Mjölnir - 13.08.1975, Blaðsíða 3

Mjölnir - 13.08.1975, Blaðsíða 3
Fjárhagsáœtlanir bœjarsjóðs Lagðar fram á miðiu ári — Breytingatiiögur Alþýðubandalagsins felldar Seint og um síðir tókst bæj- arstjóra og meirihlutanum að leggja fram fjárhagsáætlun fyr ír bæjarsjóð og stofnanir bæj- arins. Það var ekki fyrr en á fundi bæjarstjórnar 26. júní að fjárhagsáætlanimar sáu dags- ins ljós, eða þegar árið var um það bil hálfnað og framkv. á vegum bæjarins í fullum gangi. Endanlegt samþykki fengu svo þessar áætlanir 10. júlí. Þessi vinnubrögð höfðu bæjarfulltr. AB mótmælt harðlega m.a. í bréfi til bæjarráðs frá 2. júní þar sem segir á þessa leið: Við undirritaðir, bæjarfulltr. Alþýðubandalagsins í Siglufirði mótmælum harðlega þeirri ó- svinnu, að ekki skuli enn liggja fyrir til umræðu og afgreiðslu fjárhagsáætlanir bæjarsjóðs og bæjarstofnana fyrir árið 1975. Nú er að hefjast tími verk- legra framkvæmda og sumar þeirra reyndar hafnar. Á það ætti að vera þarflaust að minna að nú er þetta ár um það bil hálfnað, og enn hafa bæjarstj. og bæjarráð ekki séð ástæðu til að kynna fyrir bæjarstjórn á hvaða hátt er ætlað að verja fjármunum bæjarfélagsins á ár- inu. Þessum vinnubrögðum öllum mótmælum við harðlega og á- skiljum okkur allan rétt til að- gerða í málinu þar sem við teljum það skyldu okkar við umbjóðendur okkar og hags- munamál alls bæjarfélagsins. Þetta bréf var síðan tekið fyrir í bæjarráði 3. júlí eða mánuði eftir að það var skrif- að og á milli umræðna um fjár hagsáætlunina. Þessi málsmeð- ferð er auðvitað í samræmi við öll önnur vinnubrögð þessa dæmalausa bæjarráðs. Útsvör og aðstöðugjöld 63 mkr. Aðaltekjulind bæjarsjóðs eru útsvörin, en þau eru áætluð 55 mkr., aðstöðugjöld 8 mkr., fasteignagjöld 10,2 mkr. og frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga 20 mkr. Stærstu útgjaldaliðir bæjar- ins eru þessir: Stjórn kaupstað arins kostar 8,8 mkr., þar eru talin laun skrifstofufólks, laun bæjarstjóra, nefndalaun endur- skoðun (Bárður) o.fl. Fræðslu- málin eru áætluð á 14,3 mkr. Menningarmál, þ.á.m. sundlaug 8,6 mkr. Vegamál 11,3 mkr. og vinnuvélar 12 mkr. Gert er ráð fyrir 500.000 kr. hagnaði af rekstri vinnuvéla. Vextir og lán tökukostnaður er áætlaður á 8 mkr., sem er ískyggilega há upphæð og sýnir í hvert óefni fjárhagur bæjarins stefnir. Drqgið úr framkvæmdum Áætlunin ber með sér hve erfiður fjárhagur bæjarsjóðs er. Verklegar framkvæmdir eru skomar við nögl og tak- markast við viðhald og smá- vægilegar nýframkvæmdir í skólpræsum og vegna nýbygg- inga í bænum. Þrátt fyrir þetta gerir áætlunin ráð fyrir tekju- afgangi upp á 22,7 mkr. Ekki var talið mögulegt að ganga frá Suðurgötunni, sem þó verður að teljast mjög brýnt verkefni, né heldur að ganga frá skólplögn undir hafnarbökkum, en um það atr- iði gerðu bæjarfulltrúar AB sérstaka tillögu. Vatnsveita Siglufjarðar á við sérstaka rekstrarörðug- leika að etja, sem finna verð- ur lausn á hið fyrsta. Verkefni vatnsveitunnar á næstu árum eru brýn, en jafnframt dýr. Tekjur vatnsveitunnar eru nú áætlaðar 4,7 mkr. en þar er 2,5 mkr. beinn rekstrarhalli, sem lendir auðvitað á bæjar- sjóði. Brey tingatillögur AB Bæjarfulltrúar AB gerðu að þessu sinni aðeins tvær breyt- ingatillögur á fjárhagsáætlun- um. Bæjarfulltrúarnir töldu að fjárhagsáætlanimar, sem lagð- ar eru fram á miðju ári þjón- uðu ekki þeim tilgangi, sem þeim er venjulega ætlað þ.e.a.s. að móta og marka stefnu bæj- aryfirvalda á því ári, sem til umræðu er hverju sinni. Af þeim sökum væri óraunhæft að taka þátt í afgreiðslu áætl- unar, sem þegar væri verið að framkvæma, án samþykktar bæjarstjómar. Öll þessi vinnu- brögð væru brot á reglum og reyndar ekki annað en sýndar- mennska eins og málum væri komið. Breytingatillögur AB voru þessar: 1. Gengið yrði frá skólplögnum undir hafnarbökkum, en áætlað er að sú framkvæmd kosti 3 mkr. Tillagan var felld, en meirihlutinn lýsti því yfir, að þessi framkvæmd hefði for- gang á næsta ári, hvað svo sem það þýðir hjá þeim háu herrum, því nákvæmlega það sama sögðu þeir á síðasta ári, þegar þeir felldu sams konar tillögu AB. 2. Varið yrði 500.000 til slysa- varna við höfnina og fé til þess m.a. fengið með því að framkvæma ekkert viðhald á Hafnarhúsinu. Þetta atriði þarfnast e.t.v. skýringa, en svo er mál með vexti, að bæjar- stjórn samþykkti á sínum tíma að gera tilraun til þess að láta rekstur Hafnarhússins standa undir sér, eða rífa það ella. Þessari samþykkt var aldrei fylgt .eftir. .Þetta .hús .hefur kostað bæinn stórfé og lítið hafst upp í kostnað. .. Bæjarfulltrúar meirihlutans voru að sjálfsögðu búnir að gleyma sínum fyrri samþykkt- um um hafnarhúsið, en viður- kenndu þörfina á slysavörnum. Niðurstaðan varð svo sú, að tillaga AB um 500.000 kr. til slysavarna var felld, en sam- þykkt tillaga frá meirihlutan- anum um að verja 200.000 kr. til þessara hluta. Bókun AB Eins og áður segir, töldu bæjarfulltrúar AB að öll með- ferð meirihlutans á fjárhagsá- ætlunum væri með þeim hætti, að ekki væri viðunandi, og af þeim ástæðum tæku þeir ekki þátt í atkvæðigreiðslu um þessar svokölluðu áætlanir. Þessu til áréttingar létu þeir bóka eftirfarandi í gerðabók bæjarstjórnar: , Bæjarfulltrúar AB hafa í bréfi til bæjarráðs og með bók un í gerðabók bæjarstjómar, gagnrýnt þau vinnubrögð, sem viðhöfð hafa verið um gerð og framlagningu fjárhagsáætlana stofnana Siglufjarðarkaupstað- ar 1975. Bæjarfulltrúar AB ítreka þá gagnrýni sem þar kemur fram og munu af þeim ástæðum ekki taka þátt í endanlegri af- greiðslu um framlagðar áætlan- ir fyrir árið 1975, sem þegar er að hálfu liðið. Afgreiðsla á- ætlananna nú, er í raun viður- kenning á orðnum hlut, en ekki stefnumótun bæjarstjóm- ar, sem þó er megintilgangur fjárhagsáætlanagerðar, umræðu tillögugerð og afgreiðslu þeirra. Sá háttur, sem hafður er á gerð og afgreiðslu fjárhagsá- ætlana nú, er með þeim hætti, að bæjarfulltrúar AB telja fulla ástæðu til þess, að bæjarstjórn geri ráðstafanir til þess að slíkt endurtaki sig ekki. Togaraútgerd Siglfirðinga í greinarkorni í Mjölni s.l. vetur var kveðið svo að orði, að einhversstaðar í rekstri Þor móðs ramma væru veikir hlekkir, sem þyrfti að finna, svo hægt væri að bæta úr veil- unum. Einhverjir virðast hafa skil- ið og túlkað þeta sem árás á áhafnir skipanna, þótt hvergi í greininni væri stafkrókur, sem benti til slíks. Greinarhöf- undur í „Siglfirðingi” túlkaði hana sem árás á skipstjóra og skipshafnir fyrirtækisins, enn- fremur á stjóm þess, mennina, sem sjá um viðhald skipanna og þá, sem sjá um veiðibúnað þeirra. Með sama rétti mætti kalla hana árás á framkvæmda stjórann, skipasmíðastöðvarnar sem smíðuðu skipin, skrifstofu fólk fyrirtækisins, og krana- stjóra þess. Allir þessir aðilar, og raunar fleiri, eiga sinn stóra eða smáa þát í rekstri og af- komu fyrirtækisins. Hér er um misskilning eða getsakir að ræða hjá greinar- höfundi „Siglfirðings“. Þó má segja, að óbeint hafi verið sveigt að stjóm fyrirtækisins, þegar minnst var á þá stað- reynd, að Kristjáni Rögnvalds- syni skipstjóra á Dagnýju var hafnað, þegar ráðinn var skip- stjóri á Sigluvíkina í fyrsta sinn. Það var mjög almenn skoðun í bænum, að með því væri Kristjáni sýnt niðurlægj- andi og óverðskuldað van- traust. Hann hafði verið starf- andi skipstjóri hjá Þormóði ramma frá því að fyrirtækið hóf útgerð með því að taka Dagný á leigu og var ótvírætt reyndasti skipstjóri bæjarins. Þótt margir teldu það hreint hneyksli, að stjómin gekk þann ig fram hjá Kristjáni, var ekki vakinn upp neinn úlfaþytur út af því. T.d. var ekki hlaupið með kvartanir hans vegna eða samúðarskeyti til hans í bæjar- blöðin. Enda hefði það engu breytt. Það þýðir ekki að reka neinn áróður um verðleika tog araskipstjóra. Reynslan er eini dómarinn um hæfni þeirra. Hneykslun manna yfir þess- ari málsmeðferð beindist ein- göngu gegn stjórn Þormóðs ramma, en ekki gegn skipstjór- anum, sem ráðinn var, enda er hann viðurkenndur dugnaðar- og heiðursmaður til orðs og æðis. Mjölnir telur, að Þormóður rammi sé svo stór þáttur í at- vinnulífi bæjarins, að rekstur hans komi öllum bæjarbúum við. Um orsakir þess, að af- koma fyrirtækisins hefur ekki verið eins góð og hún þyrfti að vera, skal ekkert fullyrt. Ef laust eru þær margþættar og flóknar. Ef þær lægju í augum uppi, væri málið auðleyst. Mjölnir fagnar því, að áður- nefndur greinarstúfur hefur vakið upp umræður um hag Þormóðs ramma. Ekkert er slíku fyrirtæki, sem er í al- menningseign, eins hættulegt og þögn og deyfð, og fátt er því nauðsynlegra en sá áhugi, sem umræður kveikja og halda lifandi. Um það er ekki að sakast, þótt sitthvað fljóti með, sem ekki er nægilega í- hugað, slíkt fellur um sjálft sig og gleymist. Vakandi um- ræða, jafnvel þótt hún sé ekki að öllu leyti málefnaleg, leiðir bæði í ljós veilumar og það, sem vel er gert, veitir aðhald og stuðlar að betri stjóm og rekstri. Mengun og eimyrja hrjáir siglfirðinga Allsstaðar í heiminum er nú háð hörð barátta gegn mengun umhverfis, og lögð eru ráð og veitt til miklum fjármunum að stemma stigu við hverskonar mengun, óþrifnaði og spillingu þess umhverfis, sem fólk á að lifa og hrærast í. Á Siglufirði virðist þó sem bæjar- og heil- brigðisyfirvöld séu algerlega úr takti við tímann í þessum efnum, því ekkert raunhæft er gert til að koma sorpeyðingar- málum bæjarins í viðunandi horf. Sorpi og rusli er ekið á opna hauga og síðan er kveikt í, svo reyk og eimyrju leggur yfir bæinn daga og nætur. Þeg ar bæjarbúar tugum saman sendu bæjarfógeta kröfuskjal um að hann beitti sér fyrir að þessi ósómi yrði stöðvaður þá endursendi hann skjalið og ,taldi sig víst ekki réttan aðila | i þessu efni. Heilbrigðisnefnd ' og heilbrigðisfulltrúi virðast vera áhrifalausir aðilar í því að þessu verði breytt og bless- fuð bæjarstjórnin finnur víst ekki fnykinn af þessu vegna allskyns ólktar af öðrum bæj- armálum, sem hún er að glíma við. Menn rámar í það, að fyrir rúmu ári var ungur maður í framboði í þriðja sæti D-listans íhaldsins, og hafði uppi hávær- ar ræður um hreinlæti og um- hverfisvernd. Máske hafa þau faguryrði og loforð um at- hafnasemi í þessum málum fært honum einhver atkvæði, en hann er nú bæjarfulltrúi en hefur þó ekki, svo vitað sé, beitt sér að neinu leyti til úr- bóta á sviði hreinlætismála eða til þess að sorpeyðingar- mál verði tekin öðrum tökum en nú er gert. Það eru oft hafðar uppi ráða gerðir um að gera Siglufjörð að eftirsóttum ferðamannabæ, laða hingað ferðalanga frá öðrum stöðum landsins og frá öðrum löndum. En það vill gleymast hjá þeim, sem mest um þetta tala, að svo best lað- ast menn að einhverjum stað, að þeim þyki þar vistlegt, hrein legt og þægilegt að koma og vera. Komi þeir á stað þar sem framhald á 7. síðu. MJÖLNIR — 3

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.