Mjölnir - 20.12.1975, Blaðsíða 10

Mjölnir - 20.12.1975, Blaðsíða 10
Verkamannasamband íslands óskar meðlimum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Verkalýðsfélagið Eining óskar öllu starfandi fólki til lands og sjávar. gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Verkalýðsfélagið Eining Súkkulaðiverksmiðjan Linda b.f. framleiðir f jölbreyttustu tegundir sælgætis á Islandi úr fyrsta flokks hráefnum. Allir borða LEVDU-súkkulaði, það eykur þrótt og gefur frísklegt útlit. SIJKKIILADIVERKSMIDJAN LEVDA H.F. Símar 23660-22800 — AKUREYRI Eyþór H. Tómasson Nýjar bœkur frá Máli og menningu Haustskip eftir Björn Th. Björnsson I Suðursveit og Edda eftir Þórberg Þórðarson Ferðaminningar eftir William Morris Vatnajökull eftir Sigurð Þórarinsson og Gunnar Hannesson. Umboðsmenn á Norðurlandi vestra: Hlöðver Sigurðsson, Siglufirði Ingibjörg Hafstað, Vík, Skagafirði. Vignir Einarsson, Blönduósi. Elínborg Jónsdóttir, Skagaströnd Ávallt fyrirliggjandi vörur á hag- stæðu verði í fjölbreyttu úrvali Sendum gegn pústkröfu Sendum félagsmönnum kaupfélagsins, starfsfólki þess og viðskiptavinum beztu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár, með þökk fyrir það, sem er að líða. Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri. — Sími 21400. KRISTJÁN ELÍASSON GAMAN - GAMAN - GEIRIFORSÆTIS Það hefur vafalaust ekki far- ið fram hjá neinum, að á Is- landi eru stórmerkilegir at- burðir að gerast. Á ég þar við þá miklu öldu mótmæla, er risið hefur gegn núverandi atvinnurekendastjórn íhalds og Framsóknar. Þessi mótmæla- alda ber þess greinileg merki, að fólkið í landinu hefur feng- ið nóg af harðstjóm atvinnu- rekendavaldsins og rís nú, vaknað af velmegunarblundi sínum, gegn henni. Á öldufald- inum tróna sjómenn með sína stórkostlegu mótmælaaðgerð, er beint var gegn lækkuðu fisk verði. Að geta sameinast um að sigla flotanum í land er af- rek og hefði átt að nægja til þess að benda atvinnurekenda- stjórninni á að tími væri tií kominn fyrir hana að fara frá völdum. En þeir létu ekki segj- ast, þeir heybrókarmenn, er þessa ógnarstjóm mynda. Öllum eru kunnug málalok, sjómenn lúffuðu gegn loforði ógnarstjómarinnar um að fisk- verð myndi hækka um 3,5%. Til þess að halla ekki réttu máli, er bezt að geta þess, að ekki voru það allir sjómenn, sem sigldu í land. Nokkrir tog- arar, þ. á m. Dagný SI, héldu áfram veiðum og bám skip- stjóramir það fyrir sig, að þeir væm að fiska fyrir erlendan markað!!! Furðuleg staðhæfing! Eða er það meiningin, að þessi skip landi ekki meir á íslandi? Eða er þetta þjónkun við erki- óvininn, Efnahagsbandalagið, sem beitir okkur viðskipta- þvingunum? Það er ekki ofsögum sagt, að gengið hefur verið á kjör sjó- manna. Ef miðað er við kaup verkamanna, þarf kauptrygging sjómanna að hækka um 100% til þess að ná því, miðað við 90 st. vinnuviku sjómanna. Sem dæmi um óréttlæti það, sem sjómenn em beittir í starfi sínu, má nefna það, að ef starfsmaður ríkisverkstæðisins fer austur á Seyðisfjörð til vinnu á vegum SR, fær hann frítt fæði plús 10% álag á kaup fyrir að vera að heiman! Sjómenn þurfa að borga sitt fæði, þeir fá enga extra borg- un þó þeir séu að heiman 300 daga ársins, þeir hafa enga á- hættuþóknun eins og starfs- menn við Sigöldu, þó er sjó- mannsstarfið álitið eitt hættu- legasta starfið nú til dags. Sjó- menn á skuttogurum fá aldrei helgarfrí, það þykja þó sjálf- sögð mannréttindi hverjum ein- asta manni, er stundar vinnu í landi. Sjómenn hafa á hátíðarstund verið nefndir „hetjur hafsins“. Nú lesum við um aðrar hetjur hingað og þangað um heiminn, sem hampað hefur verið af þjóð sinni og látið allt það bezta 'í té, sem völ var á, og jafnvel hefur verið svo strangt um velgjörðir við þessar hetj- ur, að varðað hefur fangelsis- vist að þóknast þeim ekki í einu og öllu. Siglfirzkir sjómenn hafa oft fengið það framan í sig, að vera hetjur. Eflaust eiga þeir það skilið, að vera kallaðir hetjur, en nú, og sérstaklega nú í haust, hefur þetta „gæluyrði“ verið sem vatnsgusa framan í þá, þar á ég við sjómenn starf- andi hjá Þormóði ramma. Það fyrirtæki hefur fram að þessu ekki staðið við greiðslur til sjómanna. Menn hafa ekki fengið uppgjör á tilsettum tíma eftir tryggingartímabil og hent hefur verið í þá smáupphæð- um án alls samræmis við hvað fiskast. Slíkt myndi ekki líðast meðal landverkafólks — Slíkt láta aðeins siglfirzkar hetjur líðast.... Flestir er á útvarp hlusta og á sjónvarp glápa og dagblöð lesa, hafa ekki komizt hjá því að heyra allar þær ályktanir og fundasamþykktir, sem gerð- ar hafa verið af félagasamtök- um, óháðum pólitík, gegn samn ingum við V.-Þjóðverja. Og þeir sem fylgjast með áðurnefnd- um fjölmiðlum, hafa eflaust líka heyrt, eða lesið, um sví- virðilegt athæfi 42. þingmanna, er þeir samþykktu að semja við V.-Þjóðverja um 60 þús. tonna ársafla, í trássi við áður nefndar ályktanir og samþykkt- ir, 27. nóv. var efnt til borgara- fundar um landhelgismál. Á fundinum voru haldnar 4 ágæt- ar ræður fyrir eyrum um það bil 150 manna. Samþykkt var ályktun gegn samningum við V.-Þjóðverja og hún send Geir Hallgríms — forsætis. Ekki virðist Geir hafa tekið þessa ályktun til greina, því að dag- inn eftir var samþykkt, sem áður segir, að semja við ný- Hitlerana. Þessi fundur var einnig merkilegur að öðru leyti en því, að gera áðurnefnda álykt- un. í ljós kom, að félagslegur þroski og þjóðernisvitund Sigl- firðinga eru ekki eins almenn og margur vill vera láta. Úr frystihúsum bæjarins mætti ekki einn einasti starfsmaður á þennan fund, úr verzlunum bæjarins mætti ekki einn ein- asti starfsmaður á þennan fund, 1—2 kennarar mættu á fund- inum. Þeir 150, sem mættir voru, voru flestir sjómenn og nemar í Vélskólanum, menn I sem af reynslu vita hvað er að ske í fiskveiðimálum á mið- unum við landið. Það fólk, er ekki tók sér frí og mætti því ekki á fundinn, virðist hafa látið annarleg við- horf ráða gerðum sínum. Kannski hugsað sem svo, að jólin væru í nánd og það hefði ekki efni á að taka sér frí! En hvað ætlar þetta fólk að gera þegar fiskurinn er búinn? Fara á atvinnuleysisstyrkinn? Eða flytja til V.-Þýzkalands? Eða hætta að halda jól? Sumir hafa eflaust, ef höfð er í huga siglfirzk hugsun, lát- ið pólitík ráða gerðum sínum og þurrkað samvizku sína með pólitískum gólftuskum. Slíka menn er ekki á yrðandi, slíka menn á hver heilbrigður mað- ur að fyrirlíta. Það er annars furðulegt, að enginn stjórnarmaður úr stjóm Þormóðs ramma mætti á fund- inum. Maður skyldi þó ætla, að minnkandi aflamöguleikar væru því útgerðarfirma við- komandi. Flogið hefur fyrir, að stjórnarformaðurinn hafi bann- að allri stjóminni að mæta? Utboð Kröfluvirkjun óskar eftir tilboðum í málmvirki (handrið, stigar, ristar) í stöðvarhús Kröflu- virkjunar í Suður-Þingeyjarsýslu. Útboð verða afhent í verkfræðistofu vorri að Ármúla 4 í Reykjavík, og Glerárgötu 36 á Akureyri gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá VST, Ármúla 4 í Reykjavík, miðvikudaginn 4. janúar 1976, kl. 11 fyrir hádegi. VST VERKFRÆÐISTOFA SIGURDAR THORODDSEN SF. Útboð Kröflunefnd óskar eftir tilboðum í álklæðningu á stöðvarhús (Kröfluvirkjunar í S.-Þing. Útboðsgögn verða afhent í verkfræðistofu vorri, að Ármúla 4 í Reykjavík, og Glerárgötu 36 á Akureyri gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá VST, Ármúla 4, föstu- daginn 19. desember 1975, k.l 11 fyrir hádegi. VST V ERK FRÆÐISTOFA SIGURDAR THORODDSEN SF. MJÖLNIR — Jólablað

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.