Mjölnir - 17.10.1975, Blaðsíða 5

Mjölnir - 17.10.1975, Blaðsíða 5
var rifinn fyrir nokkr- um árum, og líka lifrar- bræðslan, sem stóð austan við brakkann. Fyrst maður er staddur við endann á Grundargöt- unni, er bezt að staldra við hjá Ytra-húsinu. Það íbúðar- hús var byggt 1861-2, og er elzt allra húsa í Siglufirði. Það lítur að mestu út eins og þegar það var byggt. Að vísu var seinna byggt aust- an og norðan við það, en suðurhlutinn er upprunaleg- ur. Þetta hús hefur litla umönnun hlotið nokkur síð- ustu árin, þó eigandinn reyndi af veikum mætti og litlum efnum að hlúa að því seinustu mánuðina, sem hann lifði. Það sést ennþá við hvað hann gafst upp. í krikanum milli Ölagötu og Suðurgötu var, í gamla daga, lind, sem hafði merku hlutverki að gegna. Hún var landamerki milli Hafn- ar og Hvanneyrar. í staðinn fyrir að gera vel í kring um hana var hún hulin, því læk- ur eða lind er náttúrulega til óprýði í svona fögru um- hverfi. Utarlega í Ólagötu er reykhús. Áður var það not- að til annars. Gaman væri að vita til hvers, og hver byggði það og hvenær. Sunnan við það, og áfast, er Tynesarbrakkinn, þ: e. Sunnubrakkinn. Bryggjuhús- ið langa er að stofni til frá tíð Ole Tynes. Skemman syðst á lóðinni er falleg og ber byggingarmeistaranum vitni um tvennt: Smekk og forsjálni. Þakið á henni er gert fyrir okkar veðráttu. Það sligast ekki undan snjó, — hann tollir ekki á þess- um bratta. Sunnan við skemmuna stóð Mallabrakki, eða Doddabrakki. Hann var rif- inn 1973. Þar suður af stóð annar brakki, (annar Malla- brakki?), sem rifinn var fyr- ir löngu. Þá kemur Antons- brakkinn, sem nú er ekki nema svipur hjá sjón, síðan viðbyggingin vestan við hann var fjarlægð að mestu. Sunnan við Antonsbrakk- ann stóð Snorrabrakkinn, og sneri norður og suður. Rifinn fyrir löngu. Þá er komið að Ingvarsbrakkan- um, sem er stór kumbaldi. Skaftabrakkinn er eigin- lega þrjú hús: Gamla bryggju húsið, íbúðarhúsið og vest- urhúsið. Það væri gaman að vita sögu gamla bryggju- hússins. Njarðarbrakkinn er næst- ur, en sunnan við hann er svo perla brakkanna: Roalds brakkinn, eins og gamlir Siglfirðingar kalla hann, eða ísfirðingabrakkinn, eins og hann er nefndur nú, er mik: ið hús að útliti og byggingu. Líkist Vestersenshúsinu í stíl. Þetta hús er a.m.k. 60 ára gamalt, byggt sem ver- búð og síldarskemma og hefur ávallt verið það. Ég held það sé lítið breytt frá fyrstu gerð. Fyrst kom ég í þetta hús 9 ára gamall, og á þaðan góðar minningar . um lykt af síld, netum og kryddi, en auðvitað eru minningamar um fólkið hlý- legastar. Morten Ottesen réði þar þá ríkjum. Hann hafði hirð í kringum sig, með mötuneyti. Þar borðuðu síldarspekúlantar, háskóla- borgarar og séní. Mér fannst þetta skemmtilegir karlar, sem körpuðu og hlógu ó- sköpin öll. Stúlkumar bjuggu í sjálfum brakkanum uppi, en karlarnir í viðbyggingu að norðan. Seinna keypti Samvinnufélag ísfirðinga eignjna og fólkið var flest að vestan. Ég var orðinn fullorðinn þegar ég kom í brakkann í annað sinn. Mér fannst ég kannast við hvert skot, og þar er enn lykt af kryddi. Þarna er ekki margt úr sér gengið, enda hefur hús- ið lengst af verið í umsjá snyrtimennis. Ég hleyp yfir Ásgeirsíshús- ið, því þó þar hafi verið bú- ið í nokkmm kompum yfir sumarið, og þarna hafi verið merkilegt íshús, er varla hægt að lýsa því nú. Þá tekur Bein við. Þama var beinaverksmiðja, þ.e. fiskbein voru möluð þar. Væri ekki ráð að einhver þeirra, sem við bygginguna unnu eða unnu í sjálfri verk- smiðjunni, tæki að sér að skrá sögu hennar? Syðsti-brakkinn var sá eini af öllum þessum brökk- um, fyrir utan Hjaltalíns- brakkann, þar sem stúlkur bjuggu á neðri hæð. Uppi á lofti bjó saltandinn og hafði kontór. Þar bjó líka kvenfólk, og niðri var kven- fólkið einrátt. Þessi brakki var mest út úr, og þar varð oft róstusamt í grennd, en þó aldrei úr hófi. Þarna beint austur af var Anleggið. Söltunarstöð með Rauðka og Grána Þessl fallegasti verksmiSjureykháfur á landlnu var búinn að standa þarna við hlið Gránu í meira en hálfa öld. Ef hann hefði staðið i grennd við Reykjavik, hefði enginn arkitekt þorað að hanna fiskiðjuver honum til falls. Bakki Guðmundur Bjarnason, eftirmlnnilegur og mikill persónuleiki byggði húsið í Bakka 1907. Isfirðingabrakkinn rla brakkanna, Roaldsbrakkinn, er mikiö hus að útliti og byggingu. öllu tilheyrandi byggð á staurum úti á sjó, án tengsla við land. Það er löngu fyrir bí. Þau eru mörg gömlu hús- in, önnur en brakkar, sem vert er að gefa gaum að. Það hafa verið byggð mörg snotur hús í bænum, úr steini og gleri, en elíkert þeirra jafnast á við Wedins- húsið að formi og stíl, að ég tali nú ekki um Vester- senshúsið, sem mér finnst fallegasta hús bæjarins. Sem betur fer eru þessi hús í góðra manna höndum, er láta sér annt um viðhald þeirra. Fyrst ég er farinn að tala um íbúðarhús, og kominn út í Hvanneyrarbraut er bezt að bregða sér út í Bakka. Þar eru tvö hús byggð 1907. Annað' þeirra snoturt portbyggt hús, byggði Guðmundur Bjarna- son. Hann var ávallt kallað- ur Guðmundur í Bakka. Eft- irminnilegur og mikill per- sónuleiki. íshúsið í Bakka er orðið hrörlegt, en brakkinn er nú íbúðarhús. Ef við förum suður fjör- una, sjáum við máske móta fyrir sökkli Goosbrakkans sunnan Hvanneyrarár, og þar skammt fram af, á sjávarbotni, eru leyfar af bryggjunni. En til að sjá þær þarf fleytu og logn. Við Hvanneyrarkrókinn var Ásgeirsbrakkinn, tveggja hæða steinhús, byggt árið 1917. Hann brann og var felldur. Svo förum við niður með flóðvamargarðinum. Þetta var rómantískur garður í gamla daga, á fögrum vor- og sumarkvöldum. Nú er gamli garðurinn brotinn og illa farinn, en sá nýi ger- sneyddur allri rómantík. Þá komum við að Lúð- víksbrakkanum, sem byggð- ur var 1917. Þar er nú bif- reiðaverkstæði og smurstöð. Þama norður af var plan og löng bryggja. Af henni sést nú hvorki tangur né tetur. Það eru mörg önnur merkileg gömul hús í bæn- um, sem ég hefi ekki talið upp. Þau bera flest vott um, að fyrir 50-100 ámm kunnu menn að byggja hús fyrir siglfirzkar aðstæður, en vert er að leiða hugann að því, að hentugustu og fallegustu húsin byggðu útlendingar. Ég hefi heyrt unga menn og framsækna tala um, að réttast væri „að setja jarð- ýtu á þetta gamla drasl.“ Jarðýtan er þarfaþing, það sést bezt á Hólsánni. En væri ekki nær að ganga bet- ur um sum þessara gömlu húsa, og jafnvel nota þau til einhvers, sem hæfir fram- sæknum anda jarðýtualdar- innar? Saga Siglufjarðar er alltof snar þáttur í þjóðlífinu, til þess að henni sé sýnt tóm- læti. Varðveizla gamalla húsa er virðingarvottur við liðna tíð og söguna. Gömlu húsin mega ekki öll fara á haugana, eins og meginið af söltunaráhöld- unum okkar. Það er ekki hægt að varð- veita öll gömul hús, og sölt- unarstöð er ekki hægt að varðveita í heilu lagi. En það má ýmislegt betur gera en nú tíðkast. T.d. mætti búa til líkan af síldarplani með öllu tilheyrandi, og gera það þá áður en allt er glatað, sem hægt er að styðjast við. MJÖLNIR _ 5

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.