Mjölnir


Mjölnir - 15.11.1972, Blaðsíða 1

Mjölnir - 15.11.1972, Blaðsíða 1
ívtjoiiiir Bœjarfréttír XXXV. árgangur. Miðvikudagur 15. nóvember 1972. 8. tölublað. 20 milljúnir úr opinberum sjóðum -10 manns í vinnu Sútunarverksmiðja Loðskinns h. f. á Sauðárkróki á nú í miklum erfiðleik- um, og hefur nú verið auglýst uppboð hjá fyrirtækinu. Þótt þannig sé opinberlega komið að strandi, eru rekstrarerfiðleikar ekkert nýtt fyrirbæri í sútuninni. Fyrirtæki þetta hefur aldrei komizt í eðlilegan rekstur heldur hefur teygst úr því, sem kallað var byrjunarerfiðleikar, allan tímann síðan starfsemi hófst. Lán og fríðindi Stofnað yar til fyrirtækis- ins með meir en 20 milljórium króna, lánum úr Atvinnujöfn- unarsjóði og af fé Norður- landsáætlunar. Auk þess veitti bæjarfélagið ýmis fríðindi s. s. eftirgjöf á útsvari og aðstöðugjaldi í 5 ár. Þá var það talið mjög þýð- ingarmikið, að fá heitt vatn frá hitaveitu til framleiðslunnar. Töldu ýmsir, að það atriði skæri úr um það að fyrirtækið ætti að geta borið sig vel og skilað hagnaði. Óskhyggja í stað fyrirhyggju 1 6. tölublaði Norðanfara 1972 segir svo í viðtali við þáverandi framkvæmdastjóra Loðskinns h. f.: „og þegar verksmiðjan verður komin í fulla nýtingu, verða þar um 40-50 starfsmenn, og þá er ráð- gert að vinna um 200 þús. skinn á ári. Á það að geta orð- ið eftir 1-2 ár." Ástæðulaust er að tina hér til skrumið úr Norðanfara um fyrirtækið, en augljóst er, að við uppbyggingu þess hafa meiru ráðið óskhyggja og fljót- færni, en raunverulegar rann- sóknir og áæflanagerð. Það sannast af því, hvernig allt hef- ur farið öðruvísi en ætlað var í upphafi. Rekstur verksmiðjunnar er ein vandræða saga. Framleiðsla gengið stirðlega og söluerfið- leikar sífelldir. Af þessu hefur leitt vanskil bæði á lánum og öðrum gjöld- um. Starfsliðið hefur ekki verið 40-50 manns heldur 24 um skamman tíma, þegar flest var. Nú múnu vinna. þarna 10 eða 12 manns. Úreltar vélar? Ástæðan fyrir erfiðleikum verksmiðjunnar eru vafalaust fleiri en ein, en margir halda þvi fram, að vélar verksmiðj- unnar sem keyptar voru af Sútunarverksmiðjunni h. f. í Reykjavík, séu gamlar og úr- eltar, og að ekki sé hægt að starfrækja fyrirtækið með ár- angri með slíkum vélakosti. Rannsóknar er þörf Á þessu þarf að fást skýring, það er óverjandi að stofnað sé til fyrirtækis með stórfelldu framlagi úr opinberum sjóðum án þess að slíkt skili árangri. Þetta er að vísu þekkt úr „við- reisnarsögunni", en við höí'um yfir að ráða nægilegri þekk- ingu til að meta í upphafi mögu leika fyrirtækja til framleiðslu og sölu. Það er eðlileg krafa, að opin- berir aðilar rannsaki nú þegar ineð hverjum hætti var stoín- að til sútunarverksmiðjunnar og hvernig rekstri hennar hef- ur verið háttað, jafnframt því sem markaðir séu kannaðir. Þýðingarmest er að allir þætt- ir málsins séu kannaðir full- komlega, bæði hvað snertir búnað verksmiðjunnar og markaðsmöguleika, og á því byggðar endanlegar ráðstafanir. Það standa engin efni til þess, að láta stóra fjárfestingu af almannafé standa óarðbæra. Það ætti því að setja fyrirtæk- inu opinbera stjórn jafnframt því, sem gerðar eru ráðstafanir til þess að það geti starfað eðlilega, og orðið sá vinnu- veitandi, sem fjárfestingin gefur tilefni til. Sorphreinsun Nýlega rann út frestur til þess að skila tilboðum í sorp- hreinsun í bænum. Tilboð voru opnuð á fundi Bæjarráðs 7. nóv. Bæjarráðsmönnum til nokk urrar furðu bárust 11 tilboð í þetta starf. Ekki hefur enu verið ákveðið hvaða tilboði verður tekið, en sú ákvörðun mun liggja fyrir mjög fljótlega. Njarðareign Bænum hefur verið boðin til kaup-s á mjög hagstæðu verði söltunarstöðin Njörður, sem er eign K. E. A. Samþykkt hefur verið að kaupa eignina á kr. 150.000. Sömuleiðir hefur verið ákveðið í Bæjarráði að leggja til, að leigja Páli Pálssyni o.fl. geymsluhús og íhúðarbragga, sem tilheyra eigninni. Þessir aðilar munu hafa í huga, að koma upp fiskverkun og að- stöðu fyrir veiðarfæri. Dagheimili Nýlega er Iokið könnun á þörf og hugsanlegri þáttöku for- eldra hér í rekstri dagheimil- is. Greinilega kom í ljós, að mikil þörf er fyrir slíka stofn- un í bænum og fjöldi foreidra mundu notfæra sér þjón'istu sem þessa. Um þessar mundir er unniö að könnun á hú'snæði og er hús Vöku við Gránugötu einkuin tal- ið koma til greina í þessu sam- bandi. Samband hefur verið haft við ýmis fyrirtæki hér í bænum, sem hagsmuna hafa að gæta vegna dagheimilis, en ekki munu hafa borizt svör frá þeim enn. Vitað er þó, að nokk- ur áhugi er á málinu. Sjóvinnunámskeið 1 Gagnfræðaskóla Siglufjarð- ar eru nú að hefjast námskeið í verklegri sjóvinnu fyrir nem- endur 3. og 4. bekkjar. Þátttaka er allgóð, bæði með- al pilta og stúlkna. Námskeiðið mun standa 7-8 vikur. Leið- beinandi er Hannes Baldvins- son. Hjartavernd Hóprannsókn Hjartaverndar er nýlokið hér á Siglufirði. Þátttaka var mjög góð, eða í kringum 90% þess hóps, sem rannsóknin náði til. Þetta hlul- fall mun vera meðal þess sem bezt er á landinu eða jafnvel það bezta. Tunnuverksmiðjan tók til starfa 31. okt. s. 1. Þar starfa nú 26 verkamenn, en hafa venjulega verið um 40. Ekki fengust fleiri menn til starfa við verksmiðjuna nú. A ætlað er að smíða 15-17000 tunnur og ætti því verki að vera lokið við lok janúar. , Atvinnuleysisbætur A árinu 1971 voru greiddar hér um 5% milljón króna í atvinnuleysisbætur. Allt útlit er fyrir að þessi upphæð verði mun lægri á þessu ári. Skýrsl- ur um greiðslur þriggja vikna í okt. á þessu ári sýna að þá voru 16 skráðir atvinnulausir og var greitt kr. 75.000. Á sama tíma í fyrra voru 34 skráðir og fengu 112.000 kr. greiddar. Þess má geta, að um síðustu mánaðarmót voru innan við 10 manns a skrá. Aflinn í októher Gæftir voru erfiðar i þessum Brynja (Aldan) 4 — mánuði og bæði togskipin fóru Farsæll 3 — í siglingu með afla. Hafnarnes- ið landaði ekki hér heima í Snurvoðarveiðar: mánuðinum, en Dagný 80 lest- Dúan 14 tonn um. "Aflinn var annars sem hér Berghildur S.K. 14 — segir: Halldór G. 2 — Línuveiðar: Færaveiðar: r Dagur 54 tonn 11 færabátar alls 17 tonn Tjaldur 50 — Hlíf 38 — Alls eru þetta 334 tonn. Á Dofri (Selvík) 27 — saima tíma í fyrra bárust til Hjalti 11 — Siglufjarðar 453 tonn Það sem Nausti 11 — er af þessu ári, er afli kominn Dröfn " 5 — á land 4131 tonn, en var 6948 Gullveig 4 — tonn á sama tímabili í fyrra. Slippurínn Þetta gera Svíar Hinn 15. sept. s. 1. var opn- uð í Svíþjóð sýning, sem á að fara um landið þvert og endi- langt. Sýningin hefur fengið nafnið Afengi. Tilgangur henn- ar er að veita upplýsingar um það tjón, sem hlýzt af áfengis- notkun. Þeir, sem koma á sýninguna fá í hendur margvíslegar upp- lýsingar um stigaukandi áfeng- isneyzlu og hvernig hin ýmsu líffæri í líkamanum verða fyrir tjóni af áfengisnotkun. Einnig prentaðar upplýsingar um viðhorf ýmissa msrkra manna til áfengisdrykkju. David Ingvar dósent segir t. d.: „Það er ekki merki um hugleysi að vera hræddur við áfengi. Það er hyggilegt. Jafn- vel hófsdrykkja skaðar heil- ann, það er einmitt þar, sem hyggindin búa." 1 síðasta blaði Mjölnis var leiga slippsins gerð að um- talsefni. Síðan sú grein birtist hefur þetta gerst í málinu. Á Hafnarnefndarfundi 12. okt. s. 1. voru gerðar breylingar- á leigumáianum við Berg h. f. ,í samræmi við þær hugmyndir, sem fram komu á fundi Bæ,ar- stjórnar. Helztu breytingarnar eru þessar: Leigutími skal vera 7 ár, í stað 5 ára. Árs- leigan skal vera 90% af setning argjöldum allt að kr. 200.000 og 50% af setningargjöldum umfram það. Þó skal lágmarks- leigan aldrei vera lægri en kr. 210.000 (upphaflegt tilboð Berg h. f.), og skal hækka ár- lega miðað við árlega meðal- talshækkun á gjaldskrá Sam- bands Dráttarbrauta, þó aldrei ininna en 5% á ári. Þessi samþykkt var lögð fyr- ir Bæjarstjórn til staðfestingar. Bæjarfulltrúar voru mjög sammála umt að þessi leigu- máli væri á alla lund vitrænni en fyrri drög Bæjarstjóra. A sama fundi kom fram bréf frá Sigurði Konráðssyni þar sem hann bendir á, að rétt hefði verið að gefa sér kost á því að gera nýtt tilboð í slippinn á sama grundvelli og nú væri verið að semja vi<5 Berg h. f. á. Hann bendir á, að^ hér væri i. raun nýtt tilboð frá Berg h. f., þar sem nú væri verið að ræða um allt annað en þær 210.000 kr., sem upphaflegt tilboð fyrirtækisins var. Jafnframt bauðst Sigurður til að ganga inn í þetta nýja tilboð, en þó með þeirri breytingu að greiða 90% af öllum setningsgjöldum í leigu. Nokkrar umræður og orðahnippingar urðu um málið og vildu fulltrúar meirihlutans ekkert með bréf Sigurðar gera. Fulltrúi AB í Hafnarnefnd Benedikt Sigurðsson flutti þá eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að vísa framkomnu bréfi Sigurð- ar Konráðssonar til Hafnar- nefndar til nánari athugunar. Jafnframt samþykkir Bæjar- stjórn að fresta afgreiðslu á fundargerð Hafnarnefndar frá 12. okt. s. 1., unz álit Hafuar- neí'ndar á bréfi Sigurðar liggur fyrir." Þessi tillaga var auðvitað felld með 6 atkvæðum gegn 3. Þegar svo. var komið som- þykkti Bæjarstjórn framlagðan leigumála við Berg h. f. með áorðnum breytingum með 8 atkvæðum, Benedikt Sigurðs- sat. hjd.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.