Mjölnir - 20.12.1975, Page 1

Mjölnir - 20.12.1975, Page 1
IVyOlxilX* XXXVm. árgajigur. Laugardaginn 20. dés. 1975 7.-8. tölublað í kofanum Og það var hin fátæka María mey, svo mjúklát og falleg og hjartagóð: hún fann þar í stallinum hálmkynjað hey og horaður asni við grjótbálkinn stóð. Og jómfrúin lagðist í heyið með hægð og hljóðaði dálítið upp yfir sig. (Hún hafði þá enn ekki hlotið þá frægð, sem hóf hana seinna á guðdómsins stig.) En Jósef á hnyðju við hurðina sat með hismi í skegginu og nóttinni kveið: hann langaði í hlýju, hann langaði í mat og lúinn og syfjaður átekta beið. Loks hreif hann úr dvalanum voðalegt vein — hin viðkvæma ástmær í stoð eina sparn. Og beint inn um túðuna tunglsljósið skein og tunglsljósið skein nú á dálítið barn. Því hér var þá fædd þessi framtíðarvon, sem fólk hafði lifað á, meðan það svalt. Og móðirin horfði á sinn himneska son: ó, hvað hann var jarðneskur, þrátt fyrir allt. Svo leit hún á ská til síns lofunarmanns: hann Ijómaði allur og greindi það eitt, hvar iðaði lifandi eftirmynd hans — en asninn stóð höggdofa og skildi ekki neitt. JÓHANNES ÚR KÖTLUM Fréttir í fáum ordum HtJSEININGAR HF hafa á þessu ári skilað af sér 21 húsi, þar af 15, sem falla undir lög um byggingar leigu- íbúða, 4 á Siglufirði, 4 á Rauf- arhöfn, 7 á Vopnafirði. Þá er einn kennarabústaður á Lauga- landi í Holtum. Hin hafa verið seld einstaklingum. Nú fyrir áramótin á að afgreiða 22. hús- ið á árinu, hið fyrsta af fjór- um, sem samið hefur verið um sölu á til Þórshafnar, skv. lög- um um leiguíbúðir. Söluverðmæti húsanna miðað við núverandi verðlag er senni- lega ca. 4y2 millj. kr. að meðal- tali, eða ca. 100 millj. kr. fyr- ir þau hús, sem seld verða á árinu. Mikil eftirspum er eftir hús- unum, og söluhorfur því góð- ar enda munu þau vera allt að 20% ódýrari uppkomin en steinhús af sömu stærð. Skil- yrði, sem sett vom á aðalfundi í haust fyrir aðstoð Framkv- stofnunarinnar við að tryggja rekstrargrundvöll fyrirtækisins, hafa nú verið uppfyllt. Má því telja rekstrarhorfur Húsein- inga hf. góðar. Verið er að gera útlitsbreyt- ingar á húsunum, er miða mjög til batnaðar, en sumum hafa fundizt þau of sviplítil. Nýr framkvæmdastjóri, Matt- hías Sveinsson, var ráðinn að fyrirtækinu í haust. SIGLÓSÍLD hefur nú fest kaup á 5.000 tunnum síldar til vinnslu á næsta ári, eða til ca. 10 mán- aða vinnslu. Síldin verður varla MESSUR í SIGLUFJARÐARPRESTAKALLI UM JÓLIN 1975 14. desember ............. Messa kl. 14:00 23. desember ............. Náttsöngur kl. 23:00 (ætlað unglingum 13 ára og eldri) 24. desember ............. Aftansöngur kl. 18:00 25. desember ............. Hátíðarmessa kl. 14:00 26. desember ............. Skírnarmessa kl. 14:00 (þeir sem vilja láta skíra börn sín hafi samband við prestinn tímanlega) 28. desember ............. Barnamessa kl. 11:00 31. desember ............. Aftansöngur kl. 18:00 1. janúar............... Hátíðarmessa kl. 14:00 SÓKNARPRESTUR Dansleikir um hátíðirnar: HÓTEL HÖFN auglýsir: • Dansleikur 2. í jólum kl. 10-2. • Barnaball Kiwanis 27. des. kl. 4 • Barnaball Rótarý 28. des. kl. 4 • Barnaball Skagf.fél. 29. des. kl. 4 • Gamlaárskvöldsfagnaður kl. 12-4. HÓTEL HÖFN vinnsluhæf fyrr en í febrúar eða marz. Utflutningsverðmæti Sigló 1974 var rúml. 31 millj., veröur á þessu ári ca. 90 millj. kr., og verður á næsta ári um 160 millj. kr., úr því hráefni, sem búið er að kaupa. FLUGVÖLLURINN Framkvæmdum við skýlið á Siglufjarðarflugvelli hefur ver- ið haldið áfram í haust og vet- ur, og hefur aðstaðan farið batnandi jafnt og þétt. M. a. er búið að koma upp ágætri lýs- ingu. Vonir standa til, að hald- ið verði áfram framkvæmdum á vellinum næsta sumar. Eit af áhugamálum þeirra, sem flugið annast, er að lagð- ur verði vegur frá syðsta enda Hafnartúns, meðfram sjónum að ósi Fjarðarár og þar sett brú. Þetta er ekki mjög stór framkvæmd, en mundi spara mikinn snjómokstur á veturna. HITAVEITAN Framkvæmdir við hitaveit- hafa gengið ágætlega, og á sú einmuna tíð, sem hefur ríkt það sem af er vetri, þótt snjór hafi öðru hverju legið á jörð síðan um miðjan nóvember, sinn mikla og góða þátt í því. Verið er að hleypa hitaveitu- vatninu á hitalagnir fyrstu hús- anna, og mun því verða haldið áfram, unz þau 107 hús, sem lagt var að í sumar, hafa feng- ið hitaveitu. Vegna hins ágæta árangurs, sem borunin í Skútudal gaf í haust, er búið að leggja allar áætlanir um byggingu kyndi- stöðvar í hilluna, en í þess stað hefur verið pantaður jarð- bor frá Orkustofnun til að halda áfram leit að meira vatn.i VANDALISMI Fyrir skömmu var unnið skemmdarverk á sumarbústað frú Þorfinnu Sigfúsdóttur vest- ur á Almenningum. Verksum- merki sýndu, að skotið hafði verið kúluskoti inn um glugga á bústaðnum. Hafði það hæft lampa og splunrdað honum í þúsund mola, sem lágu á víð og dreif um gólfteppið, og far- ið gegnum mynd á vegg gegnt glugganum og inn í vegginn. Svona vandalismi, sem ekki getur stafað af öðru en sjúk- legum geðflækjum, ásamt lítilli greind, er því miður ekki ó- þekkt fyrirbæri, en vekur þó alltaf sömu undrunina hjá and- lega heilbrigðu og sæmilega gerðu fólki. Utgerðin Blaðinu tókst ekki að afla nákvæmra frétta um gang út- gerðarinnar, sem er undirstaða bæjarlífsins í Siglufirði, en vonandi verður það hægt, þeg- ar blaðið kemur út í janúar. — Þórður Vigfússon, framkv.stj. Þormóðs ramma, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu frá áramótum.

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.