Mjölnir - 01.02.1990, Blaðsíða 4

Mjölnir - 01.02.1990, Blaðsíða 4
Sigurður Hlöðvesson : AÐ BYGGJA UPP EÐA RÍFA NIÐUR? Fróðleg fjárhagsúttekt í jólablaði Neista byrtist athyglisverð grein undir nafninu “REIKNINGAR BÆJARSJÓÐS 1988”. Greinin er aðallega athyglisverÖfyrirtvennt. ífyrstalagi afhjúpar greinaihöfundur fákunnáttu sína á reikningshaldi og í öðxulagi afmyndun hans á ástandinu með því að nota afspymu einkennilega samanbuiðarfræði. Kötturinn sagði "ekkiég” Þótt greinaihöfundur einhverra hlut vegna láti ekki nafns súis getið rennur undirritaðan í grun hver hann er og undrast að hann skuli láta svo se: i hann hafi hvergi komið náiægt stjóm bæjarins og ráðstöfun fjáimagnsins á undanfömum árum og beri þar enga ábyrgð. Reikningar á afmælisári. Það er rétt að flestir gjaldaliðir fóru fram úr áætlun og em ýmsar ástæður til þess. Allir þeir bæjarfulltrúar sem smá glóm hafa íkollinum (og sennilega flestir bæjaibúar) gera sér það ljóst að m.a. vegna veglegrar afmælishátíðar 1988 fór reksturinn vemlega fram úr áætlun bæði vegna beins og óbeins kostnaðartengdum afmælishátíðinni. Enda tók útlit bærins algjömm stakkaskiptum með snyrtingu og fegmn. Þess er skemmst að minnast að allir bæjarfulltrúar vissu að við vomm að eyða um efni fram. Þessa eyðslu mætti kanske kalla framkvæmdafyllerí enda var verið að taka ákvarðanir um aukningu rekstrarútgjalda og framkvæmda allt fram að afmælishátíðinni, þar skar enginn bæjarfulltrúi sig úr. Bæjarráðsmaður Alþýðuflokksins er kanske búinn að gleyma orðum sínum á bæjarráðsfundi rétt fyrir afmælishátíðina þegar hann lagði til aukningu útgjalda með þeim orðum að við skyldum ljúka þessu framkvæmdafylleríi með glæsibrag timburmennimirkæmu seinna. Annars tekur því ekki að eiga orðaskipti við þá um reikningshald sem ekkikunna á því nein skil eða rangtúlka vísvitandi ástandið. Skuldaaukning. Öllu merkilegri er úttekt greinarhöfundar á vaxtagreiðslum og skuldaaukningu bæjarsjóðs og kúnstugri deilingu á “virka daga ársins” og “mannsbörn í bænum”. Greinaihöfundur segir að orsök halla bæjarsjóðs sé ekki vegna framkvæmda heldur vegna fjár- magnskostnaðar og almenns rekstrar- halla. Þetta er all athygglisverð fullyiðing, það má ljóst vera öllum sem vilja skoða málin af raunsæi að halli bæjarsjóðs er fyrst og fremst kominn til af háum fjármagnskostnaði. Og hár fjármagnskostnaður tilkominn vegna mikilla fjárfesting síðustu ára. Gífurlega miklar framkvæmdir Á áiunum 1983 - 1989 hafa nettó fjárfestingar (þ.e. fjárfestingarumfram tekjur og ríkisframlög) sem fjármagnaðar hafa verið með lántökum numið 319.559.517,-kr (þijúmundruð og nítjan og hálf milljón) á veiðlagi ársin 1989. Það gerir tæplega 172 þúsund kr á hvem íbúa bæjarins. Það eiu þessar miklu lántökur sem skapa háan fjármagnskostnað. Skondnast er þó að sjá saman- buiðarfræðina á skuldaaukningu og hækkun skulda milli ára, þar sem skuldaaukningu er deilt á viika daga áranna Í987 og 1988. Meginhluti skuldaaukningarinnar er verð- breytingarfærsla, þ.e. áfallnar en ógjaldfallnar veiðbætur. Ekki er mér kunnugt um að hægt sé að taka lán sem hvorki verðbætist né ber vexti á laugaidögum og sunnudögum eða öðium helgidögum, það væri fróðlegt að fá vitneskju um það hvort greinarhöfundur þekkir dæmi þess. Talandi um háan fjármagnskostnað má geta þess að á árinu 1988 fóm dráttaivextir upp í 56,4 % og hafa sennilega aldrei verið hæni síðan Alþýðuflokkurinn kom því í gegn að vextir yrðu gefnir fijálsir. Við getum kanske búist við tillögum frá bankamálaráðherra Alþýðuflokksins að vextir verði framvegis ekki reiknaðir um helgar. Það er þá algjör kúvending hjá ráðherranum sem hingað til hefur aðhyllst ómengaða fijálshyggju. Tekjur sveitafélagsins. Eins og vikið er að í leiðara blaðsins er einn megin vandi smærri sveitarfélaga misræmi í tekjum sveitarfélaga. Þar er sýnt fram á að ef Siglufjörður hefði hlutfallslega jafh miklar tekjur og Reykjavíkurborg hefðu tekjur síðustu fjögurra ára verið 200 milljónum kr. hæni en þær vom. Þá stæðum við ekki frami fyrir þeim fjárhagsvanda sem við búum nú við. Bölsýni og niðurrifsstarfssemi. En hver er tilgangur greinarskrifa eins og þeirra er byitist í jólablaði Neysta? Hveijum þjóna svona skrif þar sem mál em afskræmd og afbökuð? Emm við að þjóna hagsmunum bæjarfélagsins með því að sveita ástandið og mála skrattann á vegginn? Batnar ástandið við bölsýnistal og úrtölur? Ætlum við að byggja þennan bæ upp eða ætlum við að rífa hann niður? Stöndum saman Staðreyndin er sú að bærinn okkar hefur tekið algjörum stakkaskiptum á síðustu árum, það hefur að vísu verið geit með miklum lántökum. En við getum unnið okkur út úr vandanum og ætlum að gera það. Þess vegna skulum við standa saman og byggja upp bæinn okkar Almennur borgarafundur ! Verður haldinn um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og bæjarstofnana fyrir árið 1990. Fundurinn verður haldinn að Hótel Höfn fimmtud. 1. mars n.k. kl. 20.30 Á fundinum verða leyfðar umræður og fyrirspumir s.k.v. nánari ákvörðun fundarstjóra. Bæjarstjórn Siglufjarðar. Sí ldarverksmiðj ur Ríkisins Hlutafélag eða ríkisfyrirtæki ? Þriðjudaginn 10. janúar s.l. gekkst Alþýðubandalagið fyrir almennum fundi um málefni S. R. í Suður götu 10. Á fundinn mætti Ragnar Amalds alþingismaður. Framsögu á fundinum höfðu Ragnar og Hannes Baldvinsson. Ragnar fjallaði allmennt um málefni S. R. og hugmyndir að því að gera S. R. að hlutafélagi. Hannes fór yfir “frumvarpsdrögin” og benti á þær hættur sem því væru samfara að gera S. R. að hlutafélagi, einnig ræddi hann stöðu fyriitækisins og baráttu í stjóm gegn uppsögnum og niðurskurði. Margir tóku til máls og vom allir á einu máli um þá hættu sem væri því samfara að breyta fyrirtækinu í hlutafélag. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun: "Almennur stjórnmálafundur haldinn ( Siglufirði að frumkvœði Alþýðubandalagsins mótmœlir því eindregið að Síldarverksmiðjum ríkisins verði breytt í hlutafélag eins og stjórnskipuð nefnd hefur gert ráð fyrir. Fundurinnteluraðumbreyting S. R. yfir í hlutafélag yrði aðeins fyrsta skrefið íþá átt að selja S.R. í hendur einkaaðila og telur að það yrði mikið ógcefuspor." S. H. Mjölnir 4 Febrúar 1990

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.