Mjölnir


Mjölnir - 29.06.1972, Síða 1

Mjölnir - 29.06.1972, Síða 1
Nýju tekjustofnalögin gerbreyta fjárhagsafkomu Siglufjaröar bæjarstjórans, livað snertir reikningsyfiriitið fyrir 1971, en úr tillögum bæjarstjórnarmeiri- Á síðasta þingi beitti ríkisstjórnin sér fyrir mjög víð- tölur þær, sem hér eru birtar, tæikiim breytingum á lögum rnn tekjustofna sveitarfélaga. | erL1 teknar úr eiginhandarriti í þessum breytingum felast bæði stórauknar tekjur til þeirra sveitarfélaga, sem um árabil hafa verið í f járhags- vandræðum, og einnig það, að ríkið yfirtekur nú allan löggæztukostnað og að verulegu leyti þaim kostnað, sem sveitarfélögin höfðu áður vegna greiðslna til sjúkra- samiaga og Tryggingarstofnunar ríkisins. Þegar bornár eru saman bráðabirgðatölur um rekstur Siglufjarðarbæjar 1971 og fjárhagsáætlun fyrir 1972, kemur eftirfarandi í ljós: Tekjur: Útsv., aðst.gjöld, Jöfuunarsjóður, aukaframl. F asteignaskattar Framl. jöfnunarsjóðs Vegna afn. skiftiútsv. Áætlun 1972 Breyting 26:4 55. þús, 25.830 þús. 625 þús 1.712 — 6.500 — + 4.788 — 5.402 — .6.500 — + 1.098 — 657 — 960 — + 303 — Hækkun tekna 5.564 þús hlutans hvað viðkemur áætlun- um ársins 1972. Sízt oftalið Mjölnlr vill benda á, að íull ástæða er til að ætla, að hér sé hagnaður Siglufjarðar ai' hinni nýju lagasetningu sízt oftalinn. Blaðið álítur t. d. að tekjur af útsvörum, aðstoðargjöldum og aukaframlagi jöfnunarsjóðs séu áætlaðar allt að 1 milljón kr. of lágt, og að auki séu lands útsvör of lág áætluð. Breytir strax Þessi bætti hagur kaupstaðar- ins kemur þegar á þessu ári mjög greinilega í ljós í mjög auknu framkvæmdafé, og einn- ig í auknum afborgunum skulda. Útgjöld til vegamála, sem eru lang stærsti fram- kvæmdaliður bæjarins, hækka t. d. úr lcr. 2.556 þús. í fyrra upp í 8.883 þús. 1972, eða um rúmlega 6,3 miilj. kr. Mjölnir vill að lokum bæta fyrir vanrækslu bæjaryfirvalda og flytja ríkisstjórninni og þing meirihluta hennar þakkir Sigl- firðinga fyrir nýju tekjustofna- lögin. Gjöld: Bráðabirgðatölur 1971 Framl. til sjúkrasaml. Iíostn. við löggæzlu Til almannatrygginga Áætlun 1972 Breyting 4.222 þús. 2.250 þús. 1.972 þús. 1.762 — fellur niður 2.114 — 3.550 — fellur niður 4.260 — Lækkun gjalda 8.346 þús. Hér er áætlað, að löggæzlukostnaður og framlagið til almanna- trygginga, sem nú falla niður hefði, ef það hefði verið lagt á núna, verið um 20% hærra en sl. ár. Hækkun tekna og lækkun gjalda hjá Siglufjarðarkaup- stað vegna nýju tekjustofnalaganna er því kr. 13.910.000,oo Gerbreytt afkoma Hiklaust má fullyrða, að hin nýju tekjustofnalög gerbreyta allri fjárhagsafkomu bæjarins, eins og raunar má sjá á þessu yfirliti. Það skal tekið fram, að Aldarfjórðungs afmæli millilandaflugs Loftleiða Þann 17. júní sl. voru liðin 25 ár síðan fyrsta íslenzka millilandaflugvélin fór fyrstu áætlunarferðina til útlanda. Var það Skymastervélin Hekla, eign Loftleiða ,sem flaug til Kaupmannahafnar með 37 far- þega 17. júní 1947. Tók það flug sjö klukkustundir. Nú fer þota Loftleiða þessa sömu ferð á 2 klst. 50 mín. 1 árslok 1947 var heildár- tala starfsmanna Loftleiða 52, og heildarveltan það ár rúm lega 3,7 millj. kr. Nú er starfs- liðið um 1300 manns, fastráön- ir, en fleira yfir annatímann. Lætur nærri, að um 1% verk- færra Islendinga starfi hjá Loft leiðum. Veltan sl. ár var rúrn- lega 2,7 milljar'öar kr. Landkyiming Framlag félagsins til íslenzks atvinnulífs er þó meira en starfsmannafjöldi segir til um. Félagið rekur umfangsmikla landkynningu, en hún er eín undirstaða allra ferðamála, sem eru orðin stór atvinnugrein. 1963 hófu Loftleiðir boð skipulagðra viðdvala erlendra farþega á Islandi, og var fyrst um einn sólarhring að ræða, en síðan voru viðdvalirnar lengdar, og nú eiga farþegar Loftleiða kost á þriggja daga skipulagðri viðdvöl á Islandi allan ársins hring. Alla daga eru farnar tvær kynnisferðir um Reykjavík með leiðsögu- manni, og alla daga ein austur yfir fjall, Gullfoss- Geysis- Þingvallahringinn að sumarlagi, en ti) Hveragerðis aðra árstíma. Fyrsta árið tóku 1798 viðdvalar boði félagsins, en í fyrra 14.888. Árangur viðdvalar- boðanna og baráttu Loftleiða fyrir eflingu ferðamála olli því, að stjórnin ákvað að reisa hótel i Reykjavík. Var það opnað 1. mai 1966, og var þá stærsta og nýtízkulegasta hótel landsins. Siðar var bætt við 110 herbergj um. Er Hótel Loftleiðir nú sambærilegt við beztu erlend hótel. Skrifstofur Loftleiðir hafa eigin "skrif- stofur í mörguim löndum í Evrópu og Ameríku, auk fjölda umboðsmanna allt frá Hong Kong til Jóhannesarborgar og margra borga í Suður-Ameriku. Mestu umsvif Loftleiða í Ev- rópu eru í Luxemburg, þar sem um 150 manns starfa lijá félaginu. Vestan hafs er New York mesta bækistöð félagsins. Annálsverður kapítuli Fyrsta starfsár sitt flúttu Ekki talin ástæða til að leigja skip til síldarleitar 1 maímánuði s. 1. var fundur haldinn í Alþingishúsinu um sildarleit fyrir Norðurlandi í sumar. Á fundinum voru þing- menn úr Norðurlandskjördæm- unum báðum og af Austurlandi og jafnframt Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, og Jón L. Arn- alds, ráðuneytisstjóri í Sjávar- útvegsmálaráðuneytinu. Rætt var einkum um þann mögu- leika, að fengin yrðu eitt eða tvö skip með góðum skipstjór- um til vardlegrar síldarleitar fyrir Norður- og Austurlandi, en uppi hafa verið raddir um, að ekki sé nægilega fylgzt með hugsanlegum sildargöngum. Jakob Jakobsson dró í efa, að rétt væri að leggja mikla á- herzlu á síldveiðar fyrir Norð- ur- eða Austurlandi að þessu sinni. Hvað snertir norska síld- arstofninn, þá værum við Islencí ingar að reyna að fá Norðmenn til að takmarka veiði sína á þessari síld sem allra mest, svo að stofninn fengi tækifæri til að vaxa, og því væri hæpið af Islendingum að sækja fast i þann stofn á sama tíma. Hins vegar væri það svo með íslenzka síldarstofninn, að veið- ar hefðu verið bannaðar fyrir sunnan og vestan land í þeim tilgangi að vernda stofninn, og það væri að sjálfsögðu í algerri andstöðu við anda þessa banns, ■ \ \ \ - \; \ \ \ ef farið yrði að veiða íslenzka síldarstofninn fyrir norðan og austan. En jafnvel þótt síldveiðar við Norður- og Austurland væru taldar eðlilegar og æskilegar, kvaðst Jakob ekki telja ástæðu til að leigja sérstök skip og senda þau til síldarleitar. Haf- rannsóknarskipið Bjarni Sæin- undsson færi í hinn árlega vor- leiðangur í júní, og fullyrti Jalcob, að það hefði aldrei brugðist þau 18 ár, meðan síld veiddist við landið og slíkir leiðangrar voru farnir, að þá liefði ævinlega fundizt einhver síld. Fyrst væri því að sjá, hvort leiðangurinn sýndi, að einhver síld væri við landið. Auk þess yrði Árni Friðriksson og 4 erlend skip við rannsíkn- ir og fiskileit við Norður- og Austurland í sumar. Á fundinum kom það meðal annars fram hjá Jakobi Jakobs- syni, að ef þannig hefði nú slaðið á, að síldarstofninn væri stór, hefði tvímælalaust verið spáð góðu síldarsumri, því að skilyrðin væru nú góð. Eftir 1965 hefðu lífsskilyrði fyrir síldina verið mjög erfið fyrir Norðurlandi, og síðan hefði stofninn rýrnað vegna mikillar smásíldarveiði Norðmanna og lélegrar hrygningar. Bæjarstjórn þakkar tekjustofnalögin Á fundi bæjarstjórnar Sfglufjarðar 27. þ. mán., þar sem afgreiddar voru fjárhagsáætlanir bæjarstofnana fyrir 1972, var eftirfarandi samþykkt gerð: „Bæjarstjórn Siglufjarðar lýsir yfir ánægju sinni með þær breytingar á lögum um tekjustofna sveit- arfélaga, sem gerðar voru á síðasta þingi, að því er varðar hluíl Siglufjarðarkaupstaðar, og þakkar háttvirtri ríkisstjórn forgang hennar í málinu.“ Samþykktin var gerð með 9 atkvæðum, nema síðasta setningin, þar sem ríkisstjórninni er þökkuð forganga hennar, sem var samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1, en 2 sátu hjá. Loftleiðir 484 farþega, alla í innanlandsflugi. 1971 flutti fé- lagið 300 þúsund farþega Janda í milli. Sá kapítuli í flugsögu Loftleiða hófst hinn 17. júní fyrir aldarfjórðungi. Hann mun 'alltaf verða eftirminnilegur í sögu áætlunarflugferða yfir Norður-Atlandshafið, og áreiðan lega varðveitast vel í annálum Islendinga, en þess vegna liafa nú verið rifjuð upp nokkur minnisatriði frá ferli háns Stjórn Loftleiða skipa nú Kristján Guólaugsson hæsta- réttarlögmaður, sem er formað- ur hennar, Alfreð Elíasson aðal- framkvæmdastjóri Loftleiöa, E. K. Ölsen, flugrekstursstjóri Loftleiða, Einar Árna- son forstjóri og Sigurður Helgason, framkvæmdasijóri Loftleiða í New York, en hann er varaformaður félagsstjórnar- innar. Ný röntgentæki Hinn 21. þ. mán. var frétta- riturum sýnd ný röntgen- tækjasamstaða, sem Sjúkrahús Siglufjarðar hefur eignazt. Ólafur Þ. Þorsteinsson sjúkra- húslæknir sýndi tækin og gsrði grein fyrir notagildi þeirra, um fram eldri tækin. Taldi hann, að tæki þessi, sem eru þýzk að uppruna, væru mjög fullkomin. Tækin kosta uppsett um hálfa fjórðu milljón króna. Kvenfélag Sjúkrahússins gaf hluta sjúkrahússins í tækjun- um, 1,2 milljónir króna. Hefur félagið þá lagt til hins nýja sjúkrahúss nálægt fjórum milljónum króna. Stendur Sjúkraliúsið, og bæjarbúar allir í mikilli þakkarskuld við féiag- ið, fyrir þá ómetanlegu aðsloð, sem það hefur veitt málefnum sjúkrahússins frá upphafi.

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.