Mjölnir - 01.03.1990, Blaðsíða 4

Mjölnir - 01.03.1990, Blaðsíða 4
Um virðisaukaskattinn Sanngjarn eða ósanngjarn, réttlátur eða óréttlátur ? Um virðisaukaskatt Um síðustu áramót varÖ sú breyting að í stað söluskatts kom virðisaukaskattur. Söluskatturinn sem verið hefur í gildi um allmörg ár, í upphafi að mig minnir 3 %, átti að vera tímabundinn skattur, en festist í sessi og fór síhækkandi allt þar til hann var kominn í 25 %. Með breytingu í viiðisaukaskatt átti að gera margar mikilvægar lagfæringar á þessu skattformi, hann átti að leggjast á vörur og þjónustu á öllum stigum en ekki bara á lokastigi eins og söluskatturinn, þannig átti að vera auðveldara að fylgjast með innheimtunni og fækka þar með skattsvikum. Með innskatti og útskatti átti að koma í veg fyrir margsköttun, margt fleira var til- tekið sem ætti að vera til betri vegar með virðisaukaskattinum. Hvað er virðisaukaskattur ? Það yrði of langt mál að skýra það út í þessari grein enda getur fólk fengið sérprentaða upplýsingabæklinga um það hjá skattstjóra, en í leiðbeiningum um virðisaukaskattinn frá ríkis- skattstjóra er að finna eftirfarandi.: “...Skatturinn leggst þannig á mismun söluverðs og kaupverðs, þ.e. þann virðisauka sem veröur hjá hverju fyrirtæki fyrir sig_” með öðmm orðum það á að skattleggja viiðisaukann á hverri vöru og þjónu stu á öllum stigum. Virðisauki snjómoksturs Með tilliti til ofangreindrar skil- greiningar hvarflar að manni hvemig metinn er virðisauki við snjómokstur, þ.e. viiðisauki snjósins við að ýta honum út af vegunum og eða keyra hann í sjóinn. Hvers virði er snjórinn þar sem hann liggur í hiúgum utan vegar. Er til einhver sem vill kaupa hann ? Er eitth vert réttlæti í því að við sem búum norður á hjara veraldar þurfum að greiða stórar fúlgur í ríkissjóð fyrir að úrkoman sem fellur hér á vetumar er vatn í föstu formi en ekki vökvi. Skattlagning öryggistækja Stefnt var að því að sem fæstar undanþágur væru frá skattskyldu. Þessa dagana eru í gangi undirskriftir vegna skattlagningar á flotgöllum og öðrum öryggistækjum sjómanna. Það þykir líklega flestum að öU rök mæU með því að undanþága sé á flotgöUum og öðrum álíka öryggistækjum sjómanna. En mottóið er að undanþágur séu sem fæstar og þar við situr (allavegana þegar þetta er skrifað). Undarleg undanþága Það hefur þó líklega ekki farið fram hjá neinum að hinu háa alþingi þótti nauðsyn á að laxveiðar yrðu undanþegnar viiðisaukaskatti, þar var sjálfsagt að breyta út frá mottóinu. En hvaða iök eru fýrir því að leggja ekki virðisauka á veiðUeyfi, á sama tíma og allar nauðsynjar eru skattlagðar. Á sama tíma og landeigendur og rétthafar veiðUeyfa eru að kaupa upp laxveiðikvóta Færeyinga á hundruðir mUljóna, ætti að vera óhætt að skattleggja þennan munað. S. H. AEIG TIL E Hugsaðu þér ferðafrelsið. Og möguleikana. Þú getur ekið vítt og breitt um Skandinavíu eða suður til Evrópu án þess að eyða stórfé í að leigja bíl. Með Norrænu getur fjöl- skyldan farið á ódýran og þægilegan hátt með sinn eigin bíl þangað sem hana langar. Þegar þú ferð á þínum eigin bíl , með Norrænu slærðu tværflug- ur í einu höggi. IN BIF VRÓPU 'REIÐ eðaEvr- ópu. Þú ræður ferðatímanum og getur farið hvert á land sem er. Frá Bergen liggja leiðir til allra átta í Skandinavíu. Há- fjallafegurð Noregs og undirlendi Svíþjóðar er skammt undan að ógleymd [1 NORRQNA ----um borg- ...ÍT^V'V u m sameina ferð um ísland á leiðinni til Seyðisfjarðar og utanlandsferð til Norðurlanda eins og Ósló og Stokkhólmi. Frá Svíþjóð er hægur vandi að komast með ferju yfir til F i n n - lands og skoða þúsund vatna landið eða hina fögru höfuðborg, Helsinki. Frá Hanstholm í Danmörku liggja leiðir um Jótland til Kaupmannahafnar, ef vill og áfram um Skandinavíu, eða suður til Þýskalands og blasir Evrópa þá við í öllu sínu veldi. Við látum þig um ferðaáætlunina en flytjum hins vegar fjölskylduna og bílinn yfir hafið á þægilegan en óvenju skemmtilegan hátt. NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN SMYRIL-LINE ÍSLAND LAUGAVEGUR 3 101 REYKJAVÍK SIMI 91-62 63 62 AUSTFAR HF. NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN FJ^RÐARGÖTU 710 SEYÐISFIRÐI SIMI 97-211 11 Siglfirðingar Munið að panta blómin tímalega fyrir ferminguna. Blóm og föndur Aðalgötu 13, sími 71889 Siglfirðingar Eins og undanfarin ár sjáum við um hverskonar veislur svo sem fermingaveislur og aðrar veislur. Leitið upplýsinga Hótel Höfn sími 71514 mui] ölnir 4 Mars

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.