Mjölnir


Mjölnir - 15.11.1972, Blaðsíða 2

Mjölnir - 15.11.1972, Blaðsíða 2
Mjölnir Ctgef.: AlJjýðubandalagið f Norðurlandskjördæmi vestra. Akyrffðarmaðnr: Hanncs Baldvinsson. — AfrrelSsla: SnfiurKÖtu 10, Slgluflrðl. Síml 71294. Argjald 76 kr. — Stjflu f jnrðarprent smlflja h. f. Sigurður Jóhannesson vðrubifr.stj. Fæddur 5. apríl, 1905 - Dáinn 18. okt., 1972. Landhelgismálið Sífellt heyrast nýjar og nýjar fréttir um minnkandi afla- magn á liinum ýmsu miðum kringum landið. Þessar fregnir valda sjómönnum og íbúum fiskveiði- þorpa og bæja, sem liafa atvinnu af fiskvinnslu, sívaxandi áhyggjum. Fólk spyr: Hvar endar þetta? Ef svo heldur áfram sem horfir, að aflinn lialdi áfram að minnka uin allt að 15% árlega, verður þess ekki langt að bíða, að á- stand bolfiskstofnsins verði eins og ástand sHdarstofnsins, þ. e., að aflinn verði svo til enginn. I»að er augljóst, að alltof lengi hefur verið dregið að færa út landhelgina. Það hefði þurft að færa hana út fyrir nokkrum árum. Ábyrgðin á því, að það var ekki gert, hvílir á þeim stjórnmálamönnum, sem studdu við bakið á við- reisnarstjórninni svonefndu, þeirri sömu stjórn sem gerði samninginn við Breta 1961. Nú lítur út fyrir, að samningaviðræður við Breta fari í hönd. Því ber að treysta, að ríkisstjórnin standi fast á öilum rétti okkar íslendinga í þessu máli. Það er jafnvel álitamál, hvort ekki hefur verið gengið of langt í veitingu veiðiheimilda í samningunum við Belgíumenn. Eitt liggur alveg á hreinu: Þeir samningar, sem gerðir kunna að verða, þurfa óhjákæmilega að fela J)að í sér, að sóknin á miðin kringum landið minnki, auk þess sem Jæir verða að sjálfsögðu að fela í sér viðurkenningu á íslenzkri lögsögu yfir 50 milna landhelginni. Þegar minnzt er á landhelgismálið, koma jafnan í hug- ami nýlegar fréttir um, að Bretar fái að nota Keflavíkur- flugvöll sem bækistöð fyrir flugvélar, er hafi það hlutverk að líta eftir veiðiþjófum hér við land og væntanlega að hjálpa til við skipulagningu landhelgisbrotanna. Hvar erum við eiginlega staddir? Hvar er verndin, sem okkur var heitið í hervarndarsamningunum svokallaða, sem gerður var í okkar nafni við Bandaríkin endur fyrir löngu? Styðja Bandaríkin okkur eða Breta í þessu máli? Svarið fer varla á milli mála. Þeir eiga sjálfir í deilum við ná- grannaþjóðir sínar af útfærslu þeirra á fiskveiðUand- helgi sinni. Þegar Kogers utanríkisráðherra Bandaríkjanna var hér í heimsókn fyrir nokkrum mánuðum, átti fréttamaður frá sjónvarpinu tal við hann, og spurði m. a. um, hver afstaða Bandaríkjanna yrði tál landhelgismálsins, sem íslendingar teldu mesta Ufshagsmunamál sitt. Fáum mun úr minni Hðið fyrirUtningarglottið, sem lék um varir hins Banda- ríska valdamanns, Jægar hann vék sér undan að svara af viti. Hvað ætli bandarískan utanríkisráðherra varði um það, hvort íslendingar geta Ufað í landi sínu eða ekki? Hann varðar bara um bandaríska heimsveldishagsmuni. Ef Bandaríkin telja hagsmunum sínum henta betur að styðja Breta heldur en að styðja Islendinga í landhelgis- deilunni, þá gera þeir J»að, — og hika þá ekki við að nota þá herstöð, sem J>eir hafa hér á Islandi, tU að auðvelda Bretum veiðiþjófnað og yfirgang gagnvart íslendingum. Eitt af því, sem margir eiga bágt með að þola í sambandi við landhelgisdeiluna, er það dæmalausa langlundargeð sem landhelgisgæzlan er lótin sýna veiðiþjófunum. Bersýni- legt er, að þetta langlundageð er af Breta hálfu skiUð sem undansláttur og Unka, enda gerast veiðiþjófarnir nú æ ósvífnari og ruddalegri í áróðri sínum. Þeir eru jafn- famir að saka íslenzk stjómvöld um morðtilraunir, jafn- frarnt þvl, sem að þeir reyna að sigla íslenzku varðskipin niður og ógna með brezka flotanum. Rök kumia að vera tU þess að sýna JjoUnmæði. En það ætti að vera lógmarkskrafa, að varðskipin væra Jiannig búin tækjum, að jafnvel heimskustu mddarnir í hópi veiði- þjófanna sæu, að þeir ættu nokkuð á hættu sjálfir, ef Jæir reyndu að sigla þau í kaf. Sigurður Jóhannesson fædd- ist í Vík í Skagafirði 5. apríl 1905. Frá barnsaldri til mann- dómsára dvaldist hann þó í Austur-IIúnavatnssýslu, þar voru æskustöðvar hans og æsku minningar og þangað mun hug- ur hans oft hafa leitað er ald- urinn færðist yfir. Ungum mun Sigurði hafa orð- ið ljóst möguleikaleysi þeirrar lilveru, sem þá fylgdi oftast vinnumennsku í harðbýlli úl- kjálkasveit. Árið 1927 réðist hann í þá ný ung að verða sér úti um rétt- indi til aksturs vörubifreiða. Það sama ár hóf hann starf, sem vöruhifreiðarstjóri og þvi starfi gegndi hann svo til ein- vörðungu til dauðadags, eða í 45 ár. Árið 1933 kvæntist Sigurður eftirlifandi konu sinni, Sigríði Pórðardóttur frá Siglunesi. Hér í Siglufirði giftust þau hjónin 17. júní 1933, hér reistu þáu sitt heimili og liér bjuggu þau allan sinn húskap í 39 ár. Ileimili jæirra bar frá fyrstu tíð öll aðalsmerki íslenzkrar sveitamenningar, eins og hún hefur bezt þróast í gegmim kynslóðirnar. Þar áttu þau hjón hæði hlut að miáli, en mikill mun þar þó lilutur húsfreyjunn- ar frá Siglunesi. Þau lijónin eignuðust fjíra syni, Þórð, Hafstein, Jónas og Valgeir. Þeir bræður bera all- ir mjög svipmót og yfirbragð föður síns, og hafa fengið í arf hæði einurð hans og hreysti Oft er það svo, að þegai samstarfsmenn falla frá, þá skilja þeir eftir í liugum okkar meiri eða minni áhrif frá sam- veru og samstarfi. Eðli manna og lífsviðhorf gefa ekki aðeins mynd af persónunni sjálfri, heldur hafa út frá sér nokkur áhrif, sem eftir standa hjá samferðamönn- um. Siggi á Nesi var einn þeirra manna, sem eftir var tekið; menn vissu bæði þegar hann kom og ])egar hann fór. Hreysti hans og hispurs- leysi voru öllum kunn. Það var aldrei logn þar sem hann var, þar gustaði alltaf nokkuð. Sem ungljngur man ég jienn- an vígalega mann á götum Siglufjarðar. Hann minnti mig á víkinga fornaldarinnar. Með hjálm á höfði og sverð í hcndi hefði hann ekkert á vantað. Þessara áhrifa gætir enn, þrá'tt fyrir áralöng kynni, eða kannski einmitt vegna þeirra. Siggi á Nesi var ásamt ýms- um öðrum af sinnf kynslóð á vissan liátt táknrænn fyrir Siglufjörð síldaræfintýrisins. Þá þurfti harðfenga menn með ó- drepandi dugnað til að þola endalausar vökur og strit, og í kjölfarið fylgdu, miklir fjár- munir, hrjúft yfirborð, og áber- andi andstæður. En grunnt und ir yfinborðinu, hversu hrjúft, sem það var, var þó oft hér að finna meiri réttlætiskennd og meiri hlýju Fáein minningarorð en víðast hvar annarstaðar. Þegar ég hóf störf hjá Bíl- stjóradeild Þróttar árið 1963, kynntist ég Sigga á Nesi fljót- lega all náið. Ilann var þá for- maður Bílstjóradeildarinnar, svo að samvinna okkar varð strax mikil. Tvennt er það, sem ég minn- Sigurður Jóliannesson ist sérstaklega frá þeim áruin, sem síðan eru liðiu. Einslök stéttvísi Sigga sem mér fannst að mótaði afstöðu hans til manna og málefna, umfram alla aðra hluti, ásamt alveg ó- trúlegum vilja til að ná fram einhverjum breytingum til bóta, viðvíkjandi vinnuaðstöðu og j kjörum vörubifreiðastjóra. I Hitt er, að í brjósti þessa horfna félaga, bjó undir niðri mikil mannleg lilýja, hjálpfýsi og góðvilji til allra þeirra, sem órétti eru beittir, til allra, bæði manna og málleysingja, sem liða og eiga bágt. Við fráfall kunningja er okk- ur tamt að hugsa til þess, sem við tekur eftir dauðann og hin ýmsu trúarbrögð hregða upp fyrir okkur mismunandi mynd- um af því. Enginn mun sá til, sem upp- úr getur kveðið með j)að livað réttast sé um tilveru eftir dauð- ann. Ég óska þessum horfna félaga mínum því þeirrar lil- veru, sem ég held, að honum sjáifum mundi kærust. Að hann megi þeysa á mikl- um hestum á víðum völlum Valhallar. Að hann megi iteyga mjöð daglangt úr miklum hornum. Að hann megi taka þátt í or- uslum, og berjast fyrir mál stað þeirra sem minna mega sín og órétti eru beittir. Eiginkonu Sigurðar, vinkonu minni Sigríði Þórðardóttur, og sonum þeirra hjóna, flyt ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Kolbeinn Friðbjarnarson Kristián Sigurösson Þann 4. nóv. varð Kristján Sigurðsson forseti bæjarstjórn- ar sjötugur. Þrátt fyrir anna- saman starfsdag og marga háða hildi á pólitískum vetl- vangi dettum engum sjötugur maður í hug, sem kynnist Kristjáni eða sér hann á götu. Undirrituðum finnst hans gamli verkstjóri hafa furðulítið breyzt á þeim árum, sem liðin eru síðan liann vann hjá hon- um á Isfirðingaplaninu. Enn er skapið ört, hann er og var fljótur að fyrirgefa, fljótur til hræði, en engu seinni til sátta. Fáum mönnum hef ég kynnst, sem eru raunbetri en Kristján og minnist ég margra atvika frá árunum á planinu, sem það gætu sannað. Ég er líka sann- færður vum, að Kristjáni fynd- ist sér lítill greiði gerður með því að halda þeim á lofti. Slíka hluti á maður við mann. Það fór svo eftir mörg ár, að leiðir okkar Kristjáns lágu sam- an á ný. Enn urðum við vinnu- félagar, en heitum nú pólitískir andstæðingar. Auðvitað er Kristján óumdeilanlegur höfð- ingi síns liðs og áhrifa lians gætir viða, svo víða, að okkur andstæðingum hans finnst nóg um. Það ætti hins vegar að sanna hve mikils hann er met- inn af samlierjum sínum. I bæjarmálunum er Krislján eklci fyrst og fremst samn- ingamaður, en hefur mál fram Kristján Sigurðsson með hörku og staðfestu, hann er ekki maður, sem liggur á skoðun sinni eða felur hana í málskrúði. Nei, öðru nær. ílaon er jafn skorinorðu- i ræðum sinum og liann var sem verkstjóri á planiuu. Mér er það vel ljóst hveisu mikils virði það er, að starfa með jafn traustum og reyndum manni og Kristján er, því þrátt fyrir allt hlýtur takmark okkar allra að vera það, að stuðla að hamingju þessa staðar, betra og bjartara inannlífi. Ivleð þessum orðum íylgja inínar beztu árnaðaróskir til Kiistjáns Sigurðssonar. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson 2 — MJÖLNIR

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.