Mjölnir - 01.03.1990, Blaðsíða 1

Mjölnir - 01.03.1990, Blaðsíða 1
Málgagn Alþýðubandalagsins í Siglufirdi. 2. tölublað, 53. árgangur, mars 1990 Opið hús í Suðurgötu 10 alla sunnudaga kl. 16.00 Alþýðubandalagid Fj árhagsáætlun Bæjarsjóðs Siglufjarðar og stofnana hans fyrir árið 1990 Fjárhagsáætlun á kosningaári Fjárhagsáltlun bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árið 1990 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi fimmtudagjnn 15. mars s.l. Um áætlunina var alger samstaða allra bæjarfulltrúa og er það líklega í fyrsta skipti í mörg ár, sem alger samstaða tekst milli meirihluta og minnihluta. Fyrri umræða. Fjárhagsáædunin varfyrstlögð fram til fyrri umræðu á bæjarstjómarfundi 15. febr. s.l. Síðan hefur áætlunin verið til frekari vinnslu í bæjarráði. Þegar áætlunin var lögð fram til fyrri umræðu var það vitað og um það samkomulag að áætlunin yrði unnin áfram í bæjarráði milli umræðna þar sem vitað var m.a. með tilliti til kjarasamninga og endurskoðun rekstrarliða, að hún myndi taka nokkrum breytingum milli umræðna. Breytingartillögur Frestur til að skila breytingar- tillögum var til 6. mars. Á bæjar- ráðsfundinum lagði bæjarstjóri fram tillögu að fjárhagsáætlun endur- reiknaða frá þeirri gerð sem legið hafði fyrir, miðað við breyttar forsendur varðandi ým sa liði. Samkomulag varð um smávægilegarbreytingarfráþeirri gerð sem bæjarstjóri hafði lagt fram á fundinum. Auknar tekjur, breytt verkaskipting. Með breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarf élaga og nýjum lögum um tekjustofna sveitarfélaga aukast tekjurbæjarsjóðs verulega. Munarþar mest um að sjúkrasamlag fer alfarið til ríkisins og framlög í Atvinnuleysistryggingasjóð falla niður. Þá munu nýjir tekjustofnar rýmka möguleika á tekjum. Aðhald, sparnaður Einkenni fjárhagsáæætlunarinnar eru aðhald og sparnaður írekstri, litlar hækkanir þjónustugjalda og samdráttur í framkvæmdum. í framhaldi af niðurskurðartillögum frá síðasta hausti hefur verið unnið að niðurskurði og samdrætti í rekstri á flestum sviðum. Með þessum aðgerðum hefur tekist að ná verulegum árangri. Litlar hækkanir þjónustugjalda Með tilliti til nýgerðra kjarasamninga og eindreginna tilmæla verkalýðshreyfingarinnar er öllum hækkunum þjónustugjalda stillt í hóf. Vistgjöld á barnaheimilinu hækka ekki á árinu, aðgöngumiðar að sundhöll hækka um 6 %, og skólagjöld Tónskóla hækka um 7 %. Allt þetta miðast við að efnahagsleg markmið kjara- samninganna nái fram að ganga. Samdráttur framkvæmda Eins og flestum mun ljóst vera hafa framkvæmdir verið gífurlegar á undanfömum árum. Vegna þessa miklu framkvæmda hefur staða bæjarsjóðs versnað mjög. Það er því augljóst að draga verður verulega úr framkvæmdum og fara að greiða niður lán. Fjárhagsáætlunin ber með sér að nú er meiningin að fara að telja niður og rétta fjárhag bæjarsjóðs við, en það verður að gerast á nokkrum árum því að ekki er hægt að stöðva allar framkvæmdir. Niðurstöðutölur Ef farið er yfir niðurstöðutölur bæjarsjóðs eru sameiginlegar tekjur 170.481. þús. og tekjur af málaflokkum 29.990. þús eða samtals 220.471. þús. Rekstrargjöld eru 207.350. þús. Af rekstrarliðum eru fjármagnsgjöld fyrirferðamest. Nettófjármagnskostn. er 84.722. þús. þar af eru verðbætur og gcngismunur af langtúnaskuldum 43.100. þús. Veltufé frá rekstri er 36.221. þús. Fjárfestingar Gjaldfærð fjárfesting er samtals 9.950. þús. Þareru stærstu liðimirnýr kirkjugarður 3.200. þús. í gangstéttir 4.000. þús. og í fyllingu á Flatarsvæði 1.750. þús. Tæki og tól í skólana eru upp á um 650. þús. Eignfærð fjárfesting. er samtals 19.750. þús sem skiptist þannig.: I dvalarheimili fyrir aldraða fara 2.500. þús. í lóð og leiktæki á lóð bamaheimilis fara 1.500. þús. Til íþróttahússins verðurvarið4.000.þús. Til að ljúka leiguíbúðunum við Hvanneyrarbraut 42 verður varið 11.050. þús. Mörg verkefni bíða Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist á undanfömum árum og mikið verið framkvæmt er samt margt ógert. Til þess að hægt sé að halda áfram eðlilegri uppbyggingu bæjarfélagsins er nauðsynlegt að halda áfram að vinna bæjarfélagjð út úr þeim fjárhags- þrengingum sem það er nú í. Fjárhagsvandinn. Bæjarráð hefur viðrað hugmyndir um hvernig best megi vinna bæjarfélagiðút úrþeim fjárhagsvanda sem það ernú í.Um þessarhugmyndir sem lagðar hafa verið fram, en ekki er tímabært að ræða opinberega, eru allir bæjarfulltrúar sammála. Samstaða Það er mjög mikilvægt að sú samstaða haldi áfram, því aðeins þannig náum við bestum árangir bæjarfélaginu og íbúum þess til heilla, annars mun illa fara. S.H. er byggilegur bær, en framtíð hans er undir okkur sjálfum komin, með jákvæðu hugarfari og samstödu þurfum við engu að kvíða.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.