Mjölnir - 13.08.1975, Blaðsíða 7

Mjölnir - 13.08.1975, Blaðsíða 7
Stjórnarkosning í Þormóð ramma h.f. Framhald af 2. síðu. í þessu felst. Minnihlutanum ber að refsa, ef hann vogar sér að hafa aðra skoðun en meirihlutinn. Hitt er rétt, að þessi stefna hefur hvað eftir annað skotið upp kollinum í núverandi bæjarstjóm allt frá upphafi. Meirihlutinn þolir hvorki gagnrýni né skoðana- frelsi, hvoru tveggja ber að refsa harðlega. Kúgunin mistókst Bæjarfulltrúar AB lýstu því yfir, að þeir létu ekki kúga sig til þess að þegja um skoð- anir sínar eða fylgja þeim eftir með atkvæði sínu. Bæjarfulltr. AB töldu fráleitt að bæjarstj. gerði sérstaka samþykkt um breytingu á samþykktum ÞR, sem gengju í berhögg við yfir- lýsta stefnu bæjarstjómar. Sam þykkt á þessari tillögu væri í rauninni enn frekari viðurkenn ing á þeirri óheillaþróun, sem ríkisvaldið hefur að undan förnu neytt upp á kaupstaðinn. Bæjarfulltrúar AB undirstrik- uðu þá afstöðu, sem fram kem ur hér að ofan, að allar breyt- ingamar á samþykktum Þorm. ramma, sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins væru and stæð stefnu þeirra og væntan- lega allrar bæjarstjórnarinnar. Eins væri með þessa tillögu, og mundu þeir fylgja eftir þeirri skoðun sinni, hvað sem meirihlutinn tæki þá til bragðs. Auðvitað breytti samþykkt til- lögu meirihlutans engu um orð- inn hlut, en hér er þó sá mun- ur- á, að þær tillögur, sem bæj- arstjóri samþykkti .á aðalfundi höfðu aldrei verið samþykktar í bæjarstjórn, en hér gafst tækifæri til þess að láta vilja bæjarstjórnar ótvírætt í ljós. Þetta skildu fulltrúar meirihlut ans að sjálfsögðu ekki. Hér var um að ræða stefnumörkun og ítrekun á fyrri samþykkt- um um þeta mál. Tillaga meirihlutans var sam þykkt með 6 atkvæðum. Á móti voru bæjarfulltrúar AB og Jóhann Möller. Meirihlutinn gerði nú alvöru úr þeirri hótun sinni að stilla upp einlitum meirihlutalista í stjórnarkjörið. Sveinn Bjöms- son var verkfæri lýðræðisafl- anna að þessu sinni og átti hann nú að eflast að mannvirð ingum og hljóta verðskulduð laun sinnar trúmennsku. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Listi AB fékk þrjú atkvæði og vann hlutkestið um annan full- trúa bæjarstjórnarinnar í stjóm Þormóðs ramma h. f. Sveinn verður hér eftir sem hingað til að láta sér nægja hafnarnefndina, enda var það víst það, sem hann bað um í upphafi. Þeir sem hafa lesið nýjasta tölublað Einherja sjá sennilega að Bogi Sigurbjörnsson og þeir félagar, hafa enn ekki skilið um hvað þessi mál öll snúast, þó hafa þeir haft tækifæri til þess að hugsa sig um í nokkra daga. Það getur auðvitað eng- inn gert að því hvernig hann er af guði gerður. En þegar menn eru að gutla við félags- mál verður þó að gera til þeirra nokkrar kröfur. Bogi virðist til dæmis ekkert skilja í því, að þegar búið er að sam- þykkja tillögu t.d. um stjómar- kjör í Þormóð ramma, þá sé borin fram tillaga um menn til þess að sitja í stjóminni. Hvern ig er það annars með Boga, virðir hann ekki aðrar tillögur en þær, sem hann samþykkir sjálfur? Um tillögu AB um viðræður bæjarstjómar og annarra eign- araðila að Þormóði ramma, er rétt að minna Boga á, að þessa tillögu samþykkti hann sjálfur á bæjarstjórnarfundinum. Þeg- ar Bogi segir, að stöðugar við- ræður hafi verið milli aðila um lausn vandamála Þorm, ramma fer hann vísvitandi (þó er það ekki víst) með rangt mál. Um- ræðurnar fram að þessu, hafa einungis miðast við að bjarga fyrirtækinu þetta árið eða svo. Framtíðin er óljós, og full á- stæða til þess að afstað ríkis- valdsins fáist skýrt í ljós áður en lengra er haldið. Bókun bæjar- fulltrúa AB Bæjarfulltrúar AB létu bóka eftirfarandi vegna afgreiðslu mála Þormóðs ramma í bæjar- stjórn. í þessari bókun kemur meginstefna AB fram. Bæjarfulltrúar AB telja, að með þeim breytingum sem gerð ar hafa verið á lögum Þorm. ramma sé stefnt í voða fram- tíð félagsins. Við teljiun það höfuðatriði að eignarhlutföll eigenda félagsins haldist ó- breytt eins og þau voru fyrir síðustu aukningu hlutafjárins. Við teljum það ranga og hættu lega stefnu, að færa sífellt stærri hluta hlutafjárins í hend ur kaupstaðnum, sem ekki hef- ur fjárhagslegt bolmagn til þess að standa undir slíkum á- lögum og ábyrgðum. Þessi stefna núverandi ríkisstjórnar er í fullri mótsögn við þau fyrirheit, sem gefin voru við stofnun fyrirtækisins og þær hugmyndir, sem lágu til grund- vallar þeirri ákvörðun bæjar- stjórnar og ríkisvalds. Mengun Framhald af 3. síðu. haugabræla leggur að vitum með kæfandi óþef, rusl er á götum og óhirða víða, þá telja þeir sig svikna og koma tæp- ast aftur. Siglufjarðarbær er af náttúr- unnar hendi í einstaklega vina- legu umhverfi og margt af mannanna verkum ber vott um dugnað og framtak sem verð- skuldar aðdáun og hrós. Slík aðdáun gæti þó orðið ennþá meiri ef ráðamenn bæjarins gengju á undan öðrum bæjar- búum um hreinlæti og hirðu- semi á þeim sviðum, sem bæn- um tilheyra, og samtök myndu þá fljótt skapast um að hver gerði hreint fyrir sínum dyrum. Þá yrði Siglufjörður virkilega aðlaðandi bær, bæði af náttúr- unnar og mannanna völdum. Að því ber að keppa. Jökulsá eystri verði ncBsto virkiun i ses,ir tslune,fnd ■ ■ w mm ®vib Skagafjarðarsýslu Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu gerði nýlega samþykktir um virkjunarmál á Norðurlandi. í samþykkt sýslunefndar seg ir m.a. að sýslunefndin fagni yfirlýsingu iðnaðarráðherra frá s.l. vetri um að tekin verði á- kvörðun um vatnsaflsvirkjun í Norðul.kjördæmi vestra þegar á þessu ári. Þá skorar sýslu- nefndin á iðnaðarráðuneytið að sjá um það, að það grund- vallarsjónarmið verði látið ráða við áætlanagerð og ákvarðana- tökur um virkjanir, að orkan verði fyrst og fremst nytjuð til að fullnægja innlendri orku- þörf áður en orkunni verði ráð stafað til stóriðjufyrirtækja í eigu erlendra aðila. Formaður sýslunefndar Jó- hann Salberg Guðmundsson bæjarfógeti á Sauðárkróki, sagði í viðtali við Þjóðviljann, að það hefði komið fram í umræðum þarna, sem ekki hefði komið svo mikið fram á öðrum vettvangi, að mönnum þætti allmikil áfergja og ákafi vera hjá þessari kynslóð að virkja þessi mestu og stærstu vatnsföll og jafnframt að ráð- stafa til langframa, gjaman til útlendra aðila, þessari orku, svo að næstu kynslóðir væru af þessum ráðstöfunum bundn- ar. .Þetta þætti mönnum ekki góð stefna enda hefði nefndin lagt á það áherslu, að orkan yrði nýtt til innlendra þarfa svo sem húsahitunar o.fl. Þá leggst sýslunefndin gegn virkj- un Blöndu m.a. vfegna þess að við það muni a.m.k. 60 ferkm. gróins beitilands á afréttum sökkva undir vatn, en þetta svæði er á svonefndri Eyvinda- staðaheiði og svæðinu austan Blöndu, sem eru m.a. afréttar- lönd skagfirðinga. Þá er bent á í samþykktinni, að þar sem gróðurlendi landsins sé of lítið og alltaf á undanhaldi vegna ofbeitar og af völdum náttúru- afla og íslendingar leggi veru- lega fjármuni í að reyna að græða sárin á örfoka landi með misjöfnum árangri, sýnist það vera að taka með annarri hend inni, það sem er gefið með hinni, að ætla sér að sökkva tugum ferkílómetra gróins lands undir vatn. í stað þess, leggur sýslu- nefndin til, að ráðamenn orku- mála snúi sér að þeim valkosti sem næst liggi, en það sé fulln aðarrannsókn á hagkvæmni Jökulsárvirkjunar eystri í Skagafirði. Það mun liggja fyrir, að Jök ulsá verði virkjuð í þrem áföng unr og sagði Jóhann Salberg bæjarfógeti, að við fyrsta og annan áfanga mundi ekkert Jand fara undir vatn, en eitt- hvað við þann þriðja, sem væri þó ekkert sem talandi væri um miðað við þau ósköp, sem færi undir vatn við virkjun Blöndu. Þá skorar sýslunefndin á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir því að virkjun Héraðsvatna hjá Villinganesi og Jökulsá eystri njóti for- gangs, svo að nægilegt fjár- magn fáist á þessu ári til rann sókna á virkjunarmöguleikum þar, og leggur áherslu á að lög verði sett á næsta Alþingi um þessa virkjun. Þessi væntan- lega virkjun yrði um 30 mega- wött, þ.e. fyrsti áfangi hennar í Héraðsvötnum hjá Villinga- nesi . í lok samþykktarinnar er svo vikið að Norðurlandsvirkjun og segir þar að sýslunefndin lýsi þeirri skoðun sinni, að stefna beri að því að stofna milli sýslufélaga og bæjarfé- laga á Norðurlandi félagsskap Norðurlandsvirkjunn, sem vinna skuli að öflun raforku handa byggðum Norðurlands og muni sýslunefndin gerast aðili að slíkum félagsskap þeg- ar hann verði stofnaður. illiny hjá Framsókn í grein eftir Svavar Gests- son í Þjóðviljanum 3. ágúst er það gert að umtalsefni hvernig nokkrir braskarar og smáat- vinnurekendur í Reykjavík reka nú flokksmaskínu Fram- sóknarflokksins með góðum stuðningi frá SÍS-veldinu. Auk- in áhrif þessara hópa á stjórn Framsóknarflokksins virðast vera í fullu samræmi við þá stefnu Ólafs Jóhannessonar, að spila nú til hægri, í þetta sinn, og vera ekki að eltast við verkalýðinn: „Það eru bændur, smáatvinnurekendur og embætt ismenn, sem við eigum að sinna.“ (Ól. Jóh.) I greininni er lýst, hvernig fjármagnið frá aðalhópunum tveimur, sem standa undir rekstri flokksins, skilar sér: „Opinbera leiðin eru auglýs- ingar í Tímanum. Ef Tímanum undanfarin ár er flett, og það borið saman við Tímann á ein- hverju árabili á undan, sést að auglýsingar frá SÍS og sam- bandsfyrirtækjum hafa stór- aukist í Tímanum. Þá hafa auk ist mjög auglýsingar í Tíman- um, sem áðurnefndir einstakl- ingar hafa einkum forustu fyr- ir. Auglýsingamagn þessara fyrirtækja hefur stóraukist á undanförnum árum. Önnur aðalaðferðin eru kaup þessara fyrirtækja og forustu- manna þeirra á happdrættis- miðum í happdrætti Framsókn- arflokksins. Þar er um að ræða kaup upp á 50—200 þúsund kr. frá hverjum og einum árlega Sambandið til dæmis kaupir jafnan mikið magn happdrætt- ismiða. (Til skamms tíma voru stjórnarfundir Tímans haldnir á skrifstofum SÍS!) Þriðja aðferðin til þess að láta þessi fyrirtæki styrkja' flokkinn og blaðið, er fólgið í því, að fyrirtækin veita ýms- um starfsmönnum flokks og blaðs ókeypis þjónustu af ýmsu tagi. Ennfremur er nokk- uð um það að laun einstakra starfsmanna séu færð beint í launakostnað fyrirtækja eins og Olíufélagsins. (Esso.Exxon.) Fjórða aðferðin eru beinir styrkir utan auglýsinga, og greiðslna fyrir starfsmanna- hald framsóknar. Þessir styrk- ir eru bein fjárframlög til að- ila. Þannig greiddu Samvinnu- tryggingar, SÍS og Olíufélagið 60 þús. kr. hvert á mánuði til flokksins 1972.“ Verðhækkanir Framhald af 8. síðu. er mikið og lífrænt starf þess sjálf' í verkalýðsfélögunum, að það sæki fundi, taki þátt í mót un starfs og stefnu, veiti for- . usturoönnum sínum aðhald og hvatningu, og láti þá finna að þeirra einna sé ekki ákvörðun- arvaldið. Verkalýðsfélögin verða á ný að hljóta það yfirbragð, að þau séu baráttutæki fjöldans til sóknar í lífs- og stéttabaráttu, en ekki einskonar sjúkrasam- i lög eða sjálfvirk stofnun til út- hlutunar styrkjum og hlunnind um. Bókavarðarstarf Bókasafn Siglufjarðarkaupstaðar vantar bóka- vörð frá 1. september n. k. Kaup samkvæmt 22. launaflokld. Umsóknir um satrfið þarf að skila fyrir 1. ágúst n.k. til bæjarstjórans á Siglufirði, eða undirritaðs. Siglufirði, 26. maí 1975. F. h. stjórnar Bókasafns Sigluf jarðar Þ. Ragnar Jónasson MJÖLNIR — 7

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.