Mjölnir


Mjölnir - 12.10.1972, Blaðsíða 1

Mjölnir - 12.10.1972, Blaðsíða 1
Mfölnir Aflinn í septamber XXXV. árgangur. Fimmltudagur 12. okt. 1972 7. töhiblað. Athugun hafin á rekstri dagheimilis í Siglufirði Um nokkurt skeið hefur verið um það rætt í bænum, að nauðsynlegt væri að koma hér upp barnaheimili, sem starfaði allt árið. Atvinnulífið hér er með þeim hætti, að mjög margt kvenna vinnur úti og er beinlínis skortur á konum til starfa um þessar mundir. Hitt er ekki síður mikilvægt, að frá uppeldis- legu sjónarmiði eru barnaheimili mjög ákjósanleg. Á Siglufirði hárust á land í septembermánuði 516 lestir af fisíki, móti 580 lestum á sama tíma í fyrra. Þessi afli skiptist sem hér segir: Afli togskipa: Dagný ............ 189 lestir Hafnarnes .......... 31 — Hafnarnesið var í^ slipp ¦um tíma í septembermiánuði. Afli línubáta: Dagur .............. 67 lestir Dofri .............. 32 — Tjaldur ............. 35 — Hjalti .............. 18 — Gullveig............ 7 — Nausti .............. 13 — Farsæll ............ 4 — - AfU dragnótabáta; Dúfan.............. 28 lestir Halldór G .......... 5 — Afli færábáta: Hlíf 15/8 — 15/9 .... 40 lestir 26 færabátar ........ 47 lestir Heildaraflinn á Siglufirði fyrstu 10 mánuði ársins var 3797 lestir, móti 6494 lestum á sama tíma í fyrra. Samdrátt- urinn er fyrst og fremst á tog- skipaafla, en bæði Siglfirðingur og Hafliði voru þá gerðir út héðan. LestuSu afuröir. ' Sl. mánudag lestaði Tungu- fosis hér 200 lestir af saltfiski til Italíu, HvassafeU 300 þús. dósir af gaffalbitum til Sovét- rikjanna og Laxá 180 tonn af fiskimjöli, og skip til að taka fisk til Grikklands var væntan- legt þegar þetta var skrifað. Saltfiskpökkun stóð yfir í síð- ustu viku, alls um 5000 pakkar. Bœjariréttir 1 athugasemd við lagafrum- varp um hlutdeild ríkisins í byggingu og rekstri dagvistun- arheimila segir m. a. um fram- tíðarstefnuna í þessum málum: „Nefndin hefur mótað til- lögur sínar með þau grund- vallarsjónarmið í huga að upp bygging dagvistunarheimila í landinu sé brýn nauðsyn íslenzku þjóðíélagi af upp- eldislegum, félagslegum og þjóðhagslegum ástæðum. Aherzla er lögð á uppeldis gildi dagvistunarheimila, en það sjónarmið, að dagvistun- arheimili séu neyðarúrræði vegna barna, sem búa við óheppilegar félagslegar á- stæðiur, er nú úrelt orðið. 1 * samræmi við það sjónarmið telur nefndin rétt, að mótuð verði sú framtíðarstefna, að öll börn innan skólaaldurs eigi kost á að njóta dvalar hluta úr degi eða daglangt á dagvistunarheirnili um eitt- hyert skeið, sé þess óskað. Þetta skal vera óháð því, hvort báðir foreldrar vinna utan heimilis eða aðeins annað þeirra." Tillögur AB í bæjarstjórn Fulltrúar AB í bæjarstjórn fluttu eftirfarandi tillögu á fundi bæjarstjórnar 31. janúar 1972: Bæjarstjórn Siglufjarðar s,amþykkir, að fela bæjarráði og bæjarstjóra að kanna, hvort unnt sé að stofnsetja hér í bænum dagheimili fyr- ir börn, sem starfi allt árið. Haft s;kal samráð við þá að- ila hér í bænum, félagsiam- tök og einstaklinga, sem kynnu að hafa áhuga á þessu málefni. Bæjarstjóri mun síðan hafa beitt sér fyrir viðræðum við ýmsa aðila, en árangur varð ekki sýnilegur. Virtist þá þetta nauð- synjamál ætla að fá hægt and- lát. 1 júní s. 1. komu fjárhags- áætlanir bæjarins til umræðu í bæjarstjórn. 1 breytingartil- lögum AB var m. a. gert ráð fyr ir nýjum gjaldalið: Til bygg- ingar dagvistarheimilis kr. 300.000. Þótt hér væri talað um byggingu heimilis, var þó fyrst og fremst átt við nauðsynlegan undirbúning (þátttökukönnun, teikningar o.s.frv.). Þessi tillaga var felld, en síðan samþykkt tillaga frá meirihlutanum um kr. 100.000 tillag til þessara þarfa. Við þetta sat alllanga hríð, en síðan gerðist atburður, sem hratt málinu enn af stað. Fyrirspurnafundur Mánudaginn 2. ökt. s. 1. var fundur í bæjarstjórn þar sem m. a. voru á dagskrá fyrirspurn- ir bæjarbúa til bæjarstjóra og bæjarstjórnar. A þennan fund mættu 10-15 húsmæður (sumar með börn sín með sér), sem flestar vinna úti, eða mundu vilja gera það, ef aðstæður leyfðu. Þessar konur beindu þeirri fyrirspurn til bæjar- stjórnar hvað liði framgangi dagvistunarmáls og hvort, og hvernig bæja.rstjórn ætlaði að nota það fé, sem til þessa væri ætlað. Bæjarstjóri varð fyrir svörum og viðurkenndi i all- lön^u máli aðgerðarleysi sitt og vanbúnað til þess að standa að framkvæmdum í málinu. Cr hópi fyrirspyrjanda var þess þá óskað að samráð yrði haft við Guðrúnu Árnadóttur fóstru um þessi mál. Árangurinn Arangurinn af frumkv. kvenn anna lét ekki á sér standa. Guðrún Árnadóttir fóstra var boðuð á fund bæjarráðs í sömu vikunni og ráðin til þess að ann ast alla undirbúningsathugun vegna stofnunar dagvistunar- heimilis hér, s«m starfaði allt árið. Hún á m. a. að athuga um heppilegt húsnæði, hugsanlega þátttöku og rekstrarkostnað. Þegar fulltrúar AB í bæjar- stjórn ifluttu tillöguna um fyrir- spurnarfundina á sínum tíma, og jafnan í skrifum Mjölnis, hefur verið lögð áherzla á miikilvægi þess, að bæjarbúar notfærðu sér þetta tækifæn til þess að hafa áhrif á gang bæjar mála, það væri báðum aðilum til góðs. Því ber að fagna, að einmitt þessir aðilar, húsmæður í ba-n- um, skyldu verða fyrstar til þess að notfsera sér þennan rétt og reka á eftir, og von- andi koma í höfn, slíku nauðsynja- og framfaramáli, sem stofnun dagvistunairheimilis er. Dagvistunarheimili Aður var getið um lagafrum- varp um hlutdeild ríkisins í byggingu og rekstri dagvistunar iieimila. Þetta frumvarp kom fram á siðasta Alþingi, en fékkst ekki afgreitt. Hiiis vegar má vænta þess, að það verði tekið upp á ný. Hér verður drepið lauslega á nokkur atriði þessa frumvarps til viðbótar því, sem áður kom fram. Við athugun kom í ljós, að áhugafélög um rekstur dag- vistunarheimila eiga í erfiðleik- um, og er-hætta á að þessi rekstur leggist víða niður ef sveitarfélögin taka hann ekki að sér (dæmi þessa erfiðleika er m. a. að finna hér á Siglufirði). i lagafrumvarpinu er gert ráð fyrir þrenns konar dagvist- unarheimilum: 1. Dagheimilj fyrir börn 3ja mánaða til skólaskyldualdurs. Þar er gert ráð fyrir að börnin dvelji a. m. k. 5 stundir á dag og borði á staðnum. 2. Leikskólar fyrir börn frá 2ja ára aldri til skólaskyldu- aldurs. Dvalartimi þeirra sé 3-4 stundir á dag, máltíða sé ekki neytit á heimilinu. 3. Skóladagheimili fyrir börn á skólaskyldualdri, eru með liku sniði og dagheimili. Börn- unum sé veitt aðstoð við heima- raám ef þörf er á, og sækja skóla frá heimilinu. Jafnframt er gert ráð fyrir að ríkið leggi frani 50% kostn- Framhald á 2. síðu. Landhelgismál Bæjarstjórn samþykkti á síð- asta fundi sínum stutta ályktun um landbelgismálið þar sem út- færslunni er fagnað. Á sama fundi kom fram tillaga um að gefa 50.000 kr. í landhelgissöín- ina. Sú tillaga var samþykkt með sjö atkvæðum. Stefán bæjarstjóri og Kristján á Eyri fundu hvöt hjá sér til að sitja hjá í þessu máli og gerðu það. Halldórsreitur Eins og mörgum er kunnugt hefur um nokkurt skeið staðið í nokkru stappi vegna eignar- halds Björns Þórðarsonar á svo- kölluðum Halldórsreit. Þormóð- ur rammi þarf á þessari lóð að halda vegna framkvæmda siuna og ákveðið hafði verið, að ba'jar sjóður legði fram reitinn, sem hlut af hlutafé sínu í fyrirtæk- inu. Mál þetta hefur verið lengi á döfinni, eða allt frá því að Björn keypti reitinn af erfingj- um Kristins Halldórs. Hér vez-ð- ur þetta mál ekki rakið lið fyrir lið, en látið nægja að fullyrða, að þar hafi Stefán bæjarstjóri haldið óvenju illa á málum bæjarins, og er þá langt til jafnað. A fundi bæjarstjórnar 2. okt. s. 1. fékkst að lokum lausn á málinu á þá leið að bærinn kaupir Halldórsreit á kr. 450.000 og lætur Birni Þórðar eftir Sunnubraggann án lóðar. Segja má, að eins og málum var komið, sé þetta viðunandi' lausn. Reisuguli Nýlega héldu eigendur nýju húsanna við Laugarveg reisu- gilli. Komið var saman í hús- unum, en síðan var boðið til kaffidrykkju að Hótel Höfn. Þar voru margar ræður fluttar, og almenn ánægja ríkjandi með gang þessara mála allra. Raforkumál Fyrir síðasta bæjarstjórnar- fundi lá álitsgerð stjórnar Raf- veitu Siglufjarðar um framtíðar- skipulag raforkumála. Álitið var í formi bréfs til stjórnar S 1 R. Helztu niðurstöð- ur stjórnarinnar eru þessar: Engin teljandi vandamál eða erfiðleikar eru um rekstur Bafveitu Siglufjarðar miðað við ástandið í dag. Samtenging og samstarf við önnur orkuveitu- svæði er talin eðlileg og sjálf- sögð á grundvelli frjálsra samninga. Bent er á, að með samtengingu við Skagafjarðar- svæðið <væri hægt að fullnýta framleiðslugetu Rafveitu Siglu- fjarðar. Aðild að Norðurlandsvirkjun er talin koma fyllilega til álita. Sveitarfélög, sem þess óska, eigi og reki dreifikerfi, en orkuver verði sameign ríkis og sveitar- félaga, þó með þeim fyrirv:i d, að orkuver i eign sveitarfé'aga nú, verði það áfram, ef eigend- ur þeirra telja það æskilagt. Þessi álitsgerð var samþ^kkt ágreiningslaust í stjórn Raf- veitu Siglufjarðar og í bæjar- stjórn. Ættu nú aUir að hafa það á hreinu hver „hinn sigl- firzki málstaður" er. Læknar Ungur læknir, Arni Ragnars- son, hefur verið ráðinn til þess að gegna héraðslæknisembætt- inu um nokkurn tíma. Lúðvig Guðmundsson, sem gengdi embættinu í haust,. er væntanlegur aftur til þess að taka við af Árna. Eftir áramót er væntanlegur hingað nýútskrifaður læknir og er þess vænst, að hann verði hér alllangan tíma. Læknamál okkar Siglfirðinga virðast því vera leyst um næstu framtíð. Innheimta bæjargjalda Þegar liðnir voru 9 mánuðir af árlnu höfðu gjöld til bæjar- sjóðs innheimzt sem hér segir: Útsvör námu kr. 22.774.500 af þeim hefur náðst inn 49,35% Framhald á 2 síðu.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.