Mjölnir


Mjölnir - 14.04.1972, Blaðsíða 3

Mjölnir - 14.04.1972, Blaðsíða 3
Hvað er helzt á döíinni? RAGNAR ARNALDS gefur Itér yfirlit um það sem helzt er á döfinni í atvinnumálum kjlrdæmisins. Einn og öllum er kunnugt, hefur Norðurland vestra verið VANBÆKTUR LANDSHLUTI um langt skeið, og hér hefur því verið margfalt meira atvinnuleysi lilutfalls- lega en annars staðar. Úr þessu verður að sjálfsögðu ekki bætt í einni svipan. Hins vegar er nú hafin öflug sókn með samstilltu átaki stjómvalda og heimamanna að því marki að koma at- viimumálum í þessum vanrækta landshluta i eðlilegt horf. SJÁVARÚTVEGUB 1 sjávarútvegsmálum kjör- dæmisins hafa stór spor veriö stigin á seinustu mánuðum. I'Jtgeröarfélag Skagfiröinga hefur nú fest kaup á skuttogara frá Japan og verður hann full- smíðaður í febrúar 1973. Skip- ið er tæpar 500 lestir, 47 lengd armetrar og mun kosta um 118 milljónir króna. Hið sama gild- ir um þetta skip, eins og um flesta aðra skuttogara, sem nú er verið að 'kaupa til landsins, að kaupin eru fyrst og fremst viðráðanleg vegna stóraukinnar lánsfyrirgreiðslu rikisvaldsins, sem nú útvegar 85% af fjár- magninu. En vegna hins erfiða atvinnuástands fékk Sauðár- krókur og 5 aðrir staðir sér- staka fyrirgreiðslu til viðbótar hjá Framkvæmdastofnun ríkis- ins, sem útvegaðj 6 milljón króna lán hjá Byggðasjóði og Atvinnuleysistryggingasjóði með mjög hagstæðum lánskjörum. Auk þess hefur útgerðarfélag- ið fengið lán af Norðurlands- fé til kaupa togarans. Samfals nemur fjármagnsfyrirgreiðsla ríkisstofnana um 91%. VtgerðarfélagiS Nöf á Hofs- ósi seldi togbátinn Halldór Sig- urðsson í haust og fékk sér stærra og kraftmeira skip, örninn frá Reykjavík. Út- gerðarfélagið er merkilegt fram tak, sem félagssamtök og fjöldamargir einstaklingar standa að. Skipið kostaði rúm- ar 40 millj. kr. og fengust lán úr Atvinnuleysistr.sjóði, At- vinnuj.sjóði og af Norðurlands- fé, samtald kr. 6 millj. til að leggja i útborgun. Á Siglufiröi hefur hlutafé útgerðarfélagsins Þormóðs ramma verið aukið úr 7 millj. kr. í 40 millj. kr. og eru 70% eign rikisins. Á sl. hausti gekk félagið frá samningi við Stál- vík h. f. í Arnarvogi um smíöi skuttogara, sem verður rúm 400 tonn, lengdin 40 m og verð um 103 millj. kr. Skipið á að vera tilbúið í febrúar 1973. Jafn framt hefur félagið samið um smíði skuttogara á Spáni, sem verður svipaður að stærð, um 39 lengdarmetrar, á að kosta um 103 millj. kr. og vera full- smíðaður i desember 1973. Þar sem ríkið er langstærsti eig- andinn í útgerðarfélaginu, er hlutur rikisstofnana í fjármagns útvegun um 97% í báðum þess- um skuttogurum. Auk þessa hefur félagið fest kaup á rúm- lega 100 lesta bát frá Vestfjörð- um, sem kostaði 14 milljónir og mun afla hráefnis í frysti- húsið og jafnvel reyna rækju- miðin við Grimsey og í Húna- flóa. Á Slcagaströnd eru gerðir út tveir stórir bátar, Arnar og örvar, en fjárhagur útgerðar- innar er mjög erfiður, ogx út- vegaði Framkvæmdastofnunin 4 millj. kr. lán til útgerðarinn- ar nokkru eftir áramótin. Ann- að útgerðarfélag á staðnum hef- ur hug á togarakaupum, en skortir til þess fjármagn. Skaga strönd þarf að fá kraftmikið skutbyggt skip, sem getur sótt aflann lengra en venjulegir tog- bátar. Innlend smíði gæti kom- ið til greina, en málið er enn á umræðustigi. Mikil aukning hefur orðið i hörpudiskaveiöum, einkum eft- ir að hörpudiskur fannst víða í Skagafirði. Einar Guðmunds- son frá Skagaströnd fann þar talsverð mið, en áður hafði bát- ur á vegum Hafrannsóknar- stofnunarinnar leitað á Skaga- firði án árangurs. Stjórn Fram- kvæmdastofnunarinnar veitti Einari 250 þúsund króna styrk úr Byggðasjóði til leitar að hörpudiski og leitaði hann m.a. talsvert í grennd við Siglufjörð. Ilörpudiskurinn á Skagafirði hefur þó reynzt nokkuð smár og dýr í vinnslu og frystihúsin hér norðanlands hafa öll tapað á vinnslunni. Með aukinni tækni er þó ekki ólíklegt, að vinnslan geti orðið hagkvæmari. Ragnar Arnalds. ar, er nú að fullu í eigu Fram- kvæmdastofnunarinnar, en framkvæmdastjóri Álafoss er Pétur Pétursson, alþingismaður. Voðin, sem saumastofurnar sauma, er öll framleidd í prjóna stofunni á Blönduósi. Þverá í Fljótum, sem gæfi 8 Gwst og myndi kosta um 56 millj. kr. í öðru lagi kemur til greina tenging Skagafjarðarveitu við Laxárvirkjun með línu, sem liggja mun um Hörgárdal og Norðurárdal til Varmahlíðar. Þessi lína verður örugglega lögð á næstu árum, en ef Skeiðsfoss- tengingin verður fyrir valinu í sumar, mun tengingin við Akur eyri bíða í tvö til þrjú ár. Þarna er um að ræða 60 Kv linu sem mögulegt verður með litlum tilkostnaði að breyta í 130 kw. línu, og er kostnaður áætlaður 59 millj. króna. Þessi leið kost- ar meira útlagt fjármagn þegar í sumar og hún er liáð því, að rafmagn fáist fljótlega frá Laxá, en hins vegar er þetta talin lieldur hagkvæmari leið, þegar á heildina er litið. Línan frá Alcureyri yrði lát- in flytja a.m.k. 1000 Kw til að byrja með, en það samsvarar nokkurn veginn aflnotkun Skagafjarðarsýslu utan Sauðár- króks, en stefnt verður að því að fá hjá Laxárvirkjun allt að 3000 Kw, sem er það orkumagn sem þarf til að stöðva alveg dísilvélarnar hér á vestursvæð- inu. Verði sú leið valin þegar í sumar að tengja saman Skaga- fjörð og Eyjafjörð með linu um Hörgárdal, er hins vegar lik- legt að stefnt yrði að því að tengja Skeiðsfossvirkjun við önnur orkuveitusvæði með línu milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Miklar rannsóknir eru nú hafnar á virkjunarstöðum hér norðanlands, en jafnframt er áformað að tengja saman - orkuveitusvæðin sunnan og norðan heiða og stuðla að jöfn- un á raforkuverðinu. Varmahlíð, i aprílbyrjun 1972 Ragnar Arnalds íslandsmót unglinga í badminton 1972 Haldið í Hafnarfirði 25-26 marz Piltaflokkur, einliöaleik: Íslandsmeistari: Hrólfur Jóns- son Val IÐNAÐURINN 1 málefnum iðnaðarins hér í kjördæminu hefur margt ver- ið að gerast. Niöurlagningarverk smiöjan í Siglufiröi er loksins að verða að sjálfstæðu, traustu fyrirtæki með nýrri löggjöf, sem nú er fjallað um á Alþingi. Verksmiðjan verður sett undir sérstaka stjórn og fjárhagur hennar verulega efldur. Af fjölmörgum fyrirtækjum, sem fyrirhuguð eru hér í kjör- dæminu má m. a. nefna ný- stofnaðar saumastofur á Skaga- strönd, Hvammstanga og Sauö- árkróki. Saumastofurnar eru allar af likri stærð, með 10—12 manns í vinnu og sauma fyrir Álafoss. Þær hafa allar fengið lán frá Framkvæmdastofnun- inni, og eins er um saumastof- una í Siglufirði, sem er eldri en hinar og talsvert stærri. Álafoss, sem skipuleggur fram- leiðsluna og annast sölu henn- OPINBERAR IRAMKVÆMDffi 1 sambandi við eflingu ,at- vinnulífs hér í kjördæminu er rétt að hafa í huga, að gert er ráð fyrir stórauknum fram- kvæmdum í vegamálum og skólamálum af hálfu hins opin-| TBS. bera. Fjárveitingar til skóla- bygginga í kjördæminu hafa aldrei verið meiri eða saman- lagt um 45 milljónir króna og er sú upphæð sundurliðuð í fjárlögum. Vegaframkvæmdir hafa hins vegar enn ekld verið endanlega ákveðnar, en líkur eru á því, að þær verði tals- vert meiri en áður, og mun ég gera grein fyrir þeim hér í blaðinu, þegar ákvarðanir hafa verið teknar. Þessar miklu framkvæmdir á vegum opin- berra aðila munu að sjálfsögðu hafa mjög örvandi áhrif á at- vinnulíf kjördæmisins og stuðla að auknum tekjum einstaklinga og sveitarfélaga. RAFORKUMÁL Ein helzta forsenda þess, að unnt verði að byggja upp blóm- Piltaflokkur, tvíliöaleik: Islan dsmeis tarar: Hannes Rikarðsson TBR og Sigfús Árnason TBR t I öðru sæti: Óttar Bjarnason TBS og Gunnlaugur Vigfússon Tvenndarleikir, 16-18 ári: 1 slan dsm ei starar: Gunnlaugur Vigfússon TBS og Stella Matthíasdóttir TBS. Sveinaflokkur, 12-lA ára, einliöa leikur: Islandsmeistari: Jóhann Kjartansson TBR. Einliöáleikir stúlkna, 16-18 ára: Islandsmeistari: Guðrún Pálsdóttir TBS 1 öðru sæti: María Jóhanns- dóttir TBS. Tvíliöaleikur stúlkna, 16-18 ára: Islandsmeistarar: Þórdís Ingimarsdóttir TBS og Stella Matthíasdóttir TBS. 1 öðru sæti: Guðrún Pálsdóttir legt atvinnulíf hér á Norður- XBS og Maria Johannsdóttir landi vestra er að bætt verði úr yfirvofandi raforkuskorti. .Einfaldasta, fljótvirkasta og sjálfsagðasta aðferðin til þess er samtenging orkuveitusvæð- anna hér á Norðurlandi. Þar er um tvær leiðir að velja og hefur enn ekki verið ákveðið, hvor þeirra verði fyrir valinu. I fyrsta lagi er sá möguleiki að tengja Skeiðsfossvirkjun við Skagafjarðarveitu. Rafveita Siglufjarðar hefur talsverða af- gangsorku (um 3,8 Gwst), sem hún gæti selt vestur, en á Skagafjarðar- og Húnaþings- svæðinu er mikið rafmagn framleitt með díselvélum. Raf- magnsveiturnar áætla kostnað- TBS. Einliöaleikir, telpna: Islandsmeistari: Svanbjörg Pálsdóttir KR /I öðru sæti: Hrafnhildur Tómasdóttir TBS. Tvíliöaleikir, telpna: Islandsmeistari: Hrafnliildur Tómasdóttir TBS og Svanbjörg Pálsdóttir KR 1 öðru sæti: Ilelga Skúladóttir TBS og Guðnin Blöndal TBS. Tvcnndarleikir, 14-16 ára: íslandsmeistarar: Jónas Þórisson KR og Svan- Sveinaleikir, tvíliöaleikir 12-14 ára: íslandsmeistarar: Sigurður Kolbeinsson TBR og Jóhann Kjartansson TBR. 1 öðru sæti: Sigurður Blöndal TBS og Stefán Birgisson TBS. Drengjaflokkur, einliöaleikir: íslandsmeiistari: Jónas Þórisson KR. I öðru sæti: Þórður Björns- son TBS. Drengjaflokkur, tviliöáleikir: Islandsmeistarar: Ottó Guðjónsson TBR og Jónas Þórisson KR. I öðru sæti: Þórður Björnsson TBS og Hilmar Stefánsson TBS. Á þessu Islandsmóti hlutu Siglfirðingar 4 gullverðlaun og 9 silfur. Þá stendur til að mót- ið verði haldið á Siglufirði á næsta ári. inn við, samtenginguna um 30, björg Pálsdóttir KR, milljónir króna miðað við 30 1 öðru sæti: Þórður Björnsson Kw. spennu. Jafnframt kemurj TBS og Hrafnhildur til greina viðbótarvirkjun við! dóttir TBS. Tómas- Ferðamálafélag Siglufjarðar Ferðamálafélað Siglufjarðar hélt nýlega aðalfund sinn að Hótel Höfn. Starfsemi félagsins var töluverð á sl. ári, ber þar hæst útgáfa á litprentuðura kynningarbækling um Siglu- fjörð. Á þessu ári hyggst fél. m.a. beita sér fyrir því að verðlauna góða og snyrtilega umgengni við hús í bænum og hvetja þann- ig til aukinnar fegrunar og snyrtimennsku. Gestur Fanndal var endurkjörinn formaður félagsins. Aðrir í stjórn eru Steinar Jónasson, Steinar Bald- ursson, Gunnar Rafn Sigur- björnsson og Bragi Magnússon. MJÖLNIR — S

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.