Mjölnir - 25.03.1975, Blaðsíða 1

Mjölnir - 25.03.1975, Blaðsíða 1
Miölnir XXXVHI. árgangair. Þriðjudagur 25. mars 1975 3. tölublað VERKFQLL BOÐUÐ 7. APR. Efnahagsfrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur nú loksins litið dagsins ljós, og reyndist óburður hinn mesti, eins og raunar flestir bjuggust við. Helstu atriði frumvarpsins miða að kerfisbreytingum, þ. e. breyttu fyrirkomulagi á álagningu skatta. Tekju- skattur lækkar, en útsvör hækka á móti. Persónufrádrátt- ur og persónuafsláttur út á börn er afnuminn, ennfremur f jölskyldubætur. I staðinn koma svonefndar „barnabætur'4. „Öfugi tekjuskatturinn" skal ekki greiddur út, ef hann er meiri en nemur opinberum gjöldum. Þó skal hann áfram greiddur elli- og örorkulífeyrisþegum. Stærsta atriði frumvarpsins er niðurskurður fjárlaga um 3500 milljónir króna. Ekki hefur enn verið gefið upp, í hverju niðurskurðurinn felst, en augljóst virðist, að það verði fyrst og fremst opinberar framkvæmdir, sem skorn- ar verði niður, svo sem hafnargerðir, skólabyggingar, vega framkvæmdir o. f 1. Mun þetta fyrst og fremst bitna á landsbyggðinni, og stuðla að samdrætti í atvinnu og 1'ólks- flótta til þéttbýlissvæðisins á Suðvesturlandi, þar sem fyr- ir dyrum standa stórkostlegar framkvæmdir fyrir erlent fé, þ. e. flugvallarframkvæmdir á Suðurnesjum og bygg- ing stóriðjufyrirtækis í Hvalfirði fyrir erlent lánsfé. Breyta engu um kjörin. Búist hafði verið við, að fi'umvarpið miðaði að því að leysa kjarabaráttuna, sem nú stendur yfir. Það er samdóma álit þeirra, sem kynnt hafa sér frumvarpið, að það hafi svo til engin eðá alls engin áhrif i þá átt að draga úr áhrifum dýrtíð- arinnar og verðbólgunnar, sem er að gera fjölda launþega að bónhjargamönnum. Skattabreyt- ingarnar éta hver aðra upp, niðurskurður framkvæmda bitn ar á atvinnunni, afnám per- sónufrádráttarins étur upp barnabæturnar o. s. frv. Þegar öll áhrif frumvarpsins eru metin, kemur í ljós, að það mun jafnvel stuðla að versn- andi afkomu almennings, eink- um úti um land, þar sem nið- urskurður framkvæmda kemur harðast niður. Atvinnurekendur staðir. Aítvinnurekendur hafa boðið fram 3800 krónur á mánuði í launahækkanir og hreyfa sig ekki frá því tilboði. I þeirri gífurlegiu verðbólgu, sem nú er og fyrirsjáanlega heidur áfram, vegna gengis- lækkananna, gætu slíkar launa- bætur étist upp á svo sem einni viku. Verkföll boðuð 7. aprfl. Níu manna samninganeínd ASI hefur verið furðu þaulsæt- in við saimningaborðið og sýnt mikla þolinmæði við að bíða mánuðum saman aðgerðarlítil eftir því, að efnahagsfrumvarp rikisstjórnarinnar kæmi fram. Leikur raunar gruniur á, að á- hrifamiklir menn í forustu verkalýðshreyfingarinnar hafi verið og séu enn reiðubúnir til að ganga mjög langt til móts við óskir ríkisstjórnarinnar og atvinnurekenda, til þesis að komast hjá harðvítugum deilum pg verkföllum. En nú :er ekki til lengri þrá- ¦setu boðið. Ríkisstjórnin leggur ekkert til málsins, anmað en meiri verðbólgu, og atvinnu- rökendur sýna engan lit. Hefur níu manna nefndin og b^aknefnd hennar nú farið þess á leit við aðildarfélög ASÍ, að þau boði til verkfalls frá og með mánu- degimim 7. apríl n. k. Nýjar kröfu — visitala! Með framkvæmd verkfalls- boðumarinnar komast kjaradeil- urnar á nýtt stig, og einsætt virðist, að þegar itil svo alvar- legra aðgerða kemur, verði ekki barist um ltilfjörlegar bráða- birgðaúrlausnir, sem fjandsam- legt ríkisvaid getur þurrkað út jafnóðum, heldur um úrlausn til 'lengi'i tíma og ipá með þeirri einu tryggingu, sem launafólk getur tekið gilda, þ. e. vísitölu- bætur, sem tryggi a. m. k. Mg- iaunastéttunum óskertan kaup- mátt. Afli í febrúar Gæftir voru sæmilegar í febrúar. Hrognkelsaveiði hófsl í mánuðinum. Afli var sem hér segir: TONN Dagný Sigluvík Tjaldur Sæunn Dagur Aldan tog lína 19 sjóf. — 5 — net net net Guðrún Jónsdóttir Dröfn net Farsæll net Ýmsir 189 119 56 9 84 34 33 11 Samtals 544 1 febrúar 1974 var aflinn 242 tonn. I febrúar var landað 9.803 tonnum af loðnu. Dagný landaði á Húsavik 62 tonnum. Sæunn hefur verið seld úr foænum til Keflavikur. ÞEIR RÍKU SPARA Olíunotkun Norðmanna minnkaði um 11% s. 1. ár. Olíukynding húsa dróst sam- an um þriðjung. Þótt mörgum þjóðum hai'i mistekist að draga úrolíueyðslu sinni að nokkru ráði, verður það ekki isagt um frændur okk- ar Norðmenn, sem- minnkuðu heildarnotkun sína á olíu um 11% á árinu 1974. Þetta er ekki sist eftirtektar- vert vegna þess, að Noregur er nú koiminn í hóp olíuveldanna, eftir fund hinna miklu olíii- náma á norska landgrunninu. Ekki er síðúr athyglisvert, að þessi olíusparnaður er fyrst og fremst aðþakka stórminnk- aðri olíunotkun til húshitunar. Þrátt fyrir hið kaida lofslag Framhald á 2. síðu Afnám flýtifyrningar og skattur á verðbólgugróða 240 félög í Reykjavík með 10 milljarða ársveltu greiddu engan tekjuskatt á síðast liðnu ári. Ragnar Arnalds flutti nýlega á Alþingi þings- ályktunartillögu um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt, til að koma í veg fyrir, að arðbær fyrirtæki geti með bókhaldsaðferðum skotið sér undan tekjuskatti. — Jafnframt leggur Bagnar til, að fram verði látin fara rannsókn á bókhaldi, birgðasöfnun og eignaaukningu þeirra hundraða fyrirtækja, sem höfðu meira en 5 milljón kr. veltu 1973, en fengu þó engan tekjuskatt skv. skattskrá 1974. Á grundvelli þessarar rannsóknar verði síð- an undirbúin löggjöf um ahnennan skatt á verð- bólgugróða. 1 greinargerð segir, að ura 240 félög, með samanlagða ársveltu yfir 10 þúsund mill- jónir króna á árinu 1973, hafi engan tekjuskatt haft 1974. 1 þessari tölu eru ekki meðtalin einstaklingsfyrir- tæki eða félög með minna en milljón kr. veltu, og ekki fyrirtæki utan Rvíkur. Helsta orsök iþessa eru á- kvæði flýtifyrningarlaga rík- isstjórnar Jóhanns Hafsteins frá 1971, en með þeim var fyrirtækjum leyft að draga frá tekjum sínum allt að 6% flýtifyrningu, auk almennr- ar fyrningar, sem er 15% á ári. Á fjórum árum geta því ifyrirtæki sloppið við að greiða skatt af tekjum, sem nema 84% af andvirði fy.r.n- anlegra eigna. Með stöðugri fiárfestingu geta þau komist hjá að greiða tekjuskatt um ilangt skeið. Þegar svo eign- in er fiullfyrnd, þarf fyrir- tækið aðeins að selja hana og festa sér aðra í staðinn, til að geta á nýjan leik byrj- að að afskrifa af fullum krafti. Er mönnum þannig gert kleift að skjóta eignum, sem nema milljörðum króna að verðmæti, undan skatti. Leggur Ragnar til, að þessum fáránlegu fyfningar- reglum verði breytt strax, en síðan hafin rannsókn til undirbúnings skattlagningar á verðbólgugróðanum, sem nemur geysimiklum fúlgum á ári hverju. Með slíkri skattlagningu mætti vafalaust draga mikið úr skattálögum á almenning, og kæmi þá sérstaklega til álita að fella niður söluskatt af nauðsynjum, og draga þannig úr verðbólgu. Enn um hundahald Fyrir nokkrum mánuðum var minnst á .það í Mjolni, að nokk uð væri um hundahald í bæn- um og rætt um nauðsyn þess, Vaka samþykkir verkfallsbodun Á fundi i verkalýðsfélaginu Vöku í gær, var samþykkt að veita stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins heimild til að boða verkfall frá og með 7. apríl, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Um eða yfir 30 verkalýðsfélög voru búin að sam- þykkja verkfallsheimildir fyrir helgina, og um helgina voru boðaðir fundir i mörgum félögum. Vegna páskanna mun þurfa að tilkynna verkfall 26. mars, en annars er verkfallsfresturinn vika skv. vinnu- löggjöfinni. að hundahreinsun væri fram- kvæmd svo sem lög segja fyrir um. Blaðið hefur aftur verið beðið að ympra á þessu máli. Hund- ar eru skeimmtileg og vinsæl gæludýr, ekki síst meðal barna. Fæstir foreldrar imundu hafa á móti þvi, að börn þeirra ættu hunda að leikfélögum, ef þáu gætu treyst þvi, að heilsu barn- anna gæti engin hætta stafað af umgengninni við þá. Mörg- um væri því talsverður léttir að því að vita, að hreinsun hunda væri framkvæmd hér á löglegan hátt og undir eftir- iliti ábyrgna aðila. Hér í bænum er fógeti, lög- |regla, héraðslæknir og heilbrigð lisnefnd, svo ekki skortir opin- hera aðila, sem gætu látið mál- ið til sán taka. Vill nú ekki ein- hver eða einhverjir þeirra taka á sig rögg og sjá til þess, að jafn sjálfsögð heilbrigðisráð- stöfun og bundahreinsun sé framkvæmd hér á löglegan hátt úr því hundahald viðgengst hér?

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.