Mjölnir


Mjölnir - 12.10.1972, Blaðsíða 3

Mjölnir - 12.10.1972, Blaðsíða 3
við sundlaugina og horfir í suður. Til vinstri er félagsheimiiið. RAGNAR ARNALDS: STÓRSTIGAR FRAMFARIR í SKÓLAMALUM SKAGAFJAROAR Eins og kunnugt er, hafa skólamál í Skagafirði lengi verið í ólestri. Elíki hefur náðst samkomulag milli sveitarfélaganna um staðar val skóla, og agleiðingin hefur orðið sú, að Skaga- fjörður hefur dregizt aftur úr öðrum byggðum lands- ins í skólamálum, og náms- aðstaða barna og unglinga í héraðinu hefur verið ó- fullkomnari, en víðast hvar annars staðar. Að sjálfsögðu á þetta fyrst og fremst við um sveita- lireppa "sýslunnar, því að góð- ar skólabyggingar eru bæði á Sauðárkróki og Hofsósi. Áratugum saman hefur ekki náðst um það samkomulag, hvar reisa ætti stóran og full- kominn skóla fyrir sveitirn- ar. Meira en fjörutíu ár eru liðin, síðan ríkissjóður eign- aðist Reykjarhólsgarð með öllum heitum uppsprettum i Varmahlið, í þeim tilgangi, að koma þar upp menntasetri fyrir liéraðið. Teikning var gerð og steyptur upp grunn- ur, en ósamstaða heima fyr- ir kæfði skólann í fæðingu, og eftir stóð sundlaugin ein, sem að vísu hefur komið i góðar þarfir. Ýmsir hafa viljað byggja upp menntasetur fyrir sveit- ir Skagafjarðar á hinum fornhelga, sögufræga stað að ITólum í Hjaltadal, aðrir liafa viljað ætla Sauðárkróki að fóstra alla nemendur úr sveitum sýslunnar, en Lýting- ar hafa hins vegar viljað byggja upp Steinstaðaskóla, sem skólamiðstöð sveita- hreppanna. Þetta þrátefli hef- ur staðið í meira en aldar- fjórðung, jafnvel þótt meiri hluti sýslunefndar hafi hvað eftir annað tekið af skarið, og stutt uppbyggingu skóla í Varmahlíð. 1 grein, sem ég ritaði í Skagfirðing, blað okkar Al- þýðubandalagsmanna í Skaga- firði, fyrir tæpum tveimur árum, þegar ég tó-k við skóla- stjórn í Varmahlíð, ræddi ég þessi mál í ítarlegri grein, og þarf ég ekki að endurtaka þau sjónarmið, sem þar komu fram. Ég hallaðist að því, að hyggðir yrðu upp þrír aðalskólar, sem yrðu hurðarás barna- og unglinga- menntunar í héraðinu: Á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð. Þá var ört vaxandi hreyfing í þá átt, að finna eina heildarlausn á skólamál- um Skagfirðinga, og skipu- leggja síðan framkvæmdir út frá þess liáttar áætlun. Á seinustu tveimur árum hefur svo tekizt afburðagóð sam- vinna milli fjölmargra aðila, hæði opinberra aðila og einstaklinga, úr öllum flokk- um, sem sett hafa sér það inark, að leysa skagfirzk skólamál úr áratuga sjálf- lieldu. Á tveimuin vígstöðvum Að þessu máli hefur eink- um verið unnið á tvennum vígstöðvum, annars vegar hér heima í héraði, og hins vegar á Alþingi og í menntamála- ráðuneytinu. Ráðuneytið und- irbjó tillögur, sem miðaðar voru við vegalengdir i hérað- inu, nemandafjölda úr hverj- um hrepp og níu ára grunn- skóla fyrir öll börn í liérað- inu, þar sem nemendum væri skipt á sex skólastaði. Á SauSdrkróki og í Varmahlió var gert ráð fyrir fullkomn- um grunnskóla með níu bekkjum, á Hofsósi sjö bekkj- um, Sieinsslöóum fimm bekkj- um og á Stóru-ökrum og Sól- görðum fjórum bekkjum. Þess- ar tillögur hafa síðan verið vandlega ræddar og kynntar heíma í héraði, og fleztir hreppar tekið afstöðu til þeirra. Má segja að þessar tillögur hafj í megin atriðum verið samþykktar heima fyrir með nokkrum breytingum, þótt enn séu nokkur atriði ó- útkljáð. 1 vetur fékkst samþykkt á Alþingi, að veita 26 milljón- um króna til skólamála i Skagafirði. Árið áður feng- ust 2 milljóhir króna í sama skyni, pg eru því 28 inilljónir króna til ráðstöfunar til að byrja framkvæmdir við þessa nýju áætlun. Meiri liluti þessa fjár er ætlaður til að koma af stað skólabyggingunni i Varmalilíð, liluti er ællaður til að byggja heimavist við gagnfræðaskólann á Sauðár- króki, og hluti til að stækka skólann á Iiofsósi. Skólinn í Varmalilíð I Varmalilíð er ráðgert að hyggja skóla fyrir 180 til 190 nemendur úr öllum sveita- lireppum sýslunnar, nema Skelfisstaða- og Rípurlireppi. Flestum verður ekið dag- lega til skólans, en þó verða í heimavist 50 til 60 nemend- ur. Heimanakstursnemendur verða í skólanum fullan vinnu dag, borða þar og fá þar að- stöðu til heimanáms, tóm- stundastarfs og leikja. Skólinn verður byggður suðves'tan við sundlaugina í Varmahlíð, fjórar aðalbygg- ingar til vesturs upp í skóg- ræktina, samtengdar þannig, að fremst er bygging á þrem- ur hæðum, þá bygging á tveimur hæðum,' og aftast á einni hæð. Hrafnkell Thorla- cius, arkitekt, hefur teiknað skólann, og er samanlagt gólf- flatarmál hans tæpir 5000 m-. Eru þá meðtalin nokkur íbúð- arhús fyrir kennara, sem reist verða ofar í iirekkunni og ekki sjást á meðfylgjand teikningu. Heildarkostnaðu við byggingu skólans er dag áætlaður um 130 mdJljón ir króna, og má ætla að hlut ur sveitarfélaga verði nálæg 25%, eða rúinar 30 milljóni króna. Undirbúningsframkvæmdir við fyrsta áfanga munu liefj- ast nú í liaust. Fyrsti áfang- inn verður vafalaust stærstur: fjórar til fimm kennslustofur, mötuneyti, tvær íbúðir fyrir starfsfólk og hluti heimavist- ar. En hvenær unnt verður að taka fyrsta áfanga skólans i notkun, er enn algjörlega ó- ljóst og vafalaust mun félags- heimilið áfram koma að mikl- um notum í þágu skólans mn langt skeið. I haust hefur ver- ið borað eftir heitu vatni i Varmahlíð, enda hefur jarð- hitinn í Reykjarhólnum aldrei áður verið heizlaður með nú- tírna aðferðum, og hefur þeg- ar fengizt nægilegt vatn, um 18 litrar á sekúndu af 90° lieitu vatni. I byggingarnefnd Varma- hlíðarskóla eiga sæti: Halldór Benediktsson, FjaUi, Ilelga lvristjánsdóttir, Silírastöðum og Ingvar Jónsson Gýgjarhóli. Byggingarmeistari skólans verður Guðmundur Márusson, Varmahlíð. Framkvæmdir á Hofsósi og Sauðárkróki Á Hófsósi er stefnt að því að byggja upp skóla sem verður sameiginlegur fyrir þrjá hreppa, Fellshrepp, Hofshrepp og Hofsós. Þar eru nú þrjár kennslustofur, en ætlunin er að bæta tveimur kennslustofum við, með við- byggingu við skólann, og jafnframt að skapa aðstöðu i félagsheimilinu fyrir inötu- neyti, eina til tvær kennslu- stofur og leikfimiskennslu. Félagslieimilið á Hofsósi hefur verið mjög lengi í smíð- um vegna fjárskorts en með því að skólinn tekur liliúa þess á leigu fyrst um sinn, er von 'til þess að verulegur skriður komist á byggingu þess. Á Hofsósi er nú nánast engin aðstaða til félagsstarf- semi og samkomuhalds, og hefur það haft lamandi á- hrif á alla félagsmálastarf- semi. Gert er ráð fyrir því, að heildarkostnaður við þessar framkvæmdir nemi um 15 milljónum króna, og var að því stefnt, að samvinna hrepp anna gæti hafizt haustið 1973, en eins og víðar, er hætt við, að kapphlaupið við tímann verði harla tvísýnt. Geir- liarður Þorsteinsson arkitekl heíur gert teikningu að þess- um framkvæmdum. Á Sauðárkróki mun senn hefjast bygging heimavistar, sem bæði er ætlað að hýsa neinendur í gagnfræðaskólan- um og iðnskólanum. Verið er að teikna bygginguna og ann- ast það Stefán Jónsson, arki- tekt. Gera má ráð fyrir að bygg- ingin kosti fullbúin yfir 30 milljónir króna. Undirbúnings framkvæmdir verða hafnar í haust, eftir því sem aðstæður leyfa, en stefnt er að því, að steypa upp húsið næsta sum- ar. Aðrar skólaframkvæmdir Hér liafa verið nefndar þrjár stærstu og dýrustu framkvæmidir, sem nú eru að hefjast og munu gerhreyta námsaðstöðu barna og unglinga í Skagafirði, en jafnhliða þessu eru einnig framkvæmdir á Steinsslö5um í Tungusveit og Sólgörðum í Fljótum, sem bæta munu þá' aðstöðu, sem fyrir er, enda er gert ráð fyrir, að yngri aldursflokkum verði kennt á báðum þessum stöðum um langa framtíð. Eins er fyrir- hugað, að skapa fullkomna að- stöðu að Hólum 1 Hjaltadal til að kenna yngri aldurs- flokkum. Áætt. um skipan skóla máia í Skagaf. gerir einmitt ráð fyrir, að kennsla yngstu barnanna sé dreifð á marga staði og fari fram sem næst heimilunum, len þegar ofar dregur í aldursflokkana er nemendum safnað saman i færri og stærri skóla, sem búnir verða fullkomnustu kennsluaðstöðu. Siglufjörður og FM útvarp Nýlega bárust mönnuin i liendur innheimtuplögg frá Ríkisútvarpinu og sjónvarpi. Það rifjaðist þá upp fyrir Siglfirðingum enn lietur, að enn eru efndir litlar á loforði um bætt hlustunarskilyrði liér í hænum. 1 vor þegar fyrri hluti afnotagjalds var lil innlieimtu gerðu allmargir útvarpsnotendur tilraun til að mótmæla hinum gjörómögu- legu hlustunarskilyrðum, sem liér eru, hæði vegna erlendra stöðva, - loftskeytas'töðvar í bænum og mjög ófullkominn- ar miðbylgju sendistöðvar, sem notuð hefur verið undan- farin ár. Vegna þessara mót- mæla, sem voru þó alls ekki nógu almenn, gaf form. út- varpsráðs loforð um að úr þessu skyldi bætt með upp- setningu FM stöðvar. Gerðar voru athuganir og annar undir liúningur unninn, en ekkert hefur síðan orðið vart neinna framkvæmda. Þetta dæmi um útvarpið hér á Siglufirði er táknrænt fyrir það hve almenningur >er varnarlaus gagnvart ýius- um opinberum stofnunuin. Allskonar gjöld eru lögð á og' send til innheimtu og menn Framhald á 2. síðu. MJÖLNIK — S

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.