Mjölnir - 20.12.1975, Blaðsíða 6

Mjölnir - 20.12.1975, Blaðsíða 6
MINNINGARORÐ Anney dlfjðrð Jnnsdnttir Fædd 20. júní 1912. — Dáin 28. nóvember 1975. Anney Ólfjörð Jónsdóttir Anney Ólfjörð Jónsdóttir dó að kvöldi 28. nóv. s. 1. í Sjúkra- húsi Siglufjarðar. Hennar bar- áttu fyrir lífinu við dauðann var lokið. Andlátsfregn verður stundum reiðarslag nánustu ástvinum og aðstandendum, en nú kom dauðinn sem lausnari frá þraut og þjáningu, ekki ó- væntur eða óvelkominn. Síð- ustu vikur og mánuði, þegar ljóst var að hverju stefndi og hún vissi það sjálf, þá reyndi máske meira á hetjulund henn- ar og staðfestu en nokkru sinni fyrr, og þeir sem daglega heimsóttu hana dáðust að kjarki hennar og styrk allt til hinztu stundar. Eiginmaður hennar, Óskar Garibaldason, studdi hana og styrkti með karlmennsku sinni og æðru- leysi, ástúð og umhyggju, svo sem framast hánn mátti. Nú sem fyrr stóðu þau saman í baráttunni, þó svo leiðir yrðu að skiljast að lokum. Þegar komið er að því að kveðja hinztu kveðju einhvern þann, sem maður hefur átt að samferðamanni um lengri eða skemmri leið á lífsins vegi, þá rifjast upþ hin fyrstu kynni, hvar þau hófust og með hverj- um hætti. Ég minnist þess nú, er ég kveð félaga og vin minn Ann- eyju Ólfjörð Jónsdóttur látna, eiginkonu Óskars Garibaldason- ar, að undir þeirra þaki átti ég skjól um nokkurn tíma minnar fyrstu veru hér á Siglufirði fyr- ir röskum 32 árum, át við þeirra borð, — naut þeirra hispurslausu og sjálfsögðu gestrisni. — Þama, góði minn, njóttu þess sem þér er boðið. — Engin tilgerð eða sýndar- mennska. Þannig kynntist ég þeim, þannig voru þau. Ef ég rifja upp fleira af því, sem mér er minnisstæðast af kynnum við þau hjónin, þá er það helzt, hvað mér þótti Ann- ey sköruleg kona, stór og gerð- arleg, myndarleg bæði að á- sýnd og til verka. Hún var dugnaðarforkur, ósérhlífin, gekk að hverju starfi af at- orku. Hún var skapmikil, hörð í skoðunum, hreinskilin og beinskeytt, sagði hverjum þeim sem hún ræddi við, meiningu sína umbúðalaust, oft án þess að hefla orðbragðið, ef henni var heitt í hamsi. Óskar var hægari að gerðum, en fór eigi að síður sínu fram, sem hann ætlaði. Á heimili þeirra fann ég þann byltingaranda, sem mér, ungum sósíalista, nýkomnum úr fámenni smáþorpsins, var framandi, en samt uppörvandi og hvetjandi, og mér fannst Anney vera dæmigerð kona úr Iróttækustu forustusveit verka- lýðsins, — minna að nokkru á Sölku Völku. Þar á heimilinu fór saman hin daglega barátta verka- mannsins, að vinna fyrir nauð- þurftum, annast heimilisstörf- in og umsjá bamanna, sem þá voru þrjú komin, og félags- málabaráttan, störf í verka- lýðsfélögunum og Sósíalista- flokknum. Umræður um taktik og teoríu blönduðust eðlilega |og ósjálfrátt saman við dægur- málin, sem vom í brennidepli þá hverju sinni. Anney tók þátt í bæði faglegum og póli- tískum félagsstörfum, henni voru falin margvísleg trúnaðar- störf, m. a. var hún formaður Verkakvennafélagsins Brynju á tímabili. Hún var góðum gáf- um gædd, hafði yndi af söng og tónlist, starfaði í ýmsum kórum, kvennakór, blönduðum kórum og Kirkjukór Siglufjarð- ar. Á þessu sviði áttu þau hjónin líka sameiginleg og brennandi áhugamál, því Óskar er mikill tónlistarunnandi og starfaði einnig í kórum. Ég tel tvímælalaust að til heimilis þeirra, Anneyjar og Óskars, megi rekja upphaf að einu grózkumesta og fjölbreyti- legasta tónlistartímabili í sögu Siglufjarðar. Anney átti þar að drjúgan hlut. Óskar var einn helzti hvatamaður að stofnun Lúðrasveitar Siglufjarðar, sem síðar leiddi til þess að Tón- skóli Siglufjarðar var á fót settur af Sigursveini D. Krist- inssyni, tónskáldi. Á eftir Lúðrasveit og Tónskóla kom svo Söngfélag Siglufjarðar (Blandaður kór) og síðar endur- vaktist starf Karlakórsins Vís- is, þegar skólastjóri Tónskólans tók við söngstjóm hans, og um líkt leyti varð samstarf um skólahald milli Tónskóla Siglu- fjarðar og Tónlistarskóla Vísis undir skólastjóm Geirharðs. í sambaiidi við skólastarfið hvíldi mikil fjármálaábyrgð á herðum Óskars og heimili hans varð á margan hátt tengt þessu starfi; þess minnumst við, sem vorum meiri eða minni þátttak- endur í því, og þar stóð hús- freyjan ekki að baki bónda sínum. í upphafi þessa tónlistar- starfs vom elztu bömin, þau Hörður og Erla, farin að heim- an til náms, en bræðurnir fjór- ir, Hlynur, Hallvarður, Hólm- geir og Sigurður voru heima og allir nemendur í hljóðfæra- leik. Oft hefur' því látið hátt í eyrum Anneyjar, þegar æf- ingar þeirra bræðra stóðu yf- ir, en þetta tónlistarstarf var hennar hjartans mál. Yngsti sonurinn, Sigurður, var-eflaust mesta listamannsefni þeirra bræðra, hann nam fiðluleik. Það var því þungur harmur að þeim kveðinn, er hann dó 11 ára að aldri, greindur og geð- þekkur drengur, hvers manns hugljúfi. Hinir bræðumir iðka enn tónlist, ýmist sem aðal- starf (Hlynur), eða tómstunda- gaman í lúðrasveit og dans- hljómsveit. Anney þótti oft hörkutól til geðs og gerða. Lífsbaráttan sjálf, stéttabaráttan, skilningur hennar á eðli þeirrar baráttu, i réttlætiskennd hennar, góðvild og hjálpsemi við þá, sem minna máttu sín og áttu í erfiðleik- um, — allt þetta herti hana þegar til átaka kom, og að láta hart mæta hörðu var henni eiginlegra en hitt. Blíðlyndi hennar, kærleik og hjálpsemi, þá eiginleika, sem hún átti í ríkum mæli, þekktu bezt hennar nánustu vinir og þeir, sem urðu aðnjótandi þeirra á einhvern hátt. í góðra vina hópi var hún hrókur fagnaðar og naut þess að skemmta sér á mannamót- um, því glaðlynd og félagslynd var hún að eðlisfari. Nú, þegar þessi sterka kona er fallin um aldur fram, er vissulega skarð fyrir skildi. Við, sem áttum hana að póli- tískum samherja, fengum oft að heyra sannleikann bitran og sáran af vörum hennar um pólitískan vesaldóm, hægri vill- ur og kratisma. Þar brýndi vægðarlaust maður mann. Þar ómaði tónn stálsins harða og varð ekki falskur af dignandi málmi. Við fundum réttmæti á- drepunnar, en ekki verður við allt ráðið. Það skiptast á skin og skúrir — hin rauða fylking riðlast stundum, en raðirnar þéttast á ný. 1 heiminum öll- um er barátta háð fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi manna. Þar ýmist gengur eða rekur, sigur vinnst á einum stað, ó- sigur goldinn á öðrum, en samt stækka og breiðast yfir jörðina rauðu svæðin, sem tákna sigra sósíalismans yfir kapítalisman- um. Við, sem svo oft vorum brýnd til dáða af þeirri konu, sem nú er kvödd, getum bezt heiðrað minningu hennar með því að halda áfram að starfa að hugsjónamálum frelsis, jafn- réttis og bræðralags, því í þeim felst allt það, sem henni stóð hug og hjarta næst. Merki skal standa, þótt mað- urinn falli. Við hjónin vottum ástvinum hennar öllum okkar innilegustu hluttekningu. Einar M. Albertsson Menningarvika — men ningarviðburður. Síðbúin þökk og áminning. Nú, þegar árið er senn á enda og litið er til baka, þá er svo ótal margt, sem gerzt hefur í okkar litla bæjarfélagi, Siglu- firði, sem ekki hefur verið tal- ið til tíðinda eða hreinlega orð- ið útundan í fátæklegum frétta- flutningi litlu blaðanna, sem hér koma út endrum og sinn- um. Ekki skal reynt úr að bæta með allsherjar annál um minnisverð tíðindi, en hugleið- ing um hvað merkilegt hafi skeð á menningarsviði og al- gerlega fallið í glatkistu frétta- mennskunnar hjá bæjarblöðun- um, þá finnst mér, þó seint sé, að þakka beri það lofsverða framtak, sem sýnt var snemma þessa árs, að hefja undirbún- ing að því, sem hlaut nafnið Menningarvika Siglfirðinga. Það var Kiwanis klúbburinn Skjöldur, sem frumkvæðið átti og fékk til liðs við sig Lions klúbbinn og Rotarý klúbbinn, |og var með fulltrúum klúbb- anna, fulltrúa frá bæjarstjóm og einstaklingum úr bænum mynduð nefnd til að skipu- leggja undirbúning menningar- vikunnar, sem hefjast skyldi 20. maí og þá um leið hefja til vegs á ný þennan afmælisdag bæjarins, sem áður fyrr var alltaf hátíðlegur haldinn með einhverjum hætti. Svo sem að var stefnt hófst menningarvikan með samkomu í Nýja-Bíó 20. maí. Voru þar ýmis atriði á dagskrá, s. s. söngur Karlakórsins Vísis, sem aðallega söng lög eftir próf. Bjarna Þorsteinsson, tónskáld. Minnisstæð er sköruleg ræða Jóns Kjartanssonar, fyrrv. bæj- arstjóra, sem minntist próf. Bjama Þorsteinssonar sérstak- lega. Þá léku strengleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Islands nokk ur lög, sem unun var á að hlýða, og kvexmakór söng með undirleik strengjasveitarinnar. önnur atriði Menningarvik- unnar voru þau, að opnaðar voru þrjár sýningar: I fyrsta lagi málverkasýning frá Lista- safni íslands, sem opnuð var í Alþýðuhúsinu með ávarpi, sem Bragi Magnússon flutti og fjallaði um tilgang þessarar Menningarviku. Þá söng bland- aður söngflokkur úr Kiwanis hreyfingunni nokkur létt og skemmtileg lög undir stjóm Elíasar Þorvaldssonar. I öðru lagi var opnuð sýning grafík- mynda nokkurra ísl. listamanna og var sú sýning í Suðurgötu 10. I þriðja lagi var opnuð sýning sögulegra mynda, vom það hlutar úr hinni stóru og yfirgripsmiklu sýningu, sem stóð að Kjarvalsstöðum í Rvík í tilefni 1100 afmælis íslands- byggðar árið 1974. Var sú sýn- ing í Sjálfstæðishúsinu. Allar voru þessar sýningar opnar um vikutíma og var aðsókn frem- ur góð. Þessi fyrsta Menningarvika þótti takast nokkuð vel og á- setningur mun vera sá, að fram vegis verði unnið að slíkum viðburðum, sem tengdir verða 20. maí. Þess má geta, að öll vinna og aðstoð við þessa viku var unnið sem sjálfboðastarf, en greiða þurfti listamönnum að sunnan fyrir þeirra tillag og ferðir. Um leið og færðar eru þakk- ir þeim frumkvöðlum, sem þama eiga hlut að máh, skal þess óskað, að eftirleiðis megi takast að auðga svolítið okkar annars snauða menningarlíf og þeirri áminningu beint til bæj- arbúa, að þeir sýni þakklæti sitt með góðri aðsókn og und- irtektum. Og umsjármenn blað- anna litlu mega ekki aftur gleyma að geta þess, sem gert er. EMA Teikninámskeið Fyrirhugað var að halda mynd- listarnámskeið hér í Siglufirði í haust. Af því gat ekki orðið vegna veikinda kennarans, Vet- urliða Gunnarssonar listmál- ara. Áhugi fyrir þátttöku í nám- skeiðinu var mikill, og höfðu milli 30 og 40 skráð sig á þátt- tökulista. Vonandi helst þessi áhugi fram á næsta ár, því forgöngu- menn námskeiðsins hafa ákveð- ið að efna til þess á ný eftir áramótin, sennilega í febrúar, með sama kennara. MJÖLNIK — Jólablað

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.