Mjölnir - 13.02.1975, Blaðsíða 5

Mjölnir - 13.02.1975, Blaðsíða 5
NUíÓ - Bandaríkin og þriðji heimurinn Þessi grein, sem hér fer á eftir er inngangur greinar- flokks um Suður- og Mið- Ameríku-löndin. Þar kemur fram að Bandarikin og NATÓ eiga stóran þátt i hvernig hinn svonefndi þriðji heimur er á sig kominn. Fannst okk- ur því nauðsynlegt að rekja þessi mál áður en hinn eigin- legi greinarflokkur byrjar, en þar leika Bandaríkin stórt hlutverk. G. G. — K. E. Fátækt og örbirgð — auðlegð og gróði Mikiö hefur verið rætt og ritað um fækkun í herliðj hernaðar- handalaganna í Evrópu. Banda- rískur sagnfræðingur, David Horowitz ,að nafni, hefur sett fram svohljóðandi kenningu: „Aö vinna að stigminnkandi og friösamlegri skipan mála í Evrópu, jafngildir stgrkingu miS flóttaaflanna innan NATÓ, jafn- gildir að grafa undan hugmgnda fræói andkommúnismans, sem höfd er að gfirvarpi viö and- bgltingarsinnaóar ofbeldisaSgerö ir, og jafngildir að stgrkja þau öfl, sem víSa um heim regna aö miöla málum og afstgra þeirri tegund ofbeldisárása, sem Banda ríkin telja sig þurfa aö grípa til i æ ríkara mæli tit aö halda heimsvaldaslööu sinni.“ Þess er með öðrum orðum ekkj að vænta að friðurinn styrkist í Evrópu, meðan Banda ríkin beita harðsvíraðri hernað- arpólitik lil að varðveita hjá- lendur sínar í öðrum lieimsálf- um fyrir vaxandi byltingaröld- um í þeim hlutum heimisins, sem fátæktin tröllríður. „Til þess að varðveita þau 60% auðsefa jarðair, sem aðeins sex prósent íbúa heimsins (þ. e. Bandaríkin) hefur yfir að ráða (og beitir þeim auðvit- að í eigin þágu) hefur U.S.A. komið sér upp 1000 herstöðvum og virkjum víðsvegar um heim. Bandaríski flotinn er á varðbergi í Miðjarðar-, Atlanz-, á Indlands hafi og á Kyrrahafinu. C. I. A. (liin illræmda Bandaríska leyni- þjónusta) hefur yfir að ráða 200.000 undirróðursmönimm og árlegu starfsfé, sem er 15 SINN- UM meira að vöxtiun en ALLT rekstrarfé hinnar almennu utan- ríkisþjónustu Bandaríkjanna. NATÓ-iúkin græða stórfé á fjárfesfingum sinium í öreiga- löndunum og beita jafnframt valdi sínu yfir heimsmarkaðin- um til að lækka verðið á hrá- efnuin frá arðrændu löndunum og hækka verðið á eigin iðnað- arvarningi. Vestrænt auðvald færir sér ekki aðeins í nyt aðstöðu sína vitandi vits með þeirn afleiðing- um að sultur og vannæring helst við, heldur MAGNAST í sama hlutfalli og gróöinn. Um sama leyti og 10.000 svelta dag- lega í hel í hinum vanþróuðu hlutum heimsins sér bandarísfca auðvaldið um að dagleg'a séu fyrnd og eyðilögð matvæli, (tii að hindra verðfiaU) sem nægt gætu til þess að seðja þessar sörniu þúsundir. A sama hált og um beinl sam- hengi er á milli íúfcisdæmis ame riska auðvaldsins og banda- inaiina þess í Evrópu annarveg- ar og örbirgðar vanþróuðu ríkj- anna hinsvegar, eins er líka semhengi milli NATÓ-banda- rískrar iiernaðar- og ofbeldis- I steínu — og fcröfu hins arð- rænda lifuta heimsins um þjóð- íélagsiegt réttlæti og umráð yfir eigin auðlindum. Þessar kröíur eru bein ógnun við liagsmuni bandariskra auðliringa i öðrum heimsálfum og (af því iögþing Bandarikjanna heiíur kosið að láta sig þessa hagsmuni varða) einnig við hagsimuni Bandarikj- anna. Bandariskir bændur standa gfir gröf kálfa, sem þeir telja sig ekki fá nógu hátt verö fgrir. Kalda stríðið og torsendan fyrir stofnun NATÓ I byrjun kalda istríðsins var okkur tjáð, að Sovétrífcin, sem misst höfðu 20 milljónir manna og helminginn af þjóðarauð sín um og höfðu auk þess afvopn- ast meir en vænta mátti eftir að bardögum laufc, stefndu að bráðum landvinningum og heimsyfirráftum og yrðu aðeins stöðvuð með stórfelldri vest- rænnj og þýzkri endurhervæð- ingu. Isaae Deutscher, bresfc-pólsk- ur sagnfræðingur minnist þess- arar þróunar: ,Oftar en einu sinni hafa st írveldi gengiö í bandalag og dnnig hafiö ófriö í gfirskini falskrar hættu. En aldrei fgrr > hafa ábgrgir ráöherrar málaö á vegginn jaf nhrikalegar og ó- raunverulegar ógnir og þegar NATÓ var stofnaö." John Forster Dulles utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna 1953-59 og einn helsti berserkur kalda stríðsins sagði í mars 1949, að- eins mánuði áöur en „varnar- bandalag vestrænna þjóða“ NATÓ var stofnað: „Eg veit ekki um neinn á- Þessi mynd er táknrœn fyrir ástandið i þriSja heiminum. Svokölluð Sahel-ríki í Af- riku eru sex talsins: Senegai, Máritanía, Malí, Efra-Volta, Níger og Sjad. Samkvæmt mati alþjóða- stofnana hafa þar sex mlllj ónir manna átt það yfir- vofandi að deyja úr hungri siðustu árin, og þarna_____ deyja árlega tugþúsundlr úr hungri. Daglega eru þó flutt úr landi 650 smálestir af kjöti og annað eins af grænmeti, af bandarískum og evrópskum auðfélögum á markaði Evrópu. bgrgan fulltrúa Bandaríkja- \stjórnar, hvorki frá hernum né [borgarálegra embætlismanna, né fulltrúa neinnar annarrar ríkisstjórnar, sem trúir því, aö Sovétstjórnin undirbúi landvinn inga meö hernáöarárás." Þ. 14. jan. 1949 skrifar David Lawrenice, ritstjóri eins út- breiddasta efnahagsmálatimarits i Bandaríkjunum, US News and World Report: „Gerum ráö fgrir áö Stalín tæki skyndilega þaö ráö, aÖ semja friö viö Ameríku og hin vestrænu tgöræöisríki. Á vorri öld gerast oft furöulegir hlutir, og ef svo óvænt tiöindi skyldu veröa, hvaöa áhrif mundi þaö hafa á efnahag Bandaríkjanna? Hvílíkt rothögg þaö myndi veröa, ef mennirnir í Kreml ákvæöu aö binda endi á kalda stríöiö. Ef Rússland skyldi skyndilega snúast til friöar, þá mundu þau furöutíöindi gerast, aö Amerika stæöi andspænis hinni stórkostlegustu efnahags- legustu hættu. Því ef Stalín eöá eftirmenn hans friömæltust, yröi þaö mesta áfall, er komiö gæt{ fyrir 'þjóöarbúskap vorn, þaö mundi sundra allri atvinnu manna og leggja hinar þyngstu byröar á menn, er leggja fjár- muni sína í fyrirtæki.“ Það er ekiki að furða að ráða- menn í Bandaríkjunum vilji ekfci leggja þær ógnir á þjóðina, sem friður mundi hafa í för með sér. Þess má svo lífca geta, að auð kóngar Bandaríkjanna græddu þrefalt meira árin sem seinni heimsstyrjöldin stóð, en á árun- um fyrir stríð. — „Mikill“ vill meira, og iþví skyldi blásið í ó- friðarglæðurnair „fyrir dollar- ann og pundið.“ Upphófst nú á- róður mikill um nauðsyn þess að stemma stigu við „útþenslu- stefnu“ Rússa í Evrópu. Áróð- urskór þessum tókst á örskömm um tíma að kyrja svo hátt vegna góðra undirtekta, að sönglög hans urðu kunn um all- an hinn „frjálsa heim“. Eitt kunnasta lag þessa kórs varð lagið um Rússagrýlu, vinsældir þess flugu um allan heim og það varð á svipstundu svo vin- sælt að hvert barn gat sung- ið með hikstalaust, nema auðvit- að kommúnistarnir ljótu sem mikið var um í kvæðinu, en þeir eru líka svo miklir félags- skítar eins og allir vita, En brátt kom í ljós, að textinn var ekki saminn eftir sannleiksifor- múlunni og kórinn tók að verða taktlaus og falskur, Jiótt æfing- ar færu fram oft á dag. „Það er nú opiniberlega viður- kennt, a'ð herstyrkur NATÓ-ríkj- anna sé meiri en Varsjárbanda- lagsins, og játað „aö ríki Varsjár bandalagsins hafi „aöeins notáö HELMING þeirrar upphæöar, sem NATÓ-ríkin hafi notaö til herbúnaöar s.l. 10 ár.“ (New York Timeis, 16. des. ’64) .....i þokkabót haldið fram af sérfræðingum Bandaríkjanna um sovésk málefni „aö marlaniö Sovétríkjanna i Evrópu sé frem- ur aö verja en auka landrgmi sitt, og aö Rússar ati fremur meö sér áhyggjur um árás úr vestri en ráöageröir um eigin ofbeldisaögeröir." (London Times 12. ágúst 1963) „Þaö er óhrekjandi slaöreynd, aö Vesturveldin hafa um árabil staöiö æ fastar gegn því áö dregiö væri úr hervæöingu Evr- ópu.“ (Foreign Affairs jan 1964: George Kennan, sovétsérfræðing ur og sendiherra U.S.A. í Mosfcvu 1952-’53.) Það sem liér hefur verið rafc- ið skýtur óneitanlega skökfcu við allt það, isem Morgunblöð liins vestræna lxeims hafa talið, og reynt iað telja okkur trú um. Hve sjúkt er efcki það efnahags kerfi, sem byggir tilveru sína á arðráni á sveltandi þjóðum, á að lialda úti herliði um allan heim, á að berjia niður þjóðfé- lagsöfl, sem leitast við að bæta kjör sveltandi þegna? NATÓ, þetta óskabarn her- gagn a f ramlei ð an d a, arð ræ ni ngj a og fjölþjóðahringa, er stofnað til að viðhalda ófriðarástandinu heiminum, til að viðhalda hungri, fátækt og þekkingarleysi og ekfci síst til að halda á mott- unni öflum, sem risið hafa upp til að mótmæla ofbeldisárásiim Bandarikjanna, sem þau hafa orðið að grípa til í æ ríkara mæli til að viðhalda heimsvalda stöðu sinni. Það hlýtur að vera skylda hvers hugsandi Islendings, að stuðli að því að þjóð hans standi utan við slík múgmorða- glæpafélög og öll liernaðar- bandalög, því þau eru ekki stofnuð til vernda friðinn, held- ur til að viðhalda óbreyttu á- standi. Meðan við trúum á Rússagrýl- una og grýlur yfirleitt, geta yfirstéttiir NATÓ-ríikjanna fyllt veisluborð sín krásuin úr lönd- um hins isveltandi þriðja heims. Það er efcki úr vegi, að láta David Horowitz, sem lengst af hefur haft orðið, ljúka þessum línum. „Þar eö vestrænum almenn- ingi er hreint ekki tjóst hver er höfuöorsök víösjánna síöan síöari heimsstyrjöldinni lauk, gæti veriö gagnlegt aö telja upp þær þjóöir (skráin er ekki tæm andi) sem oröiö hafa fgrir árás um og blóölapi af völdum vest- ræns ofbeldis og grimmdar: Grikkland, Indónesía, Malaja, Kína Kórea, íran, Guatemala, Kýpur, Líbannon, Kenya, Alsir, Egyplaland, Kongó, Aden Bah- rein, Angola, Mósambik, Gabon, Panama, Kúba, Dóminíkanska lýöveldiö og Chite, svo aö fáein séu nefnd af þeim löndum, þar sem ofbeldiö hefur veriö ó- grímuklætt. Þessi skrá gefur í sjálfu sér glögga vísbendingu um þaö hvers vegna kalda stríöiö varir enn. sovésk eöa kinversk út- þensluviöleilni hefur áldrei ver- iö orsökin til árekstranna. Hin raunverulega ástæöa er sú, aö Bandaríkin og önnur auövalds- ríki ráöa yfir megninu af auö- lindum heimsins utan eigin landamœra. Kalda stríöiö lxlýtur aö halda áfram meöan þessi yfir ráö haldast. Því kalda stríöiö er aöeins ein af áöferöunum, sem beitt er til aö halda þeim....“ (Að mestu byggt á bókinni, Bandarkin og þriðji heimurinn: David Horowitz.) KRISTJÁN ELlASSON GUNNAR GUÐBJÖRNSSON MJÖLNIR — 5

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.