Mjölnir


Mjölnir - 14.04.1972, Blaðsíða 2

Mjölnir - 14.04.1972, Blaðsíða 2
Mjölnir 'Ctgef.: Alþýðabandalagið f Norðurlandskjördæmi vestra. ÁbyrjfðarniaJSur: Hannes Baldvinsson. — AfgrrelHsla: Suðurgötu 10, SlglufirðL Simi 71294. Árgjald 75 kr. — Slgluf jarðarprentsmiðja h. f. 9 mánuðir -12 ár Það má með sanni segja, að núverandi stjórnarandstæð- ingar bera meira traust til framkvæmdavilja og fram- kvæmdagetu núverandi ríkisstjórnar en „viðreisnarstjórn- arinnar“, sem sat að völdum í 12 ár samfleytt og taldi sig sterkustu og samhentustu ríkisstjóm, sem nokkurn tima hafði að völdum setið á íslandi. Þetta traust, sem stjórnarandstaðan ber til núverandi ríkisstjómar, er í ljós látið í síðasta blaði „Siglfirðings“, sem út kom 6. apríl s. 1. Þar er í leiðara réttilega fjallað um gildi sjávarplássa og hinnar dreifbýlu landsbyggðar, en komist að þeirri röngu niðurstöðu, að rekstur fyrir- tækja á þessum svæðum „er ótvírætt bezt settur í hönd- um einstaklinga“, en þó bætt við „hlutafélaga og sam- vinnufélaga“. Dæmi um einkareksturinn á ýmsum þessum stöðum em deginum Ijósari, sem víti til vamaðar. Síðan er farið út í landshlutaþróunina og sagt: „Ekkert svæði landsbyggðarinnar hefur borið minni hlut frá borði í framþróun atvinnu- og efnaliags hérlendis en Norður- landskjördæmi vestra, svo sem dæmin sanna, sem væri því tilvalinn vettvangur fyrir efndir á orðum stjórnarherr- anna um „landsbyggðina“.“ Sú krafa, sem þama er borin fram til ríkisstjórnar, sem setið hefur tæplega 9 mánuði við völd, sýnir tak- markalítið traust til hennar einmitt frá þeim mönnum, sem um tólf ára skeið hafa átt og stutt ríkisstjóm, sem vegna styrkleika og samstillingar hefði getað lyft grettis- tökum í þessu vanþróaðasta kjördæmi landsins. Það hefur áður verið á það bent hér í þessu blaði, að Norðurlands- kjördæmi vestra hefur verið eitt dyggasta stuðningssvæði fyrrverandi ríkisstjómar og sér í lagi Sjálfstæðisflokks- ins. Um áratuga skeið hefur sá flokkur ýmist verið lang- öflugastur eða næstöflugastur að fylgi í kjördæminu, og áður þeim kjördæmum, sem sameinuð vora í eitt. Og öll kjörtímabil fýrrverandi ríkisstjómar höfðu stjómarflokk- arnir meiri hluta þingmanna úr kjördæminu. Engum flokk- um eða þingmönnum hefði því verið skyldara en einmitt fyrrverandi stjórnarflokkum og þingmönnum þeirra kjörn- um í þessu kjördæmi, að einbeita sér að viðreisnar- og uppbyggingarstarfi þar, — en vitnisburður um þann dugn- að er einmitt tilvitnun sú í Siglfirðing, sem hér var gerð að framan. Enn má svo bæta því við, sem enn frekari vitnisburð um hug fyrrv. ríkisstjórnar til þessa kjördæm- is, að í kjarasamningum við verkalýðsfélögin 1965 gefur ríkisstjómin ákveðin loforð um aðgerðir til algerrar út- rýmingar atvinnuleysis á Norðurlandi. Vitnisburður um efndir þess loforðs era talandi tölur um atvinnuleysið í ár og undanfarin ár í kaupstöðum og þorpum þessa kjör- dæmis. Þegar á allt þetta er Iitið er ekki að undra þótt menn, sem í alvöru vilja uppbyggingu og framfarir á þessum stöðum, líti með vonaraugum og trausti til ríkisstjórnar, sem hefur gjörólíka stefnu en sú fyrri, og sannarlega tök- um við, sem styðjum núv. ríkisstjóra, undir allar óskir um að henni takist að bæta úr áratuga vanrækslu íhalds og krata í þessu kjördæmi. ATViNNA Sigluf jarðarleið óskar að ráða stúlku til afgreiðslu- starfa á Sérleyfisstöðina Siglufirði, yfir komandi sumaimánuði. Enskukunnátta nauðsynleg og teinnig æskileg kunnátta í einhverju Norðurlandamáli. Umsóknir um starfið merktar „afgreiðslustarf" sendist í pósthólf 16, Siglufirði, fyrir 25. apríl n. k. Siglufjarðarleið. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS AÐALFUNDUR Aðalfundur H. f. Eimskipafélags Islands verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykja- vík, þriðjudaginn 16. maí 1972, kl. 13.30. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. igrein sam- þykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum fé- lagsins, samkvæmt 15. grein samþykkt- anna (ef tillögur koma fram). 3. Önnur mál, löglega borin upp. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum, og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins, Reykjavík, 10.—12. maí. Reykjavik, 22. marz 1972. STJÓRNIN Viðvörun um umferð um bryggjur Bæjarstjóm hefur þamþykkt að láta gera greinargerð um ásigkomulag og viðgerðarþörf gömlu síldarsöltunarbryggjanna, með það í huga, að knýja á um viðgerðarskyldu eigenda. Rétlt þykir þó að beina þeirri viðvörun til bæjar- búa, og þá sérstaklega forráðamanna bama og unglinga, að öll umferð um þessar gömlu bryggj- ur er varhugaverð og hættuleg. Siglufirði, 8. marz 1972. BÆJARSTJ ÓRINN í SIGLUFIIRDI Skíðamót Islands 1972 3 fór fram á Isafirði um pásk- ana. Þátttaka var með minna móti, og á hinn snjóléttí vetur eflaust þátt í því. Áberandi var, hvernig menn, sem stund- að hafa þjálfun erlendis mán- uðum saman, röðuðu sér í efri og efstu sætin i sumum grein- um. I skíðastökld sigraði Björn Þór Ólafsson, Clafsfirði, í eldri flokki, annar varð Stein- grímur Garðarsson, Siglufirði, þriðji Sigurður Þorkelsson, Siglufirði. Björn Þór varð Islandsmeistari í norrænni tví- keppni, en Steingrímur Garðars son annar. 1 17—19 ára flokki í stöklci sigraði Sigurgeir Erlendsson, Siglufirði, annar varð Hörður Geirsson, Siglufirði og þriðji Baldvin Stefánsson, Akureyri. Baldvin varð Islandsmeistari í, norrænni tvíkeppni í þessum flokki, en Sigurgeir annar. Mikla athygli á mótinu vakti ungur Fljótamaður, Reynir Sveinsson, sem sigraði með miklum yfirburðum í 10 km. göngu 17-19 ára. MEIRIHLUTINN HÆKKAR ENN RAFMAGNSVERÐ Framhald af 1. sitSu. feta í þau fótspor gagnvart nú- verandi valdhöfum, jafnvel ekki Stefán Friðbjarnarson. Hins vegar skal vakin athygli á því, að allir bœjarstjórnar- fulltrúar voru inntir eftir af- stöðu sinni til hugmynda Magn- úsar á umræddum bæjarstjórn- arfundi af Sverri Sveinssyni (ræða hans er sennilega til í vélriti). Ekki varð þess vart að fulltrúar Sjálfstæðisfloksins stæðu upp til þess að lýsa yfir stuðningi við „liinn siglfirzka múlstaS“, livað þá heldur til þess að skilgreina hver hann væri. Til þess er full ástæða að rafveitustjóri og rafveituefnd taki þessi mál til athugunar sem fyrst og skapi þannig raunhæfan umræðugrundvöll um þessi mál. SjálfstæSismenn í bæjarstjórn ættu ad vita, t. d. af álbátamál- inu, að flas er ekki lil fagnafi- ar og að mikilvægum málum verSur ekki farsællega til lykta ráðið meS dylgjum einum og lygum. SAKARHORN Eins og flestum mun kunn- ugt, hafa flest réttinda- og öryggismál alþýðunnar náðsit fram fyrir harðvítuga bar- áttu verkalýðssamtakanna, svo sem launagreiðslur í veikinda- og slysatilfellum, orlofsgreiðslur, lífeyrissjóðs- greiðslur í formi eftirlauna, örorku og makabóta o. fl. Öll þessi réttindamál hafa náðst fram í samningum við aJtvinnurekendur um greiðslu iðgjalda af vinnu verkafólks til þeirra, og lög- gjöf síðar siglt í kjölfarið. Nú er það svo, að enda þótt hátíðlegir svardagar hafi venjulega fylgt undir- skrift samninga um að halda þá í hvívetna, hefur reynzt ærið fallvialt að Itreysta þeim. 1961 'hófust greiðslur at- vinnurekenda hér til Sjúkra- sjóðs Vöku. Ýmsum fannst þetta þungur skattur (%%) og til voru þeir, sem humm- uðu lengi vel fram af sér að greiða hann og einn neiltaði alveg. Gekk svo lengi vel, en að lokum þraut þolinmæði félagsins og var þessum „heiðin’smanni“ stefnt til greiðslu. Máhð gekk sinn gang og dómur féll, þar sem honum var gert að greiða hin um- sömdu lögboðnu gjöld. Vaka hélt að frekari að- gerða þyrfti ekki með, en svo virðist ekki, þar sem engar greiðslur hafa verið inntar af hendi. Virðislt þurfa að óska eft- ir f jámámi, og þar með hafi langlundargeð starfsmanns Vöku orðið sér til skammar. Á sama hátt og hér hefur verið lýst, hefur farið með greiðslur til lífeyrissjóðs. Þessi sami aðili hefur ekki séð ástæðu til að fylgja lög- um og undirrituðum samn- ingum. Framkoma þessa atvinnu- rekanda leiðir og til þess, að starfsfólk hans nýtur hvorki sjúkradagpeninga né lífeyrissjóðsréttinda sam- takanna. Alfræði Menningarsjóðs Stjömufræði — rímfræði. Bókmenntir. Tvær fyrstu bækurnar eru komnar. Umboðsmaður: Einar M. Albertsson, Siglufirði. Inflúenzufaraldur hefur verið að ganga yfir í Siglufirði að undanförnu. Barna skólanum var lokað vegna mik- illa veikindafjarvista bæði kenn ara og nemenda s. 1. ndðviku- dag. Kennsla byrjar þar aftur á mánudaginn, eins og stunda- skrár segja til um. Talsverð for- föll hafa einnig verið í yngri bekkjum gagnfræðaskólans og á sumum vinnustöðum. 2 — MJÖLNIR

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.