Mjölnir


Mjölnir - 15.11.1972, Blaðsíða 3

Mjölnir - 15.11.1972, Blaðsíða 3
VERÐTRYGGT HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS SAMGÖNGUBÓT Suðurland og Austurland eru aðskilin af stórfijótum. Flutnings- og ferðakostnaður stór- lækkar við tilkomu Skeiðarársands- vegar. FERÐALÖG/NÁTTÚRUFEGURÐ Jafnt innlendum sem erlendum ferða- löngum opnast nýr heimur til ánægju og fróðleiks. Landsvæði mikillar fegurðar og sögu verður nú aðgengilegra. ÖRYGGI Allt öryggi, bæði á sjó og landi, verð- ur með veginum bætt til muna, t. d. varðandi björgun úr sjávarháska og sjúkraflutninga á landi. METNAÐARMÁL Árum saman hefur það verið metnað- ur íslendinga, að vegakerfi landsins sé samtengt þannig að menn geti ferðazt hringveg um landið. SÖLUSTAÐIR: BANKAR OG SPARISJÓÐIR é KRlOOOj VERDTRYGGT ® HAPPDRÆTTISLÁN RlKISSJÓÐS 1972 mlMlun I MuHsUÍ vifl þá hakkun. •> / Innán 10 á» liá gi*idd*g«. •> þafl ógill. áann áfl wrfláé lánabn»nuw á Mrrl^ U0jJj $ ‘fwu‘ííS’h.UT.IIiáfl •r I byrjun tobrúar H7J. miflafl vlfl þá -vJíT|||ÍV/' • '*»•“"• *'* •'* viáiifliu. a.m H.galolan u>álr á gialdd.ga 'UJJjlU' úWr.lU, *Ha nrflur hann algn rklaaláfla. 1 KR.1000 DRAGIÐ EKKI AÐ EIGNAST MIÐA. SEÐLABANKI ÍSLANDS Útibú Kaupfélags Eyfírðinga Sími 71201 - Siglufiröi Allar venjulegar neyzluvörur í árvali ásamt rafmagnsheimilis- tækjum, fatnaði, búsáhöldum og leikföngum. Sauðárkrókspislill Umskipun á Sauðárkróksflugvelli Eins og kunnugt er, hafa fundist á Grænlandi mjög eftir- sóknarverðir málmar og önnur jarðefni. Danska Námufélagið stendur nú í miklum fjárfest- ingarframkvæmdum í Meistara- vík vegna fyrirliugaðrar vinnslu á málmtegund einni, sem eykur herzlu á stáli. Fjárfesting Dananna nemur nokkrum miljörðum ísl. króna vegna flugvallarbyggingar, járn- hrautar og kjarnorkurafstöðvar, en samt reikna Danir með miklum hagnaði af þessu. Hin eiginlega námuvinnsla á svo að geta hafist 1974. Einn þáttur þessa máls kem- ur til með að snerta okkur Is- lendinga. Danir hyggjast flytja málmgrýtið í 30 lesta förmum með flugvélum til Islands og hafa hér umskipunarhöfn. Sein slík kæmi Sauðárkrókur sterklega lil greing. Þangað er stylzt flug ifrá Græníandi, að- flugskilyrði mjög góð fyrir stórar flugvélar og veðursæld einstök. Flugvöllinn nýja, sem hyggður verður á næsta ári þarf að miða við það, að hægt verði að taka á móti þessum slóru vélum. Það gefur auga leið, að jietta getur haft mikla atvinnulega jiýðingu fyrir Sauðárkróksbúa og nýja lekjustofna fyrir sveit- arfólagið sjálft. Síðar mætti svo atliuga þann möguleika að „hreinvinna“ þetta málmgrýti frekar hérlend- is áður en það fer úr landi aftur. Blómarækt til útflutnings Blómarækt á Islandi á mikla framtíðarmöguleika. Landsmenn eru að vakna til vitundar um, að á jarðvarmasvæðum lands- ins muni í náinni framtíð verða til umfangsmikil og eftir- sóknarverð atvinnugrein, sern orðið getur iþjóðarbúinú drjúg gjaldeyristekjuiind. Fyrir nokkrum árum var gerð athugun á iþvi, hvort unt væri að selja hlóm frá Islandi á Ameríkumarkaði. Þótt atliugun þessi væri að vísu ófullkomin leiddi hún samt í ljós, að kaup- endur var liægt að fá að meira tnagni en hlómaframleiðendur hérlendis gátu annað þótt allir legðu saman. I daghlöðum landsins hirtist fyrir 3 árum fréttatilkynning frá Sameinuðu þjóðunum þar sem sagði frá blómaflutningi til Vestur-iÞýzkalands á árinu 1968, og var hann sagður nema 9 milljörðum ísl. króna. Sjálf- sagt er að athuga þessa mögu- leika nú á skipulegan hátt og þyrftu dugmiklir garðmann og inenn með viðskiptaliæfileika að hera saman ráð sín og hrinda svo í framkvæmd því verkefni, að gera hlómarækt á Islandi að eftirsóttri og arðhærri atvinnu- grein. Hreinii Síðasti Siglf irðingur Um síðasta Siglfirðing mætti segja, að hanii væri opinn í báða enda. Það sem er illt og slæmt á lörsíðu er rétt og gott á haksíðu. 1 samtíningi á forsíðu og þriðju síðu er því haldið fram, að greinin Fólksflótti í Mjölni sé svo lörkastanleg að hún réttlæt- hreinsun í skriffinna- liði Mjölnis. Á fjórðu síðu und- ir fyrírsögninni „I haustskugg- unum“, er talað um sömu grein í iMjölni og sagt, að þar sé „rétti lega“ talað um „hinn neikvæða og niðrandi tón, sem um of lvefur ríkt í umræðu um bæjar- mál og hefur (haft skaðlegri á- hrif en allt annað, bæði úl á við og inn á við, í málefiium sveitarfélagsins.“ Sami taugaveiklunar rugland- inn kemur upp í skrifum hlaðs- ins um rafmagnsmál. Tillögu- gerð Hannesar Baldvinssonar í Rafveitunefnd er talin bera „keini sýndarmennsku“. Þó var ekkj meiri „keimur“ af þeirrf tillögu, sem hér er (sennilega) átt við, en svo, að Knútur Jónss. og ajlir fulltrúar í Bæjarstjórn samþykktu hana. Knútur Jóns- son skrifar grein í Siglfirðing um raforkumál og tillögur Rafveitunefndar um skipan þess ara mála. Hann fagnar því sérstaklega, að alger samsla'ða var um ]>etta mál í Bæjarsljórn og Rafveitunefncl. Þetta lieitir á forsíðu sama Idaðs, að sigl- firzkir kommúnistar bjálfist hugsunarlaust eftir pólitlskri línu flokksforustunnar. Þeir virðast þá vera í allgóðum félagsskap, þessir siglfirzku kommúnistar. Hver ætli liann sé annars þessi mjögskrifandi en þekking- arsnauði skrifari? Er liann að beina spjótum sínum að Knuti Jónssyni, það skyldi ekki vera að hann ágirnist sæli lians á framboðslista? Svo er það sá pólitiski blind- ingi, sem skrifar grein og kall- ar „Jafntefli á skákborði að- gerðarleysis“. Ef til vill hefur sá mikli athafnamaður, sem er ritstjóri Siglfirðings, ætlað vini sínum Eyjólfi sneiðina og háð- ið, sem lýsir af greininni. En óneitanlega er þessi grein nokkuð seint á ferðinni. Hefði ekki verið nær.tækara fyrir Sigl- firðing að skamma duggun arlítið stjórnarherra viðreisnar- innar þau tólf löngu ár, sem þeir sátu við völd, og höfðu til þess næg tækifæri að tryggja atvinnulegt og . félagslegt ör- yggi umbjóðanda sinna norður liér. En þá kom Siglfirðingur reyndar ekki út, þá fannst ekki ástæða til þess. Hann reis ekki úr dáinu fyrr en forgöngu- menn einstaklingsframtaks og hatursmenn ríkisafskipta eygðu von í ríkisframlagi til útgáfu á Siglfirðingi. Siglfirzkir Sjálfstæðismenu, hafið einu sinni ráð andstæð- inga ykkar og lireinsi ekki til í skriffinnaliði Siglfirðings. MJÖLNIK — 3

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.