Mjölnir - 13.02.1975, Blaðsíða 6

Mjölnir - 13.02.1975, Blaðsíða 6
Mjölnir a Böðvar Guðmundsson: ( ÞANN TSMA VAR LANDIÐ ALLT HREGGVIÐI VAXIÐ MSLLI FJALLS OG FJÖRU Það frækorn, sem vonglaður vindur lét vormönnum íslands í té og skyldi við alúð í skjólinu verða að skógarins fegursta tré, sú hrísla sem hæst skyldi gróa og himninum teygja sig mót, sú hrísla er orðin að hreggviðarkræklu sem húkir á fúinni rót. Á rotinni rótinni skortir hið riðandi fúasprek afl, því festu menn hreggvið á húsþökum uppi og heftu við skorstein og gafl, og hreggviði heimilislífið á húsþökum uppi finnst gott, hann krækir með fúnum og kræklóttum greinum í kanann, sem ætlaði brott. Hann hangir í kananna kápu hann klifar við verndarans laf: Ó, dreifið þið skít yfir húsþökin heima svo hreggviður lifi það af. þið vitið það verndarar góðir að válegt er tómleikans bit. Ó, hafið því áburðinn, heimilisvinir, ó, hafið þið skítinn i Blaðið tók sér be&saleyfi til að birta kvœðið lliér að ofan. Höfundur söng það í sjónvarps- þæltinum „Það eru komnir gest ir“, sem teikin var upp nokkru fyrir jól, en hefur nú verið bamnfærður af meirililuta út- varpsráðs. Hinir gestirnir í þættinum, sem Ómar Valdimars son stýrði, voru vísnasöngvar- arnir Megas og örn Bjarnason. Það er dálítið skenrmtileg til- viljun, að í þættinum var Böðv- ar spurður, livort hann liefði lit. |jg einhverntíma verið ritskoðaður. Neitaði liann því með tilvísun til víðsýnis og fordómaleysis Isfendinga. En í síðasta mánuði skoðaðj útvarpsráð þáttinn og ákvað -að banna flutning hans, pieð 4 atkvæðum gegn 3. And- víigir sýningu lians voru Magn- ús Þóröarson (istarfsm. NATÓ), ;Þorvaldur Garðar Kristjánsson, iörlygur Ilálfdánarson og Stefán ;Júlíússon, en Njörður Njarðvík, .Ólafur Ragnar Grímsson og Stef ján Karisson vildu að liann yrði sýndur. Loðna 197S LESTIR : 29. jan. b.v. Sigurður RE. 4 827.240 4. feb. b.v. Sigurður RE. 4 334.650 5. feb. m.s. Héðinn ÞH. 57 407.720 - — — Súlan EA. 300 616.190 - — - Arnarnes HF. 52 214.680 - — — Helga Guðm. BA. 77 ........................ 482.600 Óskar Halldórsson RE. 157 .............. 369.770 Svanur RE. 45 336.700 6. feb. m.s. Gullberg VE. 282 ........................ 402.960 - — — Faxaborg GK, 40 514.370 örn KE. 13 ............................. 329.030 1 Húnaröst AB. 150 ....................... 156.240 - — — Óskar Magnússon AK. 177 ................... 589.360 Víöir GK. 175 .......................... 258.280 framhald á 4. síðu. FRUMHLAUP Maður en nefndur Jón Hanni- balsson. Hann er sonur hinnar öldnu kempu Hannibals Valdi- marssonar. Á manndómsárum vann Hannibal þessi margt vel í þágu íislensks verkalýðs, enda voru bonum þá ekki vandaðar kveðjurnar frá Morgunblaðinu og öðrum verkfærum íhaldsins, sem ofsótti hann af fyllstu hörku og ósvifni, eins og alþjóð er kunnugt. Sú raunasaga fylgir þó Hanni- bal, að á efri árum hefur bar- átta hans einkum snúist um það að afla þessum syni sínum póli- tískan frama. Til þess iiefur fált verið sparað, en einikum hefur verið reyn-t að n-á þessu marki með því að kijúfa stjórnmála- flokka -og myn-da nýja og kljúfa þá aftur. Hér var einkum að ræða um flokka þá, sem telja sig standa vinstra megin í stjórnmálum og bitnaði -þá ein- att á verkalýðshreyfingunni, sem þó hafði verið óskabarn Hannibals. Og nú var Hannibal ekki lengur ofsóttur a-f málpíp- um íhaldsins. Nú birtust lof- greinar um han-n í Mogga og honum virtist -falla það lof vel í geð. Hann hefði þó átt að muna þau sígildu sannindi, sem Ólafur heitinn Friðriksson orð- aði svo spámannlega með svo- felldúm orðum: „Meðan Morgun blaðið skammar mig veit ég, að ég er að gera rétt. En fari Morg unblaðið að lirósa mér, má ég vera viss um, að ég hef gert eitthvað rangt.“ Og víkjium nú aftur að sög- unni a-f Jóni Hunnibalssyni. Nú stendur liann í neðstu tröppu stjórnmáianna. Hann er orðinn varaþingimaður og situr á þingi í veikindaforföllum aðalmanns. Hann lét þess ekki heldur lengi iúða að láta ljós sitt skína. Hann kveður sér liljóðs um efnaliagsmál og tekur.nú dyggi- iega undir át'óður í-haldsins að kenna vinstri stjórninni um efnahagsvandann, enda fær hann nú lof í Mogganum. Að hans mati liafði vinstri stjórnin vanrækt að leggja til hliðar á góðu árunum. Árið 1944 var til íslenskur bankastjóri, sem iagði það til, áð Islendingar legðu inneignir sínar inn á banka erlendis til geymslu. Þá vo-ru öll atvinnu- tælci þjóðarinnar úrelt og sem betur lör, var eik-ki liorfið að ráði bankastjóra þessa heldur gengið fram í þv-í að byggja upp atvinnuilíf þjóðarinnar. Og það var sú uppbygging, sem fleytti þjóðinni yfir erfiðleika áranna, sem á eftir kornu, svo að það tók íhaldssámar stjórnir svipað- ar -þeirri, sem nú siitur að völd- um, heilan áratug að leggja það aftur í rúst, en þá liófst nýtt framfaratímabil hinnar fyrri vinstri stjórnar. Var það kann- ski sams konar „fyrirhyggja“ og sú, sem fyrrnefndur banka- stjóri vildi við hafa, sem Jón Hannibalsson vildi láta vinstri stjórnina sýna, eða átti hún að svíkjast um að bæta kjör hinna verst settu. Nú fór lika svo, að jefnvel Ólafur Jóhannesson gat ekki orða bundist. Hann sýndi fram á, að vinstri -stj-órnin hafði raunar lagt fyrir á góðu árun- um með því að byggja upp at- vinnulif þjóðarinnar. Blómlegt atvinnulí-f er auðvitað alltaf besti varasjóðurinn, sem nok.kur þjóð getur eignast. En þetta virðist Jón Hannibalsson ekki skilja. Það er ekki furða, þótt okkur komi lil hugar orð Háva- mála: „Ósnotur maður, er með a-l-dir kemur, það er best hann þegi. Engi það vei-t, að hann ekki kan-n, nema hann mæli til margt.“ Efnahagsvandamál heimilanna Efti-rfarandi grein, er tekin með bessaleyfi úr „Ásgarði" blaði BSRB, 1. tölubiaði þessa árs, og er leiðari, ritaður af Kristjáni Thorlacius. Efnahagsvandi og kreppa er nú aðalumræðuefni á opinber- um vettvangi. Taprekstur út- gerðarfyrirtækja og ann-arra at- vinnufyrir.tækja er á allra vör- um, gjaldeyrisskortur, samdrátt- ur í atvinnuMfinu og jafnvel yfirvofandi atvinnuleysi. Ekjvi skal hér dregið í efa, að stjórnvöldum er vandi á hö-nd- um við þær aðstæður, sem nú ríkja, og rétt að vara við hætt- unni. Hinu er lieldur ekki að leyna, að þ-eim, sem með völdin fara á hverjum tíma, hættir til að mála með of dökkum litum, þegar verið er að undirbúa jarð veginn hjá • almenningi fyrir nýjum efnaliagsaðgerðum. t þessum efnum, sem öðrum, er sannleikurinn þó sagna bestur — annað hefnir sín. Þess vegna var það grundvall- aratriði, að fram hefið farið ])egar á síðasta sumri rækiieg atliugun á fjárhagsafkomu fyrir- tækja, og átti að liaga þeirri rannsókn ineð þeim hæ-tti, að landsmenn fengju traust á nið- urstöðum liennar. Þetta sjónar- mið settu fulltrúar BSRB fram við stjórnvöld á s.l. sumri, en á það var því miður ekki lilust- að. Á launamenn -liafa nú þegar verið -lagðar þungar fjárliags- byrðar, sem fullyrða má, að mjög mi-kill meirihluti lieimila i landinu stendur alls ekki und- ir. Og það versta e-r, að sú tekju tilfærsla — sú milljarðatilfærsla, sem átt hefur sér stað frá launa- mönnum tii fyrirtækjanna, hef- ur ekki læknað meinið, og enn frekari ráðstafanir eru boðaðar. Miðað við visitöluna, eins og hún verður væntanlega 1. mars n. k. tapar starfsmaður, sem nú hefur 45 þús. kr. á mánuði að meðtöldum láglaúnabótum, 13.515 krónu-m á mánuði vegna vísitölustöðvunarinnar, eða kr. 162.180,— kr. á ári. Sá starfs- inaður, sem nú hefur 60 þús. kr. mánaðarlaun (hann fær ekki jafn-launahætuir), tapar 24.600 kr. á mánuði, eða 295.200 á ári. Á sama tíma og krafist er slíkra fjárhagsfóma af laun- þegum, virðist vanta vilja til að dreifa álögum á fleiri aðila. Efnahagsvandamál heimil- anna verða mikil á næstu vikum og mánuðum. Halli þeirra verð- ur ek-ki bættur með nýrri geng- isfellingu eða öðrum liliðstæð- um ráðstöfunum. Það gildir því mið-ur -sama um heimilin og þjóðarheildina, að ekki verða greiddir meiri peningar út en aflað er. Og hver bjargar vand- anum til lengdar með lánum, sem bera 18% v-exti? Hve fjölmennur kann sá hóp- ur að verða, ef svo heldur fram sem horfir, sem missir íbúðir sínar vegna greiðsluþrots? Kjarni þessara mála er, að þegar að herðir á fjárhagssvið- inu, verður að sjá til þess að skipt-a því bróðurlega, sem afl- ast. Efnahagsvanda þjóðarheildar- innar má ekki lengur varpa handahófskennt á heimilin í landinu. Hér verður að koma til heið- arleg heildarlausn, með samráði fulltrúa -alþjóðar og félagssam- taka almennings. Aflinn í janúar 1975 LESTIR Stálvík 86 Sigluvík 100 Dagur 7 sjóf. 40 Tjaldur 17 sjóf. 86 Sæunn 5 sjóf. 17 Ým si r 18 samt. 347 I janúar 1974 var aflinn 611 lestir eða 264 1. meiri. Á árinu 1974 var heildarbol- fiskaflínn 7,577 lestir. Á árinu 1973 var heildarbol- fískafli-nn 6.457 lestir. A árinu 1974 bárust 13000 tonn af loðnu hingað, en 1973 bárust 7800 tonn. Bolfiskaflinn í norðlendinga- fjórðungi þ. e. Skagaströnd til Þórshafinar var alls 60.706 lestir 1974, en 49.112 lestir árið 1973. ★

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.