. þ. b. 600.000 kr. síðan 1965, og koma út með hallarekstur á árinu 1970, sem er algjört einsdæmi. Fjárveitingar til einstakra staða: Strandabyggðir: Kaldrananeshreppur...... kr. 1. 430.00,00 Kr. 1. 430.00,00 Norðurland vestra: Blönduós.............. kr. 1. 600.000,00 Skagaströnd........... kr. 3. 500. 000,00 Sauðárkrókur........ kr. 28. 000.000,00 Hofsós.............. kr. 4. 000. 000,00 Sigluf jörður ........ kr. 4.500.000,00 ---------------kr. 41.600.000,00 Norðurland eystra: Ólafsfjörður........ (kr. 8. 500.000,00 Dalvík............... kr. 5.000.000,00 Akureyri........... ikr. 83. 300.000,00 Grenivík............. kr. 6. 800.000,00 Húsavík.............. kr. 16.100.000,00 Raufarhöfn............ kr. 2.000.000,00 Skútustaðahreppur.... kr. 1.000.000,00 Þórshöfn ............. kr. 2.200.000,00 ---------------kr. 124.900.000,00 Austurland: Vopnaf jörður...... kr. 11. 250.000,00 Kr. 11. 250.000,00 Vegasjóður ríkisins.... kr. 10.000.000,00 Kr. 10. 000.000,oo Samltals kr..189.180.000,00 Að öllu þessu athuguðu lögðu fulltniar AB í bæjarstjórn til að beiðni meirihluta rafveitu- nefndar yrði hafnað. Það var fellt með 6 gegn 3. Síðan fluttu fullrúar AB tillögu þess efnis, að heimilistaxti Rafveitunnar hækkaði ekld, yrði áfram 2,15 kr. pr. kwst. og að söluskatts- lækkunin kæmi til framkvæmda á hitatöxtunum. Þessi tillaga var borin upp í tvennu lagi og báðir liðir felldir. Þá sam- þykkti bæjarstjórn tillögu frá meirihlulanum um niðurfett- ingu söluskatts á hitatöxtunum, og síðan hækkun á öðram töxt- um Rafveitunnar með 6 gegn 3. Skriffinnur Siglfirðings, sem virðist ökunnugur bæði því, sem fram fer á bæjarstjórnar- fundum, og hvaða flokkar eiga þar fulltrúa, ræðir nokkuð um stefnu Magnúsar Kjartanssonar ráðherra í raforkumálum fjórð- ungsins. Sá, sem í Siglfirðing skrifar, virðist álíta, að ein- hverjir aðilar í bæjarstjórn hafi svipaða afstöðu til Magnúsar og t. d. Stefán Friðbjarnarson til Eykons og annarra stjórnar- herra viðreisnarinnar sálugis. Fyrii-mælin komi daglega gegn- um síma að sunnan. Mjölni er ekki kunnugt um neinn aðila innan bæjarstjórnar, sem hyggst Framhald á 2. síðu Norðurlandsáæthmin var stærsta skrautfjöðrin í barmi viðreisnarflokkanna á Norðurlandi sl. kjörtrmiabil. Skráin hér að ofan sýnir, hvemig þessir flokkar og framkvæmda- stjóri áætlunarinnar, Lárus Jónsson, skiptu Norðurlands- fénu svonefnda milli staða og byggðarlaga. Til Norðurlandsáætlunarinnar var stofnað með samning- um verkalýðssamtakanna á Norðurlandi og ríkisstjómar- innar í júní 1965. Tilgangurinn átiti að vera sá, að útrýma atvinnuleysi í fjórðungum. Féllu verkalýðsfélögin frá veigamiklum kröfum um kjarabætur, gegn loforði Bjaraa Benediktssonar og Gylfa Gíslasonar um gerð áætlunarinn- ar í áðumefndum tilgangi. Framkvæmd áætlunarinnar í höndum íhaldsins var hneyksli frá upphafi til enda. Hún átlti ekkert skylt við raunhæfa áætlunargerð í atvinnumálum. Dreifing Norður- landsfjársins sem hófst 1969, virtist fremur miðast við póhtíska hagsmuni íhaldsins en aðstoð við þau byggðar- lög, sem atvinnuleysið kreppti fastast að.. Vom þess ófá dæmi, að staðir, þar sem atvinnuleysi var lítið eða alls ekki neitt, fengu margföld framlög á við aðra staði, sem bjuggu við mikið og langvinnt atvinnuleysi. Margt var furðulegt og fáráanlegt í sambandi við ráð- sltöfun þessa fjár. T. d. virðist það skrítin aðferð við út- rýmingu latvinnuleysis að ausa milljónum og jafnvel millj.- tugum 1 að koma upp minkabúum, sem hvert um sig veita 2-3 mönnum atvinnu, og hafa raunar ekki skapað neinn arð heldur, enn sem komið er. En sjón er sögu ríkari. Með því að athuga skrána hér að ofan, geta lesendur sjálfir dæmt um, hvaða hvatir hafi legið að baki skiptingu Norðurlandsfjársins, hvort það hafi t.d. verið umhyggja fyrir atvinnuleysingjum eða póli- tískum hagsmunum Magnúsar Jónssonar og Lámsar Jóns- sonar.

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.