Mjölnir


Mjölnir - 15.11.1972, Blaðsíða 6

Mjölnir - 15.11.1972, Blaðsíða 6
Fyrírspurnir og svör um flugvöllinn á Siglufirói Blaðinu barst nýlega bréf, þar sem spurzt var fyrir um ýmislegt varðandi flugvöllinn hér á Siglufirði og óskað svara um það. Leitað var til Stefáns Friðbjarnarsonar bæjarskjóra og Gests Fanndals, ltaupmanns, eftir svörum við spurningunum, og fara svör þeirra hér á eftir. Þyki þessi svör ekki fullnægjandi, er fyrirspyrjanda eða öðrum lieimilt rúm í næsta blaði til frekari umræðu um málið. Bréf fyrirspyrjanda: Það gýs öðru hvoru upp tölu- vert umtal um ílugvöllinn okk- ar, ástand hans og aðstöðu við hann. Allir virðast sammála um, að hvorugt sé gott, og venjulega kemur að því i um- ræðum, að einhverju eða ein- iiverjum er um kennt, en þó er sJlt á reiki með það. Um daginn heyrði ég hnýtt í Gest Fanndal vegna ástands vallarins. Mér er kunnugt um, að hann er sá, sem sízt skyldi um kenna, og að - daglegur rekstur vallarins er ekki í hans verkahring. Miklu nær væri, að þakka honum hans þátt í flugmálum okkar Siglfirðin :a, sem væru heldur bágborin, ef líans nyti ekki við. 1 framhaldi af þessu langar mig til að hiðja Mjölni að koma eftirfarandi spurningum á fram færi og hirta svörin við þeim: 1. Hvaða aðili á að sjá um daglegan rekstur flugvallarins? 2. Hvað líður byggingu hins margumtalaða skýlis við völl- inn? 3. Hvað líður lengingu ft.ig- brautarinnar? 4. Hve há er upphæðin, sem á að renna til lagfæringai ó Siglufjarðarflugvelli á næsta ári, og hvaða lagfæringar á nð gera? 5. Hver er þáttur bæjarstjom- ar í flugvallarmálinu? Kemur mál þetta bæjarstjórninni við, eða er hún hlutlaus í því eins og fleiri velferðarmálum okk- ar? G. Er það rétt (og nú reynir á spæjarahæfileika ritstjórans) að mjög skelegg og tímabær á- skorun tii yfirvalda um úr- bætur á öryggismálum vallar- ins, sem samþykkt var í menningarfélagi hér í bæ, hafi verið kæfð í fæðingu vegna „upplýsinga" um að svona ltvabb gæti haft þær afleiðing- ar, að ekki fengizt eyrir til vallarins í náinni framtíð a. m. k.? Forvitinn Svör bæjarstjóra: 1. spurning Daglegur rekstur flugvalla allra hórlendis þ. á. m. flug- brautar í Siglufirði, er í hönd- um Flugmálastjórnar. 2. spurning Samgönguráðuneyti hefur loks fallist á byggingu farþega- skýlis, gerð hlaðs ((bílastæðis) og kaup á færanlegum ljósum til flugbrautar í Siglufirði. Bæjarstjórnin liefur ítrekað sent áskoramir til viðkomandi jfir- valda í þessu efni; flugmála- stjórn hefur stutt þær áskoranir drengilega, en framkvæmdir jafnan strandað á því að fjár- veitingavaldið hefur ekki séð ástæðu til þessarar fjárfesting- ar. Leyfi ráðuneytis til fram- kvæmda byggist á því slúlyrði, að framkvæmdir greiðist af fjárlagafé 1974, en Siglufjarðarkaupstaður útvegi lánsfé til framkvæmdanna þeg- ar í þær verður ráðist á kom- anda vori og beri vaxtakostn- að lánsins. 3. spurning Jóhannes Snorrason, yfirflug- maður, og Björn Guðmundsson flugstjóri, framkvæmdu að- flugskannanir að (þá) fyrir- hugaðri flugbraut í Siglufirði 4. apríl 1962. Skiluðu þeir um- sögn til Flugmálastjórnar 10. apríl 1962, þar sem segir m.a.: „Veðurskilyrði til athugunar voru hin- ákjósamlegustu. 1 ljós kom að ekki mun hægt að hefja flug eða lenda inn fjörð- inn og ennfremur er mjög erfitt aðflug til lendingar út fjörðinn á þessari gerð fiugvéla (Douglas DC 3). Leggjum við því til að athugað verði um byggingu á ca. 600 m. flugbraut eins utar- lega í firðinum og tök eru á, sem miðast við minni gerð flugvéla, er hafi betri eigin- leika til athafna við erfiðar aðstæður.“ Afstaða flugmálastjórnar hef- ur byggst á niðurstöðu könnun- ar þessara hæfu flugstjóra: þ. e„ hún treystir sér ekki til að mæla með lengingu flug- brautarinnar, nema nýjar stað- reyndir í málinu komi í ljós. Bæjarstjórn hefur hinsvegar haldið vakandi tilmæluin um lengingu brautarinnar og m. a. bent á, að breyta mætti farvegi Slrútuár i eldri farveg, sem hún rann í fram á síðastliðna öld, sem yrði mun ódyrari fram- lcvæmd en setja ána í stokk, eins og upphaflega var ráðgert, meðan stefnt var að 1500 m. flugbraut. 4. spurning Elckert fé mun fyrirhugað í fjárlögum 1973 til flugbrautar í Siglufirði fremur en undan-1 farin ár. Bygging skýlis, gerð hlaðs og lýsing, verður frain- kvæmt fyrir lánsfé, að tilhlutan Siglufjarðarkaupstaöar, sem fyrr segir. 5. spurning Að lögum heyra flugvellir að öllu leyti undir flugmálastjórn á sama hátt og þjóðvegir undir vegamálastjórn. Hlutur sveitar- félaga er sá einn að ýta eftir framgangi nauðsynlegra fram-, kvæmda og þjónustu fyrirl íbúa sína, en afstaða þings (þingmanna) og fjárveitinga- valds ræður gangi málanna. Sveitarstjórn getur því aldrei verið hlutlaus í þessum málum, en liinsvegar getur skemmtileg- ur „nöldurtónn“, eins og bergmálar í þessari spurningu, engan sakað, en orðið hvatti til umhugsunar og upplýsinga- söfnunar, sem er nauðsynlegur undanfari skoðanamyndunar í þessu efni sem öðru. 6. spurning Þessari spurningu kann undirritaður engin skil á. Henni er því vísað til til- greindra hæfileika ritstjóra blaðsins. Með þakkíæti fyrir tælcifær- ið til að koma framangreind- um upplýsingum á framfæri. Stefán Friðbjamarson Svör Gests Fanndals: „Yegna fyrirspurnar yðar í 5 liðum varðandi flugvöll í Siglu- firði, vil ég tjá yður eftirfar- andi svör: 1. Það er enginn sérstakur aðili, sem sér um daglegan rekst ur flugvallarins, enda ekki enniþá þörf á því. Þegar flug- vélar koma á mínum vegum, sem hefur verið regiu'.ega þrisvar í viku undanfarna 2 7 mánuði, og 7 ár þar á undan með Flugsýn, hefi ég fyrir komu þeirra ekið völlinn með allt að 75 km. hraða, í bifreið minni, til þess að kanna lend- ingar- og bremsuaðstöðu vél- anna. Aðrar vélar koma ca. tvisvar í mánuði á flugvöllinn til jafnaðar. 2. Teikningar af flugskýli voru geymdar hjá Bæjar- stjórn Siglufjarðar s. 1. 4 ár í öryggisgeymslu. Menn utan bæjarstjórnar útveguðu leyfi flugmálaráðherra í sumar til byggingar flugskýlis, og nauð- synlegt fé til þess, og sendu síðan flugmálastjórn uppkast að fyrirkomulagi skýlis, sem nú er til úrvinnslu. En annað mál er, að vegna veðurs hefir hr. Classen, sem sér um velli úti á landsbyggðinni, ekki getað komið til Siglufjarðar lil staðsetningar skýli, en sagði mér í símtali í dag, „að láta sig vita næst, þegar fært væri“. 3. Lenging flugbrautar í Siglu firði er óþörf, þar sem brautin er nógu löng fyrir þær flugvél- ar, sem mega koma hingaS með leyfi flugmálastjórnar. Auk þess eru viðskipti okkar Siglfirðinga ekki meiri en það, að núver- andi flugvélar anna þeim, og vel það. Stærri vélar yrðu fyr- ir miklu fjárhagslegu tjóni með flugi hingað, ef þær fengju leyfi til þess, sem ekki er mögu-‘ legt. En gerfióskir tveggjal liæjarfulltrúa um fé til lenging- ar á flugbraut hafa valdið mjög| miklum drætti á öðrum fram- kvæmdum og fjárveitingum. önnur bæjarfélög hér á Norður- landi hafa hirt í staðinn fé, sem hingað hefði átt að koma, að öðru jöfnu. Auk þess er það svo saga út af fyrir sig, að bæjar- stjórn okkar, ein allra sveitar- félaga á Norðurlandi, hefir neit- að að mæta s. 1. sumar og í allt haust hjá Fjórðungssam- bandi Norðurlands með tillögui og fjárhagsáætlanir varðandi flugrekstur í Siglufirði. Allir staðir á Norðurlandi — utan Siglufjarðar — hafa mætt, end- urnýjað áætlanir sínar og feng- ið loforð um milljónir króna til uppbyggingar flugreksturs hjá sér. 4. Ég vil ekki nefna upphæð- ina núna. 5. Bæjarstjórn Siglufjarðar Miðvikudaginn 1. nóvember s. 1. opnaði Kaupfélag Eyfirð- inga verzlun ’ á Siglufirði samkvæmt eindregnum tilmæl- um sainvinnumamna þar í bæ. Haustið 1970 varð Kaupfélag Siglfirðinga að hætta störfum. Það varð þá að ráði, að Kaup- félag Skagfirðinga og Kaupfélag Eyfirðinga, sem um árabil höfðu í sameiningu annast sölu mjólk- ur og mjólkurvara á Siglufirði, breyttu mjólkurbúð sinni að Aðalgötu 7 í almenna matvöru- verzlun, og var þetta gert að ósk fjölda lieimamanna. Á þann liátt var koinið í veg fyrir að samvinnuverzlun félli alveg niður á Siglufirði. Á síðastliðnum vetri kom fram áskorun frá 120 fjölskyld- um á Siglufirði þess efnis að Kaupfélag Eyfirðinga setli á stofn útibú á Siglufirði og stofn aði þar félagsdeild. Þetta erindi afgreiddi aðalfundur K.E.A. 5. júní s. 1. með því að samþykkja að sett yrði á stofn verzlun K.E.A. á Siglufirði og þegar fengin væri tveggja ára reynsla af henni yrði tekin ákvörðun um stofnun félagsdeildar. Verzlunin er í húsakynnum þeim, sem áður tilheyrðu Kaupfélagi Siglfirðinga, en eru hefir fyrirbyggt byggingu flug- skýlis síðastliðin fjögur ár.“ Aths. blaðsins: Elvki liefur tekizt, þrátt fyrir nokkra eftirgrennslan, að finna neitt, sem bendi til þess, að á- skorun um úrbætur á öryggis- málum vallarins hafi verið „kæfð í fæðingu", eins og það er orðað í bréfi Forvitins, en viti einhver sannanleg dæmi slíks, væri blaðinu kærkomið að fá upplýsingar um það. Að lokum skal þess getið, að blað- ið mun ljá núm fyrir frekari umræður um þetta mál, ef óskað er, t. d. l'rá bæjarstjórn- inni, sem væntanlega liggur ekki þegjandi undir því á- mæli að hún hafi staðið í vegi fyrir endurbótum á flugvellin- um árum saman. nú í eigu Sambands Isl. Sam vinnufélaga, við Suðurgötu 2-4. Þarna hefur verið útbúið mjög glæsilegt verzlunarhúsnæði, og auk fjölbreyttrar matvöru eru þar einnig á boðstólnum heimilistæki, búsáhöld, vefnað- arvörur og leikföng. Frá þess- ari verzlun er síðan útibú að Hvanneyrarbraut 42, eingöngu með matvörur, og svo mjólkur- sölubúð í sunnanverðum bæn- um. Skipulagningu og uppsetningu hinnar nýju verzlunar önnuð- ust af hálfu K.E.A.: Björn Baldursson, Vilhelm Ágústsson, Mikael Jóhannesson, Haraldur Magnússon og Gísli Magnússon. En iðnaðarmenn og iðnfyrir- tæki á Siglufirði sáu um liina almennu fagvinnu. Jón & Erling önnuðust uppsetningu kæli- tækja, Tréverk h. f. annaðist alla trésmíði, Gunnar Guð- mundsson múrverk, Ingólfur Arnarson raflögn og Bjarni Þorgeirsson málningu. Verzlunarstjóri hinnar nýju verzlunar verður Guðmundur Jónasson, sem veitt hefur Mjólkursölunni forstöðu um ára- bil og með honum munu starfa 6-7 manns. Myndin sýnir likan af frystihúsi Þormóðs ramma h. f. Húsið er 10.000 m- og 54.000 ms. Áætlað byggingarverð með öllum búnaði er um 222 m.kr. og afkastageta 100 tonn af hráefni. Þegar hafa borizt tilboð í sjálft húsið, bæði erlend og inniend. Liklegst er talið að byggt verði stálgrindarhús. Teikningar hefur Rögnvaldur Johnsen gert. Um þessar mundir eru þeir Ragnar Jóhannesson og Hinrik Aðalsteinsson staddir i Reykjavík til viðræðna við stjórnvöld, m. a. um næsta þátt bygginga- framkvæmda fyrirtækisins. Fréttatilkynning 6 — MJÖLNIB

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.