Mjölnir - 25.03.1975, Blaðsíða 3

Mjölnir - 25.03.1975, Blaðsíða 3
Enda þótt orkuverð frá væntanlegri hita- veitu Siglufjarðar sé ískyggilega hátt, er ég sannfærður um, að hitaveitan er rétta lausnin á húshitunarmáium Siglfirðinga. En til þess að hitunarkostnaðurinn verði ekki óhóflega mikill, verða Siglfirðingar að stefna að því að fá argangsorku trá raf- orkuverí á mjög lágu verði, - lægra verði en hugsanlegt er, að Skeiðsfossvirkjun getí boðið upp á. Þessi ódýra orka verður fáan- - \ j leg frá jarðgufuvirkjunínní við Kröflu, en til „iÍíSS þess að eiga auðveldara með að ná hag- stæðum samnmgum um þessi orkukaup, þurfa Siglfirðingar að gerast aðiiar að væntanlegri Norðurlandsvirkjun. Eins og kunnugt er, er ráð fyrir því gert í áætiunum verk- lræðinga, að rúmlega þriðjung- ur at' orku hitaveitunnar verði fenginn úr svartolíuhrennurum eða frá Skciðsfoss- og Þverár- virkjun. Það lyrsta, sem menn reka augun í við nánari athug- un þessara útreikninga, er vænt anlegt orkuverð tif notenda, sem er tiltölulega mjög hátt. Samkvæmt seinustu útreikn- ingum er verðið 3930 kr. á gígakaloríu en það jafngildir um kr. 3,39 á kwst. Verð þetta er talsvert hærra en raforkuverð ...til ...hitunar, ...en verð rafhitunar frá RARIK er nú um 2,14 á kwst, miðað við að ...rafhitunin ...sé ...rofin ...á mestu álagstímunum, samtals 4 stundir á sólarhring, og samsvarandi verð er í Reykja vík aðeins kr. 1,58 og frá Skeiðsfossvirkjun kr. 1.80 á kwst. Sá sem skoðár þessar tölur kynni að draga þá ályktun, að hyggilegra sé fyrir Siglufjarðar- bæ að stefna frekar að rafhit- un en varmaveitu, enda felst í þessum útreiknirigum, að kostn aðarverð orkunnar frá hita- veitu verði jafnvel hærri en frá olíuliitun, ef olíustyrkurinn, sem nú er 8200 kr., er tekinn með í reikninginn, en þannig reiknað telst kostnaðarverö olíuhitunar kr. 3773 á gíga- kaloríu eða kr. 3,25 á kwst. Hver er skýringin? Aðalskýringin á þvl, að orku verðið frá hitaveitunni skuli verða svo hátt er sú, að sam- kvæmt fenginni reynslu eyða notendur hitaveitu um 25% meiri orku en notendur raf- eða oliuliitunar og þessi viðbót- areyðsla er meðtailin í útreikn- i'ngum á verði Gkal eða kwst, til þess að tölurnar séu sam- bærilegar. Við olíu- eða rafhit- un þarf uin 18000 Gkal fyrir allan hæinn, þ. e. 20,9 Gwst, en með heitu vatni er orkuþörf- in um 22500 Gkal eða rúmar 26 Gwst. Þrátt íyrir þetta tel ég, að hitaveita verði bæjarbúum hag- stæðari en aðrir orkugjafar, þegar til lengdar lætur. 1 fyrsta lagi tel ég, að orkuverð frá hitaveitu geti orðið miklu Iægra en nú er áætlað, ef rétt er á málum haldið. Tvennt er það, sem einkum veldur hinum mikla kostnaði við rekstur hita- veitunnar: Fjármagnskostnaðurinn, þ. e. vextir og afborganir af lánsfé, er gíl'urlegur eða hvorki meira né minna en ikr. 1.97 á kíló- RAGNAR ARNALDS, alþm.: HITAVEITAN 20 0 , HAGKVÆMARI MEÐ AF6ANGS0RKU FRA KRÖFLU wattstund, og svartoliubrennsl- an er einnig mjög dýr eða um kr. 0.68 á kwsl. miðað við ár- iegan svartolíukostnað. Fyrrnefint orkuverð er miðað við, að lán séu greidd upp á 15 árum með 17% vöxtum, og er þá fjármagnskostnaðurinn 18,8% á ári að meðaltali. Þetta kann að reynast rétt, en geta ber þeiss, að í áætlunum um virkjanir, t. d. á vegum Lands- virkjunar er nú miðað við 9— 10% vexti. Hitaveitur njóta varla verri lánskjara á næstu árum en rafvirkjanir, og er þvi annað livort, að raforku- verð á eftir að liækka gífurlega vegna versnandi lánskjara, eða orkuverð í'rá Hitaveitu Siglu- fjarðar mun reynast lægra en nú er áætlað. En þar að auki geta Siglfirðingar verið vissir um, að orkuverð hitaveitunnar dettur niður fyrir rafhitunar- verð ekki siðar en eftir 15 ár og sennilega miklu fyrr vegna verðrýrnunar lánsfjár. Ódýra afgangsorku í stað svartolíu Orkuverðið mætti einnig lækka mjög verulega, ef unnt væri að losna við svartolíu- brennsluna. Því miður er ekki líklegt, að raforkan úr Fljótum breyti þar miklu — til þess verður hún of dýr. Frá Skeiðs- fossvirkjun er að vísu einnig unnt að fá nokkuð af ódýrri afgangsorku, en hún er ekki til reiðu á þeim árstímum, þegar mest þörf er fyrir hana, t. d. yl'ir köldustu vetrarmánuðina. Hins vegar ér ljóst, að vænt- anleiga jarðvarmavirkjun við Kröfliu í Mýatnssveit mun ráða yfir mjög verulegri afgangs- orku, sem erfitt verður að nýta. L ágm arksafikö st vi rk j un ari n n a r verða 60 MW, en hámarksaf- köst geta orðið 75 MW og er afl hennar þeim mun meira sem kaldara er veðri. 1 vatnsvirkj- unum með stiflumannvirkjum er reynt að spara orkuna að næturlagi, en við Kröfluvirkj- un verður það út í hött. Að næturlagi fer því vafalaust mik il orka forgörðum, sem erfitt verður að nýta öðruvísf en ein- mitt í tengslum við hitaveitur, sem vantar viðbótarafl að vetr- inum. Landsirkjun mun eins og kunnugt er selja mikið magn al' afgangsorku til járnblendi verksmiðjunnar í Hvalfirði, og verður meðalverðið tæpir 23 aurar á næstu 8 árum. Ef við hugsum okkur, að Norðurlands virkjun selji Hitaveitu Siglu- fjarðar afgangsorku nokkra tima á hverri nóttu þann tíma, er þörfin er mest, á t. d. 0,35 kr. á kwst., kostar sú orka 2 fnillj. kr. á ári. En fyrir sama magn af orku verður að greiða 14,2 milljónir kr., ef svartolía er notuð (miðað við tæpar 6 Gwst.)‘ Ef allt er tekið með í reikninginn, má ætla, að orka hitaveitunnar geti orðið um 20% ódýrari með hagstæð- um samningum um afgangs- orku frá Kröflu. En það eru ekki aðeins fjár- hagssjónarmið, sem mæla með hitaveitu fremur en rafhitun. Hitaveitan er þægilegri fyrir nolendur oig býr yí'ir ýmsum inöguleikum fyrir bæjarfélagið. Þó er mest um vert, að hún er öruggur orkugjafi í vondum veðrum, og þótt hitaveitan yrði að nokkru háð orku frá Kröí'lu, er það lítil áliætta, þar sem Skeiðsfossvirkjun gæti alltaf gripið inn í sem varastöð liita- veitunnar. Tvær rökréttar ályktanir Með þeim rökum, sem hér hafa verið talin fram, dreg ég hikiaust þá ályktun, að hyggi legt sé fyrir Siglufjörð að gerast aðili að Norðurlands- virkjun þegar í upphafi Með Skeiðsfossvirkjun að baklijarli, hefur Siglufjörður sterka stöðu i samningum um stofnun Norð- urlandsvirkjunar. Styrk sinn notar Siglufjarðarbær ekki bet- ur til annars en að semja um S afgangsorku frá Kröflu með liagstæðum kjörum til langs tíma, jafnframt því sem samið verður um orkusölu frá Skeiðs- fossvirkjun inn á almennan markað á Norðurlandi með for- gangsorkuverði. Lína frá Ólafs- firði til Dalvíkur yrðf þá notuð til að flytja orku í austurátt að degi lil og í vesturátt um næt- ■ur, a. m. k. köldustu mánuði ársins. En þær tölur, sem ég hef hér hirt um orkuverð frá hitaveit- unni, eru um leið ólvíræð vís- bending um, að . frumvarp Hannesar Baldvinssonar um Hitaveitu Siglufjarðar er eðli leg og nauðsynleg leið til að halda orkuverðinu sem ' iægstu. Framlag ríkissjóðs, sem raunverulega breytir engu um yfirráð Siglfirðinga yfir fyrirtækinu, verður ekki aðeins til að auðvelda stórlega fram- j kvæmd málsins, heldur lækkar það áætlaðan reksturskostnað hitaveiitunnar um 1.5 milijón á á ári, miðað við, að það fé vájri ella fengið að láni. að munar um minna, ef litið er á lengra tímabil. Siglfirðingar hlutu 23 verðlann á unglingameistaramóti í ðadmintnn Árangur siglfirsku ungling- anna á unglingameistaramótínu í badminton um næstsíðustu helgi vakti mikla athygli og eru íþróttasíður Reykjavíkur- blaðanna til vitnishurðar um það. Þjóðviljinn segir m. a.: „Sumir kaupstaðir úti á landi hafa náð mjög langt í einstaka íþróttagreinum, nægir þar að nefna Akranes og knattspyrnuna og Hafnarfjörð og handkniattleikinn. Og nú hef ur Siglufjörður og badminton náð að tvinnast saman. Um nokkurt skeið hefur mikið ungl ingastarf verið unnig á Siglu- firði í badminton íþróttinni og hiafa siglfirsku unglingarnir vakið verðskuldaða athygli und- aníarin ár. Á unglingameistara- mótinu, sem fram fór um síð- ustu helgi, létu siglfirðingar meira til sin taka en áður. Þeir hrepptu 10 gullverðlaun og 13 silfurverðlaun. Aðeins TBR hlaut fleiri gull, eða 12, en ekki nema 7 silfur. Það er því alveg ljóst, að verði þessu mikla og árangurs- ríka unglingastarfi fylgt eftir upp í fullorðinsflokk, verða sigl firðingar í sérflokki liér í bad- minton eftir nokkur ár.“ SKRÁ UM ÚRSLIT Sveinaflokkur 14 ára og yngri: 1 undanúrslitum sigraði Gylfi Óskarsson Val, Gunnar Jónatans son, Val, 12:11 og 11:4 og Guð- mundur Adólfsson, TBR, sigr- aði Björn Ingimarsson, TBS 11:5 og 12:11. í úrslitaleik sigraði isvo Guðmundur Gylfa 12:10 og 11:4. TvíliSaleikur — sveinafloklmr, 14 ára og yngri: 1 undanúrslitum sigruðu Björn Ingimarssíon og Óli Agn- arsson, TBS, þá Harald Mar- teinsson og Daða Arngrímsson, TBS, 15:10 og 15:4 og Gunnar Jónatansson og Gylfi Óskarsson Val sigruðu þá Skarphéðin Garðarsson og Gunnar Tómas- son, TBR, 15:3 og 15:1. 1 úr- slitum sigruðu svo Gunnar og Gylfi þá Björn og Óla 18:16, 11:15 og 15:7. Meyjaflokkur — tvíliSaleikur: Til úrslita kepptu þær Krist- ín Magnúsdóttiir, TBR og Sig- rún Jóhannsdóttir, TBS, við Björgu Sif Friðleifsdóttur og örnu Steinisen KR, og sigruðu þær fyrrnefndu 15:1 og 15:12. Tvenndarkeppni — sveinar og meyjar: Til úrslita léku Guðmundur Adolfsson og Kristín Magnús- dóttir, TBR, og Daði Arngríms- son og Alma Möller, TBS. Þau fyrrnefndu si^graðu 15:3 og 15:6. Meyjaflokkur einliöaleikur:. I undanúrslitum sigraði Arna Steinsen Maríu Björnsdóltur, TBS, 11:10 og 11:4 og Kristín Magnúsdóttir, TBR, sigraði Björgu ■ Sif Friðleifsdóttir, Kristln vann svo úrslitaleikinn við örnu 11:8 og 11:0. TvíliSaleikur drengja 14-16 ára: I undanúrslitum sigruðu Jó- liann Kjartansson og Sigurður Kolbeinsson, TBR, þá Kristin Helgason og Reyni Guðmunds- son, KR, 15:8, 11:15 og 15:3 og Friörik Arngrímsson og framhald á 2. síðu. MJÖLNIK — 5

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.