Mjölnir


Mjölnir - 14.04.1972, Blaðsíða 4

Mjölnir - 14.04.1972, Blaðsíða 4
Slettu aurnum óspart, alltaf loðir eitthvað við Eitthvað þessu líkt virðist vaka fyrir Þormóði Runólfs- syni í endurteknum ósann- inda-vaðli hans, um afstöðu mina i stjórn S.R., varðandi kauptilhoðið i m.s. Siglfirðing. Ég hélt að fyrri grein hans hefði stafað af vanþekkingu á gangi mála, en hin siðari leiðir í ljós, að tilgangur hans er sá einn að sletta auri á andstæð- ing. Þormóður kallar fyrra tilboð- ið, sem stjórn S.R. samþykkti, „afkáralegt sýndartilboð.“ Það var þó ekki afkáralegra en svo að þáverandi framkvæmdastjóri SR, lýsti yfir þeirri skoöun sinni, á siðari fundinum mn þetta mál, og eftir viðræður við iframkvæmdastjóra Siglfirð- ings, að hefði tilhoðið verið 1 milljón hærra, hefði það að öllum líkindum fengist sam- þykkt. Með tilliti til þessara upþlýsinga framkv.stj. var síð- ara tilboðið hækkað um 3 milj. Þormóður endurtekur þau ó- sannindi, að tilhoð SR hafi ver- ið mörgum milljónum lægra, en skipið var selt fyrir. Hann veit þó fullvel, að undanþegnar í tilboði SR, voru snurpinætur (m.a. loðnunót), sem voru að brunabótamati 2,6 miljónir og söluverðmæti þeirra talsvert mikið meira að dómi eigenda. Kauptilboð SR var þar af leið- andi samsvarandi a.m.k. 26 miljónum og mismunur á tilboð um því tiltölulega litill. En engin ástæða var fyrir SR til að kaupa þessar nætur með skip- inu, þar sem það hefði ein- göngu verið notað til togveiða. Þá þvælir Þormóður um það í grein sinni að Eysteinn Jóns- son hafi afsalað okkur Jóhanni umráðum yfir atkvæði sínu í sambandi við skipakaupin, en fullyrðir um leið að engin sam- staða hafi verið milli okkar Jóhanns í málinu. Hvor okkar Eysteins? Spyr sá sem ekki veit. Nei, þetta er, eins og flest átti þá að ráða yfir atkvæði annað í grein Þormóðs upp- spuni frá rótum. Báðar tillög- urnar um tilboð í skipið voru fluttar af okkur Jóhanni sam- eiginlega. Þeir Eysteinn Jóns- son og Tryggvi Helgason greiddu atkvæði með okkur, en flokksbróðir Þormóðs, Sveinn Benediktsson greiddi atkvæði á móti. Honum fannst verðið allt- of hátt. Þormóður spyr hvort ég líti svo á, að menn, sem hefja at- vinnurekstur, séu siðferðilega skuldbundnir til að halda hon- um áfram æfi’langt. Ég veit ekki til, að ég hafi nokkurntíma lát- ið það álit í ljós. Hitt er eng- in launung, að ég lít svo á, að það bæjarfélag, sem hefur milligöngu um útvegun atvinnu- tækja og veitir bein fjárfram- lög til einstaklinga í því skyni, eigi talsverðar siðferðislegar kröfur á hendur þeirra sömu einstaklinga, a.m.k. svo, að ekki sé litið á það sem sjálfsagðan hlut, að þessi atvinnutæki séu seld úr bænum þegar ein- staklingunum þykir henta, án tillits til hagsmuna bsejarfélags- ins eða bæjarbúa. Þormóður virðist halda að seta mín í stjórn SR, um lið- lega eins árs skeið, sé aðal- orsök til hinnar „litlu reisnar'1, sem er yfir starfsemi þeirra fyrirtækja, er undir stjórnina heyra. Ég vænti þess þá, að hann hafi í þessu mati sínu, talið mér til tekna hlutdeild mína í því, að aldrei áður hef- ur jafnmikið hráefni verið keypt fyrir Sigló-verksmiðjuna og að loks er nú búið að taka skip á ledgu til hráefnisöflunar fyrir frystihúsið. Það hefur liinsvegar læðst að mér sá grun ur, að imeð aurkasti sinu á mig, hafi Þonmóður ætlað nokkrum slettum að lenda á aðra og honum skyldari aðila, og ýta ummæli hans um útgerð b.v. Hafliða og „ráðamenn hér í bæ“, undir þann grun. Hitt veit ég að Þormóð skortir all- an manndóm og réttsýni, til að dirfist að gagnrýna ráðslag þeirra flokksbræðra sinna, sem raunverulega hafa ráðið atvinnu tælijum þeim sem um hefur verið rætt. Að lokum þetta Þormóður. Þú kvartar undan því, að ég hafi reynt að gera of lítið úr þinni persónu í svari mínu. 1 því sambandi vil ég aðeins minna þig á, hver upptökin átti að þessum deilum. Ég er hinsvegar það pennalatur mað- ur, að ég læt þessum blaðaskrif- um lokið af minni hálfu. Ef þú aftur á móti telur þig eiga eitthvað vantalað við mig, er ég reiðubúinn til að eyða eins og einni kvöldstund með þér í einhverju samkomuhúsi bæjar- ins, til að ræða þessi mál og önnur er þér kunna að liggja á hjarla. Gætum við og gefið þeim bæjarbúum, er áhuga kynnu að hafa, kost á að hlýða á þær umræður. Hannes Baldvinsson Mjölmr „Siglfirðingur" boðinn velkominn Áríðandi orðsending til útsvarsgreiðenda og kaupgreiðenda í Siglufirði Bæjarráð hefur ákveðið að innheim(ta útsvör i Siglufjarðarkaupstað eftir 29., 30., 31., og 32. grein tekjustofnalaga frá 17. naarz 1972, sem hljóðar efnislega á þessa leið. 1) Fyrirframgreiðslur: Greiða ber sem svarar helmingi útsvars viðkom- anda fyrra árs (1971) í fimm gjaldögum: 1. febr- úar, 1. marz, 1. apríl, 1. maí, og 1. júní. 2) Lokagreiðslur: Álagt útsvar ársins 1972, að frádregnum fram- anrituðum greiðslum, ef innltar hafa verið af hendi, ber að greiða með fimm jöfnum afborgunum: 1. ágúst, 1. september, 1. október, 1. nóvember og 1. desember. 3 Viðurlög: Sé efcki staðið í skilum með afborgun á lögtil- skyldum gjaldaga er útsvarið allt í gjaldaga fallið 15 dögum síðar, þó ekki fyrr en 15. n. m. Bf af- borgun er ekki greidd eftir lögum þessum, áður en 2 mánuðir eru liðnir frá gjaldaga „skal greiða sveit- arsjóði dráttarvexti af því sem ógreitt er, 1^% fyrir hvem mánuð eða brot úr mánuði, sem líður þar fram yiir gjaldaga, unz gjaldið er að fullu greitt.“ 4) Kaupgreiðendum, ber að skila lista yfir starfsfólk, halda eftir út- svarsgreiðslum af launum starfsfólks og er aJthygli þeirra hér með vakin á 30. gr. greindra laga, staf- hðum a-m, þar sem ábyrgð þeirra og skylda í þess- nim efnum er nákvæmiega tilgreind. Siglufirði, 14. apríl 1972 BÆJARGJALDKERINN, Siglufirði Blaðið „Siglfirðingur“, sem sem legið hefur í dái i mörg ár, hefur tvívegis komið út á því, sem af er þessu ári. Ýms- ir velta því nú fyrir sér, hvað þessum fjörkipp valdi, alveg eins og menn veltu því fyrir sér á Viðreisnartimanum, hvers vegha bláðsnepillinn kæmi ekki út. Það er samt ekkert dular- fullt við þetta. Orsök þess, að útgefendur blaðsins sáu sér ekki fært að gefa það út á Við- reisnarárunum, er vitanlega sú, að ef þeir hefðu gert það, hefðu þeir neyðzt til að skýra frá aðgerðum, eða réttara sagt en þegjandi eftir á 12 ára „við- reisnar" tima. En fleira kemur til. Aðstand- endur Siglfirðings hafa fengið veður af því, að ríkisstjórnin og þingmeirihluti hennar hefðu í undirbúningi að ríkisstyrkja dreifbýlisblöðin. Og þeir hafa ekkert á móti ríkisstyrkjum, ef þeir græða á þeim sjálfir. Þetta er enginn sérstakur veikleiki útgefenda Siglfirðings. Þetta á við um íhaldið á Islandi yfir- leitt. Sést það bezt á því, að svo til allur atvinnurekstur, sem rekinn er á tslandi á veg- um svonefndra einkaaðila, hef- ur verið fjármagnaður með aðgerðarleysi Viðreisnarstjórn- . peningum úr opinberum sjóð- arinnar í atvinnumálum og öðr-lum og rikisbönkum, og rekstr- um málum, sem snerta Siglu- fjörð. Líklega hefði meira að segja verið heimtað af þeim, að þeir héldu uppi vörnum fyrir viðreisnina. Til þessa hafa að- standendur blaðsins ekki treyst sér, sem ekki er heldur von, að er það þeim til sóma. Einnig ber á það að líta, að siglfirzkum íhaldsmönnum er miklu eiginlegra og eðlilegra að finna að og nördra yfir því, sem aðrir gera, heldur en að aðhafast nokkuð sjálfir. Og þar sem flokkur þeirra er nú í stjórnarandstöðu, liggur beint við fyrir þá að þjóna nöldurs- náttúru sinnj með því'að setja saman skæting um ríkisstjórn- ina á meðan þeir bíða eftir því að sú hin sama ríkisstjórn veiti þeim þá ásjá og fyrirgreiðslu, sem þeir biðu árangurslaust inum hefur verið hagað þann- ig, að minnsta kosti þegar í- haldið hefur stjórnað, að eig- endurnir svonefndu hafa fengið að hirða ágóðann af rekstri tækjanna, ef einhver hefur ver- ið, og raunar líka að draga út úr þeim stórfé þó að þau hefi verið á hausnum. En hafi verið um veruleg töp að ræða, hefur íhaldið flýtt sér að „þjóðnýta“ töpin, þ.e. styrkja fyrirtækin með almenningsfé. Virðist þetta vera sú eina þjóðnýting, sem i- haldið aðhyllist. En hvað sem þessu líður, er ástæða til að bjóða „Siglfirð- ing“ velkominn á fætur aftur. Vonandi verður hann liflegri sem ríkisrekið blað, heldur en hann var meðan hann átti til- veru sína undir framtaki út- gefenda. Páll Ásgrímsson áttræður Páll Ásgrímsson verkamaður, I af málum verkalýðs og vistri Mjóstræti 2, Siglufirði, varð { manna í Siglufirði, og á að baki Bókasafn Gunnars Jóhannssonar komið Bókasafn Gunnars Jóhanns- sonar, sem erfingjar hans á- nöfnuðu Verkalýðsfélaginu Vöku er nú komið til Siglufjarðar. Mun það vera nálægt tveim þúsundum binda af ágætum bókum. Ekki mun enn hafa verið tekin ákvörðun um, hvar safn- ið verður sett upp né hvernig það verður nýtt, enda er það alveg nýkomið norður. ★ áttræður hinn 21. marz sl. Þótt Páll hafi auðvitað mátt reyna ýmiskonar mótlæti á sín- um áttatíu árum, er hann samt mikill gæfumaður, þegar á gllt er litið. 1 þeim einka- málum, sem ráða úrslitum um persónulega giftu hvers manns, hefur flest orðið honum til íar- sældar. Hann hefur verið vel kvæntur, heimilislíf hans hef- ur alltaf verið til fyrirmynd- ar og börn hans hafa komizt hvert öðra betur til manns. Páll hefur mikil afskipti haft áratuga starf í samvinnusam- tökum og verkalýðssamtökum bæjarins og stjórnmálasamtök- um vinstri manna. Og fullyrða má, að einnig á þeim vettvangi hefur gæfa fylgt handtökum hans. Því veldur hófsemi hans og sanngirni, ásamt ágætri greind. Mjölnir óskar Páli til ham- ingju í tilefni af afmælinu, og þakkar honum liðveizluna i bar áttunni fyrir sameiginlegum á- hugamálum. Andlát Frú Oddný Jóhannesdóttir, Túngötu 39, Siglufirði, lést hinn 12. þ. mán. Oddný var á 72. aldursári er hún lést. f Einar Indriðason, Hlíðarveg 44, Siglufirði, fyrrverandi verk- stjóri, lést aðfaranótt 13. apríl. Hann var á 74. ári er hann lést. Siglfirðingur kvartar yfir afskiptaleysi Ragn- ars Arnalds og Ólafs Jóhannes- sonar af málefnum bæjarins. Þvl skal nú spurt: 1. Hvaða ríkisstjórn yfirtók skuldir Rauðku, 24 millj. kr.? 2. Hvaða ríkisstjórn jók hlutafé Þormóðs ramma með 28 millj. kr. ríkisframlagi? 3. Hvaða ríkisstjórn fékk sam- þykkt lög um tekjustofna sveit- arfélaga í það horf, að nú er hugsanlegt, að Siglufjörður nái saman endum fjárhagslega? 4 — MJÖLNIB

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.