Mjölnir - 01.03.1990, Blaðsíða 2

Mjölnir - 01.03.1990, Blaðsíða 2
Útgegfandi: Alþýðubandalagið í Siglufirði. Ritnefnd: Hinrik Aðalsteinsson ábm., Signý Prentun : Jóhannesdóttir augl., Sigurður Sást s.f. Sauðárkróki Hlöðvesson setning og umbrot. Lágheiði - Múlagöng. í síðustu viku var sprengd síðasta sprengingin í Múlanum. Þessar framkvæmdir marka tímamót í samgöngumálum, ekki aðeins Ólafsfirðinga, heldur allra Norðlendinga. Samgöngumál eru byggðamál. Með tilkomu Múlaganga tengist Ólafsfjörður austur á bóginn til Akureyrar og enn lengra austur. Þessiframkvæmd býður upp áþann möguleika að tengjaÓlafsfjörð vestur í Fljót og til Siglufjarðar. Nú þurfa Siglfirðingar, Fljótamenn og Ólafsfirðingaraðtaka höndum saman og þrýsta á að vegur verði gerður yfir Lágheiði. Benda má á að slík vegarlagning er aðeins brot af þeim kostnaði sem fer í Múlagöngin en mikilvægi vegar yfir Lágheiði er ekki síður mikilvægur fyrir norðurleiðina , Reykjavík - Akureyri. Vegur yfir heiðina leysti af hólmi veginn yfir Öxnadalsheiði , allavega tímabundið. Þegar athugaðar eru vegalengdir kemur í Ijós að vegarspottinn frá Þrasastöðum niðurfyrirFossabrekkurÓlafsfjarðarmegin er aðeins u.m.þ.b. 10 km. Mjölnir tekur undir ályktun Bæjarstjórnar Siglufjarðar þess efnis að varanleg vegarlagning yfir Lágheiði verði sett inn á framkvæmdaáætlun Vegagerðar ríkisins hið snarasta. Hins vegar mega ráðamenn ekki gleyma því að margoft hefur verið sagt við Siglf irðinga að farið verði í að klæða Strákagöng straxeftiraðframkvæmdumlýkuríMúlagöngum.Siglfirðingar koma til með að þrýsta á að staðið verði við gefið loforð. Útgerö - auömagn. Umræður hafa nýlega orðið um samþjöppun auðs á fárra manna hendur. Svo skringilegt sem það er hafa bæði Morgunblaðið og D-V verið með hnútukast út í ýmsa máttarstó I pa f járm álal íf s in s fy ri r það að rey n a að ko m ast yf i r sem mest af hlutafé sterkustu hlutafélaga landsins. Þarna virðist vera komin upp barátta um auð og völd. Áður réðu sterkustu fjármálamenn landsins allri útgerð. Má þartilnefna útgerðarfyrirtæki s.s Kveldúlf, Allience, Blöndalsútgerðina og ýmiss önnur stórútgerðarfyrirtæki. Nú hafa þessir menn snúið sérfrá útgerð og yfir í þjónustugreinar. Þeir ráða yfir flutningafyrirtækjum, flugfélögum, tryggingafélögum, olíufélögum og bönkum. Öll sú þjónusta sem þessi fyrirtæki annast er seld útgerðinni. Útgerðin og fiskvinnslan eru langstærstu viskiptavinirnir. í fréttum heyrum við svo að útgerðin sé rekin með 2 -10 %tapi og sömu sögu er aðsegja af fiskvinnslunni. Þessarfréttir koma mjög reglubundið. En hvenær heyrum við fróttir að rekstur þjónustufyrirtækjanna sem hér voru nefnd að ofan séu rekin með tapi. Aldrei. Útgerðin og fiskvinnslan eru sögð rekin með styrkjum og framlögum frá ríkinu. Það sem þarf að gerast í þessum málum er að útgerð og fiskvinnslu verði gert kleift að rekstur þeirra verði það arðbær að eftirsóknarvert verði að leggja fé í þessa undirstöðustarfsemi þjóðarinnar. Þjónustufyrirtækin starfa í skjóli einokunar og fjármála-fyrirtæki þeirra stunda spákaupmennsku undir verndarvæng hins opinbera. Hver var svo aö tala um “Bákniö burt”? H.A. Mjölnir Að hvítþvo Frainhald at haksíðu. Það er ekki rétt að haga störfum bæjarmálanna á þann veg að atvinnu- rekendur, forstöðumenn stofnana, opinberir starfsmenn og efhameira fólk (þá oft bamlaust) séu þeir hópar sem einir eiga þess kost að sinna þeim. Fyrirmyndarbæjarstjómin á að vera skipuð fólki ungu og gömlu af sem flestum starfstéttum, þverskurður af bæjarbúum. Helst af öllu venjulegt launafólk. Sem vill af einlægni vinna saman að stjóm bæjarins og leysir málin þannig að þau séu til hagsbóta fyrir sem flesta. Til að útiloka áhrif einstakra kreddusjónarmiða er nauðsynlegt að hafa hæfilega öra endumýjun. Fjögurár em fljót að h'ða, átta ár eru heppileg og ég tel að bæjarfulltrúi eigi aldrei að sitja lengur en tólf ár. Það erekki gott fyrir nokkum mann, fjölskyldu hans eða flokkinn sem hann situr fyrir, það erlíka gott að skipta um fulltrúa ínefndum með sama hætti. Að þekkja sín takmörk. Hafi einhver nennt að lesa svona langt, er sá hinn sami sjálfsagt búinn að bóka undirritaða ofarlega á lista AB. En svo verður eklri. Það lýsir því kannski einna best hvað ég er undarleg í pólitíkinni að eiginlega er ég þakklát þessum ca. 20 sem hættu við að kjósa AB 1982. Hvoit ég er svo ánægð með að þeirkusu íhaldið er svo aftur annað mál. Þetta erauðvitað bara talnaleikur og ekki átt við einstaka persónur, Ég hefði ekki getað sinnt starfi aðalbæjarfulltrúa það kjörtímabil, fjölskyldu minnar vegna, frekar en það næsta. Ég komst að raun um það þann tíma sem ég var varabæjarfulltrúi, að það er meira en htið starf að vera í bæjarstjóm. Það scm kommérþóeinna mest á óvart var skilningsleysi karla- veldisins á aðstæðum kvenna með ung böm, þá sér í lagi sjómanns-kvenna. (Þetta kjöitímabil var bæjarstjóm Siglufjaiðar sú eina á landinu sem eingöngu var skipuð karlmönnum.) Allt tal um breytta fundaitíma og meiri fyrirvara í boðun funda og annað í þeim dúr var algjöriega gleymt. Ég er alltaf tilbúin að læra og vera með í því sem gert er, sé þess einhver kostur og ég sjái að eitthvert gagn sé í mér. Á árunum “82-”85 lærðist mér að minn tími var ekki kominn. Þetta er þessi eilífa spuming um að vera eða vera ekki, geta og geta ekki. Þessa dagana segi ég af og til við félagana sem em í óða önn að vinna að ffamboðsmálum. “Bíðið þið bara ióleg, minn tími kemur”. (Svei mér ef þau hrylla sig ekki bara). En nú spyr ég þig sem ennþá lætur sem þér komi póhtfldn ekki við. Hvenærkemur að þér? Signý Jóhannesdóttir S. R. met vetrarvertíð Svo sem flestir muna varð s.l. haustvertíð sú allélegasta í sögu loðnuveiðanna hér við land. Aðeins vom þá veidd um 50 þús. tonn þar af var um 20 þús. tonnum landað hér á Siglufirði. Nú er hinsvegar ljóst þó að loðnuveiðunum sé ekki enn lokið að vetrarveitíðin er hin besta sem verið hefurhingað til hjá veiksmiðju S.R. á Siglufirði og má í raun segja það um verksmiðjur S.R. í heild. Hjá verksmiðjum S.R. hefur nú verið landað um 206 þús. tonnum af loðnu frá áramótum, þar af um 68 þús. tonnum á Siglufirði. Hingað hafa þá komið um 88 þús. tonn erveiksniðjan hæst allra einstakra veiksmiðja. Vonandi kemur eitthvað meira af loðnu til okkar en flotinn hefur nú að mestu leiti verið að lemja á einni stórri torfu út af Stokksnesi og afli verið frekar tregur. Endurbygging á Seyðisfiröi Eins og komið hefur fram í fréttum hefur verið ákveðið að ráðast í enduibyggingu verksmiðju S.R. á Seyðisfiiði. Verðurþuikunaibúnaður verksmiðjunnar endumýjaðurmeð það fyrir augum að unnt verði að framleiða hágæðamjöl í vericsmiðjunni. Framkvæmdimar í sjáhri veric- smiðjunni munu hefjast nú í apríl strax að lokinni veitíð. Verður hafist handa við niðurrif þróar og veiksmiðjuhús opnað svo hægt verði að skipta um allan þann búnað sem á að skipta út. Mikil vinna hjá vélaverkstæði Ljóst er að um mikla vinnu verður að ræða hjá innlendum aðilum við þessa framkvæmd, þannig að verð þurrkaranna er aðeins hluti af þeim 300-400 milljónum sem reiknað er með að þessi framkvæmd öll kosti. Þurrkaramir em smíðaðir í Noregi. Hjá vélavericstæði S.R. á Siglufirði hófst vinna vegna þessara framkvæmda þegar í janúar og mun mikil vinna vegna þessara fram- kvæmda verða unnin hér. Hérverða smíðaðirnýirtankarfyrir vinnsluvökva, svo og sniglar enda- kassar, reykskiljur og sjóþvottatumar ásamt loftstokkum og ýmsu fleiru. Það verður því nóg að gera hjá vélavericstæði S.R. á þessu ári. 1990 Mars

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.