Mjölnir - 13.08.1975, Page 1

Mjölnir - 13.08.1975, Page 1
Mjölnir XXXVm. árgangmr. Miðvikudagur 13. ág. 1975 5. tölublað. Framkvœmdum vió hitaveituna miðar vel — Lánakjörin eru mjög slæm — Framkvæmdir við hitaveit- una ganga samkvæmt áætlun. Unnið hefur verið við aðalæð og má gera ráð fyrir, að upp úr miðjum ágúst verði mögu- legt að hefja lagningu asbest- röranna. Lagning dreifikerfis í norðurhl. bæjarins er hafin. Það svæði sem unnið er við í þess- um áfanga takmarkast í stórum dráttum þannig: Norðan kirkj- unnar ofan hlíðarvegs og norð- an Hvanneyrarár ofan Hvann- eyrarbrautar. íbúar á þessu svæði mega því búast við að þeir verði að taka ákvörðun um það hvort þeir ætla að taka inn hitaveitu og jafnframt mega bæjarbúar búast við að inn- tökugjaldið (heimtaugagjaldið) verði ákveðið. Heyrst hefur, að miðað verði við lágmarks stærð, en síðan verði auka- gjald á hvern rúmmetra, sem þar fer framyfir. Boranir í haust? Undanfarna daga hafa dval- ið hér í bænum sérfræðingar frá Orkustofnun. Verkefni þeirra hefur verið tvíþætt. Ann ars vegar hafa þeir rannsakað hitasvæði í norðanverðri Hóls- hyrnu, en þar munu vera heit- ar laugar. Hér er um frumrann- sókn að ræða, og ekki búist við niðurstöðum að þessu sinni. Þessar rannsóknir eru mjög mikilvægar, því það munar um hvern dropa af heitu vatni, sem hægt væri að bæta við vatnið úr Skútudal. Hitt verk- efni sérfræðinganna var að staðsetja nýja holu á hitasvæð- inu í Skútudal. Menn hafa von- að, að með því að bora ofar í fjallið (austar) mætti fá meira rennsli en er úr holunum nú. Upphaflega var áætlað að þessi borun yrði gerð núna í sumar, en það er reyndar óvíst eins og málum er komið. Borinn, sem nota á til verksins er nú í Ólafsfirði, en fer þaðan til Dalvíkur. Það fer eftir því hvernig gengur á Dalvík, hvort við fáum borinn fyrir veturinn. Lánakjörin mjög slæm I allri umræðu um hitaveituna hafa lánakjörin vegna þessara framkvæmda verið ofarlega á baugi. Framkvæmdir eru svo til allar unnar fyrir lánsfé og þessvegna skipta lánskjörin sköpum fyrir hagkvæmni hita- veitunnar og þar með það verð sem neytendur þurfa að greiða fyrir vatnið. Bæjarfulltrúar AB lögðu til þegar í upphafi, að einmitt þetta atriði yrði tekið til sérstakrar athugunar m.a. með viðræðum við orkumála- yfirvöld og fjármálavald, áður en ákveðið yrði hvort ráðist yrði í hitaveitu. Þetta vildi meirihlutinn í bæjarstjórn ekki heyra minnst á. Einmitt af þessum sömu ástæðum flutti Hannes Baldvinsson frumvarp sitt á Alþingi um hitaveitu Siglufjarðar. Bæjarfulltrúum AB hefur þannig verið ljóst frá upphafi að einmitt þetta atriði skipti höfuðmáli, einkum með tilliti til þess hve hitaveitan hér er tiltölulega óhagkvæm. Þessar viðvaranir og ábendingar hafa andstæðingar AB lagt þannig 'út að AB væri mótfaUið hita- veitu í Siglufirði. Bæjarfulltrú- ar meirihlutans hafa hinsvegar trúað því, að fjármögnun hita- veituframkvæmda hefði sér- stakan forgang, og þá eðlilega að kjör á lánum til slíkra þjóð- þrifaframkvæmda yrðu með sómasamlegum hætti. Hver er svo raunin og efndirnar á öll- um þessum fögru orðum? Hitaveitan fær 70 mkr. lán og kjörin eru þessi: 40 mkr. eru Til lesenda blaðsins. Þeir, sem fá blaðið reglulega, eru minnt- ir á gírónúmer blaðsins, sem er 71294. — Vinsamlegast sendið áskriftargjöldin. Blaðnefnd erlent lán, sem er að sjálfsögðu lánakjör nýlega á bæjarstjórn- gengistryggt, en 30 mkr. er arfundi og fékk samþykkt bæj- innlent Ián og það er vísitölu- arstjómar til þess að taka um- tryggt. | rædd lán. Hinu er ekki að neita Rafveitan fær 130 mkr. til j að bæjarfulltrúar allir voru nývirkjunar og kjörin eru þau, að 70 mkr. er erlent lán, sem er gengistryggt, en 60 mkr. er innlent lán og það er vístitölu- tryggt. Þetta er það, sem ríkisstjórn sjálfstæðis og framsóknar á við með forgangi og sérstökum fyrirgreiðslum. Þetta er það, sem bæjarfulltrúar AB vöruðu í sífellu við að gæti gerst og vildu reyna að koma í veg fyr- ir, en töluðu fyrir daufum eyr- um. Allir þeir, sem eitthvað þekkja til verðbólgu og gengis- fellinga þjóðfélags okkar, sjá í hvert óefni er stefnt þessum fyrirtækjum okkar siglfirðinga, og þá líka hverjir koma til með að borga brúsann. Bókuii bæjarfulltrúa AB Bæjarstjóri kynnti þessi heldur óhressir yfir þess- um málalokum en greiddu þó atkvæði með lántökunni. Bæj- arfulltrúar AB gerðu grein fyr- ir atkvæði sínu og fylgir grein- argeirðin hér með: Við teljum eins og málum er komið óhjákvæmilegt að hefja umrædd lán, þar sem framkv. við Hitaveitu Siglufjarðar og virkjun í Fljótaá eru þegar hafnar og ógerlegt að stöðva ! framkvæmdir á þessu stigi. Hinsvegar teljum við lánskjör nauðungarkjör og mjög ámæl- isvert að upplýsingar um þau lánskjör sem nú liggja fyrir skuli ekki hafa verið kynnt bæjarfulltrúum fyrr, þar sem iþær kynnu að hafa haft áhrif á ákarðanatöku á fyrri stigum málsins. Rafmagnið hœkkar um 30 0 Bæjarbúar hafa nú nýverið fengið í hendur rukkun frá raf veitunni, og sennilega flestum fundist nóg um. Rafmagnsverð ið tók enn eitt stökkið upp á við með samþykkt bæjarstjóm- ar á hækkunarkröfum rafveitu- nefndar þann 26. júní s.l. Raf- veitunefnd krafðist 30% hækk- unar og fékk hana með 7 at- kvæðum þáverandi meirihluta gegn tveim atkvæðum bæjar- fulltrúa AB. Aðal röksemd raf- veitunefndar fyrir þessari stór- kostlegu hækkun var að sjálf- sögðu dieselkeyrslan í vetur, sem kostaði um 20 mkr. Bæjar fulltrúar AB bentu á, að staða rafveitunnar væri með þeim hætti, að óþarfi væri að dengja þessari hækkun beint á neyt- endur, rafveitan gæti bæði og ætti að taka dieselkeyrsluna á sjálfa sig. Þessu til staðfesting ar vitnuðu þeir í ársreikning rafveitunnar fyrir árið 1974, sem sýnir mjög góða stöðu þrátt fyrir nokkur áföll á ár- inu. Raforkusalan fer sífellt vaxandi og fór langt fram úr áætlun s.l. ár. Ekkert af þessu beit á meirihlutamennina og því borga nú siglfirðingar 30% meira fyrir rafmagnið en þeir gerðu á tímabilinu 1. nóv. 1974 til 1. júlí 1975. Bæjarfulltrúar AB lögðu fram eftirfarandi greinargerð vegna afgreiðslu þessa máls í bæjar- stjórn 26. júní s.l. I. Fastaskuldir rafveitunnar nema aðeins 1.227.000.- II. Bókfært verð allra mann- virkja rafveitunnar, sem til-j heyra orkuveitunni sjálfri j (Skeiðsfossvirkjun, háspennu-1 línur, bæjarkerfi í Siglufirði j ásamt fasteignum þar, vararaf- stöð og endurbætur á stíflu- mannvirkjum) er aðeins 6.5 millj. króna. III. Rekstrarafkoma ársins er góð og skilar reksturinn um- talsverðum upphæðum í rekstr arafgang og afskriftir 1974 svo sem á undanförnum árum. Af þessum niðurstöðum er: ljóst, að f jármagnskostnaður j rafveitunnar er mjög óveruleg- ur eða ca. 200 þús. á árinu ’75 og að eignir rafveitunnar, sem á núgildandi verðlagi verða vart metnar lægra en á ca 1 milljarð króna, eru að mestu fullafskrifaðar. Fjármagnskostn aður rafveitunnar 1975 er minni en fjármagnskostsnaður af húsnæðisstjórnarláni vegna byggingar smáíbúðar og bók- fært verð eigna hennar minna en byggingarverð slíkrar íbúð- ar. Vegna þessara bókhaldslegu staðreynda, sem bæði sýna al- veg sérstaklega góða fjárhags- lega stöðu fyrirtækisins og á- gæta rekstrarafkomu, teljum við að Rafveita Siglufjarðar geti vel selt bæjarbúum raf- orku á óbreyttu verði og eigi að gera það og munum þvf greiða atkvæði gegn þeirri gjaldskrárhækkun, sem rafveitu nefnd hefir lagt til. Hý sundlaug í sumar ar tekinn í notkun ný sundlaug, sem byggð hefur verið að Sólgörðum í Fljótum. Er hún á sama stað og gamla lagin var, eða Barðslaug eins og hún venjulegast var kölluð. Þetta er falleg laug, vel heit og hin mesta ánægja að synda í henni, enda hefur hún verið vel sótt síðan hún var opnuð, m.a. af siglfirðingum, sem vilja njóta þess að synda í útilaug. Búningsklefar og sturtuböð eru í nýju húsi á- föstu -sundlauginni, og mun skólinn að Sólgörðum nota þessa aðstöðu að vetrinum. Það er mikil ástæða til að óska Landhelgismál í bœjarstjórn Hver verða afdrif þessarar tillögu — Hvað gerir framsókn? Bæjarfulltrúar AB lögðu fram eftirfarandi tillögu í bæj- arstjórn 30. júlí s. 1. Bæjarstjórn Siglufjarðar lýsir fyllsta stuðningi við þá ákvörð un að færa fiskveiðimörkin út í 200 mílur. Bæjarstjórnin lýsir sig andvíga öllum samningum við erlenda aðila um ívilnanir eða veiðiheimildir innan fisk- veiðimarkanna. Bæjarstjórnin hvetur til þess, þeim Fljótamönnum til ham- ingju með nýju laugina og hrósa þeim fyrir dugnað og framtak. að hinar ströngustu reglur verði settar um nýtingu land- helginnar og bendir sérstak- lega á hig alvarlega ástand, sem er á miðunum við norður- land. Rányrkja undanfarinna ára stefnir nú atvinnulífi og lífsafkomu íbúa þessa lands- hluta í voða, ef ekki verður gripið til róttækra ráðstafana. Bæjarstjóm Siglufjarðar hvetur alla landsmenn til órofa sam- stöðu um þetta lífshagsmuna- mál þjóðarinnar og láta ekki ofbeldi eða hótanir um við- skiptaþvinganir verða til þess að útfærslan í 200 mílur verði nafnið tómt. I Tillagan fékk heldur dræmar undirtektir, og þóttust meiri- hlutamennirnir þurfa að hugsa ■ sig um. Þetta landhelgismál virtist koma þeim á óvart. Kannske hefur ekki verið rætt nægilega um það í Tímanum : og Mogganum? Bæjarstjómin ' samþ. að fresta afgreiðslu á Iþessu máli til næsta bæjarstj.- fundar. Nú er að sjá hvað ger- ist. Hvaða stefnu hafa Bogi og Skúli í málinu? Láta þeir í- haldið beygja sig? Vill meiri- hlutinn leyfa erlendum aðilum veiðar innan nýju landhelginn- ar? Mjölnir mun greina frá af- greiðslu tillögunnar þegar þar að kemur, þangað til geta menn (t.d. framsóknarmenn) íhugað í hvom fótinn þeir eiga að stíga.

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.