Mjölnir


Mjölnir - 28.04.1972, Page 1

Mjölnir - 28.04.1972, Page 1
Mjölnir XXXV. árgangur. Föstudagur 28. apríl 1972 4. tölublað. Þormóður rammi og hlutverk hans Margt hefur verið skrafað og skrifað um útgerðarfél- agið Þormóð ramma h. f. nú síðustu vilcumar. Sumt af því, sem þar hefur fram komið er á misskilningi byggt og svo annað af minni velvild í garð félagsins en vænta hefði mátt. Mjölni þótti því rétt að afla upplýsinga um allt þetta og þar með að leiðrétta misskilning og hrinda af höndum sér því, sem rangt hefur verið farið með af pólitískimi öfuguggum. 'Það skal tekið fram strax í upphafi, að algjör eining og samstaða hefur verið innan stjórnar Þormóðs ramma h. f. í öllum þeim málum, sem hún hefur fjallað mn og lilotið þar afgreiðslu. Stofnun félagsins Eðlilegt er að byrja á því að skýra frá stofnun félags- ins. Eftir bæjarstjómarkostn ingar 1970 varð íhinn gamli bæjarstjórnarmeirihluti veik ari en hann hafði áður venð, fyrst og fremst vegna þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hafði misst 3. mann sinn í bæjarsitjóm yfir til Alþýðu- bandalagsins. Sem rétt var hlutu sjálfstæðismenn að draga einhvem lærdó-m af þessu. Þeir sáu að við svo búið mátti ekki sitja. Því var ráðist í það vegna mikill- ar „pressu“ héðan að heim- an að stofnsetja úitgerðarfél- ag, sem hlaut nafnið Þor- móður rammi. Ástæðurnar fyxir þessu vom, að sjálfsögðu, margar fleiri og má þar til nefna: b. v. Hafhði var orðinn 20 ára gamall og rekstur hans gengið fremiur illa og algjör óvissa um það hversu lengi mögulegt væri að reka hann. Hraðfrystihús S. R. vant- aði stöðugit hráefni, því að skipakostur okkar hér hafði stórlega dregizt saman. Það orsakaði svo það, að hér var alltaf meira og meira at- vinnuleysi og er enn. 1 júlí 1970 var svo endan- lega gengið frá stofnun fél- agsins. Eigendur vom S. R. að 3/5 hlutum og bæjar- sjóður Siglufjarðar að 2/5 hhitum. Hlutafé í upphafi var 7 mjlljónir króna. Félagið var sltofnað til þess að láta byggja og reka skuttogara, sem átti að afla hráefnis fyrir Hraðfrystihús S. R. Samningur var gerður við skipasmíðastöðina Stál- vík í Garðahreppi um smíði á 450 tonna Skipi. Teikning- ar vom fengnar frá Hollandi. Við nánari athugun var svo horfið frá þessum teikning- um. Afleiðingamar urðu þær, að smíði skipsins dróst mjög á langinn. En að lokum í september s. 1. höfðu fengizt nýjar teikningar frá Noregi og farið að undirbúa smíð- ina af fullum krafti, eftir að gengið hafði verið frá nýj- um smiðasamningi. Umsam- ið verði á þessu skipi er 102,6 milljónir og skipið á að afhenda í marz n. k. Nýr þingmeirihluti. Ný stjóm 1 júní s. 1. fóm fram kosn- ingar til Alþingis og við þær sköpuðust ný viðhorf og afleiðingin varð sú að mynd- uð var ný ríkisstjórn. Skömmu efitir að stjómin var mynduð skipaði hún nefnd til að kanna hér á staðnum allt atvinnulíf og gera ftillögur til úrbóta. Ein af tiilögum nefndar- innar var sú að stækka og útvíkka verksvið útgerðar- félagsins Þormóður ramrni h. f.. Efni þeirrar tillögu hefur áður verið birt hér en höfuðatriði hennar voru þessi: 3) Hlutafé Þormóðs ramima verði aukið úr 11 milljónum í 40 milljónir og verði rákið eða stofnanir þess eigendur að 70% hlutafjárs- ins, en heimaaðilar eigi 30% hlutafjár. Þormóður rammi h. f. hafi hvom tveggja með höndum: fiskvinnslu og út- gerð itogara og togbáta. Fyfirtækið taki frystihús S. R á leigu og hef ji jafn- framt undirbúning að bygg- ingu nýs frystihúss, er taki við af því gamla, sem nú er að verða ónothæft til fram- leiðslu. Þormóður ramrni h.f. kaupi togbát þegar á næstu vikum til hráefnisöflunar í staðinn fyrir Siglfirðing. I framhaldi af þessu var sett upp áætlun um hver verkefni Þormóðs ramma h.f. væra. I stórurn dráttum var hún á þessa leið: 1. Stálvíkurskipið byggt 2. Keypt verði skip í stað m. b. Siglfirðings 3. Hafizt verði handa um byggingu á nýtízku fisk yðjuveri 4. Samið um smíði á skut- togara af sambærilegri stærð og Stálvíkur- sldpinu Lítum nú á hvað unnizt hefur í þessum efnum: 1) Smiði skipsins í Stálvík miðar áfram samkvæmt áætlun. Þau gleðilegu tíð indi hafa gerzt að nú hef ur Stálvík samið um smíði á tveimur öðrum skipum af sömu gerð. 2) Hingað hefur verið keypt vélskipið Dofra frá Patreksfirði. Að sjálf- sögðu orkar það alltaf tvímælis, hvort kaupa á gömul skip. En í þessu tilfelli var nauðsynin brýn og því var þetta gert. 3) Unnið hefur verið að kaupum lóða undir hið væntanlega fiskiðjuver. Samningar hafa staðið yfir við Ríkisábyrgða- sjóð vegna Rauðkulóð- anna. Þótt þeim samning um sé enn ekki lokið em allar líkur á því að þeim ljúki nú alveg á næst- unni. Þar af leiðandi er sennilegt að hafizt verði handa þegar í vor um allan undirbúning vegria þeirrar byggingar. Einn- ig hafa átt sér stað við- ræður við Hafnarmála- skrifstofuna vegna þeirra hafnarframkvæmda, sem þama verða að eiga sér stað. Að síðustu skal greint frá þvi, að arki- tekt var fenginn hingað til Siglufjarðar til að at- huga allar aðstæður, og í framhaldi af því kæmi hann fram með sínar hugmyndir. 4) Samið hefur verið' um smiði á skipi á Spáni af svipaðri stærð og Stál- víkurskipið. Það skip á að afhenda í desember að ári. Umsamið verð er ca. 98 milljónir. Er við lítum nú yfir það Fyrsti maí Dagskrá 1. maí verður með líku sniði og áður. Hún hefst í bíóhúsinu kl. 2. Þar verður flutt ávarp, karlakórinn Vísir og kvennakórinn syngja, og lúðra- sveitin leikur. Aðalræðu dagsins flytur Þröstur Ólafsson hag- fræðingur. i Laugardagskvöldið 29. apríl gengst Vaka fyrir dansleik að Hótel Höfn, en unglingadansleikur verð- ur í Alþýðuhúsinu seinnihluta 1. maí. Hagsfœð breyting tekjustofnaiaga Sýnl þykir, að lögin um tekjustolna sveitarfélaga muni verða mjög til hagsbóta fyrir Siglufjörð. Þessar breytingar byggjast ekki fyrst og fremst á auknum tekjum bæjarsjóös, liefdur hinu, að af lionum verð- ur létt útgjöldum. Þar vega þyngst ýmsir liðir trygginga- kerfisins, sem ríkiö borgar nú eingöngu, svo og löggæzlu- kostnaður, sem sömuleiðis fell- ur nú eingöngu á rikissjóð. Ef dæmi er tekið úr reikning uin ársins 1970, þá var lög- gæzlukostnaður bæjarsjóðs 3,77% af rekstrarkostnaði (1,2 Mkr), en ahnannatryggingar i heild 22,28% (6,9 Mkr). Lauslega áætlaS má gera ráS fyrir að breytingarnar létli allt að 5-6Mkr. af bæjarsjó'öi. Svo vikið sé að tekjuöflun inni, þá lialda útsvörin áfram að vera aðaltekjulind bæjar- sjóðs. Uim álagningarreglurnar verður ekki fjölyrt, þær hafa lengi verið til umræðu. Hins- vegar liggur Ijóst fyrir, að til þess að bæjarsjóður geti fengið aukaframlag úr Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga, verður að nota liámarks álagningu hér (þ.e. 11%) Þetta atriði laganna könn- umst við Siglfirðingar vel við. Ár eftir ár höfum við oröið að greiða útsvör með miklu álagi á útsvarsskalann til þess að ná þessu framlagi. öllum hlýtur þó að vera Ijóst hversu ósann- gjarnt þetta ákvæði er. Sveitar- félagið stendur höllum fæti vegna erfiðs atvinnuástands, en verður að þrautpína skatta- þegnana til þess að fá fram- sem hér hefur verið sagt er ekki hægt að segja annað en talsvert hafi áunnizt. Auð- vitað er alltaf hægt að deila um, hvort þessi eða hin ákvörðunin er rétt. Það sem okkur er nauðsynlegast af öllu í þessu, er að standa saman og styðja við bakið á þeiim mönnum, sem hefur verið falið það vandasama verk að fara með stjóm þessara mála. Ef okkur tekst það, þá munum við sigrast á þeim. erfiðleikum, sem við höfum átt við að etja undanfarin ár og ára- tugi. lagið. Því miður er þetta á- kvæði enn við lýði þrátt fyrir andstöðu ýmissa sveitarstjórna þ. á. m. bæjarstjórnarinnar hér. Á árinu 1970 voru slík auka- framlög 8,02% af tekjum bæjar- sjóðs. Annar aðal tekjustofn sveitar- félaga á að vera fasteignaskatt- ur. Aðalreglan er sú, að af í- búðarhúsnæði skal greiða 0,5% af fasteignamati, en 1,0% af flestum öðrum fasteignum. Um þennan skatt gildir það sama og um útsvarið. Til þess að fá framiag úr Jöfnunarsjóði er féiagsmálaráðuneytinu heimilt að krefjast þess, að skatturinn verði innheimtur með 50% á- lagi mest, (þ. e. 0,75% af í- búðarhúsnæði, en 1,50% af öðru). Hinsvegar þarf ekki að hækka báða liðina jafnt. Fasteignaskattar sem tekju- öflun fyrir sveitarfélög hefur verið mjög umdeilt atriði., enda getur hann komið mjög hart niður á gjaldendum. Alþýðubandalagið á Siglufirði mun taka þessi mál til umræðu á félagsfundi, áður en fjárhags- áætlun bæjarins verður tekin til umræðu í bæjarstjórn. Lesend- ur Mjölnis eru eindregiö lwatt- ir til þess aö mæta á þeim fundi. Hér er um mikilvægt mál að ræða, sem varðar alla Siglfirðinga. Aðstöðugjald verður tekju- stofn, en þó þannig að það verður ekki hærra en 65% þess, sem var lagt á 1971. Að lokum skal það ýtrekað, sem áður sagði, að þótt ýmis- legt megi að þessum nýju lög- um finna, þá er það vafalaust, að breytingarnar eru okkur Siglfirðingum hagstæðar. ÞAKKIR FRA SJÚKRAHÚSINU Iljónin Jónína G. Braun og Sæmundur Jónsson og börn þeirra hafa gefið fæðingardeild Sjúkrahúss Siglufjarðar fóstur- sogklukku til minningar um dóttur þeirra hjóna, Sigrúnu, sem lézt á sjúkrahúsinu 14. jan- úar 1951. Ég vil fyrir hönd fæðinga- deildar Sjúkrahússins þakka þessa nytsömu og höfðinglegu gjöf. Gunnjóna Jónsdóitir

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.