Mjölnir - 05.03.1975, Blaðsíða 1

Mjölnir - 05.03.1975, Blaðsíða 1
Mjölnir XXXVHI. árgangiur. Miðvikudagur 5. mars 1975. 2. tölublað. Alpýðubandalagsfólk Sigluíirði! Skrifstofa Alþýðubandalagsins verður fram- vegis opin á föstudögum kl. 5,00-6,30 s.d. Félagar, lítið við á skrifstofunni og fylgist með gangi mála. STJÓRNIN FRUMVARP TIL LAGA UM HITAVEITU SIGLUFJARDAR! Hannes Baldvinsson sat á þingi fyrir skömmu og flutti þá frumvarptil laga um Hitaveitu Siglufjarðar Mjölnir birtir hér frumvarpið í heild ásamt úrdrætti úr framsöguræðu Hannesar 1. gr. Ríkissjóður íslands og SigluíjarÖarkaupstaÖur skulu setja á stofn hitaveitufyrirtæki er nefnist Hitaveita Siglufj. Tilgangur fyrirtækisins skal vera aö virkja jaröhita í Skútu dal eöa annars staöar í Siglu- firði, ef hagkvæmt þykir, leggja aðveituæð og dreifi- kerti um kaupstaðinn og ann- ast sölu á heitu vatni til not- enda. Hitaveita Siglufjarðar skal reisa kyndistöö og miðl- unargeymi til að tryggja rekstraröryggi og annast frekari boranir eftir heitu vatni, teljist slíkt nauðsynlegt. Fyrirtækið er sjálfstæöur réttaraðili og hefur sjálfstæð- an fjárhag og reikningshald. Heimili þess og varnarþing er í Siglufirði. 2. gr. Hitaveita Siglufjarðar er sameignarfyrirtæki ríkisins og Siglufjarðarkaupstaðar. Eignarhluti ríkissjóðs skal vera 40%. Eignarhluti Siglufjarðarkaup staðar skal vera 60%. Sameigendur beri einfalda óskipta ábyrgð á skuldbind- ingum Hitaveitu Siglufjarðar gagnvart kröfuhöfum. Inn- byrðis skiptist ábyrgð sam- kvæmt eignarhlutföllum. Verði síðar ákveðið að krefja við- bótarframlags frá eigendum, skulu þeir leggja það fram í samræmi við eignarhlutfall. Eignarhlutföllum verður ekki breytt, og hvorugum sameign- araðila er heimilt að ganga úr fyrirtækin'u án samþykkis hins. 3. gr. Starfsemi Hitaveitu Siglu- fjarðar skal beinast að öflun heits vatns fyrir bæjarfélagið og rannsókn á jarðhitasvæð- um í Siglufirði. Verkefni Hitaveitu Siglu- fjarðar skulu nánar tilgreind í reglugerð. 4. gr. Siglufjarðarkaupstaður skal afhenda Hitaveitu Siglufjarð- ar öll mannvirki sín í Skútu- dal, þar á meðal borholur fyr- ir heitt vatn, veg að virkjunar- stað og allar áætlanir og und- búningsframkvæmdir vegna virkjunar í Skútudal. Náist eigi samkomulag um mat á verðmætum þessum, skal gerðardómur þriggja manna, sem bæjarfógetinn í Siglufirði dómkveður, skera úr. Sama gildir um mannvirki og önnur verðmæti er eignaraðílar af- henda. 5. gr. Sameignaraðilar að Hita- veitu Siglufjarðar leggja fram stofnframlag. 20 milljónir kr. sem skiptist milli aðila í hlut- föllum þeim, er um getur í 2. gr. í framlagi eignaraðila skulu talin verðmæti þau, sem um ræðir í 4. gr. 6. gr. Iðnaðarráðherra veitir Hita- veitu Siglufjarðar einkaleyfi til starfrækslu hitaveitu innan bæjarmarka Siglufjarðarkaup- staðar. 7. gr. Stjórn Hitaveitu Siglufjarð- ar skal skipuð fimm mönnum. Iðnaðarráðherra og fjármála- ráðherra skipa hvor einn full- trúa í stjórnina og einn til vara. Bæjarstjórn Siglufjarðar skipar þrjá stjórnarmenn og jafnmarga til vara. Stjórnar- menn skulu skipaðir til þriggja ára í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Undirskrift meiri hluta stjórnar bindur fyr irtækið. 8. gr. Stjórn Hitaveitu Siglufjarð- ar hefur á hendi yfirstjórn á framkvæmdum fyrirtækisins og rekstri þess. Stjórn Hitaveitu Siglufjarð- ar ræður framkvæmdastjóra, er veitir fyrirtækinu forstöðu. Framkvæmdastjóri skal ann- ast allan daglegan rekstur fyrirtækisins. Skal hann eiga sæti á stjórnarfundum og hafa þar málfrelsi og tillögurétt, en eigi atkvæðisrétt. Nánari ákvæði um starfs- svið stjórnar og framkvæmda stjóra skulu sett í reglugerð. 9. gr. Aðalfund skal halda 1. apr. ár hvert. Stjórnin boðar til að- alfunduar með dagskrá og með a. m. k. viku fyrirvara. Á aðalfundi eiga sæti bæjarfuil- trúar í bæjarstjórn Siglufjarð- ar og sex fulltrúar frá ríkis- sjóði. Fulltrúa ríkissjóðs skipa iðnaðarráðherra og fjármála- ráðherra, þrjá hvor. Á aðalfundi skal fjalla um eftirgreind mál: 1. Skýrslu stjórnar og fram- kvæmdastjóra. 2. Lagðir skulu fram endur- skoðaðir reikningar fé- lagsins. 3. Kosinn skal einn endur- skoðandi til eins árs, en fjármálaráðherra skal til- nefna annan. 4. Eignaraðilar skulu til- kynna tilnefningu nýrra manna í stjórn. 5. önnur mál. 10. gr. Stjórn Hitaveitu Siglufjarð- ar setur gjaldskrá um verð á heitu vatni til notenda. Gætt skal almennra arðsem issjónarmiða við setningu gjaldskrár. Gjaldskrá öðlast eigi gildi fyrr en hún hefur verið stað- fest af iðnaðarráðherra og birt í Stjórnartíðindum. 11. gr. Heimilt er stjórn Hitaveitu Siglufjarðar að taka lán til þarfa fyrirtækisins og taka á- byrgð á greiðslum og öðrum skuldbindingum í sama skyni. Stjórnin getur ekki skuldbund ið eignaraðila að því er varð- ar greiðsluskuldbindingar og ábyrgð á lánum til framkv. og breytinga á mannvirkjum, nema að fengnu leyfi beggja eignaraðila. Þó þarf stjórnin ekki að leita slíks samþykkis, ef samanlagðar skuldbinding- ar og ábyrgðir, sem gengist er undir á hverju ári, eru minna en 10% af brúttótekj- um fyrirtækisins á næstliðnu ári. 12. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að takast á hendur ábyrgð á lán- um, er Hitaveita Siglufjarðar tekur til hitaveituframkvæmda að fjárhæð allt að 200 milljón um kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt. Ábyrgðin skal vera með þeim kjörum og skilmálum, er ríkisstjórnin ákveður og tek- ur hún jafnt til greiðslu af- borgana, vaxta og annars kostnaðar. Ríkisstjórninni er einnig heimilt að taka lán, er kæmi að hluta eða öllu leyti í stað ábyrgðar skv. 1. mgr. Lánið endurlánar hún Hitaveitu Siglufjarðar með þeim kjörum og skilmálum, sem ríkisstjórn in ákveður. 13. gr. Um skyldu Hitaveitu Siglu- fjarðar til greiðslu opinberra gjalda til ríkis og sveitarsjóðs fer á sama hátt sem um skyldu sveitarfélaga, er slíkan rekstur hafa með höndum. Hitaveita Siglufjarðar skal undanþegin stimpilgjöldum. 14. gr. Siglufjarðarkaupstaður skal án endurgj., leggja til lóðir og lóðarréttindi, sem eru í eigu kaupstaðarins og nauðsynleg- ar eru undir bygqingar, miðl- unargeymi, aðveituæð og önn ur mannvirki, sem reist verða á vegum Hitaveitu Siglufjarð- ar. 15. gr. Ráðherra getur heimilað Hitaveitu Siglufjarðar að taka eignarnámi jarðhitaréttindi, vatnsréttindi, lönd, mann- virki og önnur réttindi, sem nauðsynleg eru til framkv. samkvæmt lögum þessum. Um framkvæmd eiqnarnáms- ins fer eftir lögum nr. 11/1973. 16. gr. Þegar eftir gildistöku laga þessara, skal stjórn fyrirtækis ins skipuð og sameignarsamn ur gerður milli aðila. Skal hvoru tveggja lokið fyrir 15. apríl 1975. Iðnaðarráðherra setur reglu gerð, þar sem nánar skal kveðið á um framkvæmd þess ara laga og starfsemi Hita- veitu Siglufjarðar. Skal stjórn Hitaveitu Siglufjarðar undir- búa reglugerðina í samráði við eignaraðila. 17. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerð Hinn 18. des. s. I voru sam- þykkt hér á Alþingi lög um Hitaveitu Suðurnesja, en þar er ákveðið, að ríkissjóður og sveitarfélög á Suðurnesjum sameinist um byggingu og rekstur hitaveitu fyrir sveitar- félögin þar. Frumvarp það, sem hér er lagt fram, er svo til samhljóða lögunum um Hitaveitu Suðurnesja og efnis atriðum í engu breytt, nema þar sem aðrar kringumstæður en lögin miðast við krefjast breytinga. ( Skútudal í Siglufirði hefur um nokkurt árabil farið fram leit að heitu vatni til notkun- ar fyrir hitaveitu í kaupstaðn- um. Hafa í því skyni verið bor aðar nokkrar holur í námunda við heitar lindir, sem þarna eru. Árangur hefur því miður ekki reynst eins góður og von ir stóðu til, en tilraunir hafa þó leitt í Ijós, að þarna má, með niðurdráttardælingu, fá um það bil 21 sekúndulítra af 67 gráða heitu vatni og er það vatnsmagn talið duga til upphitunar á % hlutum bæjar ins. Frumhönnun á hitaveitu fyrir Siglufjörð á grundvelli þessarar niðurstöðu hefur leitt í Ijós, að hagkvæmt er talið að virkja þetta vatns- magn. Er áætlað að leggja lokað kerfi um hluta bæjarins og reisa kyndistöð, sem notar svartolíu og/eða rafmagn til upphitunar á því vatnsmagni, sem á skortir til að fullnægja hitaþörfinni. Bæjarstjórn Siglu fjarðar hefur samþ. að ráðast í framkvæmdir á gruridvelli þeirra upplýsinga, sem fyrir hendi erú, og er fullnaðar- hönnun verksins þegar hafin og stefnt að því að Ijúka lagn ingu hitaveitunnar á árinu '76. Með frumvarpi þessu, ef að lögum verður, er gert ráð fyr- ir, að ríkissjóður verði aðili að framkvæmdum og rekstri á hitaveitu í Siglufirði, á sama hátt og þegar hefur verið á- kveðið með lögum um Hita- veitu Suðurnesja. Áætlað er að leggja fram nokkra fjárupphæð til að stað festa eignaraðildina, og heim ildin í 12. gr. frumvarpsins til að ábyrgjast lántöku eða taka að láni fé til framkv. ætti að tryggja, að unnt verði að Ijúka verkinu á áætluðum tíma. (Framsöguræðan er á síðu 2.)

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.