Mjölnir - 01.02.1990, Blaðsíða 2

Mjölnir - 01.02.1990, Blaðsíða 2
Útgegfandi: Alþýðubandalagiðí Siglufirði. Ritnefnd: Hinrik Aðalsteinsson ábm., Signý Prentun : I Jóhannesdóttir augl., Sigurður Sást s.f. Sauðárkróki I Hlöðvesson setning og umbrot. Mjölnir Fjárhagsstaða Siglufjarðar. Mikið hefur verið rætt og ritað um þá fjárhagsstöðu og um leið þann fjárhagsvanda sem Siglufjörður á í um þessar mundir. Engum dylst að um talsverðan vanda er að ræða og síst ástæða til að draga úr honum. Við slíkar aðstæður er ekki nóg að gagnrýna þá sem með stjórn fara eða hafa farið með stjórn og um leið er sagt "það eru þessir menn sem komið hafa okkur í þennan vanda". Málin eru yfirleitt ekki svo einföld. Það þarf að spyrja margra spurninga og reyna að fá við þeim svör. í hvað hafa peningar bæjarbúa farið? Ef litið er yfir þær framkvæmdirsem ráðist hefurverið í á undanförnum árum má nef na: Varanlega gatnagerð og f rágang ýmissa opinna svæða sem alls ekki voru neitt sérstakt augnayndi. Byggingu íþróttahúss sem verður með veglegri íþróttahúsum landsins. Byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða. Má í því sambandi minnast orða formanns byggingarnefndar, að sá áfangi sem nú væritekinn í notkun svaraði til þess að Reykjavíkurborg taki í notkun dvalarheimili fyrir um 800 manns. Uppbygging skíðasvæðis í Skarðsdal. Byrjunarframkvæmdirviðdagheim- ili. Nýr tónlistarskóli. Leiguíbúðir við Hvanneyrarbraut. Allt hafa þetta verið fjárfrekar framkvæmdir. Að langmestu leyti hafa bæjarbúar og þeir sem bænum stjórna verið sammála um þetta. Auðvelt er að gera samanburð og reikna út frá höfðatölureglunni. Hvernig væri fjárhagsstaða Reykjavíkur- borgar ef umslíkarframkvæmdirhefðiveriðaðræða? Einnig væri hægt aðspyrja;HefðutekjurSiglufjarðarverið sambærile- gar við tekjur Reykjavíkur á s.l. árum , væri þá um einhvern fjárhagsvanda að etja ? Til fróðleiks og ekki síðurtil að benda áað hérerekkifarið meðfleipur, eru hórsamanburðartölurum rekstrartekjur Reykjavíkur og Siglufjarðar á árunum 1987 og 1988.: Kr. á íbúa Kr. á íbúa 1987 1988 Reykjavík 63.750 88.001 Siglufjörður 53.117 62.909 Tekjur Reykjavíkur eru 20% hærri 1987 og 40% hærri 1988. Fjárhagsáætlun Siglufjarðarfyrir árið 1990gerir ráðfyrir um 170 milljónum í tekjur. Tökum meðaltal þessara tveggja ára sem er30%. Hækkum áætluninafyrir 1990 um það. Þáyrði sú áætlun ekki 170 milljónir, heldur 221 milljónir. Mismunurinn er 51 milljón. Áfjórum árum væri þetta204 milljónir. Við sjáum greinilega á þessum samanburði að á einhvern hátt er sveitarfólögum mismunað. Ekki er ástæða að leita uppi einhverja sökudólga í þessu. En við Siglfirðingar hljótum að ætlast til að við búum við sambærilega aðstöðu og aðrir landsmenn. Við Siglfirðingar höfum séð því slegið upp að Siglufjörður hafi verið settur í gjörlæslu einhverra ráðuneyta fyrir sunnan. En það skulu þessir háu herrar vita að til þess er ætlast að gjörgæslu-sjúklingar eiga að hljóta alla þá bestu þjónustu og umönnun sem tiltæk er, og ef grannt væri skoðað gæti verið að gjörgæslu þyrftu fleiri að fá en einstaka sveitarfélög. H.A. IÐGJOLD AF ÖLLUM LAUNUM Frá og með 1. janúar 1990 skulu starfsmenn greiða 4 % iðgjald af öllum launum til lifeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6 %. Til iðgjaldsskyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Með auknum iðgjaldsgreiðslum ávinna sjóðfélagar sér aukinn lífeyrisrétt! Enfremur er vakin athygliatvinnurekenda og launþega á því, að samkvæmt lögum ber skyldu til að greiða i lífeyrissjóð. Vanefndir á því varða við 247. gr. alm. hegningarlaga og geta varðað refsiábyrgð. LÍFEYRISSJÓÐUR VERKALÝÐ SFÉLAGA Á NORÐURLANDI VESTRA Verkalýðsfélagið Vaka, Siglufirði Verkakvennafélagið Aldan, Sauðárkróki Verkalýðsfélag A-Húnvetninga, Blönduósi Verkalýðsfélag Skagstreindinga, Höfðakaupstað Verkalýðsfélag Hólmavíkur, Hólmavík ÍBÚÐIR TIL LEIGU SigluQarðarkaupstaður auglýsir til leigu íbúðir að Hvanneyrarbraut 42. Um er að ræða 8 íbúðir tveggja, þriggja og Qögura herbergja. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á Bæjarskrifstofunum. Umsóknir skal senda til Bæjarstjórans í Siglufirði Bæjarstjórinn í Siglufirði SIGLFIRÐINGAR ! SIGLFIRÐINGAR ! Vinsamlegast hreinsið snjó frá sorpílátum yðar til þess að auðvelda sorphreinsun. BÆJARTÆKNIFRÆÐINGUR Febrúar 1990

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.