Mjölnir


Mjölnir - 28.04.1972, Blaðsíða 4

Mjölnir - 28.04.1972, Blaðsíða 4
Af hverju stafa verOhækkanirnar ? Nýlega birtist í Þjóðviljanum eftir- farandi viðtai við Lúðvík Jósepsson viðskiptaráðherra. 3. Þriðji flokikur verðhækk- ana er á fiski og landbún- aðarafurðum. Fiskverðsiiækk unin stafar af því að fiskaf- urðir hafa hækkað erlendis og því hér heima einnig og líka vegna samninga um hærra fiskverð hérna heima til þess að hækka kaup sjó- Viðskiptaráðherra sagði m.a.: — 1 Alþýðublaðinu og Morgunblaðinu hafa þeir hamazt dag efltir dag rétt eins og allar verðhækkanir væru ríkisstjórninni að kenna, að hún knýji á sér- staklega um að fá allt verð- lag hækkað. En ef við athug- um þær verðhæfckanir sem orðið hafa og könnum af hverju þær stafa kemur ann- að í ljós. Lúðvík Jósepsson sagði að verðhækkmiunum mætti skipta í nokkra flokka: 1. Verðhækkanir sem fyrr- verandi ríkisstjórn hefði á- kveðið beinlínis eða hefði stuðlað að með alls konar ráðstöfunum. Glöggt dæmi um þetta er hækktuún á raf- orku. Þegar núverandi ríkis- stjórn tók við lá á ráðherra- borðum krafa um það frá Landsvirkjun að fá að hækka heildsöluverð raforku um 20% vegna þess að fyrr- verandi ríkisstjóm hafði skuldbundið sig til þess gagnvarlt Alþjóðabankanum að Landsvirkjun skyldi sýna tiltekna reilkningsl. útkomu. Ný ríkisstjórn gat að sjálf- sögðu ekki gengið á bak við samninga sem gerðir höfðu verið og greip því til þess ráðs að greiða niður verð á raforku fyrst um sinn. En þegar frá leið tóku rafveitumar að krefjast verðhækkana á smásölu verði veigna þess að heildsölu verðið hafði hækkað. Raf- þeirrar verðhækkunar sem krafizt var. Og á það ier vert að leggja áherzlu, sagði Lúðvík, að fyrirferðarmiesibu hækkanirn- ar stafa allar af ráðstöfun- um fyrrverandi ríkisstjórn- ar. 2. Annar flökbur verðhækk- ana að undanförnu eru verðhækkanir ýmiss konar sem orðið hafa erlendis, en þær reglur hafa verið í gildi um langan tíma — einnig i tíð fyrrverandi ríkisstjómar — að taka yrði tihit til verð- hækkana erlendis. Af þess- um ásitæðum hafa vömteg- undir sem framleiddar em að nokkm leyti úr sykri hæbkað talsvert og má í því sambandi nefna ýmsar brauð tegundir og gosdrykki. Þá hafa orðið verðhækkanir vegna gengishæfckana erlend is, til dæmis hafa vörur frá Vestur-Þýzkalandi hækkað af þessum sökum. manna. Hækkunin á landbún aðarvörum er ákveðin eftir gömlu kerfi sem kveður svo á að kaup bóndans eigi að hækka í samræmi við hækk- anir á launum skv. samning- um, verkalýðsfélaganna. 4.. I fjórða lagi er ium að ræða hæfckanir sem núver- andi ríkisstjóm hefur sjálf og ein ákveðið. Þar er um að ræða hækkanir á áfengi og tóbaki og á bifreiðum. Þessar hækkanir eru til þess gerðar að afla fjármagns í tilteknar framkvæmdir — þ.e. bílahækkunin fer öll í vegasjóð, eða til tekjuöflun- ar fyrir ríkissjóð. — Þegar þessar hæfckanir eru akveðn- ar er það vegna þess að ríkisstjómin kýs heldur að hækka þessar vörur en að hækka almennt verðlag með söluskatti eins og fráfarandi ríkisstjóm gerði ævinlega. Loks nefndi Lúðvík Jóseps son dæmi nm verðhækkanir og kröfur um verðhækkanir: Reykjavíkurborg sótti mn 21% hækkun vegna SVR en fékk 12%. Borgin sótti xun 13,2% hækkun vegna hitaveit- uimar en fékk 5%. — Reykjavík sótti um 16,6%hækkun á rafmagni en fékk 10%. Ríkisútvarpið sótti um 30% hækkun afnotagjalda en fékk 10% hækkun. Gosdrykkja- framleiðendur fóru fram á 28,7% hækkun á framleiðslu- vörum sínum en þeir fengu 12%, sem svarar hækkun- inni á sykri. ! Lúðvík Jósepsson sagði að f jölmargir aðilar, fyrirtæki og stofnanir, hefðu sótt um 30 til 50% liækkanir en fengu 5 til 15% liækkanir leyfðar. í þeim hópi sem krafizt hafa svo mikilla hækkana eru skipafélög, olíufélög og aðrir slík- ir stórir aðilar. (Bæjarstjómarmeirihlutinn okkar hækkaði rafmagn um 10%) magnsveita Reykjavíkur krafðist þannig 16,6% verð- hækkunar, en við heimdluð- ínm aðeins 10% hækkun sagði ráðherrann. Og 10% .riækkunin er aðeins til þess að vega upp á móti hækkun heildsöluverðsins. Af sama tagi voru verðhækkanir hjá Sementsverksmiðjunni eða öðrum þjónustustofunum Reykjavíkurborgar og allar voru þessar hækkanir rök- studdar með því að þær væru óhjákvæmilegar vegna þeirra útgjalda sem féllu á stofnanimar eða fyrirtækin í tíð fyrri ríkisstjómar. Það má segja hinsvegar að það hafi verið regla að nú- verandi ríkisstjóm heimil- aði yfirleitt um helming 'Viðsldptaráðherra vakti athygli á því sérstaklega að hækkanimar stöfuðu almennt efcki af kauphækkunum í desembermánuði síðastliðnum. Eða hverjum dettur 1 hug að trúa því að Ríkisútvarpið þurfi 30% hækkun verðlags vegna hækkunar á launum verkamanna og iðnaðarmanna og hverjum dettur í hug að það þurfi að hækka fargjöld með SVR um 21% af þessari ástæðu? Enda er það viður- kennit af forsvarsmönnum þessara stofnana allra, sagði viðskiptaráðherra, að hækfcunarkröfumar eiga yfirleitt all- ar rætur sínar 1 því sem gerðist 1 tíð fyrrverandi ríkis- stjómar. Fyrirspurnir til blaðsins Alltaf ber það við að fólk snýr sér til þeirra, sem eitthvað koma nálægt skrifum í Mjölni, spyr þá um allt mögulegt og segir: „Af hverju skrifið þið ekki um þetla, — þið eigið að fletta ofan af þessu,“ o.s.frv. Nú er það svo, að ýmislegt skeður eða gerist ekki, sem vert væri að tala um opinberlega, en samt sem áður ekki gert. Það hefur t. d. talsvert verið rætt Mjölnir I tilefni af því að á sunnu- dagskvöldið 23. apríl s. 1. var haldin árshátíð Æskulýðs heimilisins og var þá jafnframl lokið vetrarstarfinu þar, átti tíðindamaður Mjölnis stutt sam- tal við Kristján Möller æsku- lýðsfuUtrúa. — Hvað margir hafa nú sólt heimiliS í vetur, Kristján ? — Um 8.400 gestir hafa kom- ið í heimilið í vetur. Hér er einkun um unglinga að ræða á aldrinum 7-17 ára. Gagn- fræðaskólanemendur sækja heim ilið nokkuð vel, aðallega þó nemendur 1. 2. og 3. bekkjar. Nemendur í 4. bekk hafa haft meira að staría í félagslifi innan skólans, komið upp leiksýningu, árshátíð, o.s.frv. — Hvaó hefur veriS helzt á döfinni hjá ykkur? — Ég get nefnt sem dæmi námskeið í teiknun, það sóttu um 40 unglingar. Námskeið í skák, bæði fyrir byrjendur og þá, sem lengra eru komnir. Svo reynduin við með nám- skeið í bridge, það sóttu um 15 manns. — II afa ekki slarfaS ein- lwerjir Klúbbar í vetur ? — Jú, skákklúbbur með u.þ.b. 60 þáttakendum. Við gerð um tilnaun til þess að halda uppi málfunda og skemmti- klúbbi. Ætlunin er að gera til- raun til þess að hann starfi I eitthvað í sumar. — Var ekki mikill skáká- hugi meSal unglinga hér í vet- ur ? — Mjög mikill áhugi. Við héldum sérstakt skákmót, Skákmót Æskulýðsheimilisins, fyrir áramót. Þar sigraði Ás- grímur Sigurbj.son. Síðan höfð- um við liraðskákmót, úrslitin i því fengust á sunnudaginn. Þar sigraði Þórður Möller eftir ein- vígi við Ásgrím Sigurbjörnsson. Þórður er aðeins 11 ára. Þar að auki höfum við haft fjöl- tefli, sem voru vinsæl. — ÞiS hælliS á sunnudaginn, verSur ekkert opiS í sumar ? —- Það má segja að verði alveg lokað í suinar. Síðasta daginn mættu milli tvö og þrjú hundruð unglingar. Það er met aðsók. Um kvöldið var svo árshátíðin, skemmtiatriði og stíginn dans til klukkan tvö. — Értu ekki árægSur meS þennan fyrsta vetur þinn í starfinu ? — Jú, mjög ánægður. Ung- lingarnir hafa sótt staðinn veí og hegðun þeirra hefur verið tiL fyrirmyndar. — Þú ert líka iþróitafull- irúi, Krisiján. II vað gerist í þeim málum ? — 1 sumar taka yngstu flokk- ar K. S þátt í Islands-iinóti í knattspyrnu. Þeir hafa æft sig í allan vetur. Annars verður aðalverkefni sumarsins uppbygg ingin á Iióli, þar eru míklir möguleikar enn ónotaðir. Ekki aná svo gleyma Skarðsmótinu imi Hvítasunnuna. Nú, K. S á fertugsafmæli í sumar. Þess verður minnst á ýmisan hátt. Svo það er ýmislegt á döfinni. Síðast en ekki sízt, þá verður Skíðamót Islands haldið liér á næsta ári. Þá verðum við Sigl- firðingar að lialda vel á spöðun um. Ég er þess fullviss að allii munu vilju stuðla að því að framkvæmd mótsins verði með glæsibrag og okkur til sóma. um og við hvattrr til að skrifannklu vandamáli, sem fólk horf liarða gagnrýni á agaleysi í skólum, sérstaklega þó í G ign- fræðaskólanum. Þetta er tæp- ast hægt nema fyrir liggi á- kveðin dæmi. Nú hefur borist fyrirspurn svohljóðandi: „Hvers vegna er ekki tekið harðari tökum á drykkjuskap unglinga? Fyrir stuttu mátti sjá hópa af ölvuðum unglingum allt niður i 12-13 ára á götun- um. Lögreglan tók nokkuð af þeim úr umferð, aðrir og þá þeir eldri slæptust um og komust inn á dansleik þá um kvöldið. Hvað segja skólareglur um þetta, eru þær til og ef svo er hversvegna er þá af skóla- stjórans hendi ekki sýnd við- leitni til að lialda þær? Og lögreglan, bæjarfógetinn, hvað er gert til að hafa upp á þeim, sem útvega þessum börnum vín ið?“ Blaðið birtir þessa fyrir- spurn og vísar lienni áfram til réttra aðiia. Þarna er lireyft ir of blindum augum á og skellir skollaeyrum við, sé um það rætt. Ef um væri að ræða hass eða önnur eiturlyf, þá væri uppi fótur og fit hjá flest- um að berjast gegn því, en á- fenginu, — nei. önnur fyrirspurn: „Hver er lieilhrigðisfulltrúi í bænum hvert er lians hlutverk, starfs- tími og vald til úrskurðar? Um þetta er spurt vegna hins augljósa sóðaskapar, sem allstaðar blasir við, jafnt á götum, lóðum og opnum svæð- um. Þá mætti þessi heilbrigðis- fulltrúi líta á vatnsból bæjar- búa og ýmsa þá staði, þar sem matvæli eru tilreydd, og seld, búðir, bakarí, sjoppur og veitingastaði. Það veitir aðhald um þrifnað og hreinlæti, sem öllum er fyrir beztu að sé í fullkomnu lagi.“ ★ 4 — MJÖLNIR

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.