Mjölnir - 13.08.1975, Blaðsíða 5

Mjölnir - 13.08.1975, Blaðsíða 5
I vetur flutti Ragnar Arnalds tillögu á Alþingi um stofnun fjölbrautarskóla á Norðurlandi vestra. Með slíkum skóla er átt við menntaskóla, er útskrifi stúdenta, og sé um Ieið svo margþættur og fjölbreyttur, að þar megi jafnframt stunda aðr- ar algengustu greinar fram- haldsnáms, m.a. iðnnám. í greinargerð með tilögunni benti Ragnar á, að í engu öðru kjördæmi landsins væri fram- haldsskólafræðslan jafnskammt á veg komin og á Norðurlandi vestra. 1 öllum öðrum kjördæm um væri menntaskólanám ým- ist stundað eða í undirbúningi, og á fjárlögum 1975 væri veitt fé til iðnskólabygginga í öllum öðrum kjördæmum en á Norð- urlandi vestra. Þrír aðalskólastaðir í greinargerð tillögunnar leggur Ragnar Arnalds á það áherslu, að skólastarf á fram- haldsskólastigi -færist heim í héruðin í ríkara mæli en nú er. Á Norðurlandi vestra verði að byrja svo að segja frá grunni og liggi beinast við, að hér verði því ekki um að ræða menntaskólanám með hefð- bundnu sniði, heldur verði stefnt að alhliða fjölbrautar- námi, sem skipulagt verði á svæðinu öllu sem einni heild. í greinargerðinni er einnig gerð ítarleg grein fyrir þeirri hugmynd, sem í tillögunni felst að starfsemi skólans fari fram á fleiri en einum stað og verði verkaskipting milli skólastað- anna. Ragnar segist viðurkenna að því séu ákveðin takmörk sett, hve mikið sé unnt að dreifa skólastarfinu. Aðalkjam ar skólastarfsins megi alls ekki verða fleiri en svo, að unnt sé að byggja upp nægilega stórar skólaeiningar. Hingað til hefur það tíðkast, að menntaskóla- nám færi aðeins fram á einum stað í hverju kjördæmi utan Reykjavíkur, en nú er ráðgert, að menntaskóli Austurlands, sem Alþingi hefur samþykkt að stofna, verði með fjölbraut- arsniði og skiptist á tvo skóla- staði, Neskaupstað og Egils- staði. Virkjum heita vatnið í Fljótum Ef við notum heita vatnið úr Fljótum, eru frekari áhættu- boranir í Skútu óþarfar, allir skautkatlar, kyndarar, olíu- tankar, leiðslur, tvílagnir o.s.fr. Vatnið er heitara úr Fljótum. 73°, segir bæjarverkfræðingur og hitinn þaðan kostar okkur minna eftir því sem okkur fjölgar. Öfugt ið Skútuveituna, sem kostar okkur meira eftir því sem okkur fjölgar. Þar sem þá þarf að nota olíu eða raf- magn fyrir allan viðaukan, ein- göngu. Þar sem ekkert er að marka þessa hagnaðarvon í á- ætlunum G.G.Þ., vona ég að allir verði að lestri loknum sannfærðir um, að upphitunin verði okkur 200% dýrari en nú er, með Skútuveitunni. Sjálf ir getið þið reiknað þessi dæmi og séð áætlanimar neðst á bls. 3 undir H-lið. Svo þið verðið ekki að ginningarfíflum, eins og þeir, sem samþykkt hafa þessar áætlanir án samanburð- ar ið Fljótavirkjun. Menntaskóli á Norðurlandi vestra með fjölbrautasniði í tillögu Ragnars er gengið skrefi lengra til dreifingar á skólastarfinu og stefnt að því, að aðalkjarnar skólastarfsins verði á þremur stöðum í kjör- dæminu, þ.e. einn í Siglufirði, einn í Skagafirði og einn í Húnavatnssýslum. Skólayfir- völd leggja þunga áherslu á það nú orðið, að takmarka byggingu heimavistarhúsnæðis, eins og unnt er, vegna gífur- legs kostnaðar fyrir ríkissjóð bæði af byggingu heimavista og rekstri. Val skólastaða hlýt- ur því að miðast við, að sem flestir géti sótt framhaldsskól- ann gangandi eða akandi að heiman, og stuðlar það jafn- framt að því, að viðhalda tengslum nemenda við heima- slóðir, eins lengi og unnt er. Með þessum rökum liggur bein ast við, að báðir kaupstaðir kjördæmisins verði fyrir valinu sem skólastaðir en þriðja skóla kjamanum verði valinn staður i í einum af þéttbýlisstöðum Húnaþings t.d. á Blönduósi, en það atriði þyrftu Húnvetningar að athuga sjálfir að sögn Ragn ars og koma aðrir staðir vafa- laust til álita. Ragnar telur, að kjama skóla starfsins verði ekki skipt á fleiri staði en þrjá, án þess að gæði kennslunnar og fjöl- breytni verði í hættu, en um er að ræða 300-550 nemendur í væntanlegum fjölbrauta- Ragnar Arnalds skóla*) Þó er gert ráð fyrir því í tillögunni, aðnokkur hópur nemenda stundi hverju sinni verklegt nám í búnaðar- og hússtjómarskólum að Hólúm í Hjaltadal, Löngumýri og á Blönduósi. Ragnar hefur einnig bent á, að sérstaklega verði að skoða tengsl Héraðsskólans á Reykjum í Hrútafirði við starf fjölbrautaskólans, en þar sé nú framhaldsskólastarf hvað jfullkomnast á oNrðurl. vestra og gæti skólinn vafalaust tek- ið að sér ákveðna sérþætti fjölbrautarnámsins. Þ) Áætlaður nemendafjöldi í hverjuni ildursárgangi er 43 í Siglufirði, 90 í 5kagafirði (þar af 35 á Sauðárkróki) >g 85 i Húnavatnssýslum (þar af 36 vestur sýslunni) eða samt. 218 ungl- ingar. f 4 alduursárgöngum eru því um 827, en áætlað er að skólasókn unglinga að loknum grunnskóla geti orðið að meðaltali, miðað við fjóra árganga, allt að 64% (mest á 1. árl framhaldsskólans .85% árgangs) og gætu það þá orðið um 550 nemendur i þessu kjördæmi, sem legðu stund á framhaldsnám. á Alpingi Námsbrautir og áfangakerfi j Efni tillögunnar er að öðru leyti þetta: Samræmt fjölbrautanám á Norðurl. vestra með nauðsyn- legri verkaskiptingu milli skóla staða miðist við eftirtalin meginsvið: I. Á tveimur skólastöðum sé starfrækt bóknámsbraut, á öðr umtil tveggja ára og á hinum til fjögurra ára, er samsvari menntun til stúdentsprófs, og skiptist í nokkrar námsbrautir, eftir því sem aðstæður leyfa, t.d. tungumáladeild, raungreina og náttúrufræðideild. II. Iðn- og tæknibraut skipt- ist milli skólastaða, eftir þvf, sem hagkvæmast þykir, t. d. þannig að sjómennska, mat- vælatækni, vélstjóranám og annað það iðn- og tækninám, sem tengdast er siglfirsku at- vinnulífi, hafi aðsetur þar, en flestir aðrir þættir iðnfræðsl- unnar verði á Sauðárkróki, eins og þegar hefur verið á- kveðið. III. Á einum skólastaðnum verði viðskipta- og verslunar- braut sem samsvari fjögurra ára námi, en á öðrum verði um að ræða tveggja ára nám. IV. Á öllum skólastöðunum geti nemendur stundað bók- námsþætti námsbrauta í heim- ilisfræðum, hússtjóm og bú- fræði, en að öðru leyti fari námið fram í búnaðar- og hús- stjórnarskólum að Hólum í Hjaltadal, Löngumýri og á Blönduósi. Skal við það miðað, að þessar námsbrautir verði ekki lengur einangraðar blind- götur í skólakerfinu, heldur verði séð til þess, að nemend- ur geti haldið námi áfram á framhaldsskólastiginu að þess- um áfanga loknum. V. Námsbrautir á sviði lista skiptist á milli skólastaðanna, eftir því sem aðstæður leyfa, og kemur þar einkum til greina tónmennt, myndlist og önnur handmennt. Vegna fámennis og marg- breytileika námsins verði skóla starfið skipulagt í áfangakerfi, sem sameini námshðpa úr ýms- um námsbrautum án tillits til hefðbundinnar bekkjaskiptingar og geri framkvæmanlegt að fá sérmenntaða kennara til að fara milli skólanna og standa fyrir námskeiðum. Um kostnað við stofnun og rekstur fjölbrautaskóla á Norð- urlandi vestra skal fylgt þeim ákvæðum, sem gilda um stofn- un og rekstur menntaskóla, og greiðist kostnaðurinn úr ríkissjóði, eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum. Skólaráð skal fara með stjóm fjölbrautaskólans á Norður- landi vestra í samvinnu við skólastjóra og undir yfirstjóm menntam.ráðuneytisins. Skóla- ráð skal skipað eftir tilnefn- , ingu fræðsluráðsins á Norður- landi vestra. Jafnframt skulu nemendur árlega tilnefna full- trúa í skólaráð. Förum að ráðum Framkv.- stofnunarinnar, bíðum í 1 ár. Borum í Fljótum. Þaðan eigum við að fá sírennandi 73° heitt vatn. Síðasta Fljótaáætlun bæj- arverkfr. var 365 m.kr. og þá of há. 18% vextir af þeirri upp hæð er 65 m.kr. En rafmagnið fyrir 3500 manns, eftir áætlun bæjarverkfr. kostar með gamla Skeiðsfossverðinu 67 m.kw á kr. 2,- = 134 m.kr., en með því nýja kr. 536 m.kr. Gamla verðið ætti því að forrenta með 18% vöxtum, lögn fyrir 740 m.kr., en yrði líklega helm ingi ódýrari. Ef nýja verðið væri til viðmiðunar mætti ' Fljótavirkjun kosta 3000 m.kr. Ég tala nú ekki um ef lán fengist með 9% vöxtum eins og REK. Hættum því við allar tví- lagnir, kyndikatla, kyndara, leiðslur tanka, olíulagera, vaxta greiðslur af þeim og fymingar. Vinnum fyrir hagsæld alþjóðar og okkur líka. Gefum öðrum kost á raf- magni Kröflu til framleiðslu. Fyrst við siglfirðingar eigum nógan varma í FLJÓTUM, sem ég gaf írauninni bæjarbúum, þó ég vissi ekki þá hvað ég gerði, veit ég það núna, frá Svartsengi. ★ Greinin hitaveitu- hneykslið er birt á ábyrgð höfundar og túlkar ekki skoðanir blað- nefndar Mjölnis eða bæjarfulltrúa Alþýðubanda- lagsins. — Milli- fyrirsagnir og leturbreytingar eru blaðsins. BÆJARSJÓÐUR SIGLUFJARÐAR ÚTSVÖR 1975 Samkv. lögum um tekjustofna sveitarfélaga skulu gjald- dagar útsvara vera þannig, að 67% útsvars skal vera greitt fyrir 15. júlí og eftirstöðvar fyrir 15. október. Kaupgreiðendur ábyrgjast að starfsmenn þeirra standi í skilum með útsvör sín, eftir þessum reglum, ef ekki er sam- ið um fastar greiðslur á annan hátt. Hjón bera ábyrgð á útsvarsgreiðslu hvors annars. Ef útsvör eru ekki að fullugreidd áður en tveir mánuðir eru liðnar frá gjalddaga, skal greiða bæjarsjóði dráttarvexti af því, sem ógreitt er, 11/2% fyrir hvern mánuð, sem líður fram yfir gjalddaga. Siglufirði, 29. júlí 1975 BÆJARGJALDKERI MJÖLNIR _ 5

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.