Mjölnir - 17.10.1975, Blaðsíða 1

Mjölnir - 17.10.1975, Blaðsíða 1
Mjölnir XXXVni. árgangiur. Föstudaginn 17. okt. 1975 6. tölublað. Borunin í Skútudal ber gððan árangur: Vatnsmagnið þrelaldast! Bæjarbúar hafa án efa beðið með öndina í hálsinum eftir árangri borananna í Skútudal. Margir voru vongóðir, aðrir fullir efasemda. en atburðir síðustu daga virðast taka af skarið um það, að mun meira vatnsmagn fáist úr Skútudal en fyrirhuguð virkjunaráætlun gerði ráð fyrir. Frá Norrænafélaginu Starfsemi Norræna félagsins hér er í fullum gangi, enda fjölgar nú félögum talsvert ár- lega. Vinabæjahreyfingin gengur ágætlega ,til mikillar ánægju og gagns fyrir marga. Um fjölda ára hafa fulltrúar vina- bæjanna mætt til viðræðna og kynna og nú síðast 28. ágúst í Noregi í vinabæ Siglufjarðar, Ilolmestrand. Margir fulltrúar mættu þárna til ánægjulegra samverustunda, frá öllum Norð urlöndunum, nema Finnlandi. Fyrir hönd Norrænafélagsins í Siglufirði mætti Þorgerður Hlöðvesdóttir. Flutti hún greina gott og skemmtilegt erindi um Siglufjörð, og færði N. F. í Holmestrand vinagjöf. Góður rómur var gerður að ræðu Þor- gerðar og þökkuðu Norðmenn henni komuna. Norrænafélagið reynir að stuðla að auknum kynnum með því að semja um verulegan af- slátt á fargjaldi til Norðurland- anna fyrir félagsmenn sína og hafa fjölmargir notað sér þann afslátt. Næsta vinabæjamót verður í Vánersborg í Svíþjóð næsta sumar. Ánægjulegt væri, ef Siglfirðingar gætu notað hluta af sumarfríi sínu til þess að heimsækja þessa norrænu vini. Sunnudagskvöldið 12 okt. s. 1. hafði verið borað niður á 660 metra dýpi og var þá vatnsmagnið 13 sek.l af 65.5 gráðu heitu vatni. Úr holu nr. 5 renna nú 3 sek.l. af 65 gráðu heitu vatni, en úr holu 6 renna nú sem fyrr 8 sek.l. af 67 gráðu heitu vatni, en það var einmitt hola 6, sem átti að virkja. Það, sem hef- ur þvi gerzt, er það, að magnið af sjálfrennandi heitu vatni hefur þrefaldast, er nú 24 sek.l. í stað 8 áður. Kristján Sæmundsson jarð- fræðingur er einn af sér- fræðingum þeim, sem unnið hafa að rannsóknum á hita- svæðinu í Skútudal. Að hans dómi má gera ráð fyrir, að borunin sé að nálgast tölu- vert jarðhitasvæði. Hitamæl- ingar í borholunni sýna, að eftir að 590 metra dýpi er náð, snögghitnar holan, þannig að í 658 metrum er hitinn 70,6 gráður. Sérfræð- ingarnir gera fastlega ráð fyrir, að samkvæmt þessu verði hitinn í 1000 metrum um 90 gráður. Hversu heitt vatnið verður, eða magnið af þessu dýpi, er svo annað mál, en vissulega ættu þess- ar upplýsingar og niðurstöð- ur að gefa ástæðu til hóf- legrar bjartsýni. Breyttar forsendur Árangurinn, sem orðið hefur af borunum í Skútu- dal, hlýtur að verða til þess, að ýmsir þættir varðandi hitaveituframkvæmdirnar verða að fara í gagngera endurskoðim. Þar vegur að sjálfsögðu þyngst að kanna, hvort þörfin fyrir kyndistöð er að engu orðin. Úr þessu verður að sjálfsögðu ekki skorið fyrr en dæluprófanir hafa farið fram. Fastlega má þó gera ráð fyrir, að ! mikilvægi kyndistöðvarinn- ar verði minna en áætlað var, sem þýðir aftur á móti, að hagkvæmni veitunnar fyr ir notendur hennar ætti að iverða meiri en útreikningar 1 gerðu ráð fyrir. Kvöldskóli í Siglufirði Kvöldskóli hefur tekið til starfa í Siglufirði, en slík starf- semi hefur legið niðri í áratugi hér í bænum. Þær greinar, sem nú eru kenndar í skólanum, eru vélritun, bókfærsla og enska. Gunnar Rafn Sigur- bjömsson veitir skólanum for- stöðu, en Björk Hallgrímsson, Ómar Hauksson og Bjarni Th. Rögnvaldsson kenna við hann. Aðsókn hefur verið með ágæt- um og hafa ekki allir komist að í þetta skipti. Áætlað er, að þessari námsönn ljúki í desem- ber, en starf í skólanum hefj- ist aftur í febrúar. í stuttu spjalli við Mjölni gat Gunnar Rafn þess, að hann hefði áhuga á því að fjölga námsgreinum við skólann eftir áramótin og jafnframt búa svo í haginn, að allir, sem hug hefðu á námi, kæmust að. Að endingu gat Gunnar þess, að það hefði komið sér skemmtilega á óvart, hve að- sóknin hefði verið mikil, og ætti það að sanna, að full þörf hefði verið á þessari starfsemi í kaupstaðnum. Kennslan fer fram í Gagn- fræðaskólahúsinu. Siglfirðingar Gleðjið vini og vandamenn á merkum tímamótum með heillaskeyti frá Kvenfélagi Sjúkrahúss Siglufjarðar. Skeytin fást í Bókaverzlun Hannesar Jónassonar og hjá þessum konum: Önnu Snorradóttur, sími 71446 Jónu Einarsdóttur, sími 71532 Kristíne Þorsteinss, sími 71240 Sigríði Lúðvíksdóttur, s. 71557 Steinunni Rögnvaldsd., s. 71295 Kvenfélag Sjúkrahúss. Siglufjarðar Meirihlitinn sprunginn — ráðning bókavarðar gerði út af við samstarfið Fáir atburðir hafa vakið annað eins fjaðrafok á pólitísku leiksviði bæjarmála í Siglufirði eins og ráðning Óla Blöndals í stöðu bókavarðar á bæjarstjórnarfundi þ. 29. sept. s.l. Bæjarbúar og reyndar lands- menn allir hafa fylgst með gangi þessa máls í fjölmiðlum, þannig að ekki er á- stæða til þess að fjölyrða um aðdraganda eða úrslitin á þessum vettvangi. Mjölnir telur þó rétt að birta bókanir Alþýðufl. og Alþýðubandalagsins um málið: Bókun Alþýðuflokksins „Eftir það, sem undan er gengið í sam- starfi meirihlutaflokkanna á undanförnum vikum í sambandi við kosningu á manni } starf bókavarðar, lýsir Alþýðuflokkurinn megnustu andúð á framferði samstarfs- flokkanna, sem hann telur óafsakanlega pólitískt séð og vítaverða gagnvart manni, sem í 30 ár hefur helgað málefnum bæjar- ins og verkalýðshreyfingarinnar nær allar sínar frístundir. Alþýðuflokkurinn áskilur sér rétt til að hafa frjálsar hendur í samstarfi við meiri- hlutaflokkana tvo — Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarfiokkinn — um málefni Siglufjarðarkaupstaðar. Alþýðuflokkurinn styður á hvern þann veg, sem hann álítur heppilegan, þau fram- fara- og hagsmunamál, sem bærinn hefur með höndum og framkvæma þarf á kjör- tímabilinu.“ Þessi samþykkt var gerð á fundi Alþýðu flokksfélags Siglufjarðar. Bókun Alþýðubandalagsins „Fulltrúar AB telja að við ráðningu bóka varðar að Bókasafni Siglufjarðar, hafi verið staðið af pólitísku ofstæki og lág- kúru. Bæjarfulltrúar AB telja að rétt hefði verið að framlengja mnsóknarfrest um stöðuna. Þegar sú tillaga var felld ákvað trúnaðarmannaráð Alþýðubandalagsins á Siglufirði og bæjarfulltrúar að stuðla að kosningu Jóhanns G. Möller. Þó að Jóhann hafi aðrar skoðanir en undirritaðir, teljum við hann hæfastan af þeim umsækjendum sem til greina koma um stöðuna. Þar að auki teljum við fulltrúar Alþýðubandalags- ins að fullt tillit beri að taka til þess að Jóhann G. Möller hefur starfað að málefn- um bæjarins og íbúa hans í tugi ára, oft í ábyrgðarmiklum stöðum.“ Hlutur framsóknar Afstaða bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins er hvorttveggja í senn skiljanleg og mannleg í þessu máli, enda munu fæstir liggja þeim á hálsi stuðninginn við Óla Blöndal, en sama verður ekki sagt um framsóknarfulltrúana. í þessu máli sem reyndar mörgum öðrum sýnir Bogi Sigur- björnsson enn einu sinni pólitískt ofstæki sitt og íhaldsþjónkun. Þar við bætist per- sónuleg óvild hans í garð Jóhanns Möller, en hún virtist vera leiðarljós Boga í meiri- hlutasamstarfinu sáluga. Margir óbreyttir framsóknarmenn eru löngu orðnir þreyttir á yfirgangi og frekju Boga og mun nú hafa flóð útúr hjá mörgum þeirra. Sagt er, að enginn af vara-bæjarfulltrúum fram- sóknar hafi viljað standa að ráðningu Óla með Boga og íhaldinu, og hafi neitað að mæta á bæjarstjórnarfundinum. Því varð Skúli Jónasson að endasendast norður í land úr Reykjavík til þess að bjarga Boga úr klípunni. Finnst mörgum að Skúli hafi furðu lítið geð að láta hafa sig til slíkra óþrifa-verka. Lengi skal manninn reyna, og ekki eru þeir félagar búnir að bíta úr nálinni vegna þessa. Óánægjan kraumar og sýður innan flokksins vegna herleiðingar framsóknar í bæjarstjórn ekki síður en ríkisstjórn. Forustu menn framsóknar hafa nú opinberað sitt rétta íhaldsandlit svo ekki verður um villst.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.