Mjölnir - 13.08.1975, Blaðsíða 2

Mjölnir - 13.08.1975, Blaðsíða 2
ftQölnir tJtgef.: Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæm i vestra ÁbyrgðarmaSur: Hannes Baldvinsson. — Afgreiðsla: Suðurgötu 10, Siglufirði. Sími 7 12 94. Girónúmer 71294. - Siglufjarðarprentsmiðja h.f. Rádlaus ráðherra Fátt er meira rætt um þessar mundir en útfærsla landhelgi íslands í 200 mílur. Þess hefði mátt vænta, að það vekti al- mennan fögnuð allra landsmanna, enda munu víst flestir Islend- ingar fagna einlæglega þeirri ákvörðun íslensku ríkisstjórnar- innar. Því er þó ekki að leyna, að margir hafa nokkrar áhyggj- ur í því sambandi. Ekki er þó það, að menn óttist svo mjög nýtt þorskastríð við breta. Hitt veldur mönnum áhyggjum, að þeir óttast, að íslensk stjórnarvöld muni bregðast málinu í framkvæmd. Það er sorgleg staðreynd, að síðan þá leið, Ólaf Thors og Pétur Ottesen hefur „Sjálfstæðisflokkurinn“ ekki átt neinn forustumann, sem verið hefur heils hugar í land- helgismálinu. Segja má, að ferill „viðreisnarstjórnar“ íhalds og lcrata hafi verið samfelld saga um smán og hrakföll íslenskra stjórnvalda í því máli. Fyrst ber að nefna samninginn 1961, sem átti að binda hendur íslendinga um aldur og ævi, að það var aðeins vegna hagstæðrar þróunar á alþjóðavettvangi, að það tókst ekki. Þegar svo vinstri stjómin ákvað að færa landhelg- ina út i 50 mílur þvældust þessir flokkar fyrir í lengstu lög. Emil Jónsson kallaði það siðlaust athæfi. En þegar þeir þorðu ekki lengur vegna þrýstings frá þjóðinni að standa gegn út- færslu, reyndu þeir að bjarga ærunni með yfirboðum. Þá voru 50 mílur einskis virði: „Við bjóðum 200 mílur.“ Auðvitað var það alltaf framtíðartakmarkið, en nú virðist hæstvirt ríkisstjórn ætla að gera þá útfærslu að einskisnýtu pappírsgagni með und- anlátssemi við svokallaðar „vinaþjóðir", sem alltaf hafa sýnt okkur fullan fjandskap, þegar við vildum ná rétti okkar . .Það er að vísu broslegt, þegar Framsókn er nú að hrósa sér af einhvers konar forustu í Iandhelgismálinu. Þó skal það viður- kennt, að þegar undan er skilinn hinn makalausi samningur Ólafs Jóhannessonar við breta, þá hefur sá flokkur sæmilega hreinan skjöld í því máli TIL ÞESSA. En þótt sá samningur væri óverjandi, ekki síst vegna þess, að þá braut Framsókn trúnað við sinn samstarfsflokk, trúnað, sem til þess tíma hafði verið Iialdinn milli Framsóknar og Alþýðubandalags, þá hafði þó sá samningur vissa kosti. Með honum viðurkenndu bretar i raun, rétt okkar til útfærslunnar og fiskimiðin vernduð gegn ágangi stóru verksmiðjutogaranna. Líklega verður þó þáttur núverandi sjávarútvegsráðherra allra háðulegastur. Þennan samning Ólafs taldi Matthías Bjarna- son, MEÐ RÉTTU, alveg óverjandi og greiddi atkvæði gegn honum. En þegar hann er kominn sjálfur í ráðherrastól, vill hann uppvægur gera miklu hættulegri samning við vestur-þjóð- verja. Og nú rekur hann áróður fyrir þvi að endurnýja samn- inginn við breta, sem hann á sínum tíma taldi óverjandi, og það sem verra er: Hann beitir rökum verstu andstæðinga okk- ar í því máli, þar sem hann segir, að samningur Ólafs Jóhann- essonar hafi ekki verið nein viðurkenning að þeirra hálfu fyrir rétti okkar. Hætt er við, að kjósendur á Vestfjörðum, sem veittu Mathiasi Bjarnasyni brautargengi í síðustu kosningum, vegna afstöðu hans til samningana við breta, þykist nú sviknir. Eggert Þorsteinsson þótti ekki mjög mikill fyrir sér í embætti sjávarútvegsráðherra. En í samanburði við Matthías Bjarnason verður hann hinn mesti skörungur. AUGLÝSING Skrá um álögð útsvör og aðstöðugjöld í Siglufirði 1975 liggur frammi á bæjarskrifstofunni, frá og með 29. júlí til 13. ágúst 1975. Kærufrestur er til 13. ágúst n.k. Kærum út af álögðum gjöldum í skránni skal skila til skattstofunnar fyrir 13. ágúst 1975. Siglufirði, 29. júlí 1975 SKATTSTJÓRI Stjórnarkosning í Þormód ramma h.f, Átök í bæjarstjórn og á aðalfundi félagsins Aðalfundur Þormóðs ramma h.f. var haldinn fimmtudaginn 17. júlí s.I. og fór skaplega fram fystu klukkutímana, en endaði í hávaðarifrildi um kl. 2 að nóttu, og var það ráð tek- ið að fresta fundinum í nokkra daga. Á þessum fundi deildu menn bæði um stórkostlega mikilvæg atriði varðandi upp- byggingu og stjórnun Þormóðs ramma, en reyndar líka um óskild mál. Þannig áttu þeir í illdeilum flokksbræðurnir Jó- hann Möller og Sigurjón Sæm- undsson og voru þá ekki spör- uð stór orð né hótanir. Þeir félagarnir voru reyndar að bera á borð innanflokkserjur sínar, sem betur væru geymd- ar í Borgarkaffi. Þáttur bæjarstjómar Málefni Þormóðs ramma hafa nokkrum sinnum verið á dag- skrá bæjarstjórnar að undan- förnu. Bærinn hefur aukið hlutfé sitt i fyrirtækinu um 35 m.kr. á móti jafnháu framlagi ríkissjóðs. Þegar þetta fé var lagt fram til hlutafjáraukning- arinnar, var það samdóma álit allra bæjarfulltrúa, að þessi þróun í eignaraðild að félaginu væri óæskileg og í andstöðu við yfirlýsingar fyrri ríkis- stjórnar um þessi mál. Af þessu tilefni gerði bæjarstjóm- in harðorða samþ., sem send var ráðamönnum syðra t.d. Ólafi Jóhannessyni og Matthí- asi Matthíesen. Þeir háu herr- ar brugðust ókvæða við og létu að því liggja, að ef bæjar- stj. Siglufj. væri með einhvern kjaft, fengi hún ekki grænan eyri til Þormóðs ramma. Kjami og aðalatriði í mótmælum bæjarstjórnar var einmitt það, að ríkisvaldinu bæri skylda til að auka hlutafé sitt í sam- ræmi við eignaraðild sína, en ekki til helminga á móti bæn- um. Bæjarstjórnin samþykkti að vísu að leggja fram þessar 35 m.kr. en með því fororði, sem að ofan greinir. Eftir að bærinn hefur lagt fram þessa fjármuni á hann nú ca. 32% í fyrirtækinu, en ríkis- sjóður 62%, aðrir hluthafar ca. 6%. Áður voru hlutföllin þann- ig, að bærinn átti 20%, ríkið 70%, aðrir 10%, og var þessi skipting í samræmi við yfir- lýstan vilja ríkisvalds og bæj- arstjórnarinnar. Þessari röskun eignaraðildar hafa allir bæjar- fulltrúar í Siglufirði andmælt, og það oftar en einu sinni. Laga- breytingarnar Á aðalfundi Þormóðs ramma 17 júlí komu fram þrjár breyt- ingatillögur við samþykktir fé- lagsins. Breytingamar voru allar í fullri andstöðu við það, sem bæjarfulltrúar höfðu látið í ljós nokkrum dögum áður. Bæjarstjóri gerist samt flutn- ingsm. að þeim, og tvær ná samþykki. Önnur var um breyt ingar á skiptingu hlutafjár, bæjarfulltrúar hafa ætíð verið á móti slíkum breytingum, hin var um heimild til þess að ráða tvo framkv.stjóra að félaginu, þeirri hugmynd hafði verið harðlega mótmælt í bæj- arstjórn. Bæjarstjóra bar að greiða atkvæði á móti þessum tillögum, eða sitja hjá og bóka mótmæli fyrir hönd bæjarstj. Þegar hér var komið sögu, var aðeins eftir að greiða at- kvæði um breytingar á stjórn fyrirtækisins, þ.e.a.s. að bær- inn fengi tvo fulltrúa, ríkið tvo og aðrir einn. Þessari laga- breytingu var frestað og stjórn arkjöri jafnframt. Um f jögurra manna nefndina og fleira Á fundi bæjarstjómar 10. júlí lá fyrir tillaga frá bæjar- ráði um að bæjarstjóra yrði falið að fara með umboð bæj- arins á aðalfundi Þormóðs ramma. Nokkrar umræður urðu af þessu tilefni um hag félags- ins og var þar enn undirstrik- uð sú afstaða bæjarfulltrúa, sem til máls tóku, að þær breyt ingar, sem frést hafði að væru fyrirhugaðar á samþykktum Þormóðs ramma, væru í and- stöðu við stefnu og vilja bæj- arstjórnar. Gunnar Rafn Sigur- björnsson var höfundur og fyrsti flutningsmaður að tillögu þar sem gert var ráð fyrir, að fulltrúar allra flokka kæmu saman á fund ásamt bæjar- stjóra til þess að móta stefnu bæjarins, sem bæjarstjóra bæri síðan að framfylgja á aðalfundi Þormóðs ramma. Tekið ‘var fram í tillögunni að þessa stefnu bæri að móta í sam- ræmi við umræður á þessum bæjarstjórnarfundi. Knútur Jónsson tók sérstaklega fram í umræðunum, að eðlilegt væri, að bæjarstjórnin skyti saman fundi áður en aðalfundur Þor- móðs ramma væri til lykta leiddur. I rauninni þýddi þessi samþykkt, að bæjarstjóri fór ekki með ótakmarkað umboð bæjarstjómar á aðalfundinum, honum bar að fylgja eftir á- kveðnum -hugmyndum og á bendingum, sem fram komu á bæjarstjórnarfundinum, þó ekki væri það skriflegt. Bæjarfulltrúar meirihlutans halda því fram, að 4ra manna nefndin hafi gefið bæjarstjóra umboð til þess að samþykkja þær breytingartillögur, sem fram kæmu á aðalfundi þor- móðs ramma. Það má rétt vera. En hitt er jafn rétt, að tillögur 4ra manna nefndarinnar voru í algjöru ósamræmi við við um- ræðumar, sem urðu í bæjarstj. um þessi mál. Bæjarstjóra bar þegar svo var komið, það var næg ástæða, að kalla saman bæjarstj. og gera henni grein fyrir þessari þróun mála. Sömu leiðis bar honum að hafa í huga ummæli Knúts Jónssonar, að sjálfsagt væri að bæjarstj. kæmi saman til þess að ræða málið frekar, enda höfðu ýms- ir bæjarfulltrúar skilið ummæli Knúts á þann veg, að bæjar- stjórnin ætti að leggja blessun sína yfir niðurstöður 4 manna nefndarinnar áður en aðalfund- urinn væri til lykta leiddur. Þetta gerir bæjarstjóri ekki, heldur gerist hann flutnings- maður að tillögum, sem ganga þvert á umræður og ábending- ar frá fundinum 10. júlí. Þetta var megin ástæðan fyr ir ágreiningnum og deilunum, sem upp kom á fyrri aðalfundi Þormóðs ramma. Tveir bæjar- fulltrúar töldu, að bæjarstjóri hefði ekki heimild til þess að ráðstafa atkvæði bæjarins á þann hátt, sem hann gerði. Bæjarstjórn enn Bæjarstjóm kom saman til þess að ræða þessi mál og til- nefna fulltrúa sína í stjórn Þormóðs ramma. Áður hafði meirihlutinn setið á klíkufundi án Jóhanns Möller, sem ekki vildi taka þátt í þessum skrípa leik. Á fundinum var samþykkt að ef bæjarfulltrúar AB þegðu og væru góðir og samþykktu tillögur meirihlutans, þá skyldu þeir fá mann í stjóm Þormóðs ramma, annars........ Það er þetta, sem kallað er lýðræði í þeim herbúðum. Á bæjarstjórnarfundi 30. júlí s.l., flutti Knútur Jónsson til- lögu fyrir hönd meirihlutans á þá leið, að bæjarstjóra væri falið að samþykkja breytingu á samþykktum Þorm. ramma þannig að bærinn fengi tvo fulltrúa, ríkið tvo og aðrir einn. Jafnframt lýsti hann því yfir, að ef bæjarfulltrúar AB væru á móti tillögunni, þá væri það ákveðið mál, að þeir fengju ekki fulltrúa f stjóm fyrirtækisins. Það verður að viðurkenna, að það kom á ó- vart, ajð einmitt Knútur Jóns- son skyldi vera til þess að op- inbera þá skoðanakúgun, sem framhald á 7. síðu. ÞÖKKTJM INNILEGA auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar og móður okkar: DÝKLEIFAR BERGSDÓTTUR, Hafnargötu 16 Guðmundur Konráðsson Pétur Guðmundsson Ólafur Guðmundsson MJÖLNIR — 2

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.